Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GOJO hreinlæti w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Lotion sápa, Rich heilsusápa, Spa & Bath sturtusápa, Purell sótthreinsigel, Antibac sótthr. sápa. Hagkvæmt, þrifalegt og fyrirferðalítið sápukerfi. NÝJA kaffibrennslan ehf. á Ak- ureyri, Akva ehf. smjörlíkis- og safagerð og Búbót ehf. sultu- og sósugerð á Húsavík hafa sameinað 100% eignarhald félaganna undir merkjum Akra ehf. og tók samein- ingin gildi 1. september 2003. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að með sameiginlegu eign- arhaldi þessara þriggja rótgrónu fyrirtækja í matvælaiðnaði verði til ein stærsta fyrirtækjasamstæða landsins í þessum iðnaði með um 400 milljóna króna ársveltu. „Sam- einað fyrirtæki mun því hafa sterka stöðu á innlendum markaði í sam- keppni við innfluttar samkeppn- isvörur og efla styrk íslensks mat- vælaiðnaðar.“ Hagræðing og samlegð Baldur Guðnason, stjórn- arformaður hins sameinaða félags og framkvæmdastjóri Sjafnar hf., segir að markmiðið með sameining- unni sé að ná hagræðingu og sam- legð út úr rekstri þeirra. „Akva og Búbót nýta t.d. sömu hráefni og sambærilega framleiðslutækni auk þess sem þessi fyrirtæki selja og dreifa vörum sínum á sömu mark- aði. Í raun kemur þetta félag til með að vera með tvær 200 milljóna króna rekstrareiningar, annars vegar kaffibrennsluna og hins veg- einaðs fyrirtækis séu um 20–30 og aðspurður segir hann engar upp- sagnir fyrirhugaðar. Stjórn verður framkvæmdastjórn Í hinu nýja sameinaða eign- arhaldsfélagi mun Sjöfn hf eiga 50% hlut og Ó. Johnsson & Kaaber ehf. 50%. Í stjórn eignarhaldsfélagsins Akva ehf. verða Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson frá Sjöfn hf. og Ólafur Johnsson og Kristinn Gylfi Jónsson frá Ó. John- son & Kaaber ehf. Baldur Guðnason verður stjórnarformaður samein- aðs félags. Stjórn nýja félagsins mun jafn- framt verða framkvæmdastjórn fé- lagsins og sitja sömu aðilar í stjórn- um dótturfélaganna; Nýju kaffibrennslunnar ehf., Akva ehf. og Búbótar ehf. Jakob S. Bjarnason verður fram- kvæmdastjóri Búbótar ehf. og Akva ehf. Úlfar Hauksson, fram- kvæmdastjóri Nýju kaffibrennsl- unnar ehf., lætur af störfum að eig- in ósk en mun næstu mánuði sinna ráðgjöf í tilteknum sérhæfðum verkum þar til þeim hefur verið fundinn nýr farvegur, að því er seg- ir í tilkynningunni. Stefnt er að því að sameina rekst- ur og framleiðslu Akva ehf. og Bú- bótar ehf. fyrir lok árs 2003. aði í gegnum árin. „Við sjáum fyrir okkur að þessi sameining muni bæta enn frekar afkomuna, og gefa tækifæri til frekari vöruþróunar og sóknar.“ Um aðstæður á markaði sagði Baldur að mikil samkeppni væri við innfluttar vörur í kaffi, sultu og söf- um og fleiri vörum. „Með samein- ingunni erum við líka að snúa bök- um saman til að efla og styrkja samkeppnishæfni íslensks iðnaðar.“ Baldur segir að starfsmenn sam- ar safagerð, smjörlíki, sósu- og sultugerð.“ Baldur segir að ástæðan fyrir því að ákveðið var að sameina félögin hafi verið að eignarhald hafi legið saman. Sjöfn og Kaaber hafi átt saman Nýju kaffibrennsluna, Sjöfn hafi átt Akva og Kaaber hafi átt Bú- bót. „Menn sáu tækifæri til að nýta eignarhaldið og sameina þetta til að hagsmunir aðila færu saman.“ Baldur segir að öll félögin þrjú hafi verið rekin með góðum hagn- Morgunblaðið/Kristján Helgi Ármann Alfreðsson brennir kaffi í Nýju kaffibrennslunni á Akureyri. Helgi hefur starfað í kaffinu í 56 ár. Ný matvælasamstæða með 400 milljóna króna veltu HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 101 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2003 samanborið við 470 milljónir króna árið á undan. Hagnaðurinn nú er tilkominn vegna aukinna tekna af versl- unarrekstri, en árið 2002 hafði gengisþróun, þar sem skuldir fyrirtækisins eru í er- lendum gjaldmiðlum, mest áhrif á hagnaðinn, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fjármunagjöld FLE námu 78 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra voru fjár- munatekjur FLE 487 millj- ónir króna. Í samræmi við áætlanir Heildartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins 2003 námu um 1.963 milljónum króna og jukust því um 10% milli ára. Rekstrartekjur eru í samræmi við áætlanir félags- ins og vegur fjölgun farþega sem fara um stöðina þar þyngst, en farþegum sem fara um flugstöðina hefur fjölgað um 8% fyrstu sex mánuði árs- ins miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrargjöld eru um 2% hærri en á sama tímabili í fyrra en eru engu að síður undir áætlun félagsins. Hlut- fall hagnaðar fyrir afskriftir af rekstrartekjum er nú 29% og því hagstæðara en í fyrra þegar hlutfallið var 24%. Rekstur félagsins hefur verið í samræmi við áætlanir það sem af er þessu ári og allt útlit fyrir að áætlanir árs- ins í heild muni ganga eftir. Hagnaður Flugstöðv- arinnar minnkar um 79% BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er í hópi fjár- festa sem á síðasta ári gerðu tilboð í 65% hlut í símafyrirtæki búlgarska ríkisins. Búlgarska ríkið er að einkavæða símann en hyggst eiga áfram 35% hlut. Advent International fer fyrir hópi fjár- festanna, en fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors er næststærsti þátttakandinn í hópnum. Advent er stórt fjárfestingarfyrirtæki með sem svarar um 180 milljörðum íslenskra króna í sjóðum og eign- arhluti í um 500 fyrirtækjum í 35 löndum. Aðrir í hópnum eru meðal annars Þróunarbanki Evrópu, Swiss Life og National bank of Greece. Björgólfur Thor hefur bæði tekið þátt í einka- væðingu og öðrum viðskiptum í Austur-Evrópu og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann virkur fjárfestir í hópnum. Hann hefur tekið þátt í samningaviðræðum hópsins við yfirvöld í Búlgaríu og er nú staddur þar í landi vegna þess- ara viðskipta. Hlutur ríkisins var boðinn til sölu í fyrra og tveir aðilar gerðu tilboð, en þrír höfðu sýnt áhuga í upphafi. Tilboði Advent var tekið í upphafi og drög að kaupsamningi liggja fyrir. Í fjölmiðlum frá þessu svæði mátti fyrir tæpu ári lesa um það að kaupandi hefði fundist; Viva Ventures, sem er í eigu Advent. Þrátt fyrir þetta hefur ekki tekist að ljúka málinu og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins getur enn verið langt í land og ekki öruggt að kaupsamningurinn verði staðfestur. Pólitískir hagsmunir Einkavæðing búlgarska símafyrirtækisins hef- ur valdið talsverðum pólitískum deilum og einnig farið fyrir dómstóla. Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er að verðið sé of lágt, en í tilboðsferl- inu hefur það hækkað úr innan við 250 milljónum evra í meira en 300 milljónir evra, eða vel yfir 25 milljarða íslenskra króna, sem þó er mun lægri fjárhæð en upphafleg verðhugmynd árið 1999. Ekki var mikill munur á tilboðunum tveimur sem bárust. Þá var í upphafi gagnrýnt að einungis þriðjungur tilboðsfjárhæðar Viva Ventures kæmi frá fyrirtækinu sjálfu, en afgangurinn kæmi frá fjárfestum sem ekki væri greint frá hverjir væru. Einnig var fundið að því að áformað væri að segja upp ríflega þriðjungi starfsmanna fyrirtækisins. Keppinauturinn um kaupin er Koc Holding í samstarfi við tyrkneska símafyrirtækið Turk Telecom. Hann hyggst ekki segja upp jafnmörg- um starfsmönnum, sem verkalýðshreyfingunni hefur þótt kostur, og að auki hefur því verið hald- ið fram að það sé styrkur þessara tilboðsgjafa að hafa símafyrirtæki innanborðs. Viva Ventures fékk fyrir fáeinum dögum já- kvæða niðurstöðu um málið fyrir dómstólum, en í framhaldi af því lýsti einkavæðingarnefndin því yfir að fyrirtækið hefði ekki lagt fram banka- ábyrgð vegna kaupanna. „Á bak við tæknilegar hindranir fyrir því að ekki sé hægt að ljúka einkavæðingu búlgarska símans eru pólitískir hagsmunir,“ var í fyrradag haft eftir sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu, en Advent International er bandarískt fyrirtæki. Sendiherrann segir að Advent hafi orðið ofan á í tilboðsgerðinni með opnum og heiðarlegum hætti og þess sé vænst að einkavæðingaryfirvöld í Búlgaríu uppfylli einnig skyldur sínar hvað við- skiptin varðar. Ef símafyrirtækið búlgarska yrði selt öðrum en Viva Ventures myndu það að hans sögn verða neikvæð skilaboð til bandarískra fjár- festa. Björgólfur Thor með til- boð í búlgarska símann Óvissa um niðurstöðu í einkavæðingarferlinu KAUPÞING-Búnaðarbanki hefur keypt eignastýringarfyrirtækið Tyren Holding í Noregi og er eftir kaupin kominn með starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Tyren Holding hefur þrjá starfs- menn, sem voru á meðal helstu hluthafa í fyrirtækinu, og fyrir- tækið stýrir rúmlega einum millj- arði króna í sjóðum. Sigurður Einarsson stjórnarfor- maður Kaupþings-Búnaðarbanka segir að bankinn sé búinn að skoða Noreg lengi og þar séu bæði stór og lítil fyrirtæki til sölu. Starfs- menn Tyren séu mjög hæfir og með mikla reynslu og þekki vel til. Kaupþingi-Búnaðarbanka hafi því litist vel á að starfa með þeim. Bankinn stefnir að því að kom- ast í leiðandi stöðu í rekstri sér- hæfðra sjóða í Noregi og Sigurður segist ekki útiloka að annað skref verði stigið síðar með því að keypt verði stærra fyrirtæki en Tyren. „Það má segja að þetta séu fyrstu skrefin á norskum markaði,“ segir Sigurður og bætir því við að bank- inn hafi ekki viljað fara út í stærri fjárfestingu í Noregi nema hafa fyrst fótfestu á norska markaðn- um. Hann segir ánægjulegt að bankinn sé kominn með starfsemi á öllum Norðurlöndum, því það hafi lengi verið markmiðið. Markmiðið að sækja um bankaleyfi Með kaupunum á Tyren er Kaupþing-Búnaðarbanki kominn með tilskilin leyfi til reksturs eignastýringarfyrirtækis í Noregi og að sögn Sigurðar er markmiðið í fyrirsjáanlegri framtíð að sækja um bankaleyfi þar sem bankinn er með starfsemi, en af Norðurlönd- unum er bankinn ekki með banka- leyfi í Finnlandi og Noregi. Í fréttatilkynningu frá Kaup- þingi-Búnaðarbanka er haft eftir John E. Skajem, framkvæmda- stjóra Tyren, að kaupin séu mjög áhugaverð fyrir Tyren. „Í ljósi áforma Kaupþings-Búnaðarbanka á Norðurlöndum og sérþekkingar okkar á norskum eignastýringar- markaði, hlökkum við til að efla starfsemi okkar hér í Noregi,“ segir Skajem. Kaupverð er trúnaðarmál en Kaupþing-Búnaðarbanki greiðir fyrir Tyren með áður útgefnu hlutafé. Kaupþing-Búnaðarbanki kominn með fótfestu í Noregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.