Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 15 Hagnýtt og spennandi nám fyrir þá sem vilja læra að nýta sér tölvutæknina við gerð auglýsinga, kynningarefnis og bæklinga. Helstu námsgreinar: - Tölvuteiknun með Adobe Illustrator - Myndvinnsla með Photoshop - Meðhöndlun lita, leturgerða og prentgripa - Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur - Lokaverkefni Lengd: 156 stundir Verð: 146.000 Tími: Kvöld- eða síðdegisnámskeið Auglýsingatækni Á þessu námskeiði er kennd vefsíðugerð með tengingu við gagnagrunna en með slíkri tengingu er hægt að minnka alla umsýslu sem og sjálfvirknivæða viðhald og birtingar á gögnum eftir fyrirfram forrituðum forsendum. Helstu námsgreinar: - HTML forritun - Gagnagrunnsfræði - Myndvinnsla með Photoshop - Dreamweaver og Ultradew - Flash hreifimyndagerð - Lokaverkefni Lengd: 204 stundir Verð: 164.000 Tími: Kvöld- eða síðdegisnámskeið Gagnvirk vefsíðugerð Þetta er nám fyrir þá sem kunna eitthvað á Photoshop en vilja fá djúpa þekkingu og ná virkilega góðum tökum á þessu vinsæla verkfæri. Náminu lýkur með alþjóðlegu prófi sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert (prófið er innifalið í verði) Lengd: 96 stundir Verð: 113.000 Tími: Kvöld- eða morgunnámskeið Photoshop Expert Hagnýtt námskeið þar sem nemendur læra að vinna með húsateikningar og snúa þeim svo í þrívídd. Einnig er kennd hreyfimyndagerð og myndsetning. Námskeiðinu lýkur með yfirgripsmiklu lokaverkefni. Lengd: 180 stundir Verð: 154.000 Tími: Tvö kvöld í viku AudoCad og 3D Studio Max ...að á öllum námskeiðum er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur. ...að öll námsgögn eru innifalin í verði námskeiða hjá NTV. ...að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms. ...að félagsmenn VR og BSRB eru á sérstökum afsláttarkjörum hjá NTV. ...að NTV hefur milligöngu um starfsmenntalán frá Íslandsbanka. Photoshop grunnur - 30 stundir - 23.000 kr. Umbrot m. QuarkXpress - 42 stundir - 40.000 kr. Myndbandavinnsla m. Premiere - 36 stundir - 32.000 kr. Ýmis önnur styttri námskeið Vissir þú... Nýi tölvu og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 Upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og á ntv.is Grafískt nám og margmiðlun Grafískt nám og margmiðlun hjá NTV LENI Riefenstahl, þýzka kvik- myndagerðarkonan sem lenti í uppáhaldi hjá Adolf Hitler, er lát- in, 101 árs að aldri. Bæjarstjórinn í smábænum nærri Starnberger- vatni í sunnanverðu Bæjaralandi staðfesti í gær að þessi frægasti íbúi bæjarnis hefði andazt á heim- ili sínu á mánudagskvöld. „Hjarta hennar hætti einfald- lega að slá,“ hafði netútgáfa viku- ritsins Bunte eftir Horst Kettner, sambýlismanni Riefenstahl til margra ára. Riefenstahl var rúmliggjandi er hún fagnaði 101 árs afmælisdegi sínum hinn 22. ágúst, en hún gekkst nýlega undir krabbameins- aðgerð. Jafnvel þótt Riefenstahl hefði hlotið almenna viðurkenningu sem mikill snillingur í kvikmyndagerð var hún umdeild allt frá því hún sannaði snilli sína við smíði heim- ildamynda fyrir Nazistaflokkinn á fjórða áratugnum. Þær tvær myndir sem hún gerði þá – „Sigur viljans“, um landsþing Naz- istaflokksins árið 1934 (í henni þótti hún sýna Hitler í goðumlíku ljósi), og „Ólympía“, um Ólympíu- leikana í Berlín 1936 – mótuðu þann orðstír sem hún þurfti síðan að burðast með um langa ævi- daga. Eftir stríð átti Riefenstahl erfitt uppdráttar í heimalandi sínu, þótt dómstóll sigurvegara bandamanna hefði eftir 1945 lýst hana saklausa af meðsekt að glæpum nazista. Þrátt fyrir að hafa á ný sýnt hvað í henni bjó sem listamanni með ljósmyndum sem hún tók á áttunda áratugnum af Nuba- þjóðflokknum í Suður-Súdan og með neðansjávarljósmyndun sem hún hóf að stunda á áttræðisaldri og gerði fram á tíræðisaldur, losn- aði hún aldrei undan byrðinni af verkum sínum frá nazistatím- anum. Á síðasta ári vann hún dómsmál fyrir rétti í Þýzkalandi, en þangað hafði henni verið stefnt fyrir meintan kynþáttahaturs- áróður í verkum sínum á nazista- tímanum. Frumkvæði að ákær- unni áttu samtök sígauna í Þýzkalandi, en hún snerist um ör- lög sígauna sem fengnir voru til að vera aukaleikarar í kvikmynd hennar, „Tiefland“, sem gerð var árið 1940. Riefenstahl hélt því lengi fram að enginn þeirra sem fram komu í myndinni hefði síðar verið drepinn í búðum nazista, en hún neyddist loks til að viðurkenna að hún hefði í raun ekki vitað hvað varð um suma þeirra. Er Riefenstahl var spurð fyrir 100 ára afmælisdaginn hvaða titil hún myndi vilja gefa heim- ildamynd um aldarlanga ævi sína svaraði hún: „Elskuð, ofsótt og ógleymd.“ Leni Riefenstahl látin AP Leni Riefenstahl, í miðju, stendur ásamt Adolf Hitler, t.h., og Joseph Goebbels, áróðursmálaráðherra nazistastjórnarinnar, á tröppum húss síns í Berlín vorið 1938. Í bakgrunni sjást Bertha, móðir Leniar, og bróðir hennar Heinz. Reuters Riefenstahl er hún var 98 ára að kynna nýja bók sína, Fimm líf, á bókmenntahátíðinni í Frankfurt. Berlín. AFP. ÍTALSKUR þingmaður, sem barist hefur gegn lögum, sem veita Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og fjórum öðrum æðstu mönnum rík- isins friðhelgi, hefur safnað nógu mörgum undirskriftum til að krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið. Á Ítalíu þarf að minnsta kosti hálfa milljón undirskrifta til að krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu en Ant- onio Di Pietro þingmaður og fyrrver- andi saksóknari segir, að undirskriftafjöldinn sé kominn vel yfir það mark. Ætlar hann að af- henda listana hæstarétti landsins og er búist við, að úrskurður hans liggi fyrir einhvern tíma eftir áramót. Lögin um friðhelgi fimm æðstu embættismanna ítalska ríkisins voru sett rétt áður en kveða átti upp dóm í einu spillingarmálinu gegn Berl- usconi. Í því var hann sakaður um að hafa mútað dómurum á áttunda ára- tugnum. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Ítalíu hafa flestar mistekist hingað til vegna ónógrar þátttöku. Þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu Skilyrðin hafa verið uppfyllt Róm. AP. Þá er tólf ára gömul stúlka frá New York, Brianna LaHara, meðal sakborninga. Móðir hennar, Sylvia, er öskureið yfir málsókninni. „Hún er fjandakornið bara krakki,“ sagði hún. „Við gerðum ekkert annað en nýta okkur þjónustu.“ Líkt við búðarhnupl Tónlistarframleiðendur segja það hins vegar brot á höfundarréttarlögum að deila afnotum af tónlist á Netinu og segja þessi lögbrot skýra samdrátt í sölu tónlistardiska á síðastliðnum þremur árum en sam- drátturinn nemur 31% frá því um mitt árið 2000. „Það hefur enginn ánægju af því að refsa fólki,“ seg- ir Cary Sherman, formaður RIAA, en hann líkir því við búðarhnupl að miðla tónlist af Netinu á ólöglegan hátt. „Það rennur hins vegar upp sú stund að þú verð- ur að taka þig til og grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Athygli vekur að á sama tíma og tónlistarframleið- endur hóta því að höfða mál gegn mörgum til viðbótar segjast þeir reiðubúnir til að veita mönnum „sakar- uppgjöf“ gefi þeir sig fram af fúsum og frjálsum vilja og heiti því að láta af öllum frekari brotum. SAMTÖK tónlistarframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hafið málsókn gegn 261 einstaklingi sem grunur leik- ur á að hafi sótt tónlist ólöglega af Netinu og hlaðið í tölvur sínar, eða veitt öðrum afnot um Netið af tónlist. Vonast framleiðendur til að þessar harkalegu aðgerð- ir verði öðrum víti til varnaðar, þ.e. stuðli að því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það sækir tónlist af Netinu á ólögmætan hátt eða miðlar henni til annarra. Talsmenn RIAA, samtaka tónlistarframleiðenda, segja að fyrsta hrina málsókna sl. mánudag hafi beinst gegn „grófum brotamönnum“, þ.e. einstaklingum sem hver um sig hafi dreift ólöglega meira en eitt þúsund tölvuskrám sem geyma tónlist. Athygli vakti hins vegar að einn af sakborningunum er sjötíu og eins árs gamall Texas-búi, Durwood Pickle. „Ég er ekki mikill tölvumaður,“ sagði Pickle en greindi frá því að barnabörn hans, sem eru á ung- lingsaldri, hefðu notað tölvuna á heimilinu er þau heimsóttu hann. „Ég braut ekki af mér og finnst ekki að ég beri ábyrgð í málinu. Ég get fullvissað ykkur um að þetta viðgengst ekki lengur,“ sagði Pickle. Brugðist við ólöglegri dreifingu tónlistar á Netinu Höfða mál gegn 261 einstaklingi Washington. AP, AFP. BRESK stjórnvöld lögðu í gær áherslu á að þau myndu ekki skrifa upp á drög að stjórnarskrá fyrir Evrópusamband- ið (ESB) ef þar væri að finna ákvæði sem ekki samrýmdust breskum hags- munum. Hétu þau því að verjast öllum tilraunum til að draga úr fullveldi Bret- lands í varnarmálum. Bresk stjórnvöld hafa nú sent frá sér „hvítbók“ þar sem gerð er grein fyrir afstöðu þeirra til stjórnar- skrárdraganna. Kemur fram í inn- gangsorðum Tonys Blairs forsætis- ráðherra að hann telji drögin „ekki fullkomin“. Hann segist hins vegar sannfærður um að Bretum takist að ná fram viðunandi breytingum. Jack Straw utanríkisráðherra tók í sama streng þegar hann gerði grein fyrir efni hvítbókarinnar á breska þinginu í gær. Sagðist hann hafa „efasemdir“ um nokkra þætti draganna en fullyrti að bresk stjórnvöld myndu leggja til breyt- ingar á næsta fundi ráðamanna í ESB-ríkjunum. Straw sagði að stjórnvöld í Lond- on myndu ekki láta frá sér neit- unarvald í málefnum er vörðuðu t.a.m. skatta og landvarnir. „Þetta eru mikilvægir málaflokkar sem við lítum svo á að snerti þjóðarhags- muni okkar og við höfum staðið fast á því, og munum halda því áfram, að þar höfum við neitunarvald,“ sagði Straw í samtali við breska útvarpið, BBC. Á þingfundinum í gær varðist Straw hins vegar háværum kröfum þingmanna Íhaldsflokksins um að stjórnin haldi þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrárdrögin. Sagði hann að stjórnarskráin breytti ekki í grundvallaratriðum sambandi ESB og aðildarríkja þess og því væri engin þörf fyrir sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Vilja halda í neitunarvald London. AFP. Jack Straw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.