Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 NÚ stefnir í, að Japanir, sem orðnir eru 100 ára og eldri, verði 20.561 við lok þessa mán- aðar. Í þeim hópi er elsta kona í heimi, Kamato Hongo, 115 ára, og elsti karl- maðurinn, Yuk- ichi Chuganji, 114 ára. Annars er flokkurinn skipaður kon- um að 85%. Hongo hefur þann hátt á í ellinni, að hún sefur samfleytt í tvo sólarhringa og vakir síðan í aðra tvo. Svo vill til, að öldungarnir eru tiltölu- lega langflestir á eyjunni Ok- inawa og telja vísindamenn, að ástæðurnar fyrir því séu ýms- ar, meðal annars mataræðið, umhverfið og lífshættir, sem eru að mestu lausir við streitu. Þar fyrir utan liggi það í ættum íbúanna að ná háum aldri. Áfengið skemmir heilaþroska BRESKIR vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að því fyrr, sem fólk fer að drekka áfengi, því meiri líkur séu á, að það verði ofbeldisfullt. Könn- uðu þeir til dæmis lífsferil ungra manna, sem gerst hafa sekir um morð, og reyndust þeir yfirleitt hafa farið drekka um 12 ára aldur. Annar hópur, innbrotsþjófar, sem ekki voru kunnir fyrir ofbeldi, hafði farið að drekka 15 til 16 ára. Það sýndi sig líka, að því fyrr, sem farið er að drekka, þeim mun meiri er drykkjan. Vísinda- mennirnir segja, að þetta sýni, sem raunar hefur komið fram áður, að áfengi hafi slæm áhrif á þroska heilans. Baneitruð móðurmjólk KONA nokkur í Kaliforníu í Bandaríkjunum, Amy Leanne Prien, hefur verið fundin sek um að hafa valdið dauða barns- ins síns með því að hafa neytt eiturlyfja, methamfetamíns, á sama tíma og hún hafði það á brjósti. Á hún yfir höfði sér fangelsi, frá 23 árum til lífstíð- ar. Er þetta fyrsti dómur sinn- ar tegundar. Sögðu Írakar satt? HANS Blix, fyrrverandi yfir- maður vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, segir í viðtali við CNN-sjón- varpið, að hann hallist nú að því, að Saddam Hussein og Íraksstjórn hafi sagt sann- leikann í skýrslu til ör- yggisráðsins í desember sl. en í henni var fullyrt, að Írakar ættu ekki efna-, lífefna- eða kjarnorkuvopn. Bandaríkja- menn og Bretar vísuðu skýrsl- unni út í hafsauga sem hreinum blekkingum og sökuðu Íraks- stjórn um að hafa brotið gegn ályktun 1441 um afvopnun. STUTT 20.000 tíræðir í Japan Hans Blix Kamato Hongo BRESKIR lögreglumenn fjarlægja unga konu sem tók þátt í mótmæl- um gegn stríðsrekstri í heiminum nálægt einni af stærstu vopnasýn- ingum heims í London. Hundruð lögreglumanna voru á varðbergi við sýningarstaðinn til að koma í veg fyrir óeirðir. AP Stríðsrekstri mótmælt EMBÆTTISMENN heilbrigðis- ráðuneytisins í Singapúr sögðu í gær að tvær rannsóknir á 27 ára háskóla- nema, sem starfaði við rannsóknar- stofur, bentu til þess að hann hefði fengið veiruna sem veldur heilkenn- um alvarlegrar og bráðrar lungna- bólgu, HABL. Alls voru yfir 50 manns í sóttkví í gær vegna málsins þótt flest benti til þess að um ein- angrað tilfelli væri að ræða. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) sagði að endanleg niðurstaða lægi ekki fyrir og frekari rannsóknir væru nauð- synlegar. Lítil hætta talin á faraldri Heilbrigðisráðuneytið í Singapúr sagði að 25 manns, sem háskólanem- inn umgekkst, m.a. ættingjar hans, hefðu verið settir í sóttkví á heim- ilum sínum. „Þetta virðist vera ein- angrað tilfelli,“ sagði þó Khaw Boon Wan, starfandi heilbrigðisráðherra Singapúr. Khaw bætti við að maðurinn hefði ekki ferðast nýlega og ekki væri vit- að til þess að hann hefði umgengist fólk sem hefði smitast af HABL. Lít- il hætta væri á því að nýr HABL- faraldur blossaði upp vegna þessa tilfellis. Háskólaneminn tók þátt í rannsókn á Vestur-Nílarveirunni við rannsóknarstofu Singapúr-háskóla í örverufræði. Hann hafði einnig rannsakað sömu veiru á annarri rannsóknarstofu 23. ágúst, sex dög- um eftir HABL-veiran var síðast rannsökuð þar. Yfirmenn rannsókn- arstofunnar sögðu að mjög ólíklegt væri að maðurinn hefði smitast þar vegna þess að veiran lifði í mesta lagi í tvo daga við slíkar aðstæður. Rann- sóknarstofunni var þó lokað þar til yfirvöld ljúka rannsókninni á því hvernig maðurinn fékk veiruna og allir 26 starfsmenn hennar ákváðu sjálfir að vera í sóttkví á heimilum sínum. Heilbrigðisráðuneytið sagði að líð- an mannsins væri góð og hann hefði ekki haft hita í fjóra daga. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, Dick Thomp- son, sagði að frekari rannsóknir væru nauðsynlegar. Hann hvatti heilbrigðisyfirvöld til að gera allar viðeigandi varúðarráðstafanir eins og um HABL-smit væri að ræða þótt mál mannsins félli ekki enn undir nýja læknisfræðilega skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar á HABL-tilfellum. Sýni úr manninum hafa verið send til Banda- ríkjanna til frekari rannsóknar. Yfir 50 manns í sóttkví vegna HABL-tilfellis Tvær rannsóknir benda til þess að Singapúr-búi hafi fengið HABL-veiruna Singapúr. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.