Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR snjólítinn vetur og hlýtt sumar er nánast allur snjór horfinn úr Hlíðar- fjalli. Ívar Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli til 30 ára, gekk á fjallið í vikunni ásamt Stefáni Jónassyni og hann sagðist aldr- ei hafa séð jafn lítinn snjó á svæðinu og nú. „Það var í raun alveg ótrúlegt að sjá þetta.“ Ívar sagðist oft hafa gengið upp á Hlíðarfjall að sumri til en aldrei við þessar aðstæður. „Við skoðuðum að- stæður í Hlíðarskálinni, þar sem sjást þrjár fannir úr bænum. Það hefur verið snjóhaft í gili á milli neðstu fann- arinnar og þeirrar í miðjunni. Snjórinn í gilinu er horfinn og ég stend í þeirri meiningu að slíkt hafi ekki gerst áður í minni tíð. Stefán er mér ekki sammála og ég vil nú helst ekki þræta við mér eldri menn. En ástandið er vissulega mjög sérstakt og ég hef aldrei áður farið upp á Hlíð- arfjall að sumri til, að maður gangi ekki yfir fönn síðustu metrana upp á fjallið, þar sem það er lægst. Og á jökl- inum upp á fjallinu er enginn snjór lengur, heldur aðeins glær ís.“ Ívar sagði menn hefðu verið að tala um að óhreinindin í snjónum í Hlíð- arskálinni væru úr Heklugosinu 1947. „Það er ekki alls kostar rétt, við fórum að skoðuðum þetta og þarna er bara drulla sem fokið hefur af fjallsbrún- inni.“ Þeir Ívar og Stefán gengu einnig á Strýtu upp á Hlíðarfjalli, sem er í 1.450 metra hæð og sáu þaðan vel inn á fjallið Kerlingu. Norður af Kerlingu er svo- kallaður grjótskriðjökull og sagði Ívar að lítill ís hefði sést á honum. „Ég hef aldrei séð þetta ástand þarna fyrr en það sagði mér maður sem ég hitti í sundi á dögunum að þetta ástand á svæðinu væri svipað og árið 1939.“ Ívar sagði að útsýnið frá Strýtu hefði verið óvenjugott. „Það var nokkuð sér- kennilegt að sjá Herðubreið vel og jafn- vel Kverkfjöll með berum augum, inn á Dyngjujökul og meira að segja byggð- ina á Skútustöðum í Mývatnssveit.“ Fyrrverandi forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli Hefur aldrei séð jafn lítinn snjó á svæðinu Morgunblaðið/Kristján Nánast allur snjór er horfinn úr Hlíðarfjalli og næsta nágrenni eftir snjóléttan vetur og hlýtt sumar. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Óvenjulítill snjór er í fjallinu Kerlingu en þar eru jafnan allmiklar fannir sem ná niður fyrir miðjar hlíð- ar. Stórhýsið Hrafnagil er einnig á myndinni og stúlkurnar sem standa á bökkum Eyjafjarðarár eru úr Hrafnagilsskóla en þar standa nú yfir útivistardagar, sem ekki er amalegt í haustblíðunni. BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tillögu fjármálastjóra bæjarins þess efnis að sækja um heimild til Íbúðalánasjóðs til aukinnar ráðstöfunar viðbótarlána að upp- hæð 50 milljónir króna á þessu ári. Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæj- ar, sagði að þessi tillaga væri fram komin vegna meiri viðskipta á fasteignamarkaði en gert var ráð fyrir. Hann sagði jafnframt að þeim aðilum, sem fengju hluta af sínu fjármagni með viðbótarláni, hefði fjölgað. Dan sagði að gert hefði verið ráð fyrir 220 milljónum króna í ný viðbótarlán í bænum á þessu ári en að komið hefði í ljós að það dygði ekki til. Þegar hefðu verið samþykkt ný viðbótarlán að upphæð tæplega 192 milljónir króna, sem er um 87% af heimild ársins og um 70 milljónir króna vegna yf- irtekinna lána. Alls hafa því verið samþykkt 137 lán, þar til nú í byrjun september, sam- tals að upphæð um 261 milljón króna. Það er Íbúðalánasjóður sem veitir viðbót- arlánin en einstaka sveitarfélög eru um- sagnaraðilar og með ákveðnar reglur þar að lútandi. Eins fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku eru fasteignasalar á Akureyri ekki alls kostar sáttir við þær reglur sem Akureyrarbær setur fyrir veitingu viðbót- arlána. Reglurnar á Akureyri séu öðruvísi en tíðkist í öðrum stærstu sveitarfélögum landsins. Einn fasteignasali sem rætt var við í umræddri frétt taldi jafnframt að um- ræddar reglur bæjarins minnkuðu sam- keppnishæfni Akureyrar gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. Dan sagði að það hefði verið umræða í bæjarkerfinu um þessar reglur. „Ég er ekki að segja að það megi ekki skoða reglurnar betur og gera þær liprari en ég er ekki tilbúinn að fallast á að okkar reglur minnki samkeppnishæfni bæjarins gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og því síður að verið sé að brjóta á fólki.“ Dan sagði nauðsynlegt að fara yfir málin með fólki, enda væri það að ráðstafa nánast öllu sínu fjármagni við hús- næðiskaup. „Við styðjumst við hámarks- verð íbúða og ef tekið er mið af því að íbúð- arverð á Akureyri er um 80% af því sem það er í Reykjavík, veitum við hlutfallslega hærri lán hér. Og ekki er það samkeppn- ishindrandi.“ Aukin umsvif á fasteignamarkaði Sótt um 50 milljónir króna í við- bótarlán HJÁ Norðurmjólk hefur verið stofnaður skóli og er markmið hans að byggja upp markvissa þekkingu innan fyrirtækisins og stuðla að virkari þátttöku starfsmanna í end- ur- og símenntun og efla þannig færni starfsmanna bæði í leik og starfi. Skólinn heitir Norðurmjólk- urskólinn og er hann kostaður af Norðurmjólk. Fyrirtækið setur sem samsvarar um hálfu prósenti af heildarlaunagreiðslum sínum í skólastarfið, eða um 1,5 milljónir króna, fyrir utan þá styrki sem starfsfólk og fyrirtækið á kost á. Í janúar sl. ákváðu stjórnendur Norðurmjólkur í samstarfi við SÍM- EY, Símenntunarmiðstöð Eyja- fjarðar, að gera úttekt á starfsþró- unarmálum fyrirtækisins með svokallaðri MARKVISS-aðferða- fræði sem SÍMEY hefur nýtt sér. Skipaður var stýrihópur starfs- manna sem ásamt ráðgjafa SÍMEY gerði úttekt á starfsþróunar- og endurmenntunarmálum innan fyr- irtækisins. Meðal annars var unnin viðamikil markmiðasetning, verk- lýsingar og starfsgreining fyrir öll störf í fyrirtækinu og viðhorfs- kannanir lagðar fyrir starfsfólk. Niðurstaða verkefnisins var grunnur að fyrirfram ákveðinni fræðsluáætlun sem í framhaldinu var ákveðið að vinna eftir enn frek- ar út frá og úr varð Norðurmjólk- urskólinn. Skólinn starfar eftir fyrirfram ákveðinni námskrá sem skipulögð er eina önn fram í tímann. Nám- skráin tekur til faglegrar, almennr- ar og persónulegrar endurmennt- unar sem og einhverra tómstunda- námskeiða. Gerður hefur verið samningur við SÍMEY um ráðgjöf í skólastarfinu en skólastjóri Norð- urmjólkurskólans er Fanney Pét- ursdóttir. Norðurmjólk ehf. var stofnað 1. september árið 2000 en á sér sögu frá 1927 sem fyrsta mjólkurvinnsl- an í landinu. Fyrirtækið vinnur um 27 milljónir lítra af mjólk á ári, eða um 26% af landskvótanum. Norð- urmjólk veltir um 2,6 milljörðum á ári og er með 74 starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið er m.a. stærsta ostabú landsins og framleiðir rúm- lega annan hvern ost landsmanna. Framkvæmdastjóri er Helgi Jó- hannesson. Norðurmjólkurskól- inn tekinn til starfa Morgunblaðið/Kristján Gestir á kynningu Norðurmjólkur fylgjast með starfsmanni pakka hinu landsþekkta KEA-skyri í húsnæði fyrirtækisins á Akureyri. AKUREYRARHLAUP UFA – Ung- mennafélags Akureyrar, fer fram laugardaginn 13. september nk. Keppt verður í hálfmaraþoni, sem er 21,1 km, í 10 km hlaupi og þriggja km skemmtiskokki. Megintilgangur Ak- ureyrarhlaups er að hvetja unga sem aldna til hreyfingar og heilbrigðra lífshátta, og gefa fólki tækifæri til þess að vera sjálft í aðalhlutverki í skemmtilegum íþróttaviðburði. Í hlaupið hafa mætt skólanemar, skokkarar, æfingahópar af líkams- ræktarstöðvum, íþróttafólk úr ýms- um greinum, börn, unglingar, for- eldrar og eldri borgarar, auk langhlaupara. Dagskráin hefst á Akureyrarvelli um morguninn með afhendingu keppnisgagna og upphitun. Hálf- maraþonhlauparar verða ræstir kl. 11, 10 km hlauparar og skemmti- skokkarar verða ræstir kl. 12 á há- degi. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu karla og konur í hverjum flokki. Air Greenland gefur flugmiða fyrir tvo í verðlaun fyrir fyrsta sæti í hálfmara- þoni bæði í karla og kvennaflokki. Vegleg útdráttarverðlaun eru í boði sem allir þátttakendur eiga jafna möguleika á að hreppa, þar á meðal flugmiði með Grænlandsflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Með skráningu tryggja keppendur sér stuttermabol og frímiða í sund. Félag eldri borgara aðstoðar ung- mennafélagið með því að sjá um að hlauparar fái vatn og orkudrykki á drykkjarstöðvum. Hlaupaleiðin í hálfu maraþoni þykir með þeim bestu á landinu og dregur góða keppendur að. Allir hlauparar fá verðlaunapening við komu í mark. Eftir teygjur og verðlaunaafhend- ingu hefst veisla þar sem gos og pits- ur frá Greifanum verða í boði. Hægt er að skrá sig á www.hlaup- .is og í Sportveri á Glerártorgi. Akureyrarhlaup UFA á laugardag Fólk hvatt til hreyfingar Kate Botham mun gera grein fyrir rannsóknum sínum á því hvernig for- ystufólki grasrótarsamtaka gengur að vekja athygli umheimsins á kjör- um sínum og afleiðingum hnattvæð- ingar á staðbundin samfélög þeirra í fyrirlestri á félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 10. september, kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 14 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti 23. Fyr- irlesturinn nefnist „Forysta grasrót- arsamtaka á tímum hnattvæðingar“. Kate Botham lauk fyrri hluta meist- aragráðu í umhverfissiðfræði og hef- ur nýlokið meistaragráðu í guðfræði. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.