Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR Geirmundur Vilhjálmsson og sonur hans Heiðar eiga eitt sameig- inlegt áhugamál en það eru kast- íþróttir. Geirmundur er kominn hátt á fertugsaldurinn og Heiðar er helmingi yngri. Uppáhaldgreinar þeirra beggja eru kúla, kringla og sleggja. Þeir öttu kappi í þessum greinum og fleirum á Steinþórsmóti fyrir skömmu. Steinþórsmótið, sem er stigamót, var í fyrsta sinn haldið árið 1943 og árlega síðan. Á þessu móti er keppt um silfurskjöld nokk- urn sem gefinn var af brottfluttum Eyrsveitungum til minningar um Steinþór Þorláksson á Eyri afkom- anda Vestarrs landnámsmanns í Eyrarsveit en Steinþór þótti afburða góður íþróttamaður á sinni tíð. Steinþórsskjöldinn hlýtur sá er flest stig hlýtur samanlagt. Geirmundur hafði betur í þetta sinn og vann skjöldinn eins og svo oft áður. „Þetta er í síðasta sinn sem karlinn fær skjöldinn,“ sagði Heiðar á sinn rólega hátt þegar fréttaritari hitti þá feðga fyrir skömmu. Þá var Heið- ar nýkominn heim af Norð- urlandamóti unglinga sem haldið var í Óðinsvéum. Þar keppti hann í kúlu og lenti í 5 sæti, kastaði 15,50 m. (6 kg. kúla) Geirmundur var einn- ig nýkominn heim af Íslandsmeist- aramóti öldunga í aldursflokknum 30–39 ára. Þar reyndist hann sig- ursæll hlaut 6 gullverðlaun og ein silfur. Geirmundur setti héraðsmet (HSH) í sleggjukasti á Steinþórs- mótinu á dögunum, kastaði 45,95 en gamla metið átti frændi hans Jón Pétursson. „Við höfum aðeins verið að laga stílinn hjá Heisa í sleggjunni að undanförnu,“ sagði Geiri, „og það er stutt í að hann bæti metið mitt.“ Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Feðgarnir Heiðar Geirmundsson og Geirmundur Vilhjálmsson. Feðgar í baráttu Grundarfjörður SVEINSTINDUR stendur við suðurenda Langasjávar á Skaftártunguafrétti. Þeg- ar gengið er upp á tindinn sést ægifagurt útsýni yfir hálendið í allar áttir, t.d. fjóra stærstu jökla lands- ins, fyrir norðan fjallið er Langisjór sem er stórt stöðuvatn, nokkrir tugir kílómetra á lengd. Þar úti á vatninu var einn bátur á ferð á dögunum og í þeirri einstöku kyrrð sem mynd- ast á fjöllunum voru hljóðin í honum greinileg alla leið upp á tindinn sem er 1.090 metra hár. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á báti á Langasjó Fagridalur Á DÖGUNUM voru veittar viður- kenningar fyrir snyrtilega um- gengni og umhverfi í Rangárþingi ytra. Umhverfisnefndin undir for- ystu Jóns Þórðarsonar hélt kaffi- samsæti fyrir verðlaunahafa og aðra gesti í Árhúsum á Hellu þar sem viðurkenningarnar voru opin- beraðar. Fram kom í máli Jóns að þessar viðurkenningar væru frekar seint á ferðinni vegna anna nefnd- arinnar við önnur verkefni og fór hann fram á það við verðlaunahafa að mega auglýsa staðina sem fengu viðurkenningar núna til sýnis á næsta ári. Þá ætlar nefndin sér að vera mun fyrr á ferðinni með við- urkenningar fyrir 2004. Veitt voru fern verðlaun að þessu sinni og birt- ar meðfylgjandi umsagnir með þeim: Viðurkenning fyrir lóð: Gerður Jónasdóttir fyrir Auðkúlu. Gerður hefur með elju og dugnaði ræktað lóð sína að Auðkúlu. Lóðin er vel hirt, snyrtileg og vel frá gengin og skartar mörgum tegundum jurta. Þar er hið fræga kúluhús á árbakk- anum gegnt Hellu, sem margir hafa séð og þekkja. Viðurkenning fyrir býli: Svan- borg Jónsdóttir og Sæmundur B. Ágústsson fyrir Bjólu. Að Bjólu er umsvifamikill búrekstur. Á Bjólu er umgengni eins og hún best gerist. Íbúðarhús og lóð vel um gengin og umgengni um útihús eins og best gerist. Býli til mikillar fyrirmyndar. Viðurkenning fyrir fyrirtæki: Ár- mótabúið ehf. Mikil uppbygging á stuttum tíma og vel frá öllu gengið. Þarna er rekin ferðaþjónusta. Haf- liði Halldórsson veitir viðurkenn- ingunni viðtöku fyrir Ármótabúið ehf. Viðurkenning fyrir sumarhús: Systkini og venslafólk fyrir sum- arhús og lóð á „Tanganum“ í landi Skarðs í Landsveit. Sannkallað æv- intýraland. Lóðin er afar snyrtileg og vel hirt. Sumarhúsin ætíð vel um gengin og snyrtileg. (Hófst um 1958, systkinin eru börn Sigfúsar Guðnasonar frá Skarði og Jónu Jónsdóttur frá Kaldárholti í Holt- um.) Með viðurkenningunum fylgdi stór útiblómapottur með trjáplönt- unni Stjörnutopp ásamt áfestum áletruðum skildi. Að auki fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjöl og blómvendi. Umhverfisviðurkenningar í Rangárþingi ytra Auðkúla fékk viður- kenningu fyrir lóðina Morgunblaðið/Óli Már Verðlaunahafarnir ásamt umhverfisnefndinni. Hella HAFFJARÐARÁ var lokað á mánudag eftir frábært veiði- sumar sem skilaði rúmlega 1.000 löxum. Að sögn Einars Sigfússon- ar, annars af eigendum árinnar, er þetta í annað sinn á rúmlega tíu árum sem árin gefur af sér meira en þúsund laxa og var hann að vonum ánægður. Í gær- morgun veiddist lúsugur lax í Gretti, en sá veiðistaður er á neðsta svæði árinnar, og í fyrra- dag kom rúmlega sextán punda hængur á land úr Nesodda, sem er á efsta veiðisvæðinu. Einar sagði að veiðin hefði ver- ið jöfn í allt sumar þrátt fyrir lít- ið vatn og veiðimenn hefðu í gríni talað um að í ánni væri fimmtíu prósent vatn og fimmtíu prósent lax. Sú stefna hefði verið í gangi í ánni að bjóða veiði- mönnum upp á þann kost að sleppa veiddum löxum og hefðu margir valið að gera það. Margir af þeim löxum sem sleppt hefur verið eru sérstaklega merktir og um tólf prósent af merktum löx- um hafa endurveiðst í sumar. Ell- efu punda hængur sem veiddist í Gretti í fyrradag hafði til dæmis verið veiddur áður af franskri frú um miðjan júlí og vó þá rúmlega fjórtán pund. Þótt ekki sé um kerfisbundnar sleppingar að ræða segir Einar boðið upp á þennan kost með það í huga að auka hlutfall stærri laxa í ánni, þar sem það er talið auka hlutfall stóra laxins í hrygningu. Frábært veiðisumar í Haffjarðará Lokað með rúm- lega 1.000 laxa Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Einar Sigfússon, annar eigandi Haffjarðarár, og Guðlaugur Berg- mann með ellefu punda lax sem sá síðarnefndi veiddi í Gretti. Hellnar NOKKUR ár eru frá því að Mið- firðingar byggðu nýja fjárrétt í landi Brekkulækjar, eldri rétt var í landi Litlu-Tungu sunnan Vest- urár. Gamli kaffiskúrinn þótti þá ekki hæfur til flutnings og kaffiveiting- ar við nýju réttina því framreiddar við erfiðar aðstæður, m.a. í tjaldi. Nýja húsið er járnklætt timb- urhús, 60 fermetrar, með góðum snyrtingum og eldunaraðstöðu. Húnaþing vestra lagði eina milljón króna til byggingarinnar, en að öðru leyti var hún fjármögnuð af Kvenfélaginu Iðju í Miðfirði með eigin fé, sjálfboðavinnu og lántöku. Heildarkostnaður er ekki undir 3,5 milljónum króna. Fjöldi fólks kom í réttina í besta veðri. Kvenfélagið framreiddi kaffiveitingar að sínum hætti og einnig var haldin tombóla. Gefið var réttarhlé og settist fólkið niður sunnan réttarinnar. Sr. Guðni Þór Ólafsson og sr. Magnús Magnús- son blessuðu húsið með þátttöku gesta. Einnig minntist sr. Guðni Þór ungs manns, Skúla Más Níels- sonar á Fremri-Fitjum, en hann lést af slysförum skammt norðan við Arnarvatn á leið í göngurnar. Nýtt kaffihús við Miðfjarðarrétt Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.