Morgunblaðið - 10.09.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.09.2003, Qupperneq 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 21 NÚTÍMADANSHÁTÍÐIN eða Reykjavík dancefestival var haldin hátíðleg í annað sinn laugardaginn 7. september. Hátíðinni, sem orðin er árlegur viðburður, er ætlað að vera kynningarvettvangur fyrir sjálfstætt starfandi danshöfunda. Að þessu sinni tróðu upp sex dans- höfundar með jafnmörg sólóverk. Allir hafa þeir stundað dansnám um árabil og eru annaðhvort starf- andi atvinnudansarar, danshöfund- ar og/eða kennarar. FOR I AM… Danshöfundur og dansari: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Tónlist: Rioji Ikeda. Bún- ingar: Hildur Hafstein. Lýsing: Kári Gíslason. Sveinbjörg Þórhallsdóttir reið á vaðið í sólóverki sínu For I am. Klædd svörtum kjól dansaði hún undir dramatísku selló- og fiðluspili Rioji Ikeda. Í dansinum tjáir hún togstreitu konu. Umfjöllunarefnið er vandasamt og margbreytilegt hlutverk kvenna. Hreyfingar Sveinbjargar voru tregafullar og andlitið lýsti af sársauka. Hún hafði gott vald á hreyfingunum og dansaði af öryggi. Það var stöðug spenna í verkinu og hvergi slökun. Meiri vídd í hreyfingum og breiðari efnistök hefðu verið vel þegin. Hvort tveggja var af skornum skammti. Í minningunni er það þjáningarfullt andlit dansarans og þau skilaboð að það sé kvöl að vera kona sem stendur eftir. Engu að síður þá var verkið vel dansað og ágætlega framsett. TRANSITIONS Danshöfundur og dansari: Nadia Ban- ine. Tónlist: Terry Riley og Gavin Bryars. Lýsing: Kári Gíslason. Í verki Nadiu Banine lafir kaðall niður úr loftinu. Í honum hangir dansarinn á annarri hendinni. Verkið fjallar um togstreitu, um að vera kyrr eða fara. Undir drama- tískri tónlist togast dansarinn á við kaðalinn. Hann losnar frá en festir sig aftur við hann. Hugmyndin er falleg í einfaldleika sínum þótt helst til of lítið eigi sér stað í fram- vindunni. Tónlistin setur verkinu jafnframt dramatískan ramma og kallar á formfastar hreyfingar. Hugmyndin að verkinu er einföld og eflaust hægt að þróa hana áfram. SKISSA Danshöfundur og dansari: Ástrós Gunn- arsdóttir. Tónlist: Big toxic og mastr- etta. Lýsing: Kári Gíslason. Verk Ástrósar fjallar um konu sem býr í vatni en finnur sig ekki í heimi kvenna á landi. Verkið hefst á síbyljandi teknó tónlist sem minnti á neðansjávarhljóð. Dans- arinn hreyfði sig liggjandi á gólfinu í blárri, tærri lýsingu. Hreyfingar hennar voru í líkingu við frumstætt sjávardýr sem vex og rís brösug- lega upp úr sjó. Verkið var brotið upp með innkomu kvenna sem kon- an eða vatnameyjan reynir að sam- sama sig. Verkið innihélt frumleg- ar, mjög vel útfærðar hreyfingar. Í verkinu hefur höfundur slitið sig úr viðjum jazzballettsins og sýnir á sér nýja hlið sem dansari og höf- undur. Verkið var vel unnið og hefði getað staðið sem sólóverk án kvennanna þriggja en sá þáttur var kannski of ítarlegur. Þetta var mjög vel dansað og at- hyglisvert dansverk. PORTRETT Danshöfundur og dansari: Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist: Phill Niblock og The Silver Mount Zion Memorial Orchestra and Tra-la-la Band. Sviðs- mynd og búningar: Jóhann Freyr Björg- vinsson. Lýsing: Kári Gíslason. Í Portretti Jóhanns Freys prýða rammar sviðið. Jóhann dansar á innhverfan máta og smjúga hreyf- ingarnar út frá miðju líkamans. Tónlistin er kaflaskipt fiðlu- og pí- anótónlist. Dansarinn sem túlkar hreyfingarnar með sjálfum sér rís hnarreistur upp um miðbik verks- ins og er hann þá klæddur jakka- fötum. Verkið er vel dansað en rétt eins og í fyrsta verki kvöldsins saknaði undirrituð meiri breiddar í efnistökum og hreyfingum. Verkið hefur yfirbragð deyfðar þótt það sé fallegt. OUT OF BODY Danshöfundur og dansari: Cameron Corbett. Tónlist: The Silver Mount Zion Memorial Orchestra and Tra-la-la Band. Lýsing: Kári Gíslason. Verkið hefst á að dansari rúllar plasti utan af líkama sínu. Barna- hjal sem búið er að klippa í takt hljómar og dansarinn hreyfir sig á heftan máta um sviðið en stendur upp að lokum óstyrkum fótum. Hugmyndin er ágæt og minnti plastið á líknarbelg og fylgju og hreyfingarnar á hreyfingar unga- barns fram að 1. aldursári. Þetta var stutt en hnitmiðað verk með ágætlega útfærðum hreyfingum. THE SECRET LIFE OF A WALLFLOWER Danshöfundur og dansari: Ólöf Ingólfs- dóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson, Mich- ael Nyman, Maslband, Shostakovitch, Purcell, Balkantango, Bach, Rachman- inov. Lýsing: Kári Gíslason. Búningaráð- gjöf: Þórunn E. Sveinsdóttir. Sérstök hjálparhella: Harpa Arnardóttir. Maður í partíi: Felix Bergsson. Síðasta verk kvöldsins fjallar um konu sem lætur lítið á sér bera og er afskipt innan um aðra en blómstrar í einrúmi. Verkið á sér stað í partýi. Innan um aðra er konan nær ósýnileg en ein springur hún bókstaflega út. Ólöf dansar sjálf og túlkar kvenpersónuna sem er mitt á milli þess að vera algert viðrini og dálítið sérstök. Hún byggir persónuna upp af öryggi og kynnir hana með hreyfingum og viðbrögðum við áreiti. Hún nær að skapa sérlundaða, mjög sérstaka konu sem vakti ómælda kátínu í salnum. Þetta var vel uppbyggt myndrænt dansverk, unnið af ör- yggi og á frumlegan máta. Kær- kominn endir á vel lukkuðu dans- kvöldi. Sólódansverk eru í eðli sínu krefjandi. Dansverkin sex báru höfundum sínum vitni um hugarró og kjark. Ég tek ofan fyrir atvinnu- dönsurum sem þróa eigin hreyf- ingastíl eða skapa eftirminnilegar persónur. Hafa kjark til að fikra sig áfram og leita eftir nýjum hug- myndum, innra með sér. Síðustu sýningar eru 13.–14. september. Morgunblaðið/Kristinn „Dansverkin sex báru höfundum sínum vitni um hugarró og kjark. Ég tek ofan fyrir atvinnudönsurum sem þróa eigin hreyfingastíl eða skapa eftir- minnilegar persónur.“ Sveinbjörg Þórhallsdóttir í verki sínu For I am… LISTDANS Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Sex verk: For I am, Skissa, Portrett, Transitions, Out of Body, The Secret Life of a Wallflower. Laugardagur 7. sept- ember 2003. REYKJAVÍK NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 2003 Með hjartað að vopni Lilja Ívarsdóttir Landsbókasafn Íslands – há- skólabókasafn gengst fyrir mál- stofu í Þjóðarbók- hlöðu kl. 16 á morgun, fimmtu- dag. Hún er í tengslum við sýn- ingu safnsins Eins og í sögu – samspil texta og myndskreytinga í barnabókum 1910–2000. Erindi flytja: Margrét Tryggva- dóttir bók- menntafræðing- ur: Lestur upp á líf eða dauða; Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Sig- rún Eldjárn myndlistarmað- ur: Málmynd og myndmál og Andri Snær Magnason rithöfundur, Áslaug Jóns- dóttir myndlistarmaður: Leiðin til bláa hnattarins. Málstofa í tengslum við barnabækur Þórarinn EldjárnÁslaug Jónsdóttir FINNSKA listakonan Sari Maarit Cedergren opnar sýningu á lág- myndum úr steinsteypu og gifsi í anddyri Norræna hússins kl. 17 í dag, miðvikudag. Þar leikur hún með samspil ljóss og skugga. Hug- myndin er að endurspegla hið hversdagslega veður sem við upp- lifum daglega umhverfis okkur og þann mikla fjölbreytileika og hreyf- ingu sem býr í veðrabrigðunum, s.s. rigningu, úða, þoku, dalalæðu, mistri, snjó og skafrenningi. Sari Maarit leitast við að setja þessi óáþreifanlegu hugtök í áþreifan- legan þvívíddarmassa. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Hún er fædd 1965 í Grankulla í Finnlandi en ólst upp í Stokkhólmi. Hún hefur búið á Íslandi frá 1986. Sari Maarit rekur galleríið Meistari Jakob með fleirum. Veðrabrigði í þrívíddarmassa Sari Maarit Cadergren að störfum. Á KAFFI Mílanó í Skeifunni stendur nú yfir málverkasýning Ingunnar Jensdóttur og sýnir hún þar í annað sinn. Að þessu sinni sýnir Ingunn silki- og vatnslitamyndir. Hún hefur margoft sýnt myndir sínar í Eden í Hveragerði og víðar. Ingunn á Kaffi Mílanó Eitt verka Ingunnar á Kaffi Mílanó. JÓN Helgason (1899–1986) verður fyrsta skáld mánaðarins í bókasal Þjóðmenningarhússins í vetur. Sýn- ingin verður opnuð kl. 17 í dag, mið- vikudag. Þar verða til sýnis nokkur verk með ljóðum Jóns og þýðingum, og sýn- ishorn af störfum hans sem fræði- manns. Ljós- myndir frá lífi hans og starfi prýða sýninguna. Ögmundur Helgason, forstöðumaður handrita- deildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, segir frá kynnum sínum af Jóni Helgasyni. Fulltrúi Skólavefjarins kynnir efni um og eftir Jón á heimasíðunni skolavefurinn.is. Skáld mánaðarins er samvinnu- verkefni Þjóðmenningarhússins, Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og Skólavefjarins ehf. Þar er birt umfjöllun um skáldin ásamt völdum verkum eftir þau með orð- skýringum, verkefnum, upplestri og fleira. Vefslóðin er www.skolavefur- inn.is/ljodskald/. Sýningin stendur til 7. október. Sýning í Þjóðmenningarhúsinu Jón Helgason er skáld mánaðarins Jón Helgason, skáld og prófessor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.