Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU daga hafa þýsk blöð og fjölmiðlar verið uppfull af umfjöllun um landsleik Íslendinga og Þjóð- verja. Sýndar hafa verið myndir af nátt- úruundrum Íslend- inga, hverum, fossum og fallegu landslagi og fjallað um kom- andi leik í undan- úrslitum Evr- ópumeistaramótsins. Það er alkunna að í þýskumælandi löndunum er litið upp til Skandinavíu og sérstaklega eldfjallaeyjunnar Íslands, með sína stórbrotnu hráu náttúru og fallega fólk. Talað er um „das Hohe Nord- en“, háa norðrið. En sú virðing og næstum því hræðsla gagnvart fót- boltaliði Íslendinga, sem vart hefur orðið í fjölmiðlum undanfarið, er eitt- hvað nýtt. Í Þýskalandi fylgdust 8,4 milljónir manna með landsleiknum. Í fjölmiðlum kom fram að Þjóðverjar gerðu sér grein fyrir að mikilvægt væri fyrir eyþjóðina að vinna leikinn og hún spilaði náttúrulega á heima- velli. Mikilsvirtustu íþróttafréttaritarar landsins lýstu leiknum í beinni út- sendingu á ARD 1-ríkissjónvarpinu, stöð 1. Eftir því sem leið á leikinn kvörtuðu íþróttafréttaritararnir, með réttu, yfir því að það vantaði allt frumkvæði, snerpu og kraft í leik sinna manna. Talað var um íslensku leikmennina með öllu meiri virðingu en þá þýsku og í lokin var frammi- staða þeirra þýsku gagnrýnd harka- lega og þótti þeim hún ekki stórþjóð sæmandi. Fram kom að á Íslandi, sem væri með höfðatölu 280.000 manns, iðkuðu 16.000 fótbolta, en í Þýskalandi eru fótboltaiðkendur 6 milljónir. Eftir leikinn var tekið viðtal við ástsælan þjálfara landsliðs Þýska- lands. Það væri svo sem ekki í frásög- ur færandi, nema hvað hinn eini sanni Rudi Völler, sem leiddi lið sitt í 2. sæti í síðustu heimsmeistarakeppn- inni og er síðan þjóðhetja, tapaði sér algjörlega í beinni útsendingu, húð- skammaði íþróttafréttaritarana fyrir að gagnrýna liðið sitt svona harka- lega, skipaði þeim að koma niður af sínum háa hesti, jós yfir þá blótsyrð- um og skammaði þulinn í lokinn fyrir að gera ekkert annað en sitja í sínu þularsæti og vera búinn að drekka þrjá „Weizen“-bjóra. Á sunnudeg- inum voru nú öll blöð, útvarpsstöðvar og sjónvarpsþættir uppfull af fréttum af viðbrögðum landsliðsþjálfarans við niðurlægjandi jafntefli Þjóðverja við smáþjóðina Ísland og af „útrás“ landsliðsþjálfarans. Völler bað frétta- ritarann afsökunar á því að hafa ásakað hann um að drekka bjór í vinnunni, en aumingjans fréttarit- arinn lýsti því yfir í fjölmiðlum að í fyrsta lagi væri ekki til „Weizen“- bjór á Íslandi og í öðru lagi væri hann þá svo dýr að hann hefði ekki efni á að drekka hann, en Völler stóð við skammarræðuna að öðru leyti og sagði að þetta hefði verið tilfinn- ingaútrás sem hefði átt rétt á sér miðað við útkomu leiksins, aðstæður og vinnubrögð fréttaritarana. Á sunnudeginum voru spjallþættir á flestum stóru sjónvarpsrásunum, þar sem allir mögulegir og ómögulegir sérfræðingar ræddu um hvernig á þessu stæði að Þjóðverjar, sem ættu að vera leiðandi í fótboltaíþróttinni, gátu sýnt þessa frammistöðu og sýndir voru endurtekið á einni stöð- inni tveir tólf ára Íslendingar, með húfur í þjóðarlitunum og gleraugu, að púa á þýska liðið. Þetta væri álit þeirra á meisturunum. Með uppþoti sínu sá Völler fréttamönnunum fyrir betra efni en niðurlægjandi nið- urstöðum leiksins og mikið var talað um að landsliðsþjálfari hefði aldrei áður sýnt svona framkomu. Þjóð- verjar eru líka þjóð sem hefur undir öllum venjulegum kringumstæðum stjórn og aga á tilfinningum sínum og skapsmunum, svo þetta var eiginlega líkara reiðum íslenskum víkingi eða suðrænum Ítala og alls ekki sæmandi Rudi Völler. Í viðtali eftir leikinn sagði Oliver Kahn, markmaður þýska liðsins og einn ástsælasti leikmað- urinn, en hann er fyrirliði liðsins (oft kallaður þýska ljónið, vegna þungra skapsmuna), að þeir hefðu séð að ekki væri hægt að skora hjá íslenska liðinu, svo þeir hefðu eytt orkunni í að koma í veg fyrir að boltinn kæmist í eigið mark. Og þeir voru nógu seigir til þess. Það skemmir ekki fyrir Ís- lendingunum að hafa Ásgeir Sig- urvinsson sem þjálfara, en hann er stórt og virt nafn í þýskri fótbolta- sögu. Ég óska íslensku strákunum frekari sigra og hvet þá til að halda áfram að láta stórþjóðir fá minni- máttarkennd gagnvart eldfjallaeyj- unni okkar. Þýski risinn og litla Ísland Eftir Elínu Halldórsdóttur Höfundur er söngkona, búsett í Regensburg, Þýskalandi. NÚ er nýlokið norrænni vímuvarnaráðstefnu og nor- rænni barnaverndarráðstefnu hér á Íslandi. Fjöldi lærðra hélt áhugaverð erindi um ýmis málefni sem tengj- ast vímuvörnum og barnaverndarmálum. Meðal annars voru kynntar rannsókn- arniðurstöður, reglugerðir og nýjar áætl- anir. Á sama tíma héldu Evrópusamtök þroska- og þróunarsálfræðinga ráð- stefnu í Mílanó þar sem m.a. kom fram í ávarpi forseta samtakanna að aldrei hefðu borist jafn mörg erindi efnistengd vímuefnaneyslu og frávikshegðun ungs fólks. Ég mun kannski gera mér samantekt þessara þriggja viðburða að tilefni til frekari greinaskrifa. Í kjölfar þessara ráðstefna varð mér hugsað til þess um hve alvarlegt vandamál er hér að ræða. Mér varð hugsað til þess hvaða leiðir væru bestar til að vinna bug á vand- anum; hvernig væri best að vinna forvarnir, hvernig íhlutun skilaði bestum árangri, hvernig eftirfylgni ætti að vera háttað, hvernig við gætum hjálpað foreldrum betur, hvað þessi vandi kostaði samfélagið og hvað væri eðlilegt að verja miklum fjármunum í þennan málaflokk. Á Íslandi er verið að vinna mörg áhugaverð verkefni sem hafa skilað góðum árangri. Við þurfum hins vegar að vera vakandi fyrir því hvaða aðferðir skila árangri og hvaða aðferðir eru notaðar til þess að mæla þann árang- ur. Við þurfum einnig að vera viljug til að aðlaga og breyta þeim aðferðum sem við notum svo þær henti betur stað og stund. Varðandi kostnaðinn þá skrifaði ég grein í Morg- unblaðið fyrir nokkrum árum um hvað bandarískt samfélag þyrfti að leggja út vegna vanda tengds vímu- efnanotkun. Hér eftir fer samantekt úr þeim skrifum, sem eru alveg jafn viðeigandi í dag og þá. Glöggir les- endur átta sig á því að þessar upphæðir eiga við árið 1992, en þótt háar séu væru þær eflaust miklu hærri í dag. Árið 1992 var áætlað, af National Institude of Drug Abuse og National Institude on Alcohol Abuse and Alcoholism, að bandarískt samfélag þurfti að greiða $246 milljarða vegna vímuefnamisnotkunar og vandamála henni tengdra. Af því var áætlaður kostnaður vegna áfengismisnotkunar um $148 milljarðar og vegna fíkni- efnamisnotkunar um $98 milljarðar. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem fyrrgreind samtök fengu The Lewin Group til að gera og lögð var fyrir bandaríska þingið. Meðal þeirra þátta sem tekið var tillit til má nefna kostnað sem leggst á heilbrigðiskerfið, dómskerfið og fjölskylduna. Hér neðar verður drepið á nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar. Heildarkostnaður heilbrigðiskerfisins nam $18,8 millj- örðum vegna áfengistengdra vandamála og $9,9 millj- örðum vegna fíkniefnamála. Sérhæfð meðferðarþjónusta kostaði samfélagið $10 milljarða. Yfir 132 þúsund dauðsföll mátti rekja til áfengis- og fíkniefnamisnotkunar í Bandaríkjunum árið 1992. Af þeim voru 107.400 tengd áfengismisnotkun og 25.500 fíkniefnamisnotkun. Kostnaður vegna þessa var um $45,6 milljarðar þar sem miðað var við áætlaðar heildartekjur á lífsleiðinni. Samfélagið varð því af $350.000 fyrir hvern einstakling. Um $82 milljarða kostnaður var eignaður vinnutapi. Þessi kostnaður kom að mestu niður á vímuefnaneytand- anum og fjölskyldu hans. Í rannsókninni var ekki reynt að áætla þann kostnað sem fyrirtæki og stofnanir bera vegna vandans þar sem slíkir útreikningar eru mjög erf- iðir. Þess er þó getið að um verulegar fjárhæðir er að ræða. Kostnaður vegna umferðarslysa var um $24,7 millj- arðar. Þar af var $11,1 milljarður vegna ótímabærra dauðsfalla og $13,6 milljarðar vegna skemmda á öku- tækjum og öðru. Sjúkrahúskostnaður var felldur undir kostnað heilbrigðiskerfisins hér ofar. Kostnaður vegna fíkniefnatengdra afbrota nam $59,1 milljarði og $19,7 milljörðum vegna áfengistengdra af- brota. Í þessum tölum er tekið tillit til tekjutaps vegna fangelsisvistar, kostnaðar við rekstur dóms- og betr- unarkerfis og einnig þess kostnaðar sem fórnarlömb verða fyrir. Um 3,3% ($10,4 milljarðar) útgjalda félagslega kerf- isins voru vegna vandamála tengdra vímuefnanotkun. Stærstur hluti þessarar upphæðar fór til einstaklinga sem hafa skert möguleika á vinnu vegna vímuefnavanda- mála. Mestan þunga þess kostnaðar sem getið er hér ofar ber sá hluti samfélagsins sem ekki misnotar vímugjafa. Vegna vandamála tengdra áfengismisnotkun greiddi rík- ið um $57,2 milljarða (38,6%), tryggingafélögin um $15,1 milljarð, $9 milljarðar féllu á fórnarlömb og $66,8 millj- arðar lögðust á áfengisneytandann sjálfan og fjölskyldu hans. Vegna vandamála tengdra fíkniefnamisnotkun greiddi ríkið um $45,1 milljarð (46,2), tryggingafélögin greiddu $3,1 milljarð, fórnalömb um $6,5 milljarða og fíkniefnaneytandinn og fjölskylda hans um $42,9 millj- arða. Í skýrslunni eru þessar kostnaðartölur framreiknaðar til ársins 1995, og var þá miðað við fyrri rannsóknir. Á þessu tímabili var áætlað að kostnaður samfélagsins af þessum málaflokki myndi aukast um 12,5% á þremur ár- um. Það þýðir að 1995 var reiknað með að kostnaður vegna áfengistengdra vandamála myndi vera um $166,5 milljarðar og $109,8 milljarðar vegna fíkniefnatengdra vandamála. Ekki er hægt með einföldum hætti að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland þar sem forsendur útreikninga þyrftu ef til vill að vera aðrar. Það er hins vegar ljóst að sam- félög bera gífurlegan kostnað af þessum vanda og því skyldi öllu tjaldað til við að vinna áhonum bug. Sterkustu vopnin sem við höfum eru öflugt og fjölbreytt forvarna- og meðferðarstarf ásamt skilvirkri toll- og löggæslu. Þetta kostar sitt, það er rétt, en ég tel vænlegra að styðja vel við snemmtæka íhlutun því það er deginum ljósara að því meira sem vandinn fær að þróast því dýrari verður hann samfélaginu, í beinum og óbeinum kostnaði. Það má glögglega sjá að það eru ekki einungis mannúðar- sjónarmið sem krefjast aukinna og markvissra aðgerða heldur einnig markaðslögmálið. Setjum pening í mála- flokkinn, við spörum á því. Kostnaður samfélagsins vegna vímuefnavandans Eftir Jón K. Guðbergsson Höfundur er fjölskylduráðgjafi hjá Nýrri leið – ráðgjöf. FRÉTTIR berast af því víða frá veiðiám að ungir minkar fæddir í vor hlaupi um í hópum. Sumir ungir minkar fara ógætilega í umferðinni í haustmyrkri eins og börnin gera stundum. Minkar verða því í haust fyrir og jafnvel undir bílum veiðimanna þegar farið er að dimma og veiðimenn aka frá ánni. Er þetta ekki of mikið? Minkar í umferðarslysi í sveitinni. Á bak við hvern ungan mink hlaupandi í haust er allur sá fjöldi laxaseiða sem minkamóðirin veiddi í laxánni í sumar og ól unga minkinn upp á. Þess vegna hleypur ungi mink- urinn um svona sprækur í haustmyrkrinu. Verður jafnvel fyrir bíl eins og börnin í borginni. Minkar éta ekki aðeins laxaseiði heldur allt sem er ná- lægt þeim og greni þeirra og hafa má til matar. Á sumrin og haustin taka þeir unga margra fugla. Heldur fækkar rjúpu ef minkur á greni í næsta ná- grenni við hreiður hennar. Rottur voru víða mjög algengar hér á landi fyrir 1940. Heldur fjölgaði þeim til viðbótar í stríðinu 1939–1945. Þá henti herinn víða matarúrgangi sem rottur gengu í og fitnuðu af. Svo var farið að útrýma rottum með skipulögðum hætti um 1950 og þær sjást varla í dag hálfri öld síðar. Eins eigum við að hafa þetta með minkinn. Hann er ekki betri en rottu- plágan var hér víða fram í seinasta heimsstríð fyrir hálfri öld. Það má segja að minkurinn sé vatnsrotta sem leggst á veiðiár og staði þar sem sil- ungur er í vötnum. Rottan fer aftur á móti í allan úrgang jafnvel í holræs- um. Svo slæm er hún. Minkurinn er ekki betri og í raun vatnsrotta um allt land. Stofna þarf minkaveiðiherdeild sem fari skipulega um allt landið og hreinsi upp minkapláguna eins og gert var með rottupláguna fyrir hálfri öld. Veiðimenn í föstu daglegu starfi frá níu til fimm færu með 3–4 minka- hunda hver hópur um öll þau svæði þar sem minkur á greni. Ef minkaveiðimenn eru nægilega margir fækkar minkum fljótt ef dag- lega er veitt allt árið. Þarna vantar sama skipulag eins og í hernaði. Allt er kortlagt og svo er minkurinn hreinsaður upp á einu landsvæði eftir annað. Minkurinn þurrkaður út. Minkaveiðiherdeildin myndi gera mikið gagn og breyta miklu. Meira yrði um lax og silung í ám og vötnum en nú er. Fuglalíf hefur í dag víða flutt sig frá ám þar sem mikið er um minkagreni en kæmi nú aftur til baka að ánni. Meira væri einnig aftur af rjúpu við læki og ár. Stjórnvöld fluttu inn minkinn á sínum tíma og svo slapp hann út og fór um allt land. Varð það sem kallað er í dag minkaplága. Það er því þessara sömu stjórnvalda að skipuleggja sæmilega stóra minkaveiðiherdeild sem hreinsað gæti aftur upp minkinn og losaði okkur við hann. Leiðrétti þar með að hluta þau fyrri mistök sín að flytja inn og leyfa minkinn. Stofnum minkaveiðiherdeild Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SÚ ríkisstjórn sem setið hefur við völd í landinu undanfarin ár hefur margt gott gert á valdastóli sínum. Þar ber að mínu mati hvað hæst minnkandi tök ríkisins á at- vinnulífinu og aukið frjálsræði í viðskiptum. Það er hins vegar eitt mál, sem varpar skugga á þessi afrek. Þar á ég við þá furðulegu ákvörðun að ákveða, að skatt- leggja atvinnureksturinn í land- inu til þess að geta greitt feðrum nýfæddra barna laun fyrir að vera heima hjá börnunum á fyrstu mánuðum lífs þeirra. Hér er ekki um neinn hégóma að ræða. Umsetningin í skatti á fyrirtæki og greiðslum til feðra nemur mörgum milljörðum króna á ári. Lítum aðeins á þessa vit- leysu nánar: 1. Hugmyndin um að ríkið þurfi að stuðla að því að feður kynnist börnum sínum og taki þátt í upp- eldi þeirra getur ekki réttlætt þetta styrktarkerfi. Feðurnir taka orlofið meðan börnin eru hvítvoðungar, sem best verja tíma sínum í að sofa sem mest. Engin kynni að ráði skapast á þessu tímabili milli föður og barns. Móðirin er í flestum til- fellum líka heima, enda getur barnið af líffræðilegum sökum sjaldnast án hennar verið. Oftast er nóg að hafa einn fullorðinn til að sinna vöggubarni. 2. Þessi opinberi styrktar- sjóður býður upp á sams konar misnotkun og allir svona sjóðir. Feður nýta réttinn án þess að verja endilega tíma sínum með hvítvoðungunum. Sumir fara í aðra (svarta) vinnu. Aðrir mála húsið eða vinna sjálfum sér eitt- hvað annað sem setið hefur á hak- anum. 3. Séu til dæmis sveiflur í tekjuöflun feðra innan ársins er þeim í lófa lagið að taka orlofið á tíma þegar tekjur eru í lágmarki og fá þá kaup sem miðast við tímabil, þegar tekjur voru í há- marki. Þannig geta þeir verið á hærra kaupi en vinnufélagarnir á því tímabili sem orlofið stendur. 4. Tilgangur þeirra stjórnmála- manna sem standa að því að koma þessu styrkjakerfi á virðist vera sá að kaupa sér vinsældir og at- kvæði fyrir skattpeninga. Eink- um telja þeir sjálfsagt líklegt að konur muni vilja styðja þá vegna framtaksins, enda er talað um þetta glapræði sem „mesta jafn- réttismál í þágu kvenna“ sem sag- an greinir. Ekkert minna. Heimt- urnar á atkvæðunum láta hins vegar á sér standa. Aðrir, sem um atkvæðin keppa, lýsa því bara yf- ir, að þeir séu tilbúnir til að ganga lengra en þetta til að styrkja „jafnrétti“ kynjanna með skatt- peningum. Það dugar þeim til að halda forskoti sínu í yfirboðunum. 5. Peningarnir sem fyrirtækj- unum er gert að greiða til að standa undir þessu geta ekki nýst þeim til að greiða starfsmönnum sínum hærri laun. Á þennan óbeina hátt er því auk annars ver- ið að skattleggja þá, sem ekki vilja eða geta eignast börn, til að standa straum af beinum kostnaði við uppeldi barna hinna. Þeir, sem finnst þetta réttlætanlegt, ættu að velta því fyrir sér, hvort ekki væri frekar eðlilegt að skylda alla, sem til þess hafa getu, til að eignast að minnsta kosti einhvern lágmarksfjölda barna. 6. Það er kannski verst af öllu, að með þessu framtaki hafa þeir sem síst skyldi reynst vera til- búnir til að fórna grunn- hugmyndum sínum í stjórnmálum fyrir ætlaðan ávinning í atkvæða- kaupum. Á eftir verða þeir ótrú- verðugir, þegar þeir segjast vilja minnka skattheimtu og ríkisaf- skipti. Slíkt er raunar til þess fall- ið að fækka atkvæðum svo um munar þegar litið er til lengri tíma. Skattar og atkvæðakaup Höfundur er prófessor í lögfræði við HR. Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.