Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 25

Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 25
Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 25 HVAÐ ætti ég að segja? Hvað verður sagt ef ég fer að skipta mér af? Er ekki best að þegja og taka sem minnsta ábyrgð? Hefði þetta orðið svona ef ég hefði sagt eitthvað? Ég hefði átt að segja eitthvað. Öll höfum við velt þessu líku fyrir okkur en sum okk- ar gert eitthvað í því svo það hendi ekki aftur. Foreldrar okkar og kennarar eyða fyrri hluta æsku okkar í að kenna okkur að ganga og tala en seinni hlutann er okkur sagt að sitja og þegja. Þess vegna erum við hógvær þegar kemur að því að þurfa að standa upp og taka til máls. Stjórnmálamaður þarf að yfirvinna feimni til að koma sínu fram. Leiðtogi þarf að hafa mikið sjálfstraust og leiðtogahæfileika til að aðrir sannfærist og fylgi hon- um. Frumkvöðull þarf að vera hug- hraustur og hafa ótakmarkað sjálfstraust til að koma sínu á framfæri. Tjáning og samskipti eru svo miklu meira en bara orð og orðalag. En hvar fær maður svona sjálfs- traust og hvar losnar maður við feimni og aðra galla sem halda aft- ur af manni? Í kvikmyndinni Stella í framboði bauð Stella Löve upp á pakka handa fólki í þessum spor- um, í fyrirtækinu sínu Fram- koma.is. Reyndar eru nokkur „framkoma.is“-fyrirtæki hér á landi sem bjóða þessa þjónustu og er aðdáunarvert að fylgjast með hversu margir nýta sér þá þjónustu og styrkjast í þessum fræðum. En er það bara fólk í fram- kvæmdastjórastöðum og stjórn- málamenn sem þurfa á þessu að halda? Ég held að flestir okkar stjórnmálamenn þurfi á Stellu Löve að halda, því oft vantar svolít- ið upp á annars gott málefni. Hinn almenni borgari er sífellt í hættu á að verða undir, hvar sem hann kemur; heima hjá sér, í vinnunni og á neytendamarkaðnum ef hann getur ekki tjáð sig. Alls staðar þurfum við að láta í okkur heyra og skoðanir okkar eiga ekki að veltast um í huga okkar og verða að engu, engum til góðs. Ef þú telur þig ekki skipta máli í þessu lífi þá að sjálfsögðu skiptir þú ekki nokkru máli en ef þú telur þig skipta máli, sem þú ættir að sjálfsögðu að gera, ertu sjálfkrafa orðinn mikilvægur hlekkur í lífs- keðjunni og ef þú sinnir þínu hlut- verki með hugsjón og ákafa þá ertu orðinn eitt af fjölmörgum hlóðfærum í sinfóníu himins og jarðar. Við erum á lífi á þessari plánetu til að lifa lifandi og ekki síst vakandi. Ég, sem þessi orð skrifa, er í fé- lagsskap sem býður upp á þjálfun og kennslu í ræðumennsku, hóp- starfi, leiðtogahæfni, leiðbein- endatækni o.fl. til að styrkja ein- staklinginn, hvort sem hann ætlar í stjórnmál eða ei, taka til máls á húsfélagsfundum eða bara að vera fyrirmyndarforeldri barna sinna. Þessi félagsskapur er ættaður frá Bandaríkjunum og var stofnaður árið 1910 til að hvetja ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið, auka ræðugetu þess og sjálfstraust og um leið að mynda vináttubönd fé- laga sem smátt og smátt breiddust um allan heim og eru nú um 190 lönd sem geta boðið ungu fólki á aldrinum átján ára til fertugs upp á Junior Chamber. JC, eins og það er kallað hér, byggir starfsemi sína á námskeiðum þar sem félagar fá fræðslu í ræðumennsku, verkefna- vinnu og framkomu. Og ekki síst tækifæri til að öðlast þjálfun og reynslu í því sem félagarnir hafa verið að læra. Þetta er fléttað sam- an með venjulegu félagsstarfi þar sem við vinnum að ýmsum verk- efnum. Ég get nefnt samfélags- verkefni eins og „Eftir bolta kemur barn“, sem allir ættu að muna eft- ir, friðarkertafleytingu á Tjörninni í minningu fórnarlambanna í Hir- oshima, Morfís-ræðukeppni fram- haldsskólanna á uppruna sinn í JC og við höfum staðið fyrir frambjóð- endafundum fyrir kosningar, við hófum umferðarátak sem við köll- uðum „Bætt umferð – betra líf“ og núna síðast Afríkuverkefni sem JC Gk vinnur að, „Hvernig er landið þitt?“. Þar erum við að safna skóla- dóti og það sent til Kamerún og mynduð tengsl á milli skólabarna þar og hér á Íslandi. Allt eru þetta verkefni sem koma úr okkar hug- myndasmiðju og við lærum heil- mikið á því að koma þeim í fram- kvæmd um verkefnastjórnun, hópvinnu og viðskipta- og fé- lagstengsl, jafnframt því að leiða gott af sér. Junior Chamber er friðarhreyf- ing sem byggist á því að mynda fé- lagatengsl bæði innanlands og er- lendis, landa með líkan og ólíkan uppruna og menningu. Það að eiga vini og félaga alls staðar á jörðinni er okkar skref í átt til friðar í heiminum. Við trúum að bræðra- lag manna sé mesti fjarsjóður jarð- arinnar. Með félagsstarfi, nám- skeiðum og þeirri hugsjón sem JC býður er alltaf pláss fyrir metn- aðarfullt fólk á aldrinum 18 til 40 sem vill auka leiðtogahæfni sína, eignast fleiri vini eða bara auka sjálfstraustið. Kynntu þér málið á www.jc.is og kannski er JC það sem þú hefur verið að leita eftir. Kannski ert þú það sem JC er að leita eftir. Þú átt kanski eftir að hugsa: „Það er kannski rétt að mín rödd fái líka að heyrast!“ Lifðu lífinu vakandi Eftir Jón Berg Hilmisson Höfundur er félagi í Junior Chamber Garðabær-Kópavogur. Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 • sími 587 5070 - Ath. aðeins í dag - Verð á kg Ýsa 99,- Ýsuflök 499,- NÚ stendur yfir alþjóðleg bók- menntahátíð í Reykjavík og fjöldi er- lendra höfunda, útgefenda og bók- menntamanna sækir okkur heim. Það er stemning hjá bókafólki; upplestr- arsalir fyllast á hverju kvöldi og fólk lætur sig heldur ekki vanta á pall- borðsumræður og samtöl við höfunda á miðjum degi. Fjöldi nýrra þýðinga er að koma út þessa dagana og enn eina ferðina er staðfest að íslenskur bókamarkaður er í raun undur í sjálf- um sér – að liðlega 280 þúsund manna þjóð skuli standa undir þessari fjöl- skrúðugu útgáfu. Vert er að þakka öllum þeim sem gera þetta kleift, höf- undum, þýðendum, útgefendum og ekki síst lesendum. Það er alkunna að Íslendingar búa við hærri skattlagningu á bókum en flestar menningarþjóðir sem við vilj- um bera okkur saman við. Þess vegna hefði verið viðeigandi að staðfesta strax í byrjun hausts kosningaloforð stjórnarflokkanna um lækkun virð- isaukaskatts á bókum og styrkja þannig stöðu bókarinnar. Sú aðgerð myndi efla bókmenningu enn frekar og yrði mikilvæg hvatning þeim sem starfa á bókmenntaakrinum og öllum bókaormum mikil kjarabót. Hin glæsilega bókmenntahátíð markar upphaf bókahaustsins og bókaflóðsins sem jafnan nær hámarki þegar nálgast jól. Margir munu fagna því að stjórnvöld létti skattbyrðinni af þessari mikilvægu grein menningar- innar. Tilvalið væri að stjórnvöld staðfestu ætlan sína um lækkun virð- isaukaskattsins nú þegar hátíð bók- menntanna er í fullum gangi og ánægjulegt væri að geta fært erlend- um gestum okkar þau gleðitíðindi. Bókafólk á Íslandi bíður þess að stjórnvöld láti verkin tala. Eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Svavarsson Aðalsteinn er formaður Rithöfunda- sambands Íslands, Sigurður er formað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda. Sigurður Hátíð bókmennta – tækifæri stjórnvalda Aðalsteinn HÁSKÓLINN í Reykjavík bauð um daginn til veislu í tilefni af því sem nefnt var fimm ára afmæli skólans. Bogi Pálsson, for- maður Verslunarráðs Íslands, ritaði stutta hugvekju í Morgun- blaðið til að vekja at- hygli á afmælinu og í kjölfarið sá ég það kynnt á heimasíðu háskólans. Þetta tal um fimm ára af- mæli kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir, því þótt nú séu liðin fimm ár frá því skólinn flutti í núverandi húsa- kynni er saga hans miklu lengri. Háskólinn hóf starfsemi sína í jan- úar 1988 undir nafninu Tölvuháskóli Verzlunarskóla Íslands og hefur starf- að óslitið síðan. Fyrsta áratuginn fór kennsla fram í húsakynnum Verzl- unarskólans en síðan var byggt yfir háskólann á næstu lóð og þar hófst kennsla í september 1998. Þá hófst líka kennsla í viðskiptafræði við skólann og nafni hans var breytt í Viðskiptahá- skólinn í Reykjavík. Snemma árs 2000 var aftur skipt um nafn og skólinn fékk sitt núverandi heiti. Það er því mála sannast að háskól- inn átti fimmtán ára afmæli í byrjun þessa árs, en í haust voru liðin fimm ár frá því að hann flutti í eigið hús- næði og Guðfinna Bjarnadóttir varð rektor. Sú ástæða er fyrir því að leið- rétta umræddar dagsetningar að hundruð ágætra manna og kvenna voru útskrifuð sem kerfisfræðingar frá háskólanum fyrstu tíu árin sem hann starfaði og það getur verið óþægilegt fyrir þau að útskýra hvern- ig þau geta verið útskrifuð frá skóla sem er miklu yngri en prófskírteini þeirra. Ég hvet því eigendur Háskól- ans í Reykjavík til að virða hagsmuni þessara fyrstu viðskiptavina sinna og halda framvegis á lofti réttum aldri háskólans. Aldur Háskólans í Reykjavík Eftir Frey Þórarinsson Höfundur er fyrrverandi kennari við TVÍ, VHR og HR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.