Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ULLTRÚAR Vega- gerðarinnar og Reykjavíkurborgar í samstarfsnefnd um byggingu Sunda- brautar eru nú að leggja loka- hönd á skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum mannvirkisins. Nefndin hefur ekki enn komist að niðurstöðu um hvar Sunda- braut skal liggja, hvernig fram- kvæmdin verður fjármögnuð eða hvenær hún hefst. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram í fjölmiðlum að setja eigi byggingu Sundabrautar í svokallaða einkaframkvæmd. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir það eina aðferð til að standa að gerð samgöngumann- virkja á Íslandi. Hún snúi fyrst og fremst að fjármögnun verk- efnisins en um þann þátt eigi eftir að ná niðurstöðu. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar, segir einkaframkvæmd leið til að fela öðrum en ríki og sveitarfélögum fjármögnun, byggingu og rekst- ur verkefna, væntanlega á hag- kvæmari hátt en hið opinbera getur gert. Slíkar framkvæmdir hafi sömu þjóðhagslegu áhrif og ef ríkið fjármagnaði og stæði fyrir framkvæmdunum. Það sæ- ist bara ekki á fjárlögum. Tvær leiðir lagðar að jöfnu Jónas Snæbjörnsson, um- dæmisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að við undirbúning mats- skýrslu Sundabrautar séu tvær leiðir lagðar að jöfnu, sem gera ráð fyrir þverun Kleppsvíkur með uppfyllingum og brú sem tekur land við Gufuneshöfða. Þegar Vegagerðin og Reykja- víkurborg komast að samkomu- lagi um hvaða leið skuli farin verði umhverfismat þeirrar leið- ar tilbúið og hin leiðin, sem ekki verður fyrir valinu, lögð fram hjá Skipulagsstofnun til vara. Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu á síðasta kjörtímabili áherslu á svokallaða ytri leið Sundabrautar. Eftir fund með vegamálastjóra og samgönguráðherra var borgar- fulltrúum ljóst að Vegagerðin taldi ytri leiðina ekki jafnfýsi- legan kost og innri leiðina vegna meiri kostnaðar. Innri leið, sem hefur einnig verið kölluð land- mótunarleið, kosti á bilinu 7,5– 9,5 milljarða króna. Ytri leið sem yrði lögð í hábrú eða botn- göng kosti aftur á móti um 10,5– 14,5 milljarða. Ólafur Bjarnason, forstöðu- maður verkfræðistofu Reykja- víkurborgar, segir það skipta máli hvernig kostnaður vegna byggingar Sundabrautar verður endurgreiddur. Um það hafi ekki verið rætt svo nokkru nemi og sé á valdsviði stjórnmála- manna. Embættismenn Reykja- víkurborgar hafi verið í þessari vinnu með opnum huga og lagt spilin á borð stjórnmálamanna borgarinnar. Í samgönguáætlun til ársins 2014 er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir við Sundabraut hefjist á fyrsta tímabilinu, þ.e. fyrir ár- ið 2006. Þá kemur fram að þær verði fjármagnaðar að einhverju leyti með lántökum svo unnt verði að dreifa greiðslum yfir lengri tíma. Einkaframkvæmd álitlegur kostur Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og Sturla B arsson samgönguráðherra undanfarna daga lýst því yfi einkaframkvæmd kæmi ve greina við byggingu Su brautar. Halldór sagði í M unblaðinu á mánudaginn að ast væri að fara að undi málið svo hægt yrði að sk leggja byggingu mannvirki Einkaframkvæmd flýtti því og meira fjármagn yrði til s ar í aðrar framkvæmdir. Jónas segir að skýrsla verið unnin af Hagfræðisto Háskóla Íslands um mögu fjármögnun Sundabrau Þetta sé yfirlitsskýrsla ti meta hvaða leiðir séu hug legar og þær bornar sam Jónas segir að þar hafi kom álita bein fjárframlög frá rí eða sérstök lántaka ríkisin þessarar framkvæmdar yrði síðan endurgreidd af v áætlun á löngum tíma. Svo hugmynd um einkaframkvæ þar sem ríki og Reykjaví borg gerðu þjónustusamning framkvæmdaaðila um bygg og rekstur Sundabrautar. Að sögn Jónasar er Vegag in fylgjandi einkaframkvæ Samstarfsnefnd ríkis og borgar leggur lokahönd Efnahagsleg áhrif framkvæmdar þau Ráðherrar hafa lýst yfir áhuga á að bygg- ing Sundabrautar fari í svokallaða einka- framkvæmd. Borgarráð fagnaði þessum áhuga í gær og óskaði eftir formlegum við- ræðum við ríkið. Björgvin Guðmundsson athugaði hvar málið er statt, þjóðhagsleg áhrif þess og fjármögnunarleiðir. Á þessari mynd sést hvar Kle milli Gufuneshöfða að austan IKEA. Þetta er tillaga að fyrs hönnun ráðgjafi verksins og l STEFNUNNI BREYTT Í ÍRAK ÖRORKA OG ENDURHÆFING Ífrétt á baksíðu Morgunblaðsins ígær kom fram að umsóknum umörorkumat hefði fjölgað mjög undanfarið ár, eða um 50% þegar þriggja mánaða tímabil í vor er borið saman við sömu mánuði í fyrra. Sigurður Thorlacius tryggingayfir- læknir segir í fréttinni að erfitt sé að átta sig á ástæðu þessa. Þó sé hugs- anlegt að meira atvinnuleysi undan- farinn áratug en áratugina á undan verði smám saman til þess að fólki á örorkubótum fjölgi. Heilsa þeirra, sem lengi séu atvinnulausir, versni og auk þess séu þeir, sem séu lélegir til heilsu en tolli á vinnumarkaði, ef til vill þeir fyrstu, sem sagt er upp og sæki þá um örorkubætur. Sigurður bendir jafnframt á að at- vinnuleysisbætur séu lægri en ör- orkubætur og fólk sækist því frekar eftir örorkubótunum ef það hefur ekki vinnu. Þá vekur hann athygli á því að sjúkradagpeningar þeirra, sem ekki eigi rétt hjá verkalýðsfélögum, séu svo lágir að engir lifi á þeim og fólk leggi því fremur áherzlu á að vera úrskurðað öryrkjar. Þetta ástand mála er mikið um- hugsunarefni fyrir þá, sem ráða fyrir heilbrigðismálum og ríkisfjármálum. Á síðastliðnum áratug fjölgaði þeim, sem fá greiddar örorkubætur, gífur- lega. Þannig voru örorkulífeyrisþeg- ar rétt rúmlega 5.000 í árslok 1991, en í árslok 2001 voru þeir tæplega 10.000. Á sama tíma fjölgaði endur- hæfingarlífeyrisþegum úr 78 í 497, en örorkustyrkþegum, þ.e. þeim, sem teljast 50–65% öryrkjar, fækkaði úr 1.670 í 893. Sú hætta er óneitanlega fyrir hendi, að sífellt stærri hópur lendi í hinni svokölluðu örorkugildru; að detta út af vinnumarkaðnum og eiga ekki afturkvæmt þangað, heldur þurfa að lifa á bótum almannatrygg- inga það sem eftir er. Þetta er auðvit- að bæði mikið vandamál fyrir þá, sem lenda í þessari aðstöðu, og fyrir skattgreiðendur, sem standa straum af bótagreiðslunum, sem hækka í takt við stækkun hópsins. Hættan er sú, að til verði félagslegt og fjárhagslegt vandamál, sem verði illviðráðanlegt. Menn hljóta að spyrja hvort það kerfi, sem byggt hefur verið upp til að hjálpa fólki, ýti að einhverju leyti undir þessa þróun og vinni þannig í raun gegn tilgangi sínum. Sigurður Thorlacius bendir á dæmi um slíkt; lágir sjúkradagpeningar ýta undir að fólk sæki um örorkumat og verði bótaþegar til lengri tíma, í stað þess að hvetja til að hléið frá atvinnuþátt- töku verði sem stytzt. Jafnframt hef- ur verið bent á að endurhæfingarúr- ræði hér á landi séu ekki sem skyldi. Fólk getur þurft að bíða lengi eftir endurhæfingu eftir sjúkdóma og slys og því lengri tími, sem líður, þeim mun ólíklegra er að fólk nái aftur fullri starfsorku. Rannsóknir í Sví- þjóð hafa sýnt fram á að fyrir hverja krónu, sem almannatryggingar verja til endurhæfingar, sparast sjö vegna greiðslu örorkubóta úr ríkissjóði og lífeyrissjóðum. Það þarf að taka þessi mál til gagn- gerrar endurskoðunar, með það fyrir augum að fé skattgreiðenda sé frekar varið til að hjálpa fólki til sjálfshjálp- ar en að sífellt stærri hópur verði háður bótagreiðslum. Ávarp George W. Bush Banda-ríkjaforseta til bandarísku þjóðarinnar á sunnudagskvöld markaði umfangsmikla stefnubreyt- ingu í Íraksstefnu Bandaríkja- stjórnar. Bush og stjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni fyrir hvernig haldið hefur verið á málum í Írak frá því átökum lauk. Þótt stríðið sjálft reyndist stutt hefur eftirleik- urinn reynst erfiðari en stjórnin virtist búast við, þrátt fyrir að ekki hafi skort viðvörunarraddirnar í að- draganda stríðsins. Bandaríkjamönnum hefur ekki tekist að tryggja öryggi og stöðug- leika í landinu né heldur að veita íbúum landsins nauðsynlega grunn- þjónustu á borð við rafmagn og rennandi vatn. Þá hefur verið gagn- rýnt hversu takmörkuð skref hafa verið tekin til að færa aukið vald og ábyrgð til Íraka sjálfra. Bandaríkin hafa verið gagnrýnd fyrir að ætla að verja of litlum fjármunum til upp- byggingar, gera ráð fyrir of litlum herafla í landinu og þrjóskast við að sækjast eftir aðstoð annarra ríkja með umboði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjaforseti virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi stefna gangi ekki upp. Þótt ekki sé um kúvendingu að ræða er ljóst að stefnubreytingin, sem kynnt var á sunnudag, er umtalsverð. Í ávarpi sínu hvatti Bush ríki heims til að veita Bandaríkjamönnum og Bret- um aukna aðstoð í Írak. Svo virðist sem forsetinn sé á móti reiðubúinn til að koma til móts við óskir margra ríkja um að fela Sameinuðu þjóðunum aukin völd. Þá er það fagnaðarefni að hann skuli nú fara fram á stóraukna fjárveitingu til að stuðla að uppbyggingu í landinu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur átt frumkvæði að því að reyna að boða fulltrúa þeirra ríkja er eiga fasta- fulltrúa í öryggisráðinu til fundar í höfuðstöðvum SÞ á laugardag til að ræða Íraksmálið. Sjálfur hefur Ann- an bent á ýmsar leiðir til að auka hlutverk Sameinuðu þjóðanna í Írak og m.a. nefnt Kosovo, Afganistan og Austur-Tímor sem hugsanlega fyr- irmynd. Í Kosovo og Afganistan hafa SÞ tekið að sér stjórnunarhlut- verk á öðrum þáttum en þeim sem snúa að öryggis- og hermálum. Auðvitað mun það eitt að veita SÞ aukið hlutverk ekki leysa öll þau vandamál sem menn standa frammi fyrir í Írak. Hins vegar væri þar með tryggt að reynt yrði að finna lausnir á sem breiðustum grunni og virkja sem flesta til að stuðla að því að Írak verði fyrirmynd annarra ríkja í Mið-Austurlöndum framtíð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.