Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er með afbrigðum nýjungagjarn. Á hverjum degi fer ég ítrekað á Netið í leit að nýjum fréttum og þegar innlendar fréttasíður uppfærast ekki nógu ört fer ég á Wall Street Journal, þá Pravda, Japan Times og svo koll af kolli þar til eitthvað kem- ur í leitirnar. Engin fréttasíða er svo ómerkileg að hún verðskuldi ekki heimsókn mína. Að lokum berst ég djúpt í innstu myrkur regnskóga Suður-Ameríku og les þar fréttir frá frumstæðum ætt- bálki sem af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum heldur úti fréttasíðu á Netinu. Þegar fréttirnar létu einn daginn standa á sér á síend- urteknum ferðalögum mínum um fréttasíð- ur heimsins fór ég í ör- væntingu minni á leit- arsíðu og sló inn í leit- argluggann setninguna: Some- thing new please (komdu með eitthvað nýtt, stax!) Niðurstöð- urnar létu ekki á sér standa. 6,8 milljón síður fundust. Ég er bú- inn að skoða 1.000. Þegar allt þrýtur og engin ný frétt er í boði fer ég á Google til að sjá hvort ég sé orðinn frægur í útlöndum. Ég slæ nafnið mitt inn í leitargluggann, fyrst Þór- oddur Bjarnason og svo Thor- oddur Bjarnason. Fyrst þegar ég gerði þetta komu upp tugir ef ekki hundruð síðna með nafninu mínu – Húrra! hugsaði ég sigri hrósandi. Þegar ég fór hins veg- ar að rýna í niðurstöðurnar var ekki allt sem sýndist. Ég átti nefnilega alnafna á Netinu, Þór- odd Bjarnason félagsfræðing og hann kemur þar víða við sögu skal ég segja ykkur, mun víðar en ég. Það voru vægast sagt vonbrigði. Ég hef aldrei hitt þennan mann augliti til auglitis en í leit- arheimum erum við eins og sí- amstvíburar – ég mun aldrei losna við hann. Ég skoða tölvupóstinn minn hundrað sinnum á dag til að at- huga hvort einhver hafi sent mér póst, bara eitthvað, mér er alveg sama hvað, meira að segja vírus myndi gleðja mig. Þá gæti ég allavegna montað mig af því að hafa fengið vírus í tölvupósti – SoBig! Ég opna póstforritið og byrja á því að ýta strax þrisvar í röð á check new mail. Ef það dugar ekki þrýsti ég nokkrum sinnum í viðbót og beiti öllum kröftum á músina. Ég held nefnilega að með því að beita aflsmunum geti ég dregið bréfin út úr tölvunni með valdi. Ég hamast á takk- anum þangað til menn í kringum mig fara að horfa á mig eins og ég sé eitthvað skrýtinn. – Þetta er alveg að koma, segi ég afsakandi, ég er alveg að ná að landa einu tölvubréfi, bæti ég við og reyni nokkrum sinnum í viðbót en neyðist að lokum til að hætta til að hvíla vísifingurinn. Stundum sendi ég sjálfum mér póst og hrópa svo: Jibbí! ég fékk tölvupóst, en grúfi mig svo jafnharðan niður í básinn aftur hálfskömmustulegur. Það er samt mjög gaman að fá póst frá sjálfum sér, alls ekki verra en að fá póst frá einhverjum öðrum, bara skemmtilegra ef eitthvað er. Ég fékk einu sinni þá snilld- arhugmynd að stofna fyrirtæki sem sendir fólki tölvupóst, fólki eins og mér. Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda hana til Nýsköpunarsjóðs eða Impru. Ég sá fyrir mér fjárfest- ana bíða mín í röðum, jakkafata- klædda með skjalatöskur, stutt- klippta með gleraugu og dollaramerki í augum. Ég myndi síðan aka af fundi þeirra með vörubílsfarma af seðlum til að búa til tölvupóstssíðuna sem gerði ekkert annað en að senda innihaldslausan tölvupóst. Heima við er þrá mín eftir fréttum og nýjum upplifunum ekki minni. Maður bíður eftir að fá dagblöðin og auglýsingapóst- inn inn um bréfalúguna og svo er það bréfberinn; alltaf er von á einhverju frá honum, t.d. til- kynningu frá bankanum um að ég hafi farið yfir á tékkareikn- ingnum. Gúmmað svolítið. Stundum dettur mér í hug að gerast áskrifandi að einhverju til að fá eitthvað spennandi í póst- inum eða þá að ég panta eitt- hvað af Netinu. Ef maður gerir það kemur Amazon-fólkið í heimsókn. Birirtist einn góðan veðurdag á rauðum og gulum bíl. Það dinglar bjöllunni, stend- ur á tröppunni í einkennisbún- ingi með posa og pappír í hendi og réttir manni pakka með bók og geisladiski. Amazon-fólkið. Mér finnst gaman að sýsla í eldhúsinu. Þar eru mörg verk- efni sem þarf að leysa og fólk eins og ég, sem er sífellt að leita eftir einhverjum nýjungum, vill hafa nóg af verkefnum. Þegar einu verkefni er lokið tekur allt- af eitthvað nýtt við. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að fara út með ruslið. Tilfinningin að taka pokann úr ruslafötunni undir vaskinum, fara með hann út í tunnu og koma svo fyrir nýjum poka í föt- unni veitir mikla fullnægju. Það er líka svo mikilvægt að henda rusli sem oftast, ég á svo mikið af auka Bónuspokum til að nota undir rusl. Því örar sem ég get fyllt ruslapoka og farið með hann út í tunnu, því oftar get ég sett nýjan poka í ruslafötuna og því hraðar gengur á pokana. Og þegar mér finnst loksins pok- unum vera farið að fækka, er farið í Bónus og tíu gulir rusla- pokar með bleiku svíni bætast við. Var nauðsynlegt að kaupa alla þessa poka? segi ég við kon- una og reyti hár mitt í örvingl- an. Þetta þýðir bara eitt; að ég verð að henda rusli af enn meiri krafti. Hvar er bíllinn minn? segir sonurinn, dekkið datt und- an honum, segi ég, hvar er dúkkan? segir dóttirin, höndin var orðin laus á henni, svara ég, hvar er Marie Claire? segir kon- an, ó, var það nýtt, segi ég. Ég henti þessu öllu saman. Svona er lífið, eilíf leit að nýj- ungum. Maður þarf sífellt að vera að henda gamla draslinu út til að hleypa því nýja að. Nýjasta nýtt Ég skoða tölvupóstinn minn hundrað sinnum á dag til að athuga hvort ein- hver hafi sent mér póst. VIÐHORF Eftir Þórodd Bjarnason tobj@mbl.is ✝ Lilja Guðbjarna-dóttir fæddist á Akranesi 27. júlí 1928. Hún andaðist á Landspítalanum 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- bjarni Sigmundsson, f. 2. apríl 1897, d. 24. janúar 1990, verka- maður, Ívarshúsum á Akranesi, og Guðný Magnúsdóttir, f. 27. október 1902, d. 18. nóvember 1984. Systkini Lilju eru: Sveinn, f. 14. september 1922, Jónína Guðrún, f. 25. ágúst 1923, d. 14. desember 1924, Guðrún, 13. ágúst 1924, d. 25. desember 1924, Guðrún Fjóla, f. 28. desember 1925, Vigdís, f. 20. janúar 1927, Erna, f. 11. júlí 1930, Sigmundur, f. 29. september 1931, Sveinbjörn, f. 8. júní 1939, Sturla, f. 10. sept- ember 1940, og Hannesína Rut, f. 16. apríl 1944. Lilja giftist Jóni Sæbirni Hallgríms- syni, f. 25. maí 1930, járnsmiði í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Hallgrímur Helgason, f. 4. októ- ber 1892, d. 18. des- ember 1940, bóndi í Meðalnesi í Fellum, og kona hans Mál- fríður Þórarinsdótt- ir, f. 10. janúar 1900, d. 16. júlí 1998. Lilja ólst upp á Akranesi og brautskráðist frá Gagnfræða- skóla Akraness. Hún flutti ung til Reykjavíkur og kynntist þar mannsefni sínu, Jóni Hallgríms- syni. Starfaði hún lengst af við verslun og þjónustu. Útför Lilju fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ein fyrsta minning mín af mág- konu minni Lilju var þegar hún bros- mild, tággrönn og spengileg kom inn í sameiginlegt eldhús sem hún deildi með systur sinni Ernu við Miklu- braut, fyllti glas af rjóma og teygaði. „Það er hræðilegt að vera svona grönn,“ sagði hún, „og svo er manni alltaf kalt.“ Hún var að reyna að fita sig. Ég óskaði þess að vandamálið væri mitt. Þessi bjarta og meira en hálfrar aldar minning kemur fram í hugann við leiðarlok en Lilja lést á Landspít- alanum við Hringbraut sunnudaginn 31. ágúst í kjölfar erfiðra veikinda. Lilja var mjög hress ung kona, fædd og uppalin á Akranesi, ein ell- efu barna Guðnýjar og Guðbjarna í Ívarshúsum. Hún var alin upp á kreppuárum við aðdrætti með fjöl- skyldunni sem hafði kýr og kindur og stundaði kartöflurækt eins og flestir aðrir á Skaganum á þessum tíma. Hún var í hópi fyrstu gagnfræð- inga frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi, starfaði með skátunum og keppti í handboltaliði íþróttafélags- ins Kára, áður en íþróttafélögin KA og Kári voru sameinuð í ÍA. Hand- boltaliðið keppti víða og þóttu Skagadömur miklar keppniskonur. Þær kepptu til sigurs. Lilja var mikill fagurkeri, smekk- vís, glaðlynd, hafði ákveðnar skoð- anir og var föst fyrir. Hún flanaði ekki að neinu, var athugul og ráða- góð. Sá eiginleiki kom fram hjá henni ungri eins og þegar hún í hópi barna lék sér í klettum við sjávarmálið og systir hennar féll í sjóinn þar sem að- dýpi var mikið. Á meðan hópurinn hrópaði í örvæntingu á hjálp tókst henni að að ná taki á hári systur sinnar, þegar henni skaut upp aftur, og náði að halda höfðinu upp úr sjón- um þar til hjálp barst. Þegar hún fór út á vinnumarkað- inn vann hún við verslunarstörf í stærstu vefnaðarvöruverslun á Akranesi á þeim tíma. Henni líkaði starfið vel þar til dag einn að eigand- inn kom í verslunina með fullan poka af silkisokkum fyrir afgreiðslustúlk- urnar til viðgerðar. Eigandinn vildi að þær nýttu tímann á milli þess sem þær afgreiddu viðskiptavinina. Við- brögð Lilju lýsa skaplyndi hennar vel, hún neitaði, sagðist ekki hafa verið ráðin þangað til að stoppa í sokka og við það sat. Leiðin lá til Reykjavíkur. Hún vann á kaffistofu við Þórsgötu, var við verslunarstörf, gerðist róttæk og kynntist Jóni. Jón Hallgrímsson varð eiginmaður hennar og lífsföru- nautur í 50 ár. Eftir að Jón kom inn í líf hennar var þeirra beggja getið samtímis. Lilja og Jón voru mjög samhent og skemmtileg heim að sækja. Þau áttu fallegt heimili í Reykjavík, spiluðu bridge í vinahópi, reistu sér sumarhús í Borgarfirði þar sem þau ræktuðu bæði tré og blóm og áttu margar ánægjustundir. Þau ferðuðust víða, fóru vítt og breitt um landið, ekki síst um Aust- urland, æskustöðvar Jóns. Þar gengu þau um fjöll og hæðir og Lilja safnaði fágætum steinum af miklum áhuga. Hún gaf steinasafn sitt til fyrsta steinasafnsins á Akranesi. Lilja og Jón eignuðust ekki börn en fylgdust af áhuga með lífi og störfum systkinabarna sinna og af- komenda þeirra og unga fólkið naut þess að vera í návist þeirra. Lilja var aldrei heilsuhraust og síðustu árin átti hún við erfiðan sjúk- dóm að stríða. Við leiðarlok minnumst við konu sem var ætíð jákvæð og átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á tilver- unni, hún var hamingjusöm í einka- lífi og bar mikla umhyggju fyrir vel- ferð annarra. Blessuð veri minning hennar. Jóni biðjum við guðs blessunar á erfiðum tíma og vottum honum okk- ar dýpstu samúð. Margrét Þorvaldsdóttir. Sumarið hefur verið okkur óvenju- lega blítt og gjöfult. Einn af þessum góðu dögum kvaddi Lilja mágkona mín eftir nokkuð langvarandi veik- indi en stutta banalegu. Ég hef þekkt Lilju í rúmlega hálfa öld. Fjölskylda mín flutti frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur rétt fyrir miðja síðustu öld. Jón bróðir minn var allróttækur í skoðunum um þess- ar mundir og hitti fljótlega aðra unga menn, sem voru á svipaðri bylgjulengd. Þessi hópur hittist gjarnan á veitingahúsinu Miðgarði á Þórsgötu 1 en þar mátti heita að væri miðstöð róttæklinga á þessum árum. Þarna vann Lilja og áður en langir tímar liðu fór að kvisast að það væri ekki bara hinn róttæki fé- lagsskapur eða heldur kaffið og með- lætið, sem drægi Jón að staðnum. Þegar þessi orðrómur barst til fjöl- skyldunnar fór litli bróðir í könnun- arferð svo lítið bar á til að skoða af- greiðslustúlkuna og leist bara vel á. Samband Lilju og Jóns þróaðist á besta veg og hófu þau búskap sum- arið 1953 eða fyrir réttri hálfri öld. Bjuggu þau alla sína tíð í Reykjavík, lengst í Álftamýri 12, en síðustu árin í Sæviðarsundi 11. Var heimili þeirra hið myndarlegasta í hvívetna enda húsmóðirin bæði myndvirk og vand- virk. Lilja vann utan heimilis lengi vel. Verslunar- og þjónustustörf voru hennar vettvangur. Fyrri hluta starfsævinnar vann hún í ýmsum verslunum bæði mat- vöruverslunum og vefnaðarvöru- verslunum. Seinni árin annaðist hún um mötuneyti í fyrirtækjum, síðast í Velti (Volvo). Hvarvetna gat Lilja sér gott orð fyrir störf sín enda sam- viskusöm í besta lagi. Um miðjan áttunda áratuginn fór lungnasjúk- dómur að sækja á Lilju og tók að lok- um fyrir það að hún gæti unnið utan heimilis. Lilju og Jóni varð ekki barna auð- ið en bæði voru þau barngóð. Þess nutu ýmis systkinabörn þeirra, sem dvöldu hjá þeim tíma og tíma þegar foreldrum þeirra kom það vel. Börn okkar hjóna voru þar á meðal og nutu þau mikillar umhyggju og góðs atlætis. Er þess minnst nú og það þakkað. Lilja var myndarleg kona og prúð í framgöngu. Hún tranaði sér ekki fram en hafði rökstuddar skoðanir á flestum málum og var föst fyrir ef á þurfti að halda. Hún var hreinskiptin og kunni því best að aðrir væru það, hún vildi hafa allt sitt á hreinu. Um 1970 fengu Lilja og Jón til af- nota skika úr landi Fossatúns í Bæj- arsveit en þar bjó þá Sturla bróðir Lilju. Þar komu þau sér upp sum- arbústað og hófust handa um rækt- un. Þarna varð þeirra sælureitur, sem dró þau til sín úr borginni hve- nær sem færi gafst. Margar ánægju- stundir áttu þau þar bæði í samvist- um við heimafólkið en einnig með vinum og kunningjum. Sælureitur- inn kom þó ekki í veg fyrir að þau ferðuðust um landið. Þau gerðu alla tíð mikið af því, gjarnan með tjald í farteskinu. Þannig réðu þau sínum næturstað og nutu landsins til fulls, oft í góðra vina hópi. Á seinni árum ferðuðust þau einnig töluvert utan lands. Hin síðustu misseri voru Lilju erfið. Á hana sótti illvígur sjúkdóm- ur sem olli því að hún átti stöðugt erfiðara með að tengja sig við raun- veruleika hins daglega lífs. Reyndi þá mjög á Jón en hann lagði sig allan fram og annaðist hana svo að til fyr- irmyndar var. Við leiðarlok vil ég þakka Lilju fyrir langa og góða samfylgd. Jóni bróður mínum sendi ég allar góðar hugsanir og vona að minning um góða konu létti honum sorgina. Helgi Hallgrímsson. Mæt kona er látin, Lilja Guð- bjarnadóttir. Með nokkrum orðum viljum við systur minnast hennar og þakka greiðvikni og hlýhug í okkar garð. Jón og Lilja eru samofin bernskuminningum okkar systra, því mikill samgangur var á milli heimilanna þegar við vorum að vaxa úr grasi. Á þessum árum var ekkert sjónvarp og sjaldan farið í bíó. Ætt- ingjar hittust oft, spiluðu saman t.d. púkk, fóru í leiki með krökkunum úti í garði, eða gerðu eitthvað annað skemmtilegt. Jólaboð á Miklubraut 60, þar sem Lilja og Jón bjuggu, voru fastir liðir. Jón frændi spilaði á harmónikuna og Lilja snerist í kringum okkur krakkana. Árin liðu og við fluttum austur. Alltaf var það tilhlökkunarefni þegar von var á Jóni og Lilju í heimsókn. Þá var sleg- ið á létta strengi yfir kaffi og öðrum veitingum og mikið hlegið. Eins vor- um við alltaf jafn velkomnar á heim- ili þeirra og Lilja fylgdist vel með okkur systrum og var tilbúin að rétta okkur hjálparhönd ef þess þurfti með. Þegar ég (Málfríður) hóf nám við Háskóla Íslands átti ég í nokkrum erfiðleikum með að sækja ákveðna tíma í háskólanum, því þeir voru settir það seint á daginn að ég hafði ekki gæslu fyrir tveggja ára dóttur mína. Þetta frétti Lilja og það stóð ekki á því að hún sótti stelpuna fyrir mig á dagheimilið þessa daga og taldi ekki eftir sér að fara fótgang- andi í allavega veðrum. Ekki nóg með það. Við mæðgur borðuðum allt- af kvöldmat hjá þeim Lilju og Jóni þessa daga. Þetta varð alveg fastur siður og tilhlökkunarefni. Fyrir þessa óeigingjörnu aðstoð er ég æv- inlega þakklát. Þegar ég (Hrafnhildur) veiktist og þurfti á spítala suður var Lilja komin um leið og ég vaknaði eftir svæfingu og reyndist mér afar vel. Hún heim- sótti mig mjög oft á spítalann og var gott að vita til þess að hún myndi koma. Lilja fylgdist ævinlega vel með börnum okkar systra og þótt heim- sóknir í seinni tíð hafi verið mun stopulli en áður hefur strengurinn aldrei slitnað. Við, foreldrar okkar og fjölskyldur sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Jóns frænda og allra að- standenda. Guð blessi minningu Lilju. Málfríður og Hrafnhildur. LILJA GUÐBJARNADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Lilju Guðbjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.