Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 32

Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hárlaugur Ingv-arsson fæddist í Halakoti (nú Hvítár- bakka) í Biskupstung- um 14. júní 1928. Hann lést á heimili sínu Hlíðartúni í Bisk- upstungum 1. sept. sl. Foreldrar Hár- laugs voru Jónína Ragnheiður Krist- jánsdóttir, f. 30.8. 1890, d. 26.12. 1974, og Ingvar Jóhanns- son, f. 11.3 1897, d. 23.4. 1983. Hárlaugur átti 13 systkini. Þau eru: Ingvar Ragnar, f. 1918, d. 1997; Ingigerður, f. 1920; Einar, f. 1921; Kristinn, f.1922; Jó- ína Ragnheiður, f. 1976, b) Bryndís, f. 1978, c) Svava, f. 1987, og d) Hug- rún Ásta, f. 1992; 2) Ingvar Ragnar, f. 6.12. 1956, maki Svala Hjaltadótt- ir, f. 1.5. 1959; 3) Guðmundur, f. 15.2. 1959, maki Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 20.12. 1965, sonur þeirra er Pálmar Örn, f. 1987. Fyrir átti Guðmundur synina Gísla Rún- ar, f. 1978, og Jóhann Inga, f. 1979; 4) Elín Margrét, f. 11.11. 1961, maki Garðar Sigursteinsson, f. 3.4. 1957, börn Elínar eru a) Áslaug Rut, f. 1979, b) Guðmundur Rúnar, f. 1987, c) Ingunn Rut, f. 1995, og d) Rakel Rut, f. 1997. Hárlaugur var bóndi í Hlíðartúni allt til dánardags en samhliða bú- skapnum stundaði hann ýmis störf, m.a. brúarvinnu, lögregluþjónn var hann í fjórtán ár og sundlaugar- vörður í níu ár. Útför Hárlaugs verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Torfastöðum. hanna Vilborg, f. 1924; Kormákur f. 1926; Hörður, f. 1927, d. 1986; drengur and- vana fæddur og tví- buri með Hárlaugi, f. 1928; Ragnhildur, f. 1929; Guðrún, f. 1932; Elín, f. 1933; Sumar- liði Guðni, f. 1934; og Haukur, f. 1935. Hárlaugur kvæntist Guðrúnu Guðmunds- dóttur, f. 21.12. 1932, frá Austurhlíð í Bisk- upstungum, hinn 18. júní 1955. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Steinunn, f. 6.7. 1954, maki Kristján Kristjánsson, f. 28.2. 1954, börn þeirra eru a) Jón- Hár og svarthærður, mikill á velli og glæsilegur. Traustur eins og klettur í lífsins ólgusjó. Þetta er sú lýsing á honum pabba sem fyrst kemur upp í hugann. Ekkert í lífinu er eins mikilvægt og að eiga góða foreldra. Hann leiddi mig í gegnum lífið, hreinskiptinn, heiðarlegur og nákvæmur. Hann kenndi mér að allt sem ég tæki mér fyrir hendur ætti ég að gera vel og ekki eiga í deilum við neinn, það borgaði sig ekki. Vera ekki annar en maður er og svo margt annað sem ekki er hægt að telja upp í einni grein. Á unglingsárum mínum fór ég ófáar ferðirnar með honum á böllin í sveitinni þegar hann starfaði í lög- reglunni. Hann var svo fallegur og virðulegur í búningnum og ég var stolt af honum. Ekki hvarflaði að mér að bregðast honum föður mín- um á nokkurn hátt í einu eða neinu á þessum viðkvæmu árum mínum. Við pabbi vorum svo góðir félagar, hann var minn besti vinur alla tíð. Mitt helsta haldreipi er nú horfið yfir móðuna miklu. Börnin mín fjögur voru svo hepp- in að fá að njóta nærveru afa síns. Þau skriðu upp í fangið á honum og létu hann vefja sig örmum, það er tilfinning sem ég þekki vel. Þau eru líka ófá börnin sem dvöldu í Hlíð- artúni á sumrin og nutu nærveru hans, sum hver í mörg sumur í röð. Öll hafa þau haldið tryggð við hann og mömmu síðan og eiga það sam- eiginlegt að hafa liðið vel hjá þeim. Í pabba höfðu þau sveitaföður sem alltaf var hægt að treysta á. Hann kenndi þeim líka að líta á spaugilegar hliðar lífsins, rétt eins og við börnin hans lærðum af honum. Pabbi var orðinn nokkuð þreyttur og slitinn eftir vinnuna sem hann skilaði á Hótel Jörð. Hann vildi ekki enda líf sitt á elliheimili, frekar vildi hann fá að fara í heimahögum áður en starfskraftana þraut með öllu og það fékk hann, en við hefðum svo gjarnan viljað hafa hann lengur. Við sem eftir lifum verðum að glíma við söknuðinn, það er óhjákvæmilegt. Ég mun sakna þess að fá hann í heimsókn og heyra hann segja við börnin mín: „Hvað segið þið, gullin mín?“ eins og hans var vani. Hafðu þökk fyrir allt og allt og blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Þú kallaðir mig stundum „hjartagull“ og það orð geymi ég vel. Þín dóttir, Elín. Hann afi í Hlíðartúni er dáinn. Hann var hrjúfur maður á yfirborð- inu en hafði stórt hjarta, var mikill húmoristi og góður félagi. Við barna- börnin teljum okkur lánsöm að hafa átt góðar stundir með afa. Við sem elst erum munum eftir mörgum sumrum í Hlíðartúni þar sem margt var brallað. Við hjálpuðum til við heyskap og sauðburð, smíðuðum kofa, renndum okkur niður hlöðu- þakið og fórum niður að Andalæk, ýmist gangandi eða á hestum. Minn- HÁRLAUGUR INGVARSSON ✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1911 og lést á Droplaugarstöðum 1. september 2003. Foreldrar hennar voru Guðmundur Nikulásson, fæddur 6. september 1876, dáinn 14. janúar 1923, og Sigríður Árnadóttir frá Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi, fædd 18. maí 1886, dáin 6. mars 1966. Systkini Elínar eru: Helgi Guð- mundsson, fæddur 19. ágúst 1913, dáinn 4. júní 1966, og Árný Guð- mundsdóttir, f. 24. apríl 1921. Hinn 30. september 1933 giftist Elín Jónasi Sólmundssyni, hús- gagnasmíðameistara í Reykjavík, fæddur 20. ágúst 1905, dáinn 23. ágúst 1983. Foreldrar hans voru 2. Kristján Jónasson, fæddur 9. maí 1937, kvæntist Rósu Þor- steinsdóttur fædd 13. apríl 1939, dáin 21. júlí 1971. Dætur þeirra eru Valdís Kristjánsdóttir, fædd 1. júní 1959, Guðrún Björk Kristjáns- dóttir, fædd 26. september 1961, og Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, fædd 15. september 1962. 3. Sól- rún Jónasdóttir, fædd 22. mars 1945, giftist Ólafi Viggó Sigur- bergssyni, fæddur 4. ágúst 1943. Dætur þeirra eru Guðlaug Ólafs- dóttir, fædd 25. mars 1969, og Elín Hrönn Ólafsdóttir, fædd 12. októ- ber 1971. 4. Sigríður Jónasdóttir, fædd 30. nóvember 1946, gift Heimi Lárussyni Fjeldsted, f. 7. október 1945, þau skildu. Börn þeirra eru Ingibjörg Sif Fjeldsted, f. 29. maí 1970, og Jónas Már Fjeldsted, f. 15. desember 1972. Gift Guðmundi Loftssyni, f. 4. des- ember 1947. Barnabarnabörn Elínar eru orð- in tólf talsins. Elín og Jónas bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af á Hringbraut 108. Útför Elínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sólmundur Kristjáns- son, fæddur á Eyrar- bakka 22. september 1877, dáinn 16. nóv- ember 1953, og Guð- rún Sigríður Teits- dóttir, fædd í Garðasókn í Gull- bringusýslu 7. febrúar 1875, dáin 29. mars 1950. Elín og Jónas eiga fjögur börn, þau eru: 1. Guðmundur Jónas- son, fæddur 17. janúar 1935, kvæntist Kol- brúnu Kristjánsdóttur, fædd 15. mars 1934, þau skildu. Börn þeirra eru Elín Guðmundsdóttir, fædd 30. apríl 1958, og Jónas Guðmunds- son, fæddur 7. janúar 1961. Kvæntist Gígju Hermannsdóttur, fædd 9. febrúar 1940, dáin 10. des- ember 2000, þau skildu. Dóttir þeirra er Sigríður Halla Guð- mundsdóttir, fædd 8. janúar 1967. Mjúkar kinnar og kaffiilmur er það fyrsta sem kemur upp í hugann þeg- ar ég hugsa um ömmu Elínu. Elsta minning mín um ömmu er úr eldhús- inu á Hringbrautinni þar sem ég sat í fangi hennar og hún sagði: „Mikið ertu kelin,“ um leið og hún strauk mér um axlirnar. Ég var bara nokk- urra ára gömul og skildi ekki hvað það þýddi að vera kelin en hugsaði sem svo að fyrst amma segði það við mig hlyti það að vera eitthvað gott. Amma notaði oft orð sem mér fund- ust skrýtin, til dæmis þegar hún sá falleg föt fannst henni þau „móðins“ eða „fix“. Þetta þótti mér bráðfyndið og notaði málfar ömmu óspart í leikj- um mínum sem barn. Sem smástelpu þótti mér gaman að fylgjast með ömmu við störf sín heima við, því hún var hörkudugleg. Hún var a.m.k. eina amman sem ég þekkti sem mokaði snjóskafla á stærð við hana sjálfa, málaði grind- verk og lagaði gangstéttir. Hún bjó til besta rifsberjahlaup í heimi og kæfan hennar er ógleymanleg. Fyrir jólin bakaði hún ótal sortir af smá- kökum og passaði vel upp á að nægar birgðir væru til af þeim. Við grínuð- umst stundum með það að hún gæti fóðrað hálfa þjóðina á smákökunum, því frystiskápurinn var enn fullur af kökum löngu eftir jól. Það eru ótalmargar yndislegar minningar sem ég á um ömmu Elínu. Hún hafði einstaklega hlýlegt fas, fal- legt bros og blíðlegt augnaráð. Það var stutt í brosið og svo yppti hún alltaf svo skemmtilega öxlum. Í huga mér hljómar hlátur hennar svo smit- andi og skemmtilegur, því amma gat hlegið þar til tárin láku niður kinn- arnar. Hún var hæversk og lítillát og naut sín best í rólegheitum með kaffið sitt og blöðin. Henni hentaði betur að sitja álengdar og fylgjast með frekar en að vera miðpunktur at- hyglinnar. Afi Jónas var besti félagi ömmu og missti hún mikið þegar hann dó fyrir tuttugu árum. Síðustu æviárin var hann blindur og ég minnist þeirra tveggja, þar sem þau sátu saman í stofunni og amma las fyrir afa upp úr dagblöðunum. Í kjölfarið sköpuðust oft líflegar umræður um þjóðmálin, því afi hafði sterkar skoðanir á þeim og amma tók þátt á sinn hófstillta hátt. Þau áttu sumarbústað austur í Ölfusi, sem stendur enn og heitir Hálsakot. Þar áttum við barnabörnin margar góðar stundir við leik í fjör- unni og móunum í kring. Amma var ævinlega eitthvað að bjástra og ég man hvað mér fannst hún alltaf skringilega klædd uppi í bústað. Þar var hún í vaðstígvélum, með vinnu- hanska og ferlega fyndinn hatt. „Aðr- ar ömmur eiga sko örugglega ekki vinnuhanska eins og amma Elín og sannarlega ekki svona stígvél,“ hugs- aði ég með mér, stolt af því að eiga svona öðruvísi ömmu. Síðustu ár sín bjó amma á Drop- laugarstöðum í Reykjavík. Þar undi hún glöð við sitt og leið vel þrátt fyrir háan aldur. Hún var einlæglega þakklát fyrir allar heimsóknir og það sem fyrir hana var gert. Mér fannst það dæmigert fyrir ömmu þegar hún sagði eitt sinn að sér væri ómögulegt að skilja hvað allir væru góðir við sig, sér fyndist hún varla verðskulda það! Svona var amma í hnotskurn, lagði sig fram við að hlúa að öðrum en vildi sjálf litla aðstoð þiggja. Ánægjan skein úr andliti hennar í hvert sinn sem við heimsóttum hana. Hún faðm- aði okkur þétt og innilega og hallaði undir flatt um leið og hún virti okkur fyrir sér. „Mikið eruð þið myndarleg og falleg,“ sagði hún, alltaf tilbúin að hrósa og láta okkur líða vel. Amma Elín veitti mér ríkidæmi með elsku sinni og hlýju. Nú kveð ég hana með söknuði og innilegu þakk- læti fyrir allt og allt. Guðlaug. Amma Elín var sannkölluð Reykjavíkurmær; hún fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð, lengst af á Hringbrautinni. Amma Elín var afskaplega falleg kona, lítil og nett og með afbrigðum smekkleg, hvort sem um var að ræða í klæðnaði eða hvað heimilið snerti. Við vorum stoltar af að eiga svona flotta ömmu. Amma Elín giftist rúmlega tvítug Jónasi afa okkar og eins og tíðkaðist hjá hennar kynslóð var hún heima- vinnandi alla ævi utan stuttan tíma sem hún vann í bakaríi þar sem hún kynntist afa. Hann kom þar reglu- lega og heillaðist af þessari fallegu stelpu með þykku rauðu fléttuna. Það var gæfuspor hennar að giftast afa sem hún bjó með í hartnær hálfa öld, eða þar til hann lést rúmlega sjötug- ur að aldri. Amma var alltaf jafnást- fangin af afa og bar ómælda virðingu fyrir honum allan þeirra hjúskap enda vandfundinn betri maður en afi Jónas var. Oft var gestkvæmt á heim- ili þeirra og mikið rætt um menningu, listir og stjórnmál samtímans. Heim- ili þeirra var einkar smekklegt, prýtt málverkum og ómetanlegum smíðis- gripum. Við systurnar misstum móður okk- ar ungar og tók amma okkur í fóstur um tíma sem hefur eflaust ekki verið létt verk fyrir konu sem komin var af léttasta skeiði. Hún reyndist okkur alltaf sem besta móðir og vildi veg okkar sem mestan. Við áttum alltaf öruggt skjól hjá afa og ömmu, ekki síst þegar á móti blés. Síðustu fjögur árin dvaldi amma á Droplaugarstöðum þar sem hún undi hag sínum vel. Henni leið þar eins og hún væri á fimm stjörnu skemmti- ferðaskipi, að eigin sögn, og var alltaf jafnjákvæð og ánægð með það sem gert var fyrir hana. Við söknum hennar og munum aldrei gleyma henni. Henni verður aldrei nógsamlega þakkað. Valdís, Guðrún og Steinunn. Tengdamóðir mín, Elín Guð- mundsdóttir, er látin. Hún hefði orðið 92 ára 15. október nk. Undanfarin fimm ár hafði hún búið á Droplaugar- stöðum við Snorrabraut þar sem hún lifði fábrotnu en góðu lífi. Þessi fimm ár sem hún bjó þar virtist henni líða mjög vel og hún taldi sig vera á fimm stjörnu hóteli. Hún var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og skildi aldrei hvað hún hafði gert til að verð- skulda þessa fínu umönnun og þjón- ustu. Ég er viss um að vegna þess hversu jákvæð og ánægð hún var hafi hún verið hvers manns hugljúfi á staðnum þessi fimm ár. Það var árið 1963, sem ég kom fyrst inn á heimili Elínar og Jónasar Sólmundssonar eiginmanns hennar, sem lést 23. ágúst 1983. Ástæðan var sú að ég var ástfanginn af dóttur þeirra, Sólrúnu, sem hefur verið minn lífsförunautur ætíð síðan. Eftir því sem kynni mín af þeim hjónum urðu nánari, fann ég hversu einlæg, hreinskilin og hógvær þau voru. Al- gerlega laus við yfirborðsmennsku komu þau ávallt til dyranna eins og þau voru klædd. Líf Elínar einkenndist alla tíð af þessum kostum. Hún leitaði helst ekki aðstoðar hjá öðrum við það sem þurfti að gera og henni fannst alger óþarfi að leita eftir hjálparhönd. Hún var hagsýn kona og gerði sér ávallt grein fyrir gildi þess að fara vel með fjármuni. Hún gætti þess að gera sín innkaup með hagkvæmum hætti, að þau væru á sem lægstu verði án þess að fórna gæðum á móti. Hún tileink- aði sér það snemma að fullvinna sjálf matvöru úr hráefni frekar en að kaupa þau tilbúin, því henni fannst skipta máli að vita hvert hráefnið var. Heimagerði maturinn hennar var al- ger list, kæfan, rúllupylsan, sultan, saltfiskbollurnar og margt fleira var allt svo gott. Ég fann mig oft í því að skreppa vestur á Hringbraut í hádeg- inu til þess að gæða mér á þessu sæl- gæti og alltaf var ég velkominn. Það kom aldrei til greina hjá Elínu að sólunda peningum í leigubíla og því fór hún allra sinna ferða í stræt- isvagni, en bílpróf hafði hún aldrei tekið. Ég minnist þess eitt sinn þegar jólaundirbúningur var að hefjast að Elín frétti af sérlega góðum jóla- trjám austarlega í bænum. Í stað þess að fá einhvern úr fjölskyldunni til að skjótast með sig eftir trénu ákvað hún að fara sjálf í strætisvagni. Hún keypti jólatréð og flutti það heim aftur með strætó enda kom leigubíll, eins og áður segir, ekki til greina. Ég man að hún var mjög ánægð með kaupin. Heimilið á Hringbraut 108 var eins konar miðstöð fjölskyldunnar því yf- irleitt var mæst þar á sunnudögum. Á jólum var öll árin haldið sameiginlegt fjölskylduboð á jóladag en sú venja hélst á meðan Jónas lifði og síðar þegar Elín gat komið því við. Sum- arbústaður þeirra við Ölfusá, en hann nefndist Hálsakot, var annar staður sem sjálfsagt var að fjölskyldan hefði sem sinn samkomustað, en á þessum sælureit undu þau hjónin sér vel, þótt oft væri gestkvæmt. Allt sem tengd- ist Elínu og Jónasi varð til þess að treysta fjölskylduböndin, sem oft vantar talsvert á í nútímaþjóðfélagi. Nú eru dagar Elínar taldir og að baki vammlaus ævi góðrar og grand- varrar konu sem aldrei vildi ónáða aðra að óþörfu eins og hún oftast sagði. Ég mun minnast hennar þann- ig og fyrir það hversu vel hún reynd- ist mér alla tíð. Ég votta aðstandend- um öllum innilega samúð mína og bið góðan Guð um að geyma þessa góðu konu. Ólafur Viggó. Hún var haustbarn, naut árstíðar- ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR MINNINGARgreinum má skila á netfangið er minning@mbl.is eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/ eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Frágangur minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.