Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 39
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 39 ÞAÐ eru líklega orðin ein sjö ár síð- an blindu og sjónskertu fólki var gert kleift að nálgast upplýsingar á Netinu. Var það fyrir tilstilli Is- mennt, sem þetta varð hægt. Þá var reyndar Windows-væðingin hafin og ýmis dos-forrit farin að láta undan síga. Síðan þetta gerðist hafa heil fallvötn af þróun runnið til þróun- arhafsins. Netið er orðið nær ómiss- andi hluti daglegs lífs fjölmargra. Framfarirnar eru stöðugar og myndræn gæði sífellt meiri. Þeir sem eru blindir og sjónskertir nýta sér ýmsan búnað til þess að auð- velda sér aðgang að Netinu. Má þar nefna stækkunarbúnað hvers konar, talgervil og blindraletursskjá. Margir vefarar hafa lagt sig fram um að gera Netið aðgengilegt þeim, sem lítt eða ekkert sjá. Morgunblað- ið hefur haft forystu um gott að- gengi blindra og sjónskertra að Netinu um árabil. Eitt besta dæmið um framsýni og vilja stjórnenda blaðsins er Auðlesinn Moggi, en þannig geta þeir sem eru sjónskert- ir stillt leturstærð eða litaumhverfi eftir þörfum. Þá er leikandi létt að lesa Moggann með blindraleturs- skjá eða talgervli. Núna fylgir fast á hæla Morgunblaðsins vefsíðan finna.is. Hún er vel upp sett og að- gengileg. Þar er hægt með góðu móti að fletta upp til dæmis í þjóð- skránni og þaðan er tenging inn á símaskrána á Netinu. Þó eru upp- flettimöguleikar finna.is í þjóðskrá ekki eins góðir og hjá Kaupþings- Búnaðarbankasíðunni. Þá hefur stjórnarráð Íslands kappkostað að gera vefsíður ráðuneytanna að- gengilegar og vefsíða Alþingis er ágæt. Telja mætti upp fleiri að- gengilegar síður, einsog t.d. vefsíð- ur Blindrabókasafns Íslands, sem erstórgóð, og vefsíðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Þar hefur Hugsmiðjan riðið á vaðið og tileinkað sér þannig vinnubrögð við vefsíðugerð að til hreinnar fyr- irmyndar er. Það var þess vegna að Blindrafélagið fékk Hugsmiðjuna til liðs við sig, þegar heimasíða félags- ins var búin til og tekin í notkun. Því miður verður að segjast eins- og er að allmargar heimasíður eru gjörsamlega óaðgengilegar blindu og sjónskertu fólki. Má þar nefna heimasíðu Fréttablaðsins, sem nú sækir stíft á. Þannig er Fréttablaðið algjörlega óaðgengilegt blindu og sjónskertu fólki eins og DV. Hins vegar er hægt með góðu móti að fletta upp í Morgunblaðinu og lesa það sér til ánægju með blindralet- ursskjá eða talgervli. Heimasíða Ríkisútvarpsins er fremur óað- gengileg, en fer þó batnandi. Síma- skráin á Netinu er orðin nær óað- gengileg blindum og sjónskertum. Til þess að sá hópur geti nýtt sér símaskrána er einna hentugast að fara inn á finna.is, fletta þar upp við- komandi nafni og fara þaðan í gegn- um krækju inn á símaskrána. Það væri verðugt verkefni yfirvalda þessa lands að setja í lög að heima- síður og upplýsingar á Netinu skuli verða aðgengilegar öllum og standa við stóru orðin um samfélag fyrir alla. Þannig mun jafnrétti verða virkt í raun á þessu sviði. Jafnframt ætti að veita verðlaun fyrir þær vef- síður, sem skara fram úr um að- gengi. Þar eru mbl.is, stjr.is, bbi.is (Blindrabókasafn Íslands) og finna- .is nú um þessar mundir einna best- ar. Leit.is hefur því miður dregist verulega afturúr. Það auðveldar mun aðgengi blindra og sjónskertra að heimasíð- um og upplýsingum ef html-texti er settur á bak við allar myndir og krækjur (linka). Þannig er hægt að nota enter-takkann í stað músarinn- ar, sem sjónskert fólk notar lítið sem ekkert. Verðugt verkefni væri fyrir fé- lagasamtök einsog Blindrafélagið að hvetja til átaks í þessum efnum og veita þeim aðilum sem skara fram úr viðurkenningu. Þetta hafa Dönsku blindrasamtökin gert með mjög góðum árangri, enda kapp- kosta blöð og tímarit og ýmsar op- inberar stofnanir ásamt fyrirtækj- um ýmiss konar að gera vefsíður sínar sem aðgengilegastar blindum og sjónskertum og þeim sem eiga erfitt um vik að nýta sér Netið. GÍSLI HELGASON, blokkflautuleikari, Skildingatanga 6, 101 Reykjavík. Um aðgengi blindra og sjónskertra að heimasíðum og upp- lýsingum á Netinu Frá Gísla Helgasyni MIG langar að geta hér um nota- lega stund sem ég upplifði í Siglu- fjarðarkirkju á afmælisdegi kirkj- unnar í lok ágúst síðastliðins á 71. aldursári kirkjunnar. Svo skemmtilega vildi til að bisk- upinn yfir Íslandi var um þetta leyti í vísitasíuferð um Norðurland sem endaði á Siglufirði. Séra Sig- urður Ægisson þjónaði fyrir altari og kirkjukórinn söng með eindæm- um vel og ekki spillti að stórsöngv- arinn Hlöðver Sigurðsson söng þarna gullfalleg lög. Biskupinn flutti ágæta predikun og lagði út af „Leyfið börnunum að koma til mín“. Afhenti hann öllum börnum sem viðstödd voru fallega gjöf með mynd af frelsaranum. Hann kom einnig inn á það að frægur maður hefði eitt sinn komið í heimsókn í lítið þorp úti á landi og undrast, að þar skyldu ekki vera neinar styttur af frægum mönnum á staðnum, og spurðist fyrir, hvort enginn frægur maður úr plássinu hefði fæðst þar. Gamall maður hafði þá sagt við hann, að „hér í þorpinu fæddust að- eins börn“. Eftir athöfnina efndi systrafélag kirkjunnar til veglegs samsætis með hlöðnu veisluborði. Ég vil þakka hugljúfa og kyrr- láta stund, frábæran söng og glæsi- leg veisluföng. Í framhaldi af þessu styttutali biskupsins datt mér í hug að til- valið væri fyrir Siglfirðinga að reisa veglega styttu um frægasta Siglfirðinginn sem uppi hefur verið en var þó alls ekki fæddur á Siglu- firði. En það er Þormóður Haralds- son hinn rammi sem nam land á Siglunesi líklega í kringum árið 918. Þetta yrði veglegt verkefni fyrir Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni að standa fyrir. Þetta fé- lag er eitt öflugasta og fjölmenn- asta átthagafélag í landinu. Það gæti efnt til hugmyndasamkeppni meðal færustu myndlistarmanna þjóðarinnar í samráði við bæjar- stjórn Siglufjarðar um gerð stytt- unnar og afhent hana í tilefni ellefu alda byggðar á Siglufirði árið 2018. En þá verður trúlega minnst tveggja alda verslunarréttinda árið 1818 og aldargamalla kaupstaðar- réttinda Siglufjarðar árið 1918. HÖRÐUR S. ÓSKARSSON, Hraunbæ 58. Notaleg samverustund í Siglufjarðarkirkju Frá Herði S. Óskarssyni STEFÁN Runólfsson fv. framkvæmdastjóri er 70 ára í dag. Stefán er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskólann í Vest- mannaeyjum. Að loknu fullnaðarprófi innritað- ist hann í Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Stefán hóf að vinna við fiskvinnslu ferming- arárið 1947 sem sumar- maður. Vorið 1950 hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja sem aðstoðarverkstjóri, þá aðeins 16 ára. Frá árinu 1953 til 1962 var hann yfirverkstjóri hjá fyr- irtækinu. Stefán var ráðinn fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur árin 1962 og 1963. Árin 1964 til 1974 var hann yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyj- um. Stefán var ráðinn framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum árið 1974, en Vinnslu- stöðin er og var eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslendinga. Hjá fyrirtækinu starfaði hann til árs- ins 1988. Hann varð framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar frá miðju ári 1988 til ársins 1992 er það var sameinað öðrum rekstri. Hann vann um tíma hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins eða þar til hann réðst til skoðunarstarfa, sem skoðunarmaður með sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum. Fyrst til Rýnis skoðunarstofu og síðar til Nýju skoðunarstofunnar hf. og starf- ar þar enn. Hann hefur því starfað við fiskvinnslu og sjávarútveg, og störf tengd þeim í yfir fimmtíu ár. Stefán valdist snemma til starfa í félögum tengdum störfum hans og rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum. Hann sat í stjórn Verkstjóra- félags Vestmannaeyja um árabil og síðar í stjórn Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja í fjölda ára og var formaður þess um tíma. Hann var í stjórnum dótturfélaga fiskvinnslu- fyrirtækjanna í Vestmannaeyjum, þ.e. Lifrarsamlags Vestmannaeyja, Samfrosts, Stakks hf – þurrkhúss og Klakks hf – útgerðarfélags. Stefán sat í stjórn SÍF í tólf ár frá 1975 til 1987. Stefán gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir SÍF. Stefán fór fjölmargar söluferðir með fram- kvæmdastjórum SÍF til saltfisk- kaupenda erlendis þar sem reynsla hans og þekking á íslensku sjávar- fangi nýttist íslenskri framleiðslu til að ná sem bestum verðum. Stefán var vegna reynslu sinnar jafnan fundarstjóri á aðalfundum SÍF, auk þess sem hann var félagslegur end- urskoðandi félagsins á árunum 1987– 1992. Hann sat í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda frá 1975 til 1990, í stjórn Umbúða- miðstöðvarinnar hf og Félags síldarsaltenda á Suður- og Vestur- landi um árabil. Hann sat sem fulltrúi Vest- mannaeyja á fjölmörg- um þingum Fiski- félags Íslands og um tíma í varastjórn þess félags. Stefán átti sæti í undirbúningsnefnd að stofnun Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum. Hann sat síðan í stjórn Herjólfs hf. frá stofn- un 1975 til 1988 og var þann tíma varaformaður stjórnar. Stefán varð félagi í Oddfellowstúk- unni Herjólfi I.O.O.F í Vestmanna- eyjum 1961. Stefán varð stofnfélagi Oddfellowstúkunnar Hásteins I.O.O.F á Selfossi. Í báðum þessum stúkum hefur hann gegnt öllum helstu trúnaðarstörfum, auk þess sem hann hefur unnið í nefndum á vegum Stórstúku Oddfellowreglunn- ar á Íslandi. Hann hefur m.a. verið sæmdur æðsta heiðursmerki Odd- fellowreglunnar á Íslandi. Stefán var félagi í Rotaryklúbbi Vestmannaeyja 1964 til 1975, sat í stjórn klúbbsins og var forseti hans um eins árs bil. Stefán var formaður Sjálfstæðis- félags Vestmannaeyja í átta ár og sat í stjórn þess í fimmtán ár. Var í kjör- dæmisráði flokksins í Suðurlands- kjördæmi um árabil, sat tvö kjör- tímabil í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem vara- og aðalbæjarfulltrúi. Í hafnarstjórn Vestmannaeyja í 12 ár og æskulýðs- og tómstundaráði til fjölda ára, auk þess sem hann gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Ungur að árum hóf Stefán að æfa og keppa í frjálsum íþróttum og knattspyrnu með Íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum. Hann sat í stjórn Þórs árin 1949 til 1962 og var gjaldkeri félagsins frá 1954 til 1962. Hann var formaður Íþróttabanda- lags Vestmannaeyja 1964 til 1977 að einu ári undanskildu. Stefán átti mik- inn þátt í eflingu knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum, en undir hans stjórn var ÍBV eitt af stóru liðunum á Íslandi. ÍBV varð bikarmeistari í fyrsta skipti árið 1968 og Íslands- meistari árið 1978, árið eftir að Stef- án hættir. Stefán sat í stjórn und- irbúningsnefndar að byggingu íþróttamiðstöðvarinnar í Vest- mannaeyjum 1973 og var síðar for- maður bygginganefndarinnar til 1976 er byggingu lauk. Frá opnun var hann stjórnarformaður íþrótta- miðstöðvarinnar til 1988. Stefán var sæmdur gullmerki íþróttafélagins Þórs og er heiðursfélagi félagsins. Hann hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ og æðsta heiðursmerki sam- bandsins, Gullkrossi ÍSÍ. Þá var hann sæmdur Gullmerki KSÍ, Gull- merki ÍBV og æðsta heiðursmerki ÍBV, Gullkrossi ÍBV. Stefán var sæmdur Riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu af forseta Íslands Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum 17. júní sl., fyrir störf sín að félags og sjávarútvegsmálum. Stefán var sá gæfumaður að bjarga tveimur börnum frá drukkn- un í höfninni í Vestmannaeyjum, árið 1968 og 1972 og var af þeim tilefnum heiðraður af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja eins og venja er fyrir björgunarstöf í Vestmannaeyjum. Eiginkona Stefáns Runólfssonar er Helga Víglundsdóttir og eiga þau þrjú börn; Sóley, með BA-próf í upp- eldis- og menntunarfræðum, maki Þorsteinn H. Kristvinsson og eiga þau þrjá syni; Smári, skrifstofu- og fjármálastjóri, maki Guðrún Jóna Sæmundsdóttir skrifstofumaður og eiga þau tvær dætur; Guðný Stef- anía, íþróttafræðingur, unnusti Jón Hálfdán Pétursson íþróttafræðing- ur. Af þessari stuttu yfirferð í lífs- hlaupi Stefáns Runólfssonar má sjá að hann hefur víða látið að sér kveða. Stefán hefur alla tíð verið drifinn áfram af miklum innri krafti. Hann hefur átt gott með að fá samstarfs- menn sína og vini til að hrífast með sér í þeim verkefnum sem hann hef- ur tekið að sér eða verið trúað fyrir. Stefán er af þeirri kynslóð stjórn- enda sem tók virkan þátt í starfsem- inni sem hann stjórnaði. Hann notaði ekki E-mail, Stefán talaði við menn á íslensku ef eitthvað bjátaði á og stundum hvessti, en svo kom dúna- logn, enda er Stefán ákaflega kurteis og dagfarsprúður maður af upplagi. Mér fannst vertíðin fyrst byrja í Vinnslustöðinni þegar Stefán mætti í stígvélunum í vinnuna með þau að- eins niðurbrett og tók gjarnan spúl í höndina til að þrífa gólfið í mót- tökunni eða planið fyrir utan þegar mest gekk á og hreinlætið kanski eitthvað aðeins útundan. Þá sleppti hann ekki tækifærinu ef hann gat tekið starfstúlkurnar tali í pásum, þá var gantast glannalega, og ekki fyrir yngri en 16 ára að hlusta. Þó hann væri harður í horn að taka þegar því var að skipta var hann réttsýnn og vinur starfsfólksins sem tók þátt í gleði þess og sorgum. Samstarfs- menn og starfsfólk áttu í honum traustan vin og félaga. Umhyggju hans fyrir starfsfólki sem vann hjá honum er viðbrugðið, þegar slys eða sorg bar að hjá einhverjum var Stef- án ávallt mættur til aðstoðar. Það var jafnöruggt og að Heimaklettur er á sínum stað. Ég vil þakka Stefáni og fjölskyldu hans fyrir vináttu og hugulsemi í minn garð og fjölskyldu minnar, allt frá því að kynni okkar hófust árið 1978 er ég hóf störf hjá honum í Vinnslustöð Vestmannaeyja. Það var eins og að setjast á skólabekk að starfa með Stefáni þau ár sem við störfuðum saman og alla tíð hefur hann lagt mér til holl ráð og reynst mér góður vinur. Ásmundur Friðriksson. STEFÁN RUNÓLFSSON AFMÆLI Fyrirlestur um kristniboðsstarf og kirkju í Eþíópíu verður á morgun kl. 12.10 í kapellu aðalbyggingar Há- skóla Íslands. Felix Ólafsson, lic. theol., heldur fyrirlestur sem ber heitið: „Íslenskt kristniboð í 50 ár. Breyttur heimur og sjálfstæð kirkja í Eþíópíu.“ Þar fjallar hann um starf íslenskra kristniboða og áhrif þeirra. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fræðslufundur um hjálparstarf í Írak verður hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands á morgun kl. 20, í Hamraborg 11, 2. hæð. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og stjórnarmaður í Kópavogsdeild RKÍ, segir frá upplifun sinni í Írak í máli og myndum. Evran og Svíþjóð, evran og Ísland Hádegisfundur á vegum Evrópusam- takanna verður á morgun kl. 12.05–13 í Kornhlöðunni við Bankastræti. Jón Þór Sturluson mun fjalla um evruna með tilliti til þess sem er að gerast í Svíþjóð en þar verður kosið um upp- töku evru hinn 14. september. Hann mun einnig reifa stöðu og möguleika Íslands m.t.t. evrunnar. Á MORGUN Tískusýning hjá Prjónablaðinu Ýri Prjónablaðið Ýr mun halda þrjár tískusýn- ingar í Súlnasal Hótels Sögu dag- ana 15. til 17. september. Sýnd- ar verða hand- prjónaðar flíkur á börn og fullorðna og það nýjasta í prjónaskap, m.a. flíkur úr þæfðri ull. Skráning er á heimasíðu blaðsins, www.tinna.is. Aðgangur er ókeypis. Á Íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn Guðlaugur Arason rit- höfundur verður með gönguferð um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn laugardaginn 13. september kl. 14 og sunnudaginn 14. september kl. 13. Mæting er á tröppum Ráðhúss- ins og er verðið 100 DKK á mann. Farið er um gamlar og nýjar Íslend- ingaslóðir í þessari tæplega tveggja tíma gönguferð. Gengið er um gamla bæinn þar sem þorri Íslendinga bjó áður fyrr. Við sögu koma menn eins og Baldvin Einarsson, Jón Sigurðs- son og Fjölnismenn. Síðustu bústað- ir Jónasar Hallgrímssonar eru í leið- inni, Háskólinn, Gamli Garður og Sívaliturninn. Rætt er um handrita- brunann og fleiri sögulega atburði sem snerta Ísland. Ferðunum lýkur í Jónshúsi þar sem safn Jóns Sig- urðssonar er skoðað. Hugbúnaður, mæli- og stjórnbún- aður frá National Instruments verður á kynningu sem Verk- fræðistofan Vista heldur á öllu því nýjasta sem kynnt var á tæknisýn- ingu hjá National Instruments í ágúst sl. Kynningin fer fram í sal 4 í Háskólabíói þriðjudaginn 16. sept- ember kl. 13.15–17. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Námskeið hjá Karuna-búdd- istamiðstöðinni í september Námskeiðið „Leiðarvísir að hug- leiðslu“ verður haldið þriðjudagana 16., 23., og 30. september kl. 20– 21.30. Einnig verður námskeiðið „Hugleiðsla og hádegisverður“ hald- ið fimmtudagana 11., 18., og 25. kl. 12.10–13. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.