Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 41

Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæf/ur og áreiðan- leg/ur. Hefðir skipta þig máli og þú sækist eftir festu í lífinu þótt þú sért líkleg/ur til að velja þér óvenjulegan maka. Vinátta og félagslíf munu setja svip sinn á komandi ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í að gera um- bætur í vinnunni í dag. Mundu að það eru tvær hliðar á hverju máli. Það er hætt við að þú sjá- ir ekki nema aðra þeirra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að láta hagsmuni heildarinnar eða þínar eigin langanir ganga fyr- ir í dag. Þetta er alltaf erfið spurning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gera það upp við þig hvort þú viljir sinna þörfum þínum og fjölskyldu þinnar í dag eða kröfum yfirboðara þinna. Þetta er vandi sem endurspeglar togstreituna á milli heimilisins og vinnunnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu sérlega varlega í um- ferðinni í dag og á morgun og hugsaðu þig tvisvar um áður en þú talar. Það er fullt tungl og það getur valdið misskilningi og truflunum á samgöngum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að eyða ekki um efni fram í dag. Það er fullt tungl og það er hætt við að það geri þig skeytingarlausa/n um fjárhagslegar skuldbindingar þínar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við spennu í sam- skiptum þínum við maka þinn og nána vini í dag. Reyndu að sýna þínar bestu hliðar í erf- iðum aðstæðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft ekki að gera allt sem ætlast er til af þér. Bíddu fram í vikuna og íhugaðu möguleika þína á árangri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu deilur við vini þína í dag. Vinátta ykkar skiptir meira máli en hugsanlegt deiluefni. Það er mikilvægt að halda í gamla vini því þeir eru hluti af reynsluheimi okkar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Settu þig ekki upp á móti yfir- manni þínum í dag. Reyndu að halda ró þinni. Hlutirnir munu líta betur út í lok vikunnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft virkilega á því að halda að taka þér stutt frí. Þú þarft að breyta um umhverfi auk þess sem þig langar til að upplifa eitthvað nýtt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í viðræðum um sameiginlegar skyldur og verkaskiptingu. Taktu ekki á þig meiri ábyrgð en þú getur staðið undir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu þig sérstaklega fram um að vera liðleg/ur í sam- skiptum. Mars er í merkinu þínu og verður það enn um sinn og það gerir þig erfiða/n í um- gengni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAKA Láttu smátt, en hyggðu hátt. Heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. Einar Benediktsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA TÍGULSJÖAN hefur sér- staka þýðingu í breskum spilaklúbbum, sem tengist kráarsiðum Breta: Takist sagnhafa að fá síðasta slag- inn á tígulsjöuna hefur hann þar með unnið sér inn bjór- glas frá hverjum hinna spil- aranna við borðið, báðum mótherjum og makker. Eins og gefur að skilja, getur „bjórspilið“ haft mótandi áhrif á spilamennskuna: Norður ♠ G54 ♥ D ♦ ÁG1097 ♣G962 Vestur Austur ♠ 2 ♠ D98763 ♥ 108653 ♥ Á72 ♦ KD82 ♦ 3 ♣D43 ♣K108 Suður ♠ ÁK10 ♥ KG94 ♦ 654 ♣Á75 Hér er dæmi úr tvímenn- ingskeppni í London. Suður spilar þrjú grönd eftir opn- un austurs á tveimur veik- um spöðum og útspilið er spaði. Sagnhafi tekur drottningu austurs með ás, spilar strax tígli að blindum og fær slaginn á gosann. Hann spilar næst tígultíu, sem vestur tekur og skiptir yfir í hjarta. Austur drepur með ás og spilar aftur hjarta. Þróunin hefur verið sagn- hafa afar hagstæð. Hann á trygga tíu slagi og mögu- leika á þeim ellefta ef hjar- tatían fellur. Það er á þess- um tímapunkti sem tígulsjöan kemur inn í myndina. Falli hjartatían ekki fær vörnin síðasta slag- inn og suður neyðist til að borga bjórinn sinn sjálfur. Með tilliti til þess kemur vel til greina að dúkka lauf. Síð- an má hirða toppslagina og enda á tíglinum og taka síð- asta slaginn á tígulsjöu. Hvað gerði suður? Það fylgdi ekki sögunni (sem er úr bresku blaði), en aug- ljóslega veltur slík ákvörðun á því hvort sagnhafa þyrstir meira í bjór en toppa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 e5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 Rc6 5. e4 d6 6. Rge2 Be6 7. d3 Rge7 8. Rd5 0–0 9. Bg5 f6 10. Be3 Dd7 11. Dd2 Hab8 12. 0–0 f5 13. f3 b5 14. Rec3 a6 15. Hae1 Rd4 16. Rxe7+ Dxe7 17. Rd5 Dd7 18. Bxd4 exd4 19. exf5 Bxd5 20. cxd5 Dxf5 21. f4 Hfe8 22. Be4 Dd7 23. f5 gxf5 24. Bxf5 Dd8 25. Be6+ Kh8 26. Hf7 Hf8 27. Hef1 Hxf7 28. Hxf7 De8 29. Dg5 Be5?? Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, kvennaflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sigurvegari mótsins, Lenka Ptácníková (2.215), hafði hvítt gegn Önnu Björgu Þorgrímsdóttur (1.695). 30. Hxh7+! Kxh7 31. Bf5+ Kh8 32. Dh6+ Kg8 33. Be6+ Df7 34. Dg6+ Bg7 og svartur gafst upp um leið. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Lenka Ptácníkova 8½ vinn- ing af 10 mögulegum. 2. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir 7½ v. 3. Harpa Ingólfsdóttir 6½ v. 4.–5. Anna Björg Þorgrímsdóttir og Hallgerður Þorsteins- dóttir 3½ v. 6. Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Þar sem Lenka er tékkneskur rík- isborgari varð Guðfríður Lilja Íslandsmeistari í ell- efta skipti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. september, er áttræður Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi rafverktaki og kaupmaður, Mosarima 23, Reykjavík. Eiginkona hans er Hallfríður Guðmunds- dóttir. Þau eru að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. september, er fimmtugur Jónas Bjarnason, for- stöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvann- eyri. Unnusta hans er Anna Karlsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. 50ÁRA afmæli. Í dag,10. september, er fimmtug Arna H. Jónsdóttir, lektor og forstöðum. leik- skólabrautar KHÍ, til heim- ilis á Laugateigi 3 Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Guðmundur Vignir Ósk- arsson, framkvstj. Knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Arna mun verja deginum með fjölskyldu sinni. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. september, er sextugur Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri og fyrrv. bæjarstjóri, Hraun- tungu 50, Kópavogi. Eig- inkona hans er Margrét Hjaltadóttir kennari. Þau dvelja um þessar mundir með fjölskyldu sinni austur í Hreppum. 50 ÁRA afmæli. Í dag,10. september, er fimmtugur Sigurgeir Að- algeirsson, framkvstjóri, Heiðargerði 13, Húsavík. Eiginkona hans er Erla Kr. Bjarnadóttir. STÓRMEISTARINN Helgi Ólafs- son (2.498) hóf Norðurlandamótið í skák með glæsibrag og sigraði stigahæsta kepp- andann á mótinu, danska stórmeistarann Curt Hansen (2.618). Helgi hafði hvítt í skák- inni og upp kom kóngs- indversk vörn. Á tímabili virtist Daninn vera að ná ágætum tökum á stöð- unni, en þegar fór að saxast á tímann hjá hon- um náði Helgi að snúa taflinu sér í vil og sigraði í 62 leikjum. Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.560) teflir einnig á mótinu og hann sigraði eina færeyska þátttakandann, Flovin Tór Næs (2.330), auðveldlega í fyrstu umferð. Í annarri umferð mættust þeir Hannes og Helgi síðan. Þeir sömdu um jafn- tefli eftir stutta taflmennsku. Í þriðju umferð bætti Helgi öðrum sigri sínum við, en það var gegn Flovin Tór Næs. Hannes hafði svart í þriðju umferð gegn danska stórmeist- aranum Lars Schandorff (2.525). Hannes beitti slavneskri vörn og jafn- aði taflið vandræðalaust. Hann hafn- aði jafnteflisboði frá Schandorff og tókst að ná betri stöðu. Skákinni lauk síðan með mikilli tímaþröng Danans sem þó náði að halda jafntefli í skák- inni. Eftir þrjár umferðir er Helgi Ólafs- son í öðru sæti á mótinu með 2½ vinn- ing, en sænski stórmeistarinn Jonny Hector (2.538) er efstur: 1. Jonny Hector 3 v. 2. Helgi Ólafsson 2½ 3.–5. Hannes Hlífar Stefánsson, Evgenij Agrest og Curt Hansen 2 v. 6.–7. Heikki Kallio, Davor Palo 1½ v. 8.–10. Heikki Lehtinen, Einar Gausel og Lars Schandorff 1 v. 11. Kjetil A. Lie ½ v. 12. Flóvin Þór Næs 0 v. Hannes Hlífar Stefánsson er þriðji stigahæsti keppandinn á mótinu, en Helgi Ólafsson er í áttunda sæti. Átta stórmeistarar og tveir alþjóðlegir keppendur eru meðal þátttakenda: SM Curt Hansen, Danmörku, 2.618 SM Evgenij Agrest, Svíþjóð, 2.605 SM Hannes Hlífar Stefánsson 2.560 SM Jonny Hector, Svíþjóð, 2.538 SM Einar Gausel, Noregi, 2.533 SM Lars Schandorff, Danmörku, 2.525 AM Davor Palo, Danmörku, 2.518 SM Helgi Ólafsson 2.498 SM Heikki Kallio, Finnlandi, 2.471 AM Kjetil A. Lie, Noregi, 2.440 FM Heikki Lehtinen, Finnlandi, 2.362 FM Flóvin Þór Næs, Færeyjum, 2.330 Teflt er daglega á mótinu, en fimmtudagurinn 11. september er frí- dagur. Umhugsunartíminn er 2 klst. fyrir 40 leiki og síðan 1 klst. til að ljúka skákinni. Sigurður E. Kristjánsson Íslandsmeistari öldunga Sigurður E. Kristjánsson (1.930) varð Íslandsmeistari öldunga eftir harða keppni við meistara síðasta árs Björn Þorsteinsson (2.242) sem varð annar. Þriðji varð Halldór Garðars- son (1.850). Það var Taflfélag Garða- bæjar sem stóð fyrir mótshaldinu eins og undanfarin ár, en það var opið öll- um 60 ára og eldri. Sig- urði býðst að vera fulltrúi Íslands á Norð- urlandamóti öldunga sem fram í Sonderborg í Danmörku dagana 11.–19. október. Aukakeppni Skák- þings Reykjavíkur Aukakeppni um titil- inn Skákmeistari Reykjavíkur hefst fimmtudaginn 11. sept- ember. Þá eigast við Jón Viktor Gunnars- son, Stefán Kristjáns- son, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson og Bergsteinn Einarsson í keppni um titilinn Skák- meistari Reykjavíkur 2003. Tefld verður einföld umferð, allir við alla, og lýkur keppninni sunnudaginn 14. september. Fyrsta laugardags- æfingin hjá TR Laugardaginn 13. september kl. 14 fer fram fyrsta skákæfing barna og unglinga hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Ókeypis pizzur og gos fyrir alla. Öll- um börnum og unglingum 15 ára og yngri er heimilt að vera með, en þátt- taka er ókeypis. TR – Hrókurinn Taflfélag Reykjavíkur og Skák- félagið Hrókurinn mætast í undanúr- slitum hraðskákkeppni taflfélaga miðvikudaginn 10. september kl. 20. Teflt verður í félagsheimili TR í Faxa- feni 12. Búast má við a.m.k. einum stór- meistara í hvoru liði og svo er aldrei að vita nema Hróksmenn styrki lið sitt með erlendum skákmeisturum. Áhorfendur eru velkomnir. Skákdeild Hauka og Taflfélag Vestmannaeyja mætast sama dag. Viðureignin hefst kl. 20 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Atskákmót Reykjavíkur Atskákmót Reykjavíkur fer fram dagana 17. og 18. september og hefst kl. 19 báða dagana. Á þessu skemmti- lega móti eru tefldar sjö umferðir eft- ir Monrad-kerfi með umhugsunar- tímanum 25 mínútur á skák. Verðlaun verða: 1. 12.000 kr. 2. 8.000 kr. 3. 5.000 kr. 4. Ókeypis í MP-mótið 5. Ókeypis í MP-mótið Ef þátttaka fer yfir 35 hækka efstu verðlaun í 20.000, 12.000 og 8.000. Þátttökugjöld eru: 1.000 kr. fyrir félagsmenn í taflfélögunum í Reykja- vík 16 ára og eldri (kr. 1.500 fyrir aðra) og 600 kr. fyrir félagsmenn í taflfélögunum í Reykjavík 15 ára og yngri (kr. 1.000 fyrir aðra). Góð byrjun Helga Ólafssonar á NM í skák Helgi Ólafsson Daði Örn Jónsson SKÁK Árósar, Danmörk SKÁKÞING NORÐURLANDA 2003 6.–17.9. 2003 Félag eldri borgara í Kópavogi Spilamennska er hafin á ný á þriðjudögum og er því spilað tvisvar í viku í Gjábakkanum, þ.e. á þriðju- dögum og föstudögum. Þriðjudaginn 2. sept mættu 18 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Stefánsson – Þorsteinn Laufdal 273 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 263 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 249 Og hæsta skorin í A/V: Anna Lúðvíksd. – Kolbrún Ólafsd. 256 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 243 Bent Jónsson – Garðar Sigurðsson 233 Föstudaginn 5. september mættu 20 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 246 Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 234 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 233 A/V: Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 265 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 247 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 238 Meðalskor báða dagana var 216. Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarf félagsins hefst mánu- daginn 15. september og verður spil- að í salnum í Flatahrauni 3. Dagskráin fyrstu kvöldin verður þannig: 15. sept.: eins kvölds tvímenningur (mitchell) 22. sept.: eins kvölds tvímenningur (mitchell) 29. sept.: hausttvímenningur (barometer) 6. okt.: hausttvímenningur (barometer) 13. okt.: hausttvímenningur (barometer) Nánari upplýsingar um starfsem- ina fram til áramóta verða gefnar fljótlega. Forgefin spil verða í öllum keppn- um í vetur. Spilamennska hefst kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 80 ÁRA afmæli. Í dag,10. september, er áttræð Sólveig Gunn- arsdóttir, Safamýri 56, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í kvöld frá kl. 20 í veislusaln- um í Hæðargarði 31. Af hverju ætti ég að tryggja bílinn minn fyrir eldsvoða og þjófnaði? Hver myndi svo sem stela út- brunnum bíl?!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.