Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 43 ÓLAFUR Stefánsson lék á sunnu- dag sinn fyrsta opinbera leik á Spáni fyrir Ciudad Real þegar liðið mætti Barcelona í Super Copa de España, þ.e. meistarakeppninni þar sem eigast við meistarar og bikarmeistarar síðasta árs. Ólafur lék vel og varð markahæstur leik- manna Ciudad sem töpuðu leiknum með eins marks mun, 26:25. Ólafur skoraði 11 mörk, þar af 7 úr víta- kasti. Hann lék sem hornamaður í vörn en sína hefðbundnu stöðu sem skytta hægra megin í sókninni. Leikurinn þótti afar spennandi og þótt staðan í hálfleik væri 14:10 fyrir Barcelona náðu leikmenn Ciudad Real að minnka muninn í eitt mark fljótlega í upphafi síðari hálfleiks, 17:16, og hélst sá munur nokkurn veginn út leikinn með þeirri undantekningu að Ólafur jafnaði einu sinni fyrir Ciudad, 18:18, á 43. mínútu. Á síðustu sek- úndunum voru Ólafur og félagar í sókn en töpuðu boltanum og færðu leikmenn Barcelona sér það í nyt og tryggðu sér kærkominn sigur. Á næsta sunnudag hefst svo spænska deildarkeppnin. Þá leikur Ciudad Real við nýliða Teucro Caixanova á útivelli. Á sama tíma verða Heiðmar Felixson og Pat- rekur Jóhannesson í eldlínunni með Bidasoa, sem sækir BM Vall- adolid heim. Ólafur skoraði ellefu mörk í tapleik Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson TVEIMUR leikjum í loka- umferð 1. deildar karla í knattspyrnu næstkomandi laugardag hefur verið seink- að um eina klukkustund vegna Akureyrarhlaupsins. Leikirnir sem um er að ræða eru viðureign Þórs frá Ak- ureyri og Leifturs/Dalvíkur annars vegar og Keflavíkur og Víkings hins vegar. Þar sem leikirnir skera úr um það hvort Víkingur eða Þór fylgir Keflavík upp í efstu deild karla á næstu leiktíð verða þeir að fara fram á sama tíma. Akureyrarhlaupið hefst á íþróttavellinum á Akureyri og lýkur þar einnig um svipað leyti og áformað var að flauta til leiks hjá Þór og Leiftri/Dalvík. „Völlurinn var tvíbókaður og við gáfum eftir og þar með varð ekki komist hjá því að seinka tveimur leikjum,“ sagði Birk- ir Sveinsson, starfsmaður Mótanefndar KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðrir leikir lokaumferðar 1. deildar fara fram eins og upphaflega var gert ráð fyr- ir, þ.e. kl. 14, það eru við- ureignir Hauka og HK, Breiðabliks og Stjörnunnar og Aftureldingar og Njarð- víkur. Leikjum seinkað vegna hlaups FÓLK Helena Ólafsdóttir, landsliðs-þjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 18 manna landsliðshóp fyrir leik við Pólverja í undan- keppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu á Laugardalsvelli kl. 16 á laugardaginn. Eftirtaldir leikmenn skipa lands- liðið að þessu sinni: Markverður eru Þóra Björg Helgadóttir úr KR og Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val. Aðrir leikmenn eru, Ásthildur Helgadóttir, KR, Olga Færseth, ÍBV, Erla Hend- riksdóttir, FV Köbenhavn, Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðabliki, Laufey Ólafsdóttir, Val, Hrefna H. Jóhannesdóttir, KR, Laufey Jó- hannsdóttir, Val, Dóra Stefáns- dóttir, Val, Íris Andrésdóttir, Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val, Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki, Hólmfríður Magnús- dóttir, KR, Embla S. Grétarsdótt- ir, KR, Dóra María Lárusdóttir, Val, og Þórunn H. Jónsdóttir, KR. Dóra María og Þórunn eru ný- liðar í landsliðinu. Tvær breyting- ar eru frá 16-manna hópnum sem Helena valdi fyrir leikinn gegn Frökkum í gær. Guðbjörg mark- vörður úr Val kemur í stað Maríu Bjargar Ágústsdóttur, Stjörnunni, og Laufey Jóhannesdóttir, Val, tekur sæti Eddu Garðarsdóttur, KR. Þær María og Edda gáfu ekki kost á sér í leikinn vegna anna í námi í Bandaríkjunum. Þær verða hinsvegar lausar fyrir síðari leik þjóðanna sem verður í Póllandi þann 27. september nk. Helena velur 18 leikmenn fyrir Pól- landsleikinn Morgunblaðið/Golli Margrét Lára Viðarsdóttir, hér í sínum fyrsta landsleik gegn Ungverjum í vor, er einn þeirra leikmanna sem Helena valdi í landsliðið gegn Pólverjum.  DAVID Beckham segir ekki ann- að hafa komið til mála af sinni hálfu að vera ekki með enska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Liectenstein á Old Trafford í Manchester í und- ankeppni EM í knattspyrnu. Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur viðurkennt að það hafi komið til greina að sleppa Beckham við leikinn af þeirri ástæðu að fái hann gult spjald í leiknum verður hann í leikbanni í mikilvægum leik gegn Tyrkjum í undankeppninni í næsta mánuði.  ERIKSON viðurkennir einnig að hafa velt fyrir sér að sleppa því að tefla fram Steven Gerrard og Sol Campbell af sömu ástæðum.  ÞETTA verður fyrsti leikur Beck- hams á Old Trafford síðan hann yf- irgaf Manchester United í sumar og gekk til liðs við Real Madrid. Beck- ham segir það vera skyldu sína að leika með enska landsliðinu hvar sem það leikur hverju sinni, hann geti ekki brugðist áhangendum sín- um, sé hann valinn í enska landsliðið.  FORRÁÐAMENN ensku bikar- meistaranna Arsenal, sögðu í gær að þeir vonuðust til að framkvæmdir við nýjan knattspyrnuvöll félagsins við Ashburton Grove í Lundúnum gætu hafist eftir um tvo mánuði. Að undanförnu hafi gengið vel að fjár- magna bygginguna sem er áætlað að kosti 200 millj. punda, jafnviði 26 milljarða króna. Gangi allt sam- kvæmt áætlun þá flytur Arsenal frá Highbury til Ashburton Grove eftir þrjú ár.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hefur lýst því yfir að hann ætli að taka leikmenn sína hiklaust af leikvelli verði þeir fyrir kynþáttafordómum af hálfu áhorf- enda á leikjum félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.