Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 45 LÆKNAR NBA-liðsins Orlando Magic hafa ráðlagt forráðamönn- um liðsins að hvíla eina af að- alstjörnum félagsins, Grant Hill, á næstu leiktíð. Hill hefur farið í fjórar flóknar aðgerðir á ökkla undanfarin þrjú ár og hefur hann aðeins leikið 47 leiki af alls 246 á þessum tíma. Hill er þrítugur að aldri og lék með Detroit Pistons áður en hann gerði „risasamning“ við Orlando í ágúst árið 2000 til sjö ára og var samningurinn að andvirði um 7,6 milljarða ísl. kr. Fram til dagsins í dag hefur Hill fengið 2,6 milljarða í laun frá félaginu og frá tryggingafyr- irtækjum eða um 55,3 milljónir kr. fyrir hvern leik sem hann hefur leikið með liðinu. Hill segir sjálfur að hann von- ist til þess að geta leikið með Or- lando í febrúar á næsta ári og hann telur að læknar liðsins hafi rangt fyrir sér hvað varði tíma- setningar á endurkomu hans. Hill hefur fengið um 55 milljónir fyrir hvern leik ÁTTA leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu eiga á hættu að verða í leikbanni þegar það tekur á móti Ís- lendingum í Hamborg í síðustu um- ferð undankeppni HM í knattspyrnu hinn 11. október. Þessir átta hafa allir fengið eitt gult spjald í keppn- inni og fara í bann ef þeir fá annað í leiknum við Skota í Dortmund í kvöld. Áttmenningarnir eru Michael Ballack, Christian Wörns, Carsten Ramelow, Oliver Neuville, Christian Rahn, Sebastian Kehl, Miroslav Klose og Michael Hartmann. Þar af fengu þeir Rahn, Kehl, Klose og Hartmann allir að líta gula spjaldið á Laugardalsvellinum á laugardag- inn. Tobias Rau afplánaði bann í leikn- um gegn Íslandi og er í þýska hópn- um á ný fyrir leikinn annað kvöld. Þýsku leikmennirnir hafa samtals fengið 16 gul spjöld í sex leikjum í keppninni og tveir þeirra hafa þeg- ar tekið út bann, þeir Rau og Tor- sten Frings. Til samanburðar hafa Íslendingar aðeins fengið átta gul spjöld í 7 leikj- um í keppninni. Jóhannes Karl Guð- jónsson verður í banni í Hamborg vegna tveggja gulra spjalda, og er hann sá eini sem hefur farið í bann. Átta Þjóðverjar á hættusvæði FRIÐARSAMNINGAR hafa tek- ist á milli Rudi Völlers, landsliðs- þjálfara Þýskalands í knattspyrnu, og sjónvarpsstöðvarinnar ARD, sem sér um útsendingar frá lands- leikjum Þjóðverja. Völler hellti sér sem kunnugt er yfir fréttamann og sérfræðing stöðvarinnar, Walde- mar Hartmann og Günter Netzer, í beinni útsendingu eftir leikinn gegn Íslendingum á laugardags- kvöldið. Þá sakaði hann m.a. Hart- mann um að þamba bjór í vinnunni og Netzer um að draga landsliðið niður í skítinn og gera lítið úr mót- herjum þess. Hann baðst síðan af- sökunar á ummælum sínum um Hartmann en ekki á öðru. Nú hefur Völler fengið formlega afsökunarbeiðni frá ARD og borin hafa verið klæði á vopnin. „Völler einlék út í horn en var fljótur að koma sér aftur þaðan,“ sagði Heri- bert Fassbender, íþróttafrétta- stjóri stöðvarinnar. Völler mun eins og áður mæta í beina útsend- ingu stöðvarinnar eftir leikinn gegn Skotum í kvöld og fara yfir hann með Waldemar Hartmann. „Það er erfitt að loka á það sem á undan er gengið en nú verðum við að setja punkt og einbeita okk- ur að knattspyrnunni sjálfri. Ein- beiting að leiknum sjálfum er það sem skiptir öllu máli,“ sagði Völler í gær. Hann krafðist þess ennfremur að leikmenn sínir gæfu allt sem þeir ættu í leikinn gegn Skotum í kvöld. „Það verða menn að gera þegar þeir stíga fram á heims- sviðið í fótboltanum. Í svona leik, frammi fyrir svona áhorfendum, á svona velli, verða menn að vera til- búnir. Þið mynduð ekki trúa því hverju ég myndi fórna fyrir að geta sjálfur hlaupið um völlinn á miðvikudagskvöld, bara ef ég væri nokkrum kílóum léttari,“ sagði Rudi Völler. Sátt milli Völlers og sjónvarpsins Þjóðverjar töldu að eftir að þeirkomust í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar 2002 myndu þeir verða Evrópumeistarar án nokkurrar fyrirhafnar. En Skot- land lék góða knattspyrnu gegn þeim og það gerði Ísland líka. Al- þjóðleg knattspyrna er að breytast en vandamál Þjóðverja er að þeir átta sig ekki á því,“ sagði Vogts á blaðamannafundi í Dortmund í gær. Vogts sagði ennfremur að skoska liðið gæti unnið alla, hvar sem væri og hvenær sem væri. „Við erum nógu sterkir til þess og getum einbeitt okkur að því að spila okkar leik en þurfum ekki að hafa áhyggjur af Þjóðverjum. Þetta er rétti tíminn fyrir okkur. Liðið hefur mikið sjálfstraust, leik- mennirnir trúa því sjálfir að þeir geti sigrað og það er mjög já- kvætt,“ sagði þessi fyrrum bak- vörður vestur-þýska landsliðsins. Hann taldi ennfremur að Rudi Völler, þjálfari Þjóðverja, hefði verið klókur þegar hann sendi fréttamönnum og sérfræðingum fjölmiðla tóninn eftir leikinn á Laugardalsvellinum á laugardag- inn var. „Það er mikil pressa á þýsku leikmönnunum en með þess- ari árás á fréttamennina létti hann pressunni af þeim og tók hana á sig sjálfur. Ég skil hans stöðu mjög vel, þetta var vel tímasett hjá honum,“ sagði Berti Vogts. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Berti Vogts, þjálfari Skota, hafði ástæðu til að gleðjast með sínum mönnum á Laugardalsvelli fyrir ári síðan. Nú sækir hann landa sína heim í Dortmund í kvöld. Vogts seg- ir Þjóð- verja lifa í fortíðinni BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, sem á sínum tíma gegndi sömu stöðu í heimalandi sínu, Þýskalandi, segir að landar sínir lifi í fortíðinni og átti sig ekki á því að alþjóðleg knatt- spyrna taki stöðugum breytingum. Vogts mætir með hina skosku lærisveina sína til leiks í Dortmund í kvöld þar sem þjóðirnar mæt- ast í lykilleik í 5. riðli undankeppni EM, leik sem skiptir jafnframt Ís- lendinga geysilega miklu máli. HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, slasaðist á hné á æfingu með liði sínu í Englandi, Watford, í gær, og ljóst er að hann verður ekki með ís- lenska landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Þjóðverjum í Hamborg hinn 11. október. Krossband tognaði og útlit er fyrir að Heiðar verði frá æfingum og keppni næstu 2–3 mánuðina. „Þetta gerðist á æfingu hjá liðinu í morgun, þar sem við spiluðum ellefu gegn ellefu. Ég fékk sendingu innfyrir vörnina en markmaðurinn kom á móti mér og keyrði mig niður. Hann hitti beint á hnéð á mér, en sem betur fór slitnaði krossbandið ekki. Sjúkraþjálf- arinn sagði mér þó að reikna með ein- hverjum mánuðum frekar en vikum, en þetta verður engin hálfs árs fjarvera. Annars skýrist þetta betur þegar ég fer í nánari skoðun og þá kemur í ljós hvort ég þarf að fara í aðgerð á hnénu eða ekki,“ sagði Heiðar við Morgunblaðið í gær. Heiðar sagði að það væri að sjálf- sögðu leiðinlegt að missa af leiknum í Hamborg en við því væri ekkert að gera. „Þetta er það sem alltaf má búast við í knattspyrnunni,“ sagði sóknarmaðurinn kröftugi. Fjarvera hans er mikið áfall fyrir landsliðið en Heiðar lék mjög vel gegn Þjóðverjum síðasta laugardag og baráttugleði hans átti drjúgan þátt í að koma þýsku leikmönnunum úr jafnvægi. Heiðar verður ekki með í Hamborg Morgunblaðið/Kristinn Heiðar Helguson og Oliver Kahn í orðaskaki í leiknum á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.