Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 48

Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters Sýnd á klukkutíma fresti  KVIKMYNDIR.IS NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i. 10 ára. Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Sjáið allt um breska bíódaga á www.haskolabio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin.. Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 YFIR 40.00 0 GEST IR! kl. 8.kl. 8.kl. 5.50 og 10. kl. 8. Plots With a View SV. MBL SG DV R. Ebert H.K. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV H.J. MBL S.G. DV THE MAGDALENE SISTERS kl. 8. KVIKMYNDIR.IS  ROGER ROBERT  L.A. TIMES  BBCI kl. 5.45 og 10.05. NEI, Iron Maiden dansarekki við dauðann nemakannski í skáldatali tit- illags plötunnar. Og klukkuna vant- ar ekki heldur tvær mínútur í mið- nætti! Sveitin, sem var stofnuð árið 1976 heldur ótrauð áfram og lék t.d. fyrir sinn stærsta áhorf- endahóp frá upphafi í hittiðfyrra, á Rokk í Ríó hátíðinni (250.000 manns!) Hér á eftir fara nokkrar at- hugasemdir meðlima sjálfra um löndunina og vinnsluna á Dauða- dansinum. Bruce, Steve og Adrian Bruce Dickinson (söngur): „Dance of Death er á margan hátt ævintýralegri plata en Brave New World. Að mínu mati var síð- asta plata pottþétt, næsta „venju- leg“ Iron Maiden plata. Þessi er um margt persónulegri og hér eru skrítnari lög inni á milli.“ […] „Mörg laganna hér eru nokkuð dulræn. Oft finnst mér gaman þegar hlutirnir eru ekki alveg augljósir. Endingartíminn er lengri ef hlutirnir eru sveipaðir dulúð.“ […] „Iron Maiden hefur alltaf ver- ið dálítið upptekin af sögulegum viðburðum og lög eins og „Montsegur“ og „Paschendale“ lúta þeim lögmálum. Það er bara svo mikið af frábærum sögum sem er gaman að segja. Mér finnst skemmtilegra að greina frá einhverju sem hefur átt sér stað í alvörunni heldur en að vera spinna upp einhvern ópus.“ […] „Ég hlakka mikið til að fara að túra. Þetta verður bara betra og betra. Lagalistinn er orðinn að hálfgerðri fjársjóðskistu. Á nýja túrnum munum við líka spila á minni stöðum og þannig þurfum við að vera í meiri nálægð við áhorf- endur en við höfum verið á þessum hátíðum.“ Steve Harris (bassi): „Þegar við tókum upp Brave New World voru þrír gítarar teknir upp í einu. Það höfðum við aldrei prófað áður og það virkaði vel. Enda erum við þannig á tónleikum. Og það er það sama með þessa nýju plötu.“ […] „Dance of Death er að mörgu leyti hrárri en Brave New World. En það var ekkert sem við reynd- um endilega að ná fram. Það bara þróaðist þannig.“ […] „Nicko (McBrain, trymbill) er með lag á plötunni, „New Front- ier“. Við vorum auðvitað dálítið hissa því að hann er búinn að vera með okkur í tuttugu ár og þetta er fyrsta lagið hans. Hann samdi lagið á bassa. Fínt lag og grípandi.“ Adrian Smith (gítar): „Fyrsta smáskífan er „Wildest Dreams“, stuðlag mikið. Það gefur auga leið að það er ekki mjög skyn- samlegt að byrja á því að gefa út níu mínútna epík! Þetta er lag sem allir eru búnir að læra að syngja eftir fyrstu hlustun. Það gefur auga leið að það var sniðugt að byrja á því að gefa það út.“ […] „Eftir Ríó hlóðum við rafhlöðurnar. Ég spilaði varla neitt í ár, sem er eiginlega ekki nógu gott ef satt skal segja. Ég var óþekkur! En svo fer mann að kitla og við hóf- um að semja síðastliðinn vetur.“ […] „Það var gaman að spila aftur á Donington. Þá er maður í heima- landinu og maður vill vanda sig. Allir vinir manns eru mættir og byrja að hringja í mann á fullu og sníkja miða! En það var frábært … meira að segja veðrið var gott.“ Nicko, Dave og Janick Nicko McBrain (trommur): „Það var auðvelt að hljóðrita plötuna en stundum eru sum lög- in svolítið snúin. Það var eitthvað skrýtið við þessa plötu … þetta var eitthvað svo … rólegt.“ […] „Uppáhaldslagið mitt er auð- vitað lagið mitt! Nei, ég segi svona, ætli „Montsegur“ sé ekki uppáhaldslagið mitt á plötunni því að það er svo mikið „Maid- en“-lag.“ […] „Það er gaman að skrifa inn á heimasíðuna okkar (www.iron- maiden.com). Einhverjum fannst það voða sniðugt að ég myndi skrifa einhvers konar dagbók eins og er víst lenska í dag. Ég fór að skrifa á fullu eftir að ég eign- aðist forláta fartölvu og ég hef mjög gaman af þessu“ Dave Murray (gítar): „Að mínu mati er þessi plata til muna framsæknari en síðasta plata. Það eru fleiri nótur, meira af strengjum og meiri ópusar. Við svona reyndum meira á okkur í þetta skipti.“ […] „Það gengur glettilega vel að skipta sólóunum á milli okkar. Við erum þrír núna og stundum er pláss fyrir þrjú sóló í einu lagi. Stundum er bara eitt sóló og þetta er voðalega bróðurlegt allt saman. Þetta er mikið til á þessa leið: „Vilt þú taka það? Nei, ég er alveg til í að taka það. Ertu viss um að þér sé sama?“ […] „Platan er 68 mínútur að lengd en samt er fullt af dóti sem var ekki notað. Kemur sér vel næst!“ Janick Gers (gítar): „Ég slæst aldrei við Eddie á svið- inu að fyrra bragði. Alla vega er það aldrei æft eða neitt svoleiðis. Málið er bara það að ef hann slær til mín þá slæ ég til baka! Eitt sinn var hann svo stór að ég gat hlaupið í gegnum klofið á honum og þá náði hann mér ekki …“ […] „Það er best að vera uppi á sviði. Þó að það sé allt í hassi þar gerir maður alltaf sitt besta. Rokk og ról gengur dálítið út á hið óvænta og því er sviðið alveg málið. Hljóðverið getur verið dálítið sterílt.“ Iron Maiden gefur út Dance of Death Meðlimir Iron Maiden hafa alla tíð verið miklir grallarar inn við þungarokksbeinið. Villtir draumar rætast Hljóðversplötur Iron Maiden – Iron Maiden (1980) – Killers (1981) – The Number of The Beast (1982) – Piece of Mind (1983) – Powerslave (1984) – Somewhere in Time (1986) – Seventh Son of a Seventh Son (1988) – No Prayer for The Dying (1990) – Fear of The Dark (1992) – The X Factor (1995) – Virtual Eleven (1998) – Brave New World (2000) – Dance Of Death (2003) Lukkudýrið Eddie er ekki langt undan þegar kemur að listrænni hönnun nýju plötunnar. Dance of Death er 13. hljóðversplata Iron Maiden. Og þrátt fyrir myrkan titilinn virðist þessa öldnu þunga- rokkssveit seint ætla að þrjóta örendi. Arnar Eggert Thor- oddsen talar frá vígstöðvunum. ALLT síðan John B braust fram á sjónarsviðið snemma á árinu 1998 með sína fyrstu breiðskífu, Visions, hefur hann verið talinn hæfileikarík- asti trommu- og bassalistamaður sinnar kynslóðar. Áður en Visions kom út var hann eins og lög gera ráð fyrir búinn að gefa út slatta af tólf- tommum og byggja þannig upp orðsporið en með Visions varð hann loks að þekktri stærð í fræðunum. John B er enn tiltölulega ungur að árum, fæddur á því herrans ári 1977. Þrátt fyrir það nýtur hann ómældrar virðingar innan trommu- og bassa- geirans. Ekki síst þykir fjölhæfni hans mikil og bræðir hann djass, fönk, raftónlist og tæknó saman við sína útgáfu af trommu og bassa. B er klassískt menntaður og sýndi snemma fram á að hann myndi engan veginn sníða dansbuxur sínar eftir sama formi og aðrir dansboltar. Eitt af fyrstu verkum hans var t.d. nýgilt verk í anda Reich, samið fyrir tólf pí- anó! Það voru svo þeir félagar Fabio og Grooverider sem komu B á trommu- og bassalyktina á sínum tíma í gegn- um Kiss-útvarpsstöðina í Lundúnum. „Ef tromma og bassi væru ekki til væri ég líklega að dufla við tæknó,“ er haft eftir B. „Eða þá að ég væri að vinna á tilraunastofu.“ Ári eftir að Visions kom út gaf B út plötuna Catalyst á eigin merki, Beta Recordings. Í gegnum Beta-merkið stýrir hann svo mikið til starfsemi sinni, sem nær frá útgáfu og endur- hljóðblöndunum til skipulagningar plötusnúðakvölda, svo fátt eitt sé tal- ið. B er óhemju afkastamikill á öllum þessum sviðum en þess má til gam- ans geta að hann kláraði próf í raun- vísindum fyrir tveimur árum eða svo og hafði stundað list sína í hjáverkum fram að því. Hann var ekki viss um hvað hann vildi gera í framhaldinu en segist ánægður með það í dag að hann skyldi velja tónlistina. Það er breakbeat.is sem flytur John B inn til landsins og verður hann að sjálf- sögðu aðalnúmerið í uppákomu þeirri sem breakbeat.is stendur fyrir á Airwaves (sem fram fer 15.–19. októ- ber). John B á Airwaves John B Sá (B)esti? www.icelandairwaves.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.