Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing FLOSI Arnórsson, stýrimaðurinn sem var handtekinn í Dubai í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum 24. apríl sl., er kominn heim til Ís- lands, eftir rúmlega fjögurra mán- aða dvöl í furstadæmunum þar sem hann sat í fangelsi í Dubai og í Abu Dhabi, höfuðborg furstadæmanna, vegna ólöglegs vopnaburðar. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi reynt ýmislegt á sínum 25 ára ferli í sjómennsku en reynslan í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum sé þó sennilega „merkileg- asta lífsreynslan“. Flosi var í gæsluvarðhaldi í Dubai í um fjörutíu daga en síðar var hann fluttur í fangelsi í Abu Dhabi, eftir að dómstóll í borginni hafði dæmt hann til fjögurra mán- aða fangavistar. Þar var hann frá 12. ágúst fram til 7. september sl. Hann segir að fangelsið í Abu Dhabi hafi í einu orði sagt verið hræðilegt. „Þarna var allt vaðandi í skorkvikindum, maurum og kakkalökkum. Þetta var við- bjóður,“ segir hann. „Ég mætti aldrei í morgunmatinn; hann var svo ógeðslegur. Það var ekki þess virði að vakna til að fara í hann.“ Áfrýjunardómstóll í Abu Dhabi mildaði dóminn yfir Flosa í ágúst sl. Honum var því sleppt úr haldi á sunnudag, eftir nokkra töf, og gert að yfirgefa landið þegar í stað. Var hann fluttur í hand- og fótjárnum út á flugvöllinn í Dubai en þaðan fór hann heim, í gegnum Istanbúl og Kaupmannahöfn. Flosi Arnórsson sjómaður laus úr haldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Flosi Arnórsson ásamt Guðjóni Alex, syni sínum. „Allt vaðandi í skorkvikindum“  Fangelsið/4 Í ÁRSLOK 2002 hafði 161 tilfelli af HIV- sýkingu á Íslandi verið tilkynnt sótt- varnalækni. Þar af höfðu 52 sjúklingar greinst með alnæmi og 35 látist af völdum sjúkdómsins. Á árinu 2002 greindust fimm karlmenn og tvær konur með HIV-smit en enginn greindist með alnæmi og enginn lést af völdum sjúkdómsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Landlæknisembættisins fyrir árið 2002. Nýgengi HIV-smits, sem farið hafði vaxandi frá árinu 1993, tók að dvína aftur árið 2002. Á sama tíma hefur stöðugt dregið úr nýgengi alnæmis og dánartalan hefur lækkað, einkum frá árinu 1996. Gagnkynhneigðir í meirihluta þeirra sem greinast með smit Umtalsverð breyting hefur orðið á hlut- fallslegri skiptingu áhættuhópa frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Samkyn- hneigðir karlar voru hlutfallslega flestir til ársins 1992. Eftir það hefur gagnkyn- hneigðum, sem smitast við kynmök, fjölg- að hlutfallslega jafnt og þétt og eru um þessar mundir í meirihluta þeirra sem greinast með smit. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart aukningar á smiti meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig, segir í ársskýrslu Landlæknisembættis- ins. Sjö greindust með HIV-smit á Íslandi í fyrra BORGARRÁÐ samþykkti í gær að veita láns- heimild upp á 150 milljónir króna til að fjár- magna hlut Reykjavíkurborgar í undirbún- ings- og fjárfestingarkostnaði vegna bygg- ingar tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykja- víkurhöfn. Féð kemur í hlut Austurhafnar TR, einkahlutafélags um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss, sem stofnað var í vor. „Þetta er hugsað sem hluti af undirbúnings- kostnaði við þetta verkefni,“ segir Þórólfur Árnason borgarstjóri. „Við erum fyrst og fremst að tryggja það að undirbúningur fram- kvæmdanna gangi snurðulaust fyrir sig.“ Þór- ólfur segist búast við svipuðum framlögum frá ríkinu á framkvæmdatímanum og segir þörf á alls um 300 milljónum til undirbúnings fram á næsta ár. „Ég hef enga trú á öðru en að ríkið standi jafnþétt að þessu verkefni og Reykja- fulltrúi í borgarráði, segir að ákveðið hafi verið að veita lán í stað fjárframlags af skattalegum ástæðum, lánsformið henti betur fyrir uppgjör seinni tíma. „Með þessu móti er verkefnisstjór- um gert kleift að halda áfram eftir því sem framvinda verður í málinu, peningar koma inn eftir því sem þörf er á,“ útskýrir Stefán. Hann bendir á að undirbúningsvinnan sé þegar hafin en Stefán Hermannsson, fyrrver- andi borgarverkfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri. Ef allt gengur vel geta verklegar framkvæmdir hafist árið 2006 og byggingu hússins verið lokið 2008 en þar eru þó miklir fyrirvarar á, að sögn Stefáns. „Þetta [lánsheimildin] sýnir að okkur er full alvara. Nú þarf að tryggja að vinnan geti haldið áfram og báðir aðilar, ríki og borg, þurfa að passa að við verðum ekki bensínlaus á leiðinni.“ víkurborg.“ Þórólfur segir að fyrir féð verði unnið í skipulagsmálum á hafnarsvæðinu og flutningi hluta fiskihafnarinnar í norðurhluta hafnarinnar: „Reykjavíkurhöfn mun hafa kostnað af því að færa aðstöðuna, stærstur hluti þessara undirbúningsframkvæmda er einmitt tengdur því að gera lóðina bygging- arhæfa.“ Einnig verður kostnaður af sam- keppni um frágang skipulagsmála og hönnun, og kynningu á verkefninu meðal fjárfesta, und- irbúningi útboðs og frágangi á einkafram- kvæmd, að sögn Þórólfs. Byggingu lokið 2008 Gengið verður á lánsheimildina eftir fram- vindu verks en lánið verður fjármagnað með lántöku hjá borgarsjóði. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar og vara- Borgarráð samþykkir 150 milljóna lán til undirbúnings tónlistarhúss Borgarstjóri býst við svip- uðu framlagi frá ríkinu ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands í tilefni Sinfóníudagsins sem var haldinn hátíðlegur í gær. „Það er miklu erfiðara að stjórna Sinfón- íunni en borginni,“ segir Þórólfur. „Að standa fyrir framan þessa snillinga og ætla að fara að stjórna þeim án þess að kunna neitt til verka, menn geta rétt ímyndað sér hvernig mér leið, þetta var hrikalega erfitt.“ Rumon Gamba, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var Þórólfi innan handar við stjórn- unina, og sagði Þórólfur hann mjög hæfan mann, enda hefði hon- um tekist að koma borgarstjóra klakklaust frá þessu verki. Þór- ólfur stjórnaði flutningi á for- leiknum að Brúðkaupi Fígarós eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. „Ég er ekki mikið fyrir langar ræður, en í ávarpi mínu á undan langaði mig að tala sem lengst til að seinka þessari stund,“ segir Þórólfur.Morgunblaðið/Kristinn „Erfiðara að stjórna sin- fóníunni en borginni“ SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að óska eftir formlegum viðræðum við ríkið um leiðir til að fjármagna og tryggja framgang samgönguverk- efna eins og byggingu Sundabraut- ar. Var áhuga ráðherra í þessum efn- um fagnað og lagt til að tekið yrði á öllum þáttum samgöngumála. Forystumenn borgarstjórnar- flokkanna eru efins um réttmæti veggjalds á Sundabraut og aftekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, það með öllu. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, segir það hápólitískt mál sem þurfi að ræða. Þeir, ásamt Ólafi F. Magnússyni, F-lista, eru hins veg- ar jákvæðir út í svokallaða einka- framkvæmd eða útiloka hana ekki. Veggjald umdeilt  Efnahagsleg/26–27 Sundabraut BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er meðal fjárfesta sem gert hafa tilboð í símafyrirtæki búlgarska ríkisins. Búlg- arska ríkið hyggst selja 65% í símafyrir- tækinu og tveir hópar hafa gert tilboð. Björgólfur Thor er næststærsti fjárfest- irinn í öðrum hópnum og er nú staddur í Búlgaríu til samningaviðræðna við yfir- völd. Einkavæðingarferli búlgarska símans hefur staðið yfir frá því í fyrra, en þá leit út fyrir að hópur Björgólfs Thors myndi kaupa fyrirtækið. Snurða hljóp á þráðinn og úr hafa orðið deilur, þar með talin málaferli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins liggja drög að kaupsamningi við hóp Björgólfs Thors fyrir, en þó mun vera langt í land og enn ekki öruggt að kaup- samningurinn verði staðfestur. Gerir tilboð í búlgarska símafyrirtækið  Björgólfur/12 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.