Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar VW Passat Alcantara 2.8 VR6 syncro F. skr.d. 10.06. 1999, ek. 54 þús. km, 4 dyra, sjálfskiptur, 16“ álfelgur, leður, vindskeið, ljóskastarar, sóllúga o.fl. Verð 2.480.000 EGILL Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, segist ósammála því sem fram kemur í viðtali við Helgu Guðrúnu Jón- asdóttur, kynningarstjóra B&L, í síðasta bílablaði Morgunblaðsins varðandi flokkun bílategunda eft- ir stærð og eiginleikum. Þar kemur m.a. fram að athugasemd- ir hafi verið gerðar við það þegar Brimborg hefur sent frá sér upp- lýsingar um sölu á Volvo sem fyrirtækið setji í flokk með lúx- usbílum. Egill segir auðvelt að sýna fram á hvers vegna Volvo sé lúxusmerki og segist ósam- mála Helgu Guðrúnu þegar hún segir að þótt „lúxus sé huglægt hugtak er engu að síður til ákveðinn flokkur sem er skilgreindur sem lúxusbílaflokkur“. „Þarna á hún augljóslega við flokk F, en þetta er rangt hjá kynningarstjóranum og það er hún sem er að bera saman epli og appels- ínur. Flokkunin sem hún vísar til er „stærðar- og eiginleikaflokkun“. Það sem hún kallar og lýsir í viðtalinu sem „huglægu mati“ er í raun þekkt hugtak sem hefur á enskri tungu verið kallað „premium brands“ og verið þýtt á ís- lensku sem „lúxusmerki“. Brimborg hefur að sjálfsögðu unnið eftir þessari skilgreiningu í áratugi og hefur það komið skýrt fram í öllum tilkynningum fyrirtæk- isins til fjölmiðla,“ segir Egill. Hann bendir á að í grein í Busi- nessWeek 14. apríl sl. þar sem fjallað var um bílaframleiðandann Chrysler, hafi komið fram að for- stjóri Chrysler, Dieter Zetsche, hafi stefnt að því að koma Chrysler og Jeep í sama gæðaflokk og Audi eða Volvo sem seldu „premium-priced“ bíla. Jafnframt komi þar fram sú reynsla forstjórans að það sé lang- tímaferli að koma bíl í lúxusflokk. „Audi, Volvo og Acura eru þarna í sama flokki, lúxusflokki, að mati Zetsche og fyrir þá sem ekki vita þá er Acura lúxusmerki Honda-bíla- framleiðandans,“ segir Egill. Hann segist hafa verið einn fundarmanna þegar Volvo Car Corporation setti sér það markmið að verða eitt af eftirsóttustu lúx- usmerkjum heims. Sú þróun hafi tekið mörg ár og styðji orð forstjóra Chrysler um að þróun og staðfærsla taki langan tíma. Sum vörumerki skapa sterkari hughrif „Það er augljóst af grein BusinessWeek að Volvo-vörumerkið er án efa talið meðal lúx- usmerkja og augljóst að öll bílatímaritin eru á sömu skoðun enda bera þau Volvo reglulega saman við bíla eins og Jaguar, BMW, Merce- des Benz, Audi, Lexus og fleiri. Í nýjasta hefti Autocar eru t.d. fjórir bílar í flokki lúxus- merkja bornir saman og þar á meðal eru nýi Volvo S80 bíllinn og nýja BMW 5 línan,“ segir Egill. Hann segir ekki erfitt að sýna fram á að stærð skipti ekki höfuðmáli varðandi flokkun bíla í lúxusflokk, enda séu Porsche og Ferrari augljóslega lúxusmerki, eða „premium brands“, þótt þau falli ekki í flokk F, vegna þess að þessi merki séu eingöngu framleidd og staðfærð fyrir flokk sportbíla, sem er flokkur G. „Ýmsa hluti má síðan nefna til skilgreiningar á lúxusmerki eins og t.d. gæði þjónustu, efn- isval og frágang við framleiðslu, aksturstilfinn- ingu og síðast en ekki síst þau sérstöku hughrif að setjast inn í lúxusbíl. Margir kannast við þá tilfinningu að setjast inn í bíla eins og Jaguar eða Volvo og um þá hríslast vellíðunartilfinn- ing. Tilfinning sem þó hver og einn verður að meta og skilgreina fyrir sjálfan sig. En það er ljóst að sum vörumerki eru sterkari en önnur í að skapa þessi hughrif og teljast því til lúx- usmerkja, eða „premium brands“, óháð því hvort bíllinn er stór eða lítill, jeppi eða sport- bíll. Það kemur málinu ekki við eins og reyndir menn vita,“ segir Egill. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar Stærð skiptir ekki öllu varðandi flokkun bíla í lúxusflokk Egill Jóhannsson NÝR pallbíll er væntanlegur í Bílabúð Benna frá Ssang-Young og hefur hann hlotið nafnið Musso Sport. Bíll- inn er hannaður upp af sama grunni og Musso-jepparnir og að sögn Bene- dikts Eyjólfssonar, framkvæmda- stjóra Bílabúðar Benna, er þetta í fyrsta skipti sem jeppa er breytt í pallbíl en ekki öfugt, samanber Toyota Hilux sem breytt var á sínum tíma í Toyota 4Runner. Benedikt seg- ir þessa hönnun gera það að verkum að meira pláss sé í bílnum og bæði bílstjóri og farþegar sitji hærra í sæt- um en áður hafi þekkst í pallbílum. Musso Sport er byggður á sömu þreföldu C-bitagrind og Musso- jepparnir. Búið er að auka hjólhafið um 12,5 cm í 2.755 cm og heild- arlengd er 4.935 cm, sem er aukning um 27 cm. Benedikt segir þetta auka rásfestu og stöðugleika og gera Musso Sport tilvalinn til breytinga, t.d. með því að setja undir hann 33" dekk og allt að 38" dekk, en þá verð- ur hjólhaf bílsins um þrír metrar, sem gerir hann að öflugum jöklabíl. Sem fyrr eru hásingar frá Dana- Spicer og gírkassi og millikassi frá Borge-Warner og áfram verða gorm- ar á afturöxli. Musso Sport verður í boði með 5 strokka vél, dísel-túrbó- intercooler, 129 hestöfl með mögu- leika á að stækka upp í 145 hestöfl. Benedikt segir verðið á þessum nýja Musso Sport vera sérstaklega gott þar sem bíllinn flokkist í 13% vörugjaldsflokk í stað 45% flokks sem jeppar flokkast almennt í. Fyrstu bílarnir verða boðnir á 2.490.000 kr. beinskiptir en Musso Sport verður einnig í boði með fjög- urra gíra sjálfskiptingu. Nýi bíllinn er væntanlegur í nóvember en sala á þeim er þegar hafin og segir Benedikt að einungis örfáir bílar séu eftir af fyrstu sendingunni sem kemur í nóv- ember. Nýr Musso-pallbíll frá Ssang-Young ÞAÐ var ekki auðveldur heimasigur þýskra þegar 65.000 lesendur þýska bílatímaritsins Auto Motor und Sport gengu til atkvæða um kosti sinna bíla. Þvert á móti voru sigurvegararnir ótvírætt japanskir framleiðendur sem nánast í öllum stærðarflokkum komu best út. Það var aðeins í hópi lúxusbíla sem þýskir fóru með sigur af hólmi með Audi í broddi fylkingar, sjónarmun á undan BMW og Mercedes-Benz, hugsanlega vegna þess að Lexus hefur enn ekki náð mikilli fótfestu í Evrópu. Í hópi örbílanna var mest ánægja með litla Daihatsu Cuore, sem seldur er hér á landi fyrir um eina milljón króna. Minnst ánægja var hins vegar með Opel Agila sem ekki er seldur hérlendis. Í flokki minni millistærðarbíla er Toyota Corolla á toppnum en Fiat Bravo/ Brava á botninum. Það vekur at- hygli að í flokki stórra millistærð- arbíla fær Skoda Superb næst- hæstu einkunn, aðeins Lexus IS200 skákar honum. Bilanir í rafeindabúnaði Eigendur bílanna, eins til þriggja ára gamalla, voru beðnir um að leggja mat á sína bíla út frá ellefu meginatriðum, þ.e. framleiðslugæð- um, rekstraröryggi, aksturseig- inleikum o.fl. Eitt af því sem flestir settu út á voru bilanir í óhemju flóknu rafkerfi nýrra bíla, og þar er það flóknast í dýrari gerðum bíla. Leiðsögukerfi, bílsími, geislaspilarar og annar slíkur rafeindabúnaður olli mörgum höfuðverknum og í lúxus- bílaflokknum var meira um bilanir af þessu tagi en í ódýrari bílum. Einnig er hugsanlegt að eigendur dýrari gerða bíla séu kröfuharðari og sætti sig síður við smábilanir en aðrir. Mesta hrapið á listanum frá því hann var síðast birtur fyrir þremur árum fellur í skaut Mercedes-Benz sem fellur úr 7. sæti í það 17. Há- stökkvarinn er hins vegar Honda sem fer úr 14. sæti í það 3. og Daihatsu fer úr 20. sæti í það 8. VW hefur fátt til að gleðjast yfir því hann fellur úr 23. sæti í það 26. Japanskir sáu og sigruðu Morgunblaðið/Brynjar Gauti  65.000 þýskir eigendur eins til þriggja ára gamalla bíla hafa gefið bílum sínum einkunn. Mælikvarðarnir eru nokkrir, þar á meðal fram- leiðslugæði, aksturseiginleikar, rekstraröryggi, verð, búnaður og fleira. Örbílar 4 hjörtu: Daihatsu Coure, Mini. 3 hjörtu: Peugeot 106, Fiat Cinque- cento, VW Lupo, Citroen Saxo. 2 hjörtu: Smart, Renault Twingo, Seat Arosa, Nissan Micra, Ford Ka. 1 hjarta: Opel Agila. Smábílar 5 hjörtu: Honda Jazz, Toyota Yaris. 4 hjörtu: Skoda Fabia, Seat Ibiza. 3 hjörtu: Renault Clio, VW Polo, Seat Cordoba, Peugeot 206, Peugeot Partner. 2 hjörtu: Citroen Berlingo, Opel Corsa, Ford Fiesta, Renault Kangoo, Fiat Punto. Minni millistærðarbílar 5 hjörtu: Toyota Corolla, Audi A2, Mazda 323. 4 hjörtu: Alfa 147, Honda Civic, Skoda Octavia, Subaru Impreza, Seat Leon, Nissan Almera, Audi A3, Seat Toledo, Renault Megane, Peug- eot 307, Ford Focus. 3 hjörtu: VW Bora, Fiat Stilo, Opel Astra, Peugeot 306, VW Golf, Citr- oën Xsara. 2 hjörtu: Mercedes A, VW Beetle. 1 hjarta: Fiat Bravo/Brava. Stórir millistærðarbílar 5 hjörtu: Lexus IS 200, Mazda 6, Honda Accord, Toyota Avensis, BMW 3-serie Compact, Subaru Legacy, Mazda 626, BMW 3-línan stallbakur, Lancia Lybra, Audi A4, Mitsubishi Carisma. 4 hjörtu: Citroën C5, Volvo S60, Rover 75, Renault Laguna, Merce- des C-línan, Alfa 156, Nissan Prim- era, Saab 9-3. 3 hjörtu: Peugeot 406, Ford Mond- eo, VW Passat, Citroën Xantia, Opel Vectra, Volvo 40, Mitsubishi Galant, Jaguar X-type. Fjölnotabílar 4 hjörtu: Mazda Premacy, Nissan Almera Tino, Citroën Picasso, Mitsu- bishi Space Star. 3 hjörtu Opel Zafira, Ford Galaxy, Renault Scenic. 2 hjörtu: Kia Carnival, Toyota Yaris Verso, VW Sharan, Chrysler Voyager, Fiat Multipla, Chrysler PT Cruiser. 1 hjarta: Seat Alhambra, Mercedes V-línan. Heimild: Auto Motor und Sport. SÆNSKIR bílar menga mest af bíl- um í Evrópusambandslöndunum samkvæmt niðurstöðum árlegrar skýrslu ESB um koldíoxíðútlosun bíla. Bílar í Svíþjóð losa um 20% meira af koldíoxíði út í andrúmsloftið en í öðrum löndum ESB og er ástæð- an talin sú að Svíar aka frekar um á þungum og afmiklum bílum, sem aft- ur leiðir til meiri eldsneytiseyðslu og aukinnar mengunar. Samkvæmt nið- urstöðunum er koldíoxíðútlosun sænskra bíla 200,2 g/km, í Þýska- landi losa bílar 179,5 g/km og í Finn- landi 178,1 g/km, að því er fram kem- ur í frétt frá Aftonbladet. Sænskir bílar eru að meðaltali 12% þyngri og með 34% aflmeiri vél- ar en bílar í öðrum löndum ESB. Þá hefur það veruleg áhrif á þessar nið- urstöður að einungis 6% sænskra bíla eru með dísilvélar, sem gefa frá sér minna koldíoxíð en bensínvélar. Hlutfall dísilbíla í ESB er hins vegar 40%. Í frétt Aftonbladet segir að skatt- ur á dísilbíla sé mjög hár í Svíþjóð, en í útblæstri þeirra eru sótagnir sem taldar eru valda krabbameini og það hefur áhrif á skattlagninguna. Yfirvöld í Svíþjóð eru hins vegar að endurskoða skattastefnu sína varð- andi dísilbíla og er búist við tals- verðri fjölgun þeirra í Svíþjóð ef til- lögur að breytingum um skatta- lækkanir ná fram að ganga. Sænskir bílar menga mest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.