Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, setti alþjóðlegu bíla- sýninguna í Frankfurt í gær. Fyrstu tveir dagar sýningarinnar eru lokaðir almenningi og valsa þá útsendarar fjölmiðlanna um sali og kynna sér það nýjasta sem fram- leiðendur hafa fram að færa. Afar mikilvægir evrópskir sölu- bílar eru einmitt frumkynntir á bílasýningunni að þessu sinni og er óvenju mikið um frumsýningar. Mikill atgangur var í kringum af- hjúpun á nýjum Golf, fimmtu kyn- slóð þessa mikla sölubíls sem fyrst var kynntur til sögunnar fyrir meira en 30 árum og hefur nú selst í yfir 20 milljónum eintaka. Golf er orðinn breiðari, lengri og hærri Golf var um margra ára skeið söluhæsti bíllinn í Evrópu en hefur nú fallið niður í þriðja sæti á eftir Renault Mégane og Peugeot 206. VW notar sýninguna í Frankfurt til að fullvissa almenning, og sjálft sig, um að fyrirtækinu sé full al- vara með því að koma Golf aftur í fyrsta sætið. Það leyndi sér ekki að nýr Golf er orðinn breiðari, lengri og hærri en fyrri gerð en mesta útlitsbreyt- ingin er á framenda bílsins. Mikill öryggisbúnaður er í nýja bílnum, þar með taldir sex öryggispúðar og virkir hnakkapúðar, sem draga úr líkum á hálsmeiðslum í aftan- ákeyrslu. Þá vakti ekki síður athygli á VW-svæðinu nýr tveggja dyra op- inn sportbíll frá VW sem byggður er á sömu botnplötu og Golf. Bíll- inn kallast Concept R og er eins og nafnið gefur til kynna hug- myndabíll sem á að sýna hvaða leiðir VW sér færar í hönnunar- stefnu sinni. Bíllinn var sýndur með V6 vél, 265 hestafla og sam- kvæmt upplýsingum VW nær hann 100 km hraða úr kyrrstöðu á 5,3 sekúndum. Concept R var einn óvæntasti og glæsilegasti hug- myndabíll sýningarinnar. Annar magnsölubíll í Evrópu er sýndur á nýjum klæðum í Frank- furt. Opel Astra hefur í gegnum tíðina staðið í skugga Golf en engu að síður heyr hann harðan bar- daga við Golf í flokki lítilla milli- stærðarbíla. Astra er mun meira breyttur milli kynslóða en VW Golf. Nýr Astra kemur þó ekki á markað í Evrópu fyrr en næsta vor en fimmta kynslóð Golf kemur snemma á næsta ári á markað á Íslandi. Frumsýning á BMW X3-jeppling einn af hápunktunum Einn hápunktur sýningarinnar var frumsýning á BMW X3, jepp- ling í svipuðum stærðarflokki og Toyota RAV4, sem er mest seldi bíllinn í þessum flokki á Íslandi. BMW X3 var sýndur í kunnuglegu umhverfi á stórum skjám í BMW- höllinni. Myndefnið sem notað er í kynninguna og auglýsingar er fengið frá Íslandi. BMW X3 verð- ur smíðaður hjá Magna Steyr í Graz í Austurríki. Hann kemur á markað strax í haust í Evrópu en eitthvað síðar á Íslandi. Helsti markaður fyrir bílinn verður Evr- ópa. BMW sýndi líka hinn renni- Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Ný kynslóð Opel Astra var frumsýnd og vakti mikla athygli. Peugeot sýndi ekki arftaka 406-bílsins en gaf hugmynd um hvernig hann mun líta út með 407 Elixir-hugmyndabílnum. Margir nýir bílar frumsýndir Frumsýning á nýjum VW Golf, Opel Astra og Volvo S40 á bílasýningunni í Frankfurt var meðal hápunkta sýn- ingarinnar. Guðjón Guðmundsson kynnti sér það helsta sem bílaframleiðendur sýna þar í borg. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson BMW X3 og þar með hefst slagurinn við Toyota RAV4 um viðskiptin. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Land Rover sýndi Freelander af annarri kynslóð. Talsverð breyting er á bílnum framanverðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.