Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝ Fiat Panda er væntanleg á markaðinn í upphafi næsta árs, en nýi Pandabíllinn hefur verið hann- aður til að mæta harðri samkeppni á smábílamarkaðinum. Allt frá því að hinn smái Topolino kom fram á sjónarsviðið árið 1936 hefur Fiat náð að hanna og framleiða nokkra bestu smábíla sögunnar og má þar m.a. nefna Fiat Uno sem selst hef- ur best vegna þess hve vel tókst til við að „pakka“ bílnum saman. Fiat Panda kom fyrst á markað árið 1980, án alls skrauts og auka- hluta og sannkallað „bitabox“. Í dag hafa verið seldar meira en fjór- ar milljónir Pandabíla en nýja bíln- um er ætlað að bæta um betur. Bíll- inn er væntanlegur í upphafi næsta árs og hafa þegar sprottið upp deil- ur vegna nafnsins. Upphaflega átti nýja tegundin að heita Gingo en búið er að breyta nafninu aftur í Panda eftir að Renault kvartaði yf- ir því að nafnið væri of líkt Twingo, sem er einn af helstu keppinautum Panda ásamt Daihatsu Charade. Upprunalega Pandan þótti frek- ar hrjúfur og hávær bíll með tak- markaða áherslu á öryggisþætti. Nýi bíllinn er hins vegar hannaður með það í huga að auka samkeppn- ishæfni hans og er hann orðinn mýkri í akstri og rúmgóður miðað við stærð. Þá er lögð mikil áhersla á öryggisþætti og verður þetta fyrsti bíllinn í sínum flokki sem verður útbúinn með sex öryggis- loftpúðum, ABS- og EPS-bremsu- kerfum. Ný Panda þykir mýkri í akstri en forverar þessa bíls. Ný Panda frá Fiat ÞAÐ eru tíðindi þegar bílaframleið- andi sendir frá sér fyrsta nýja bíl- inn af tiltekinni gerð í sjö ár. Þetta á við um Mitsubishi Lancer sem kynntur var með pomp og prakt hjá Heklu nýlega. Lancer nafnið er 30 ára gamalt og snertir strengi í huga margra Íslendinga. Nýi bíllinn er sagður af níundu kynslóð. Tvær yfirbyggingar Nýi Lancer-inn er sannarlega breyttur og fáanlegur fyrst um sinn eingöngu í tveimur gerðum, þ.e. sem fernra dyra stallbakur og fimm dyra langbakur. Mitsubishi ætlar að reiða sig á Space Star fyrir þá sem kjósa fjölnotabíl. Enginn hlaðbakur er í boði en það hefur verið ein vin- sælasta gerð fólksbíla í Evrópu undanfarin ár. Ætla má þó að stall- bakurinn falli vissum kaupendahóp í geð, þeim sem vilja traustlega byggða og hefðbundna bíla til að sinna grundvallarþörfum í flutningi milli staða. Innbyrðis eru stallbakurinn og langbakurinn talsvert ólíkir. Stall- bakurinn er fremur hefðbundinn í lögun en nýr framsvipur með stórum lugtum og áberandi vatns- kassahlíf setur svip á hann. Lang- bakurinn hefur sama svipmót að framan en er óvenjulega brattur og þverskorinn að aftan og mun þess vegna skera sig úr fjöldanum. Frískað upp á stallbakinn Þegar stallbakurinn var kynntur blaðamönnum í Finnlandi fyrr í sumar virkaði hann í fyrstu á und- irritaðan eins og minni áhersla hefði verið lögð á hönnun yfirbygg- ingarinnar annars staðar en fram- an. Bíllinn virkaði fremur venjuleg- ur og eiginlega lítt spennandi. Þegar hann er hingað kominn er búið að fríska nokkuð upp á útlitið. Fyrir það fyrsta er bíllinn kominn á álfelgur sem staðalbúnað og auk þess er komin stór vindskeið ofan á skottlokið og vindkljúfur að framan. Vindskeiðin að aftan gerir bílinn meira að segja dálítið töffaralegan og líklega gæti bíllinn höfðað til yngri kaupenda fyrir vikið. Það er að segja ef menn eru sáttir við 1,6 lítra vélina sem prófunarbíllinn er með. Hún er tengd við fjögurra þrepa sjálfskiptingu með hand- skiptivali. Þetta er alveg þokkaleg gifting – bíllinn er þægilegur og viðráðanlegur í allri notkun og akst- urseiginleikarnir eru vissulega góð- ir, en talsvert er farið að skorta upp á aflið fyrir þá sem vilja taka af skarið í akstri. Vélin er metin til 98 hestafla og sjálfskiptingin tekur nokkuð til sín af aflinu. Í reynslu- akstrinum í Finnlandi var bíllinn líka prófaður með 1,6 lítra vélinni og beinskiptur og fannst talsverður munur á því hvað sá beinskipti er sprækari. En eins og fyrr segir er ekkert út á þetta að setja ef menn setja það ekki fyrir sig að stundum vantar að vélin gefi frá sér spark. Bíllinn er 12,6 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km hraða í bílnum bein- skiptum en ennþá lengur tekur að koma bílnum á þennan hraða sjálf- skiptum. Traustvekjandi aksturseiginleikar Að innan er allur frágangur góð- ur en langt er að frá því að brotið sé blað í efnisvali og hönnun að inn- an. Mælaborðið virka meira að segja dálítið plastlegt. Ágætt rými er í bílnum, sömuleiðis fótarými í aftursætum fyrir fullvaxna. Þeir kostir sem nýr Lancer hefur af að státa eru afar traustvekjandi aksturseiginleikar og góð hljóðein- angrun. Bíllinn hefur mikið veggrip og er fyrirsjáanlegur í allri venju- legri notkun sem er kostur. Þegar reynt er á hann til þrautar í beygj- um kemur þó í ljós tilhneiging til undirstýringar. Þá telst það ótví- rætt einnig til kosta að bíllinn er ansi vel búinn í staðalgerðinni. Vera má að ýmsir kæri sig ekkert um loftkælingu eða álfelgur, en hvort tveggja er staðalbúnaður í nýjum Lancer og eykur gildi bílsins að mati þess sem þetta skrifar. Þarna er sömuleiðis að finna ABS-hemla- kerfi með EBD-hemlunarátaks- dreifingu, sex öryggisloftpúða þannig að vel er gætt að öryggi bíl- stjóra og farþega. Sömuleiðis er í bílnum Alpine-hljómtæki með geislaspilara, fjarstýrðar samlæs- ingar og rafdrifnar rúður og spegl- ar, hiti í sætum, vindkljúfur og vindskeiðasett og þokulugtir að framan. Bíllinn kostar með sjálfskipting- unni 1.995.000 kr. Þetta er hærra verð en keppinautarnir bjóða. Toyota Corolla kostar t.a.m. 1.919.000 kr. og er með 110 hestafla vél og með 97 hestafla, 1,4 lítra vél- inni kostar hann 1.699.000 kr. bein- skiptur. Nissan Almera, með 1,8 lítra, 114 hestafla vél, sjálfskiptur, kostar 1.895.000 kr. Í þessum sam- anburði verður að hafa í huga stað- albúnað og þar stendur Lancer vel að vígi. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Stór vindskeiðin setur töffaralegan svip á bílinn. Óvenju hefðbundinn að innan. Staðalbúnaður er m.a. álfelgur og þokuljós. Vel búinn og traustur Lancer REYNSLUAKSTUR MMC Lancer Guðjón Guðmundsson Aðgangur að farangursrými er þrengri í stallbökum en hlaðbökum. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.