Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 B 9 bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Mitsubishi Pajero Pinin 2,0 árg. 2002, 5 gíra, ekinn 12 þús. Verð 2.030 þús. Toyota Avensis 2,0 Sol árg. 2003, sjálfsk., ekinn 6 þús. Verð 2.260 þús. Toyota Land Cruiser 100 árg. 2000, sjálfsk., ekinn 77 þús. Verð 4.650 þús. Toyota Rav 4 2,0 árg. 1998, 5 gíra, ekinn aðeins 65 þús. Verð 1.310 þús. 480 8000 Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið ÞEGAR haustar að og bjartar sum- arnætur hörfa fyrir náttmyrkrinu er nauðsynlegt að huga vel að ljósa- búnaði bílsins og vera vel upplýstur í skammdeginu. Ef annað framljósið bilar minnkar ljósmagnið um helm- ing og í raun gott betur. Þeir sem eru orðnir 40 ára þurfa tvöfalt meira ljósmagn til að sjá jafnvel og tvítugt fólk og þeir sem eru orðnir sextugir þurfa sexfalt meira ljós- magn en tvítugir til að sjá jafnvel frá sér. Það er bráðnauðsynlegt að öll höfuðljós bílsins virki eins og til er ætlast og gott ráð er að hafa aukaperur með í bílnum ef ljós hverfur á bílnum á dimmu og drungalegu kvöldi. Öll ökutæki eiga að vera búin fullnægjandi ljósabúnaði og um nokkurra ára skeið hafa íslenskir ökumenn verið skyldugir til að aka með full ljós allan sólarhringinn. Góður ljósabúnaður eykur bæði þitt eigið öryggi og annarra vegfarenda. Það er því skylda allra bíleigenda að tryggja að ljósin séu í lagi og hafa í huga að ólöglegt er að aka um með ljós sem ekki virka. Yfirleitt taka menn eftir því þeg- ar annað framljósið fer en önnur ljós þurfa einnig að vera í lagi og því nauðsynlegt að ganga af og til í kringum bílinn til að kanna önnur ljós bílsins. Einnig er gott að nota tækifærið þegar bíllinn speglast, t.d. í stórum rúðum, til að sjá hvort öll ljós loga eins og til er ætlast. Í ljósabúnaði venjulegrar bifreið- ar eru meira en 50 ljósaperur og leiðslur í metratali. Straumurinn liggur frá rafgeyminum eftir ýms- um leiðslum og kerfum og þegar eitt ljós fer eru allar líkur á því að peran hafi gefið sig. Ef hins vegar bæði hægra framljós og hægra aft- urljós hverfa á sama tíma er mögu- leiki á að kanna hvort eitthvað ann- að sé að en ónýtar perur. Oft kemur þá í ljós að öryggi er ónýtt og því er nauðsynlegt að kanna jafnan hvort öryggin séu í lagi áður en skipt er um ljósaperu. Þróun ljósabúnaðar á bílum hefur verið örust síðustu 25 árin en fyrsta rafljósið var sett í bíla árið 1908. Upp úr 1970 varð bylting í ljósa- búnaðinum þegar halogenljós voru fyrst sett í bíla. Halogenperur auka ljósmagnið um 100% miðað við þau venjulegu rafljós sem voru í bílum og búist er við að ný tegund ljósa valdi annarri byltingu innan skamms. Þessi nýju ljós eru tvöfalt öflugri en halogenljósin og eru þeg- ar komin í bíla frá Audi, BMW, Mercedes og Volkswagen. Í dag eru notuð halogenljós í flesta bíla en halogenperur eru fylltar með halogengasi. Ljósið verður til þegar straumur fer í gegnum málmþráð sem verður hvítglóandi. Hins vegar fer 95% af orkunni í 55 vatta peru í hita en að- eins 5% sést sem ljós. Halogenper- ur þola mun meiri hita en venjuleg- ar perur og því geta þær gefið tvöfalt meira ljósmagn. Stilla þarf ljósin rétt Hversu langt ljósin lýsa fram á veginn stjórnast jafnframt af því hvernig þau eru stillt. Nýrri teg- undir bíla eru oft útbúnar með raf- stýrðri ljósastillingu. Framljós sem er vanstillt um eina gráðu dregur úr lengd ljósgeislans fram á veginn um 47,5 metra. Annað sem rétt er að hafa í huga er að vanstillt ljós eru öðrum vegfarendum til ama þegar ljóskeilan lýsir í augu öku- manna og gangandi vegfarenda. Einnig þarf að hafa í huga að of- hlaðinn bíll getur breytt því hvernig ljósin lýsa frá bílnum. Stórt hlass í skottinu veldur sömu áhrifum og vanstillt ljós, þ.e. þyngslin lyfta bílnum að framan og ljósin lýsa of mikið upp. Mikilvægt er að kanna stillingar á ljósum a.m.k. einu sinni á ári og til þess að allt sé nú örugglega rétt stillt þarf fagmaður helst að sjá um verkið. Farið er yfir ljósastillingar í árlegu bifreiðaeftirliti. Gott að hafa í huga!  Þegar skipt er um ljósaperu eða unnið að viðgerð nálægt ljósum þarf að varast að hreyfa við stilling- arskrúfum. Ef þær eru hreyfðar af- stillast ljósin. Hægt er að sjá í leið- beiningabók bílsins hvaða skrúfur eru stillingarskrúfur.  Þegar skipt er um halogenperu er mikilvægt að snerta ekki glerið. Fingur skilja eftir sig fitubletti sem stundum safna í sig hita og í versta falli gefa perurnar sig þá eftir stutt- an tíma. Gott er að hafa umbúðir utan um glerið á perunni á meðan hún er sett í. Ef glerið óhreinkast þarf að hreinsa peruna með spritti og þurrka hana vel með klút sem ekki skilur eftir sig ló.  Mikilvægt er að nota alltaf samskonar peru og var í ljósinu. Ef þar var t.d. H4-pera verður alltaf að setja nýja H4-peru í staðinn til þess að hún passi rétt við rafskautin í ljósinu.  Ef þú vilt setja nýja peru með fleiri vöttum þarf líka að skipta um í hinu ljósinu. Það er þó ekki ráðlegt og jafnvel ólöglegt að nota sterkari perur en 55 vatta. Ef ætlunin er að fá meira ljós fæst það ekki með því að setja sterkari peru í. Til þess að fá aukalýsingu þarf að setja auka- ljósabúnað á bílinn. Sterkari pera veldur líka vandamálum, eins og styttri endingu perunnar og aukinni hitamyndun sem getur leitt til þess að hlutir í ljóshylkinu bráðna. Ljósin í myrkrinu vísa veginn Morgunblaðið/Golli Auk þess að lýsa upp myrkrið setur ljósabúnaður jafnan svip á útlit bílsins. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Án góðra framljósa er ökumaður nánast blindur í skammdeginu. STÆRSTI bifreiðaeigendaklúbbur í Evrópu, þýski ADAC, segir að V-Power bensín frá Shell bæti ekki hröðun eða afl bíla. Þetta eigi einnig við um aðrar gerðir ofurbensíns frá öðrum olíufé- lögum. Dönsku systursamtökin FDM taka í sama streng og segja að fyrir langflesta bílaeigendur sé það sóun á peningum að kaupa V-Power bensín. V-Power bensín er 99 oktana og kost- ar lítrinn nú 106,40 kr. en lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 97,60 með fullri þjónustu. Forstöðumaður FDM ráðleggur dönskum bílaeigendum að nota ein- göngu venjulegt bensín og spara með því peninga. Athygli vekur einnig að í Danmörku er verðmunur á 95 oktana bensíni og V-Power yfirleitt um 23 danskir aurar á hvern lítra, eða um 2,75 ÍSK. en hér á landi er verðmun- urinn 8,80 ÍSK á lítra. Miðað við tank- fylli, 60 lítra, er því verið að greiða 528 krónum meira fyrir V-Power en venjulegt 95 oktana bensín. Miðað við 3.000 lítra bensínnotkun á ári eru greiddar 26.400 kr. meira fyrir V-Power. ADAC prófaði V-Power sem selt er í Þýskalandi og vildi athuga hvort varan stæði undir þeim fyr- irheitum sem gefin eru í markaðs- setningu hennar. Niðurstaðan var sú að það gat hún ekki. „V-Power stendur ekki undir væntingum,“ segir í nið- urstöðum ADAC sem prófaði bensínið íVW Golf 1,4 16v, BMW 316i, Audi A3 2,0 FSI og Porsche Boxster. ÍÞýskalandi er V-Power markaðs- sett undir þeim formerkjum að það auki afl bílanna um allt að 10% en nið- urstöður ADAC eru þær að engin af- laukning verður í Golf, afl í Porsche eykst hámark um 2% en hröðun Audi og BMW úr kyrrstöðu í 100 km hraða minnkaði um 1%. Í mælingunum er niðurstaðan í öllum tilfellum innan skekkjumarka. Með öðrum orðum þá hefur V-Power engin áhrif á aflið. Mæl- ingin fór þannig fram að sams konar bíl var ekið á snúningskeflum með full- an tank af venjulegu bensíni og V-Power sem er sama aðferð og Shell í Þýskalandi notaði til að fá sínar nið- urstöður um ágæti V-Power. V-Power sóun á peningum að mati ADAC ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impreg- ilo S.p.A hefur gengið frá samningi um kaup á 18 tækjum af Sandvik Min- ing and Construction, en Kraftvélar ehf. er umboðsaðili fyrirtækisins á Ís- landi. Um er að ræða 13 borvagna, 3 hjólaskóflur sérútbúnar til ganga- gerðar og 2 námugröfur. Hin góða reynsla sem fengist hefur af Tamrock í hinum ýmsu heimshlutum ásamt sterkri stöðu vörumerkisins á Íslandi hafði mikið með þetta val að gera, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kraftvélum. Megnið af því efni sem fer í sjálfa Kárahnjúkastífluna verður borað út með Tamrock bor- vögnunum, en stíflan verður 190 metra há og 750 metra breið. Meðan á stíflugerðinni stendur verður Jök- ulsá á Dal leidd í gegnum hjáveitu- göng, sem einnig verða boruð með Tamrock borvögnum. Jafnframt þarf að bora um 40 km löng göng frá Hálslóni að Teigsbjargi, en þar nýtast vel hinar sérútbúnu lágbyggðu hjóla- skóflur. Eins og gefur að skilja verður geysimkið álag á þessum tækjum, og sjá Kraftvélar ehf. í samvinnu við Sandvik Tamrock Norge um alla þjón- ustu við þau á framkvæmdatímanum. Tamrock-borvagnar eru afkastamikil tæki sem notuð verða við gerð ganga við Kárahnjúkavirkjun. 18 tæki til Kárahnjúka- virkjunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.