Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.09.2003, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 BONUS Stores, dótturfyrirtæki Baugur Group í Bandaríkjunum, mun á næstunni selja eða loka öll- um verslunum sínum. Eins og fram hefur komið er Bonus Stores í gjaldþrotameðferð, sem kallast Chapter 11, og ætlunin hafði verið að selja eða hætta rekstri stærsta hluta verslana fyrirtækisins. Fyr- irhugað var að halda áfram rekstri hluta verslananna, en nú hefur borist tilboð í þær. „Það er fagnaðarefni að betur hefur gengið hjá Bonus Stores að selja búðirnar en menn þorðu að gera sér vonir um þegar þetta ferli hófst, þ.e. Chapter 11 ferlið. Þetta þýðir að meirihluti búðanna heldur áfram starfsemi og meirihluti starfsfólks heldur vinnu sinni. Baugur er nú að losa sig út úr fjár- festingum í Bandaríkjunum og mun einbeita sér að Bretlandi og Norðurlöndunum,“ segir Jón Scheving Thorsteinsson, yfirmað- ur erlendrar fjárfestingar hjá Baugi. Yfir 200 verslanir seldar Baugur hóf þátttöku í rekstri lág- vöruverðsverslana í Bandaríkjun- um fyrir um fjórum árum. Óx sú starfsemi hratt, aðallega árið 2001 með kaupum á lágvöruverðskeðj- unni Bill’s Dollar Stores sem rak yfir 400 verslanir. Sú keðja var þá í gjaldþrotameðferð. Í fyrra var til- kynnt um erfiðleika í rekstri Bon- us Stores og í lok júlí síðastliðins óskaði fyrirtækið eftir gjaldþrota- meðferð. Þá voru rúmlega 300 verslanir eftir í verslanakeðjunni og fyrirhugað var að selja eða hætta rekstri 214 þeirra, en reka áfram 97 verslanir. Nú hefur borist bindandi tilboð í þessar 97 verslanir frá fyrirtækinu Variety Wholesalers og ákveðið hefur verið að taka því tilboði nema hærra verð verði boðið, en vegna reglna sem gilda um Chapt- er 11 verður að halda uppboð á verslununum þó að tilboð hafi komið fram. Tilboð Variety Whole- salers er ekki gefið upp, en upp- hafsboð á fyrirhuguðu uppboði er rúmar 10 milljónir Bandaríkja- dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Á þriðjudaginn í næstu viku mun dómstóll taka afstöðu til nið- urstöðu uppboðsins. Auk tilboðsins í þessar 97 versl- anir, sem litið hefur verið á sem kjarna fyrirtækisins, hafa borist tilboð í 113 af þeim 214 verslunum sem þegar hafði verið fyrirhugað að selja eða hætta rekstri á. Var- iety Wholesalers býður einnig í rúmlega 30 þeirra verslana, en aðrir bjóðendur eru Dollar Gener- al, sem býður í 28 verslanir, Fam- ily Dollar, sem býður í 25 verslanir, Duckwall, sem býður í 25 verslan- ir, og Fred’s, sem býður í 2 stór- verslanir, eða svokölluð Super- center. Tap Baugs um 3 milljarðar Þessar verslanir munu allar ganga í gegnum sama ferli og þær 97 sem áður er getið um og verða seldar að því loknu. Starfsemi þeirra versl- ana sem ekki seljast nú verður hætt. Staðan gagnvart kröfuhöfum er þannig að Fleet Bank, sem er eini bankinn sem Bonus Stores skuldaði fé, hefur fengið allt sitt greitt. Ekki er hins vegar komið í ljós hve mikið birgjarnir fá greitt, en fyrirsjáanlegt þykir að hluti krafna þeirra muni tapast. Baugur á meirihluta í Bonus Stores og gert er ráð fyrir að tap Baugs af þessari fjárfestingu verði um eða yfir 3 milljarðar króna. Baugur hættir starf- semi í Bandaríkjunum Bonus Stores mun á næstunni selja allar verslanir sínar eða hætta rekstri þeirra. Baugur mun einbeita sér að Bretlandi og Norðurlöndunum Baugur hefur ákveðið að hætta starfsemi í Bandaríkjunum en bindandi tilboð hefur borist frá fyrirtækinu Variety Wholesalers í þær 97 Bonus Stores-verslanir sem ætlunin var að reka áfram. Morgunblaðið/Kristinn VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI lækk- ar í dag vexti óverðtryggðra og verð- tryggðra inn- og útlána. Lækkunin kemur til vegna vaxtaþróunar og sterkrar lausa- fjárstöðu Kaupþings-Búnaðarbanka. Bankinn tekur nú ákvörðun um að breyta vöxtum óverðtryggðra liða án þess að til komi vaxtabreyting hjá Seðlabanka Íslands en hingað til hefur bankinn fylgt eftir vaxtalækkunarferli Seðlabankans og lækk- að óverðtryggð kjör til samræmis við vaxta- breytingar Seðlabankans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Vextir óverð- tryggðra útlána lækka um 0,15 til 0,25 pró- sentustig og vextir verðtryggðra útlána lækka um 0,20 prósentustig. Þar má nefna að kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka úr 8,70% í 8,45% eða um 0,25 pró- sentustig og kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa lækka úr 6,60% í 6,40%. Vextir verðtryggðra innlánsreikninga lækka á sambærilegan hátt. Ákvörðunin er tekin í ljósi þróunar undanfarinna mánaða en ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur verið að síga niður á við,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að breyta vaxtaálagi á þrepum Markaðsreiknings en sá reikningur tekur mið af ávöxtun á mark- aði á hverjum tíma. Vextir reikningsins verða á bilinu 4,30% til 5,00%. Vextir Eignalífeyrisbókar, sem er fyrir 60 ára og eldri, verða 5,00%. Ávöxtun Markaðs- reiknings og Eignalífeyrisbókar var sú hæsta meðal sambærilegra reikninga á fyrri árshelmingi þessa árs. Þá hefur verið ákveðið að lækka fasta vexti húsnæðis- og sumarbústaðalána um 0,20 prósentustig. Vextir þessara lána verða á bilinu 6,75% til 9,25% eftir veðsetn- ingarhlutfalli. V E X T I R Kaupþing- Búnaðar- banki lækk- ar vexti Engin vaxtalækkun hjá Seðlabankanum S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Aukin verðbólga Vísitala neysluverðs hækkar um 0,71% 2 Stormur í vatnsglasi Milljarðamálaferli SCO gegn IBM 6 FLEIRI KOSTIR Í BÍLAMÁLUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.