Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                             !                "# " $       !" # $   % &   '  (  ) %" %    ** %+ % )#,%-"  .!   $%+-% /0 )* )%%  ,. " , )   )* )%% (   #%/ # %*   )0" ') %)+   ,/ .      ' #%  ) %   ) 1 2 ) '.%% ', ,0   " 3   % , -%*" ) '  1  44 BANDARÍSK stórfyrirtæki sýna nú aukinn áhuga á að auglýsa vörur sínar á Netinu, en verulega dró úr netaug- lýsingum eftir að netbólan svokallaða sprakk. Frá þessu segir í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal, WSJ. Sala vefauglýsinga jókst upp í 3,2 milljarða Bandaríkjadala á fyrri helm- ingi þess árs úr 2,8 milljörðum á sama tíma í fyrra, samkvæmt sam- antekt netrannsóknarfyrirtækisins Evaliant sem vitnað er til í frétt blaðs- ins. Samkvæmt frétt WSJ á nýtt form auglýsinga, til dæmis hreyfimyndir sem renna yfir skjáinn, sinn þátt í batanum sem er að verða. Vöxtur í háhraða net- tengingum hefur einnig gert Netið að enn meira aðlaðandi miðli fyrir auglýs- endur þar sem skemmri tíma tekur fyr- ir notandann að hlaða niður vönduðum hreyfimyndum með háhraða netteng- ingu. Þá eru leitartengdar auglýsingar sem birtast til hliðar við leitarnið- urstöður á síðum leitarvéla eins og google.com sem dæmi, sérstaklega vinsælar. Sala á slíkum auglýsingum nærri þrefaldaðist á fjórða ársfjórð- ungi 2002 miðað við sama tímabil 2001, og nam 330 milljónum dala. Þessi aukning gefur fyrirtækjum eins og Yahoo og Google mikinn hags- auka. Yahoo spáir því til dæmis að tekjur fyrirtækisins muni aukast um 37% á þessu ári, að hluta til vegna aukningar í auglýsingasölu. Gott að ná til unglinga Netið er samkvæmt frétt WSJ sér- staklega góður auglýsingamiðill fyrir þá sem vilja ná athygli unglinga. Skýrsla sem blaðið vitnar til sýnir að ungt fólk á aldrinum 13–24 ára eyðir að meðaltali 16,7 tímum á viku á Net- inu, og þá eru tölvupóstsskrif undan- skilin. Með þessa staðreynd í huga auglýsir risafyrirtækið Procter og Gamble nú Always-dömubindi sín á Yahoo-síðum, til að ná til stúlkna á aldrinum 13–17 ára. Auglýsingarnar hafa skilað miklum árangri, en auglýs- ingar fyrirtækisins beina stúlkum inn á vefsíðuna BeingGirl.com, þar sem hreinlætisvörur fyrirtækisins fyrir stúlk- ur í þessum aldurshópi eru kynntar. Í grein WSJ er tekið annað dæmi um árangur af notkun Netsins í mark- aðssókn til unglinga. Sælgætisfram- leiðandinn Perfetti sem framleiðir Mentos-sælgætið lét t.d.framleiða ókeypis gagnvirkan snjóbrettaleik þar sem netnotendur geta rennt sér niður braut, og tekið upp orkupunkta í líki mintuboxa, auk þess sem við snjó- brettabrautina eru alls staðar áber- andi skilti með Mentos-auglýsingum. Svartsýnisraddir á sveimi En þrátt fyrir þessar góðu fréttir eru alltaf einhverjar svartsýnisraddir á sveimi. Búist er við að auglýsingatekjur Netrisans America Online sem er hluti af fjölmiðlasamsteypunni AOL Time Warner dragist saman um að minnsta kosti 50% á þessu ári. Ástæðan er einkum sú að á sínum tíma gerði America Online milljóna dollara auglýsingasamninga við ýmis fyrirtæki sem bundnir voru til nokkurra ára, en samningar þessir eru margir að renna sitt skeið um þessar mundir. Markaðsrannsóknarfyrirtækið eMarketar í New York segir að hlutfall fjármagns sem eitt er í birtingu net- auglýsinga í heildarauglýsingaflórunni muni standa í stað í ár í 2,5%. Margir eru enn vantrúaðir á auglýs- ingamátt Netsins. Segja þeir að enn vanti á að hægt sé að mæla nógu vel marksækni aug- lýsinganna og vilja halda að sér hönd- um áður en þeir auka hlutdeild net- auglýsinga í birtingaáætlunum sínum. Nýleg könnun unnin af Gartner- fyrirtækinu styður þetta upp að vissu marki en þar segir að 60% af fólki sem notar fjölmiðla reglulega telji að netauglýsingar séu ekki eins áhrifarík- ar og auglýsingar í hefðbundnum miðl- um; sjónvarpi, blöðum og tímaritum. Auglýsingamáttur Netsins vex Meðal fyrirlesara er Luis Sanz, framkvæmdastjóri alheimssam- taka vísinda- og tæknigarða. Jón Hreinsson, rekstrarstjóri Frumkvöðlaseturs Impru, segir að vísinda- og tæknigarðar hafi sann- að sig sem góð tæki til að efla ný- sköpun og samkeppnishæfni þjóða. Markmiðið með ráðstefnunni sé að efla umræðu um þessi mál hér á landi. Ráðstefnan, sem ber heitið The Bridge over Troubled Water, verð- ur á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík og hefst kl. 9 í dag. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um gildi vísinda- og tæknigarða fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköpun verður haldin hér á landi í dag og á morgun. Að ráðstefnunni standa Iðn- tæknistofnun, Aflvaki, Nýherji, Háskóli Íslands, Frumkvöðlasetur Norðurlands og Nýsköpunarsjóð- ur. Á ráðstefnunni munu erlendir sérfræðingar í rekstri vísinda- og tæknigarða flytja erindi auk Ís- lendinga sem unnið hafa að þess- um málum. Alþjóðleg ráðstefna um vísinda- og tæknigarða VERÐBÓLGA án húsnæðis mælist í september 0,7% samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 0,7% síðustu 12 mánuði. Með húsnæði hefur vísitalan hækkað um 2,2% síðustu 12 mánuði sem er enn nokkuð undir verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%. Vísitalan hefur hækkað um 0,71% frá fyrra mánuði og er nú 227,9 stig. Án húsnæðis er vísitalan hins vegar 222,7 stig sem er 0,77% hækkun frá því í ágúst. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að hækkunin sé í samræmi við spá bankans. Hann segir aðspurður að hækkunin nú gefi ekki tilefni til þess að hækka stýri- vexti á næstunni. Í frétt frá Hagstofu Íslands eru nefndir nokkrir helstu liðir sem áhrif hafa á vísitöluna. Þar segir að sum- arútsölum sé nú víða lokið og hafi verð á fatnaði og skóm hækkað um 6,8% og haft 0,34% áhrif á vísitöluna. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,0% sem hefur 0,12% áhrif á vísitöl- una og verð á bensíni og olíu hækk- aði um 2,6% sem þýðir 0,10% áhrif á vísitöluna. Stingur í augun Ólafur Darri Andrason hagfræðing- ur Alþýðusambands Íslands segir að hækkun vísitölunnar sé í stórum dráttum eins og búist hafi verið við. „Það sem stingur svolítið í augun er hækkun hins opinbera á vörum og þjónustu. Þar á ég við hækkanir á rafmagni og hita, auk þess sem tón- listarnám er að hækka töluvert sem er beint eða óbeint frá hinu opinbera komið.“ Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að hækkun vísitöl- unnar sé nokkuð meiri en búist hafi verið við og meiri hækkun heldur en undanfarin ár í þessum mánuði. „Skýringanna er að leita í fáum ein- stökum þáttum, en í heildina litið eru aðrir liðir í þokkalegu jafnvægi og áhrif gengislækkana íslensku krón- unnar eru ekki sjáanleg.“ Umfram væntingar Greiningardeildir bankanna eru nokkuð sammála í umfjöllun sinni um vísitöluhækkunina, en bankarnir þrír, Landsbanki, Kaupþing Búnað- arbanki og Íslansdbanki, segja hana vera umfram væntingar, þ.e. hærri en spár gerðu ráð fyrir. „Þó verðbólgan sé enn lág má segja að aukning hennar á milli ágúst og september efli Greiningu ÍSB í þeirri trú sinni að Seðlabank- inn vilji halda stýrivöxtum sínum óbreyttum fram á næsta ár og að næsta vaxtabreyting verði til hækk- unar en ekki lækkunar,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka og bætt er við að verðhækkanirnar nú séu nokkru meiri en á sama tíma und- anfarin ár. „Má vera að þar sé um að ræða að útsölulok hafi verið fyrr á ferðinni en áður og/eða að gengis- lækkun krónunnar undanfarna mán- uði sé að valda hækkunum verðlags.“ Greiningardeild Landsbankans segir greinilegt að áhrifa veikari krónu sé farið að gæta í verðmæl- ingum. Verðbólga án húsnæðis 0,7%                                       !"#   $ % &'()! # * *     ! " #$   % &#   '(&!)*" +"" , !     +*(,' , !!  $  '(&  ! + ","-"&$(!* .-.    ' "-& )&-   % *" - !"!    $ -)'".' , .    /#& &0,"   1#,& !" , !!"!     /0("'12 )!#*', *   !! !   '# -  ""! &*"    2*   3#! &     !"#$# %&' $(&)* +,-   3  ./0      .1/20 ./20   3 3 4 $ 4       4      Meðal annars hefur hækkun á rafmagni og hita áhrif auk þess sem tónlistarnám hækkar töluvert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.