Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 B 3 NVIÐSKIPTI HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Tölvubankinn hf. hefur sent frá sér þriðju útgáfuna af Tel-Info, sem er upplýsingakerfi á símstöðvar fyrir- tækja, en hugbúnaðurinn er búinn að vera í þróun hjá fyrirtækinu frá 1996. Tel-Info er upplýsingamiðill sem sýnir yfirlit yfir símakostnað, mælir álag og birtir svartíma sím- svörunar. Hægt er að kalla fram upplýsingar sem grafískt súlurit, lista á skjá eða skýrslu á prentara. Með nýju útgáf- unni er einnig hægt að sníða allar upplýsingar að vali notanda og láta kerfið senda sjálfvirkt í tölvupósti hvenær sem er. Sem dæmi er hægt að fá skýrslu á klukkutíma fresti yfir þau símanúmer sem ekki náðu sam- bandi. Þá er hægt að fá daglegt/viku- legt/mánaðarlegt yfirlit yfir ýmsar samantektir svo sem símanotkun á GSM og langlínu, álagsmælingar og meðaltals svartíma. Nýja útgáfan byggir á öflugri gagnagrunni, sem er öruggari og hraðvirkari en gagna- grunnur eldri útgáfa. Kerfið hefur nú verið prófað á miklu magni upp- lýsinga og hefur staðist það ágæt- lega, að sögn fyrirtækisins. Guðjón H. Bernharðsson, fram- kvæmdastjóri hins 22 ára gamla Tölvubanka, segir að fjölmörg ís- lensk fyrirtæki hafi í áranna rás tek- ið Tel-Info í notkun, en yfir 50% af 100 stærstu fyrirtækjum landsins hafa yfir að ráða lausnum frá Tölvu- bankanum. Tel-Info á CeBIT Þá hyggur fyrirtækið á landvinninga með Tel-Info á erlendum vettvangi. Meðal annars hefur Tel-Info verið sýnt á tæknisýningunni CeBIT í Hannover í Þýskalandi, hjá fyrir- tækinu NEC Infrontia Nordic í Nor- egi og Ascom í Danmörku. Guðjón segir að búnaðurinn hafi fengið mikla athygli og hefur hann ekki orð- ið var við mikla samkeppni frá öðr- um framleiðendum. „Við höfum skoðað mörg sam- bærileg kerfi, m.a. á CeBIT, þegar önnur útgáfa Tel-Info var í notkun. Okkar tilfinning var sú eftir skoðun á kerfum annarra að við ættum ekki að hræðast samkeppni.“ Guðjón segir að þrátt fyrir áhuga á því að koma búnaðinum á kortið erlendis séu enn miklir sölumöguleikar til staðar hér á landi, hjá þeim sem vilja hafa yf- irsýn yfir símakostnað og bæta sím- svörun. „Það sem skiptir einnig máli þegar sótt er á erlenda markaði er hversu lengi kerfið hefur verið í notkun hér á landi. Stöðug þróun þess hefur sýnt að það getur sparað fyrirtækj- um háar fjárhæðir á skömmum tíma,“ segir Guðjón. Kerfi fyrir greiðslukort í Tékkóslóvakíu Tel-Info er ekki fyrsta lausnin frá Tölvubankanum, þar sem nú starfa sjö manns, sem er kynnt erlendis. Fyrirtækið ásamt Kreditkortum hf. seldi eigin umsýslubúnað fyrir greiðslukortakerfi til Tékkóslóvakíu og Tyrklands frá 1990–1992, en á því tímabili var útflutningur á hugbún- aði um 50% af tekjum félagsins. Ekkert varð af frekari sölu á bún- aðinum vegna skatta sem fyrirtæk- inu var gert að greiða í Tékkóslóv- akíu, en búnaðurinn er engu að síður enn að hluta til í notkun í Tékklandi, að sögn Guðjóns. Tölvubankinn hefur þróað fleiri lausnir á liðnum árum, svo sem Gagnver.net, sem tengir ólík vinnslukerfi í rekstri fyrirtækisins við eitt fyrirspurnar- og úrvinnslu- kerfi. Með Gagnaver.net lausninni getur notandi fylgst með rekstri fyr- irtækisins í gegnum vefviðmót eða með notkun lófatölvu. Slíkt kerfi verður sett upp hjá Hafnarfjarð- arbæ í þessum mánuði, en eldri út- gáfa þess er nú þegar í notkun hjá BYKO og fleirum. Þá hefur Tölvubankinn þróað tímaskráningarkerfi, sem heldur ut- an um viðverutíma starfsmanna ásamt útreikningi á dag- og yfir- vinnutíma. Með því er einnig hægt að halda utan um sumarfrí og aðra fjarveru starfsmanna. Á skjá allra starfsmanna er hægt að fá yfirlit um hvar hver er auk þess að senda skila- boð á milli. Tel-Info sýnir yfirlit yfir símakostnað BORGARAPÓTEK hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en því var lokað í sumar vegna rekstrarerfiðleika. Borgarapótek er einkahlutafélag í eigu 10 hluthafa. Sigurmar K. Albertsson hrl. skiptastjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að kröfur væru ekki byrjað- ar að berast í búið en í skiptabeiðninni hefði verið talað um að kröfur væru tugir milljóna króna umfram eignir. Eignir búsins eru helst húseignin sem apótekið var í að Álftamýri 1–5, auk birgða á lager. Skiptafundur hefur verið ákveðinn 21. nóvember nk. Borgar- apótek gjaldþrota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.