Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 8
  -5567+ 589:;%-<5=5+-5;>?5 -5; 9@5+A5BC 78+  B   B    B   B    B   B    B   B     B    " )"  0 ( -&0&"- !!" * -"  !$-*&"!& %&' %()%*+ ,-+%*. ;A;9 5A@+D; %/- ,/* %/* %&* /+58A8+  B ,-/ ?5 -5; DE6FG5?A ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með viðskiptum í Kauphöll Íslands að síðasta hálfa mánuðinn hafa innherjar í Sjóvá-Almennum verið iðnir við að selja hluti sína í félaginu. Salan kemur í fram- haldi af því að undir lok síðasta mánaðar efndi félagið kauprétt- arsamninga sem gerðir voru í september árið 2000 við starfs- menn þess. Tilkynnt var til Kauphallarinnar um 17 innherja í Sjóvá-Almennum sem hefðu keypt hlutabréf í félaginu sam- kvæmt þessum samningi, en síð- an hafa borist tilkynningar um sölu 16 þessara innherja á hlutabréfum í félaginu. Allir nema einn, sem að vísu er for- stjóri félagsins, hafa því selt hluti sína og samtals hafa þessir 16 selt meira en allt það sem þeir keyptu nú. Tilgangurinn með kaupréttar- samningum er að hvetja starfs- menn til góðra verka með því að samræma hagsmuni þeirra og eigenda fyrirtækisins sem þeir starfa hjá. Að því leyti eru slíkir samningar jákvæðir og hluta- bréfaeign starfsmanna getur vakið traust með fjárfestum. Mjög áberandi hlutabréfasala hefur hins vegar öfug áhrif og er ekki jákvætt merki fyrir fjár- festa, enda getur hún bent til að þeir sem best þekkja til félags- ins telji að hlutabréfaverð þess sé þegar orðið í nokkuð hátt. Þetta leiðir hugann einnig að því hvort kaupréttarsamningar eru jafnæskilegir fyrir skráð fyrirtæki og oftast er haldið fram, eða að minnsta kosti hvort skynsamlegt væri fyrir fyrir- tækin að breyta ákvæðum þeirra. Það gæti til að mynda komið til greina að kveða á um að starfsmenn þyrftu að eiga bréf- in um lengri tíma, jafnvel á meðan þeir starfa hjá fyrirtæk- inu. Þetta er þó illframkvæm- anlegt, enda hlutabréfakaup vegna kaupréttarsamninga, rétt eins og önnur hlutabréfakaup, stundum fjármögnuð með lánsfé. En þá gæti komið til greina fyrir fyrirtæki sem vilja tengja saman hagsmuni starfs- manna og hluthafa að greiða starfsmönnum hluta launanna með hlutabréfum og gera um leið kröfu um að þeir eigi bréfin um lengri tíma. Sala innherja fyrir birt- ingu uppgjörs Þó að hin mikla sala innherja í Sjóvá-Almennum veki upp ýms- ar spurningar, bæði um gengi fyrirtækisins og kaupréttar- samninga almennt, þá er ekkert við sölu þessara innherja að at- huga að öðru leyti. Þeir selja á þeim tíma sem æskilegast er að innherjar selji, þ.e. skömmu eft- ir birtingu uppgjörs þegar hugs- anlegur munur á þeim upplýs- ingum sem innherjar og almennir fjárfestar hafa er minnstur. Hið sama á þó ekki við um öll viðskipti innherja í kringum birtingu milliuppgjörs að þessu sinni. Í einu af Úrvalsvísitölu- fyrirtækjunum, Eimskipafélag- inu, gerðist það að þessu sinni að viku fyrir uppgjör seldi inn- herji sem sæti á í stjórn Burð- aráss hluta bréfa sinna í félag- inu. Þetta er ekki óheimilt ef félagið hefur ekki sett sér regl- ur um að líta skuli á ákveðið tímabil fyrir birtingu uppgjörs sem lokað tímabil, en engu að síður óæskilegt. Ástæðan fyrir því að þetta er óæskilegt er að svo skömmu fyrir uppgjör geta fjárfestar óttast að innherjinn hafi ef til vill fengið upplýsingar um gengi fyrirtækisins, þó að svo þurfi alls ekki að vera. Fyrir skráð fyrirtæki er hins vegar mikilvægt að öll innherjavið- skipti séu hafin yfir allan vafa og þess vegna getur verið æski- legt fyrir þau að heimila ekki viðskipti innherja í ákveðinn tíma fyrir uppgjör. Í leiðbeinandi tilmælum Fjár- málaeftirlitsins um reglur útgef- enda verðbréfa um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja er ekki kveðið á um að skráð fyrirtæki verði að taka upp slík „lokuð tímabil“. Þar er hins vegar fjallað um slík tíma- bil og nefnt að þau gætu verið „síðustu vikur“ fyrir birtingu uppgjöra. Ástæðan er sögð sú að viðskipti á þessu tímabili geti verið tortryggileg og haft skað- leg áhrif á útgefanda og mark- aðinn í heild. Innherjar selja Innherji skrifar innherji@mbl.is UNIVERSAL, helsti útgefandi tónlisardiska í heiminum, ætlar að lækka heildsöluverð geisladiska um 30% til að hleypa lífi í sölu tón- listar á geisladiskum. Universal telur að fari smásölu- verð á geisladiskum niður fyrir 13 Bandaríkjadali stykkið, eða rúmar 1.000 krónur, kaupi fólk í auknum mæli diska. Samkvæmt frétt í The New York Times endurspeglar ákvörðun fyrirtækisins ljóslega þann vanda sem hefur skapast vegna ókeypis miðlunar tónlistar á Netinu, en margir telja hana ábyrga fyrir því að sala á geisla- diskum hefur dregist verulega saman. Söluaukning á Íslandi Ragnar Birgisson framkvæmda- stjóri Skífunnar segir að hjá Skíf- unni hafi ekki verið rætt um lækk- un af þessu tagi enda selji Skífan diska á ýmsum verðum þar sem til- boð eru af margvíslegum toga og hægt að fá gamalt og nýtt efni á góðu verði. Hann segir að Ísland sé eitt af fáum löndum þar sem sala á tónlist hefur ekki dregist saman, hún hafi þvert á móti auk- ist. „Ísland er eitt af fáum löndum með vöxt í sölu tónlistar, bæði á ís- lensku og erlendu efni. Þau lönd þar sem sala hefur minnst dregist saman eða staðið í stað eru lönd sem lagt hafa áherslu á útgáfu inn- lends efnis eins og við höfum gert. Útgáfa á íslensku efni hefur aukist um 35% fyrstu 8 mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.“ Ragnar segir að Netið sé ekki að setja strik í reikning Skífunnar. „Ég held að það sé að draga úr því að fólk sæki sér efni á netinu í gegnum miðlarasíður. Fólk vill eiga tónlistina í réttum umslögum, auk þess sem verðin á markaðnum eru miklu betri en verið hefur,“ sagði Ragnar Birgisson. Vilja lækka í 10 dollara Samkvæmt nýrri verðskrá Uni- versal fer heildsöluverð á diskum fyrirtækisins úr 12,02 Bandaríkja- dölum á hvern disk niður í 9,09 dollara. Fyrirtækið ætlast í fram- haldinu til að smásalar lækki verð geisladiska niður í 12,98 Banda- ríkjadali en smásöluverð hefur ver- ið á bilinu 16,98–18,98 dollarar á disk. Vonast Universal jafnvel til að hægt verði að lækka smásölu- verð hvers disks niður í allt að 10 dollara. Þegar geisladiskar komu fyrst á markað var verð þeirra 15,98 Bandaríkjadalir og hafa þeir hækkað jafnt og þétt í verði síðan. „Tónlist á ekki að vera einhver lúxusvara,“ segir Josh Bernoff, greinandi hjá Forrestare Re- search, sem vitnað er til í frétt New York Times. Ákvörðun Universal hefur í för með sér nokkra áhættu fyrir fyr- irtækið og gæti komið fram í hagn- aðarminnkun, en fyrirtækið sér í ár fram á mikla lækkun tekna. Aðilar á markaði telja að aðrir tónlistarframleiðendur muni fylgja í fótspor Universal, en enginn þeirra hefur enn viljað tjá sig um málið. Universal stórlækkar verð á geisladiskum Ekki rætt um verðlækkun á Íslandi MARKAÐS- og ráðgjafarfyrirtækið Netspor ehf. hefur tekið að sér dreif- ingu á Yfirsýn sem er hugbúnaður sem auðveldar fyrirtækjum og þjónustustofn- unum að gera markaðskannanir á eigin viðskiptavinum. Í fréttatilkynningu frá Netspori segir að þarfir viðskiptavina komi oftar en ekki fram í gegnum fyrirspurnir sem berast með tölvupósti, faxi, símtölum eða með öðrum leiðum. „Yfirsýn er hug- búnaður sem hentar sérstaklega þeim sem vilja mæla og flokka fyrirspurnir á einfaldan hátt og nýta sér þær til ákvarðanatöku. Netspor hefur í ráðgjaf- arstörfum sínum fundið verulegar þarfir meðal viðskiptavina á að greina t.d. fyr- irspurnir, flokka þær og auðvelda þann- ig alla ákvarðanatöku um áherslur. Þetta eru oft lykilatriði þegar taka á ákvarðanir um hvert skuli stefna í mark- aðssetningu. Fyrir þjónustufyrirtæki er lykilatriði að geta sýnt fram á hvað þau eru að gera og greint umfang starfsemi þeirra t.d. í fjölda fyrirspurna og eðli þeirra.“ Í tilkynningunni segir að Yfirsýn sé að öllu leyti íslensk þróun og skrifuð af hugbúnaðafyrirtækinu Ferli. Netspor dreifir Yfirsýn Björn Hilmarsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttur frá Ferli og Sævar Kristinsson og Ingvar Sverrisson hjá Netspori við undirritun samstarfssamnings um Yfirsýn. ● VERSLUNINNI Mango í Smáralind hefur verið lokað. Um er að ræða tímabundna lokun þar sem rekst- urinn gekk ekki sem skyldi. Fyrir- tækið Háess hefur séð um rekstur Mango á Íslandi fram að þessu en Mango er ein af stærri fataversl- anakeðjum Spánar. Að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar, er óvíst um framhald á rekstri Mango hérlendis. „Það er áhugi hjá Mango á Spáni að halda rekstrinum áfram en af okkar hálfu er verið að fara yfir málið og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir um framhaldið.“ Mango í Smáralind lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.