Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 1
11. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Róið með Rúnu RE á kola á Faxaflóa, ný skip til Grindavíkur, selveiðar við Kanada og staðsetning fiskiskipa. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ÍSLENDINGAR seldu Bretum mest af fiski á fyrstu fimm mánuðum þessa árs mælt í verðmætum. Alls seldum við Bretum fisk til manneldis, ferskan, frystan og tilbúna rétti fyrir 81 milljón punda eða 10,4 milljarða króna. Þessu til viðbótar keyptu Bretar af okkur fiskimjöl og lýsi fyrir ríflega 12 millj- ónir punda eða 1,5 milljarða króna. Meira keypt frá Íslandi Bretar fluttu alls inn 37.300 tonn af ferskum fiski á umræddu tímabili, sem er um 1.600 tonnum minna en árið áður. Mest keyptu þeir frá Færeyjum, 13.200 tonn sem er 2.500 tonna aukning frá árinu áður. Fyrir þennan fisk fengu Færeyingar 2,4 milljarða króna. Næstmest í magni talið kom frá Írlandi, 8.100 tonn, sem er 5.300 tonna samdráttur. Fiskurinn frá Írlandi er mest makríll og því fengust aðeins 666 milljónir króna fyrir fisk- inn. Frá Íslandi keyptu Bretar 7.850 tonn, sem er tæplega 500 tonna aukning. Verð- mæti þessa fisks var hins vegar mest eða 2,8 milljarðar króna. Þegar litið er á frysta fiskinn kemur í ljós að mesta magnið kemur frá Rússum, en ís- lenzki fiskurinn er verðmætastur. Frá ára- mótum til maíloka fluttu Bretar inn 17.400 tonn að verðmæti 3,8 milljarðar króna. Frá Íslandi keyptu þeir 11.220 tonn að verðmæti 4,4 milljarðar króna. Dan- mörk er í þriðja sæti með 9.800 tonn að verð- mæti 3,5 milljarðar og loks koma Norðmenn með 8.700 tonn að verðmæti 2,6 milljarðar króna. Tvöföldun frá Kína Athygli vekur mikil aukning á innflutningi á fiski frá Kína. Umrætt tímabil nam hann 8.300 tonnum að verðmæti 2,1 milljarður króna. Það er hvort tveggja um það bil tvö- földun frá sama tímabili á síðasta ári. Inn- flutningur frá Íslandi hefur dregizt saman um 1.200 tonn og um 4.000 tonn frá Noregi. Rússar hafa aukið sinn hlut um 4.600 tonn og Danir um 2.300 tonn. Alls nam innflutningur á frystum fiski 79.200 tonnum og dróst hann saman um 4.600 tonn. Innflutningur á tilbúnum réttum var 82.000 tonn, sem er 3.200 tonna aukn- ing. Í verð- mætum talið var mest keypt frá Íslandi, fyrir 3,2 milljarða króna, en magnið var 7.300 tonn. Uppistaða þessa er skelflett rækja. Nokkur lönd voru með nokkru meira magn eins og Tæland, Ghana, Seyschelles- eyjar og Máritíus, en vantaði töluvert á að ná sömu verðmætum og Ísland. Samdráttur í mjölinu Innflutningur Breta á mjöli og lýsi jókst um ríflega 10.000 tonn milli ára og varð alls 108.500 tonn. Mest af þessum afurðum keyptu þeir frá Íslandi, 29.300 tonn að verð- mæti 1,5 milljarðar króna. Það er verulegur samdráttur frá árinu áður eða um 8.400 tonn og 700 milljónir króna. Næst mest keyptu Bretar frá Perú, 26.400 tonn fyrir 1,2 millj- arða króna. Það er margföldun frá árinu áð- ur, en vegna veiðibanns við Perú nam inn- flutningur á mjöli og lýsi þaðan fyrstu fimm mánuði síðasta árs aðeins 5.200 tonnum að verðmæti 230 milljónir króna. Mest af þorski frá Rússum Af einstökum tegundum keyptu Bretar mest af þorski frá Rússum, 13.100 tonn að verð- mæti 3,3 milljarðar króna. Frá Íslandi keyptu þeir 11.200 tonn að verðmæti 4,9 milljarðar króna. Þá keyptu Bretar 8.300 tonn frá Danmörku, 5.300 tonn frá Færeyj- um og 4.600 frá Noregi. Innflutningurinn frá Rússland og Danmörku hefur aukizt, frá Ís- landi stendur hann nánast í stað, en sam- dráttur hefur orðið í kaupum frá Noregi og Færeyjum. Ýsuna kaupa Bretar mest frá Færeyjum, 7.800 tonn, frá Íslandi keyptu þeir 4.200 tonn, 3.300 tonn frá Noregi og 3.200 frá Rússlandi. Sjáum Bretum fyrir fiskinum Seldum Bretum fisk og fiskafurðir fyrir um 12 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins LAUGAFISKUR hefur í auknum mæli unnið hausa af frystitogurum Brims að undanförnu, annars vegar af Sléttbaki EA og hins vegar Arnari HU. „Við byrjuðum seint á síðasta ári að taka hausa af Sléttbaki til vinnslu og á þessu ári fórum við einnig að taka hausa af Arnari á Skagaströnd. Við höfum einnig verið að kaupa hráefni af fleiri frystiskipum, t.d. fengum við fyrir stuttu hausa af Mánaberginu ÓF,“ segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, í frétt á heimasíðu ÚA. Hann kveðst aðspurður eiga von á að á næstu miss- erum færist í vöxt að útgerðir frystitogara hirði hausana til þurrkunar í landi. Hins vegar sé ljóst að stærri frystitogararnir séu betur í stakk búnir til þess að frysta hausana en þeir minni. Hausa af frystitogurunum er Laugafiskur að vinna í verksmiðju sinni á Akranesi. Að undanförnu hefur fremur lítið hráefni verið til vinnslu í vinnslustöðvum Laugafisks á Akra- nesi og á Laugum. Tvennt kom þar til, annars vegar var kvótinn víða af skornum skammti síðustu dagana í ágúst og einnig lokuðu mörg vinnslufyrirtæki í ágúst vegna sumarleyfa. „Það má segja að þetta sé allt að komast í fullan gang þessa dagana,“ segir Lúðvík. Nýting fiskhausa af frystitogurum færist stöðugt í vöxt, enda ört vaxandi markaður fyr- ir þessar afurðir. Þorskhausarnir eru þurrk- aðir og seldir til Nígeríu, en hausar af grálúðu eru frystir og fæst gott verð fyrir þá í Asíu. Þurrka hausa af frystitogurum Morgunblaðið/Jim Smart ÍTALSKA lögreglan reynir nú að hafa hendur í hári óprúttinna beitu- sala sem selt hafa lifandi kettlinga í beitu. Kettlingunum er egnt fyrir svokallaðan fengrana, sem er stór- fiskur sem veiðist í vötnum nálægt borginni Mílanó. Lögreglan segir að grimmdin í þessum ógeðfelldu veiðum felist einkum í því að krók- ar séu reknir í gegnum kettlingana og þeir lokki til sín bráðina þegar þeir brjótast um í kvalafullum dauðdaga í vatninu. Fengrani getur orðið allt að 4,5 metra langur og 300 kíló að þyngd og finnst í vötnum og ám í Mið-Evrópu og Vestur-Asíu. Hann er mikið rándýr og nærist einkum á fiski, froskum, smáfuglum og litlum spendýrum. Hann er þekktur fyrir mikla grimmd og eru dæmi um að hann hafi ráðist á litla báta. Fen- grani selst dýru verði á veitinga- húsum, þar sem hann er oft seldur sem styrja. Kettlingar í beitu Beita? SÍLDVEIÐISKIPIN eru nú óðum að útbúa sig fyr- ir síldarvertíðina. Í gær voru Örn KE, Birtingur NK og Sunnutindur SU að taka síldarnæturnar um borð í skipin í Neskaup- stað og gera sig klár til að halda á miðin. Menn eru hóflega bjartsýnir á kom- andi síldarvertíð með það í huga að ástand sjávar er óvenjulegt við landið og eru smeykir við breytt hegðunarmynstur síldarinnar vegna þess. Þá hefur lítið sem ekk- ert orðið vart við síld austan við landið í haust og þeir bátar sem á miðin eru komnir hafa lítið sem ekkert orðið varir við síldina. Hófleg bjartsýni á komandi síldarvertíð Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÞEGAR snurvoðin rifnar þarf að merkja við gatið svo hægt sé að bæta það þegar tími gefst til. Ólafur Steingrímsson, skipverji á Rúnu RE frá Reykjavík, hugar hér að snurvoðinni en þeim á Rúnunni hefur gengið vel í kolanum í Faxaflóa það sem af er vertíð- inni, aflinn jafnan um og yfir 10 tonn eftir daginn. Morgunblaðið/Jim Smart Hugað að snurvoðinni í Faxaflóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.