Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU ÞORBJÖRN-Fiskanes hefur fest kaup á nóta- og togveiðifrystiskip- inu Hardhaus frá Noregi, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Skipið kemur í stað Grindvíkings GK sem verður lagt og jafnframt auglýst til sölu. Að sögn Eiríks Tómassonar, fram- kvæmdastjóra Þorbjarnar- Fiskaness, stendur til að hefja út- gerð á skipinu í kringum næstu mánaðamót. Kaupverð er ekki gefið upp en í tilkynningu kemur fram að fjármögnun kaupanna er þegar tryggð. Hardhaus er 65,4 m langt og 12,6 m breitt vinnsluskip smíðað 1987 í Noregi og er hægt að frysta 90 tonn af afurðum um borð á sólarhring. „Gert er ráð fyrir að vinna sem mest af afla í uppsjávarfiski sem félagið hefur yfir að ráða og munu tekjur af þeim afla sem unninn verður hátt í þrefaldast frá því sem verið hef- ur.“ Kaupa norskt skip BRUNNBÁTURINN Snæfugl SU sótti á dögunum um 30 tonn af lif- andi laxi hjá laxeldisstöðinni Vík- urlaxi í Ystuvík í Eyjafirði. Siglt var síðan með laxinn til Neskaup- staðar, þar sem honum var slátrað og hann unninn hjá Síldarvinnsl- unni hf. Að sögn Jóns Kjartans Jóns- sonar, forsvarsmanns Víkurlax, hefur stöðin leyfi til framleiðslu um 200 tonna af laxi á ári en fram- leiðslan hafi ekki verið það mikil á undanförnum árum. Hann gerir ráð fyrir að hún verði ríflega 100 tonn á þessu ári. Jón Kjartan segir að allur laxinn sé fluttur lifandi sjóleiðina til slátr- unar, en magnið í hverri ferð fari að mestu eftir markaðsaðstæðum. Hann segir að laxinum verði ekki meint af því að vera dælt úr kvíun- um upp í skip, né af volkinu um borð þann sólarhring sem það tek- ur að sigla frá stöðinni austur í Nes- kaupstað. Þar sé laxinum slátrað og hann fluttur ferskur til Bandaríkj- anna og Evrópu. Snæfugl SU kom hingað til lands í apríl á þessu ári eftir umfangs- miklar breytingar en þar var skip- inu breytt úr hefðbundnu nótaskipi í brunnbát til flutnings á lifandi fiski, þann fyrsta sem Íslendingar eignast, en brunnbátar eru notaðir í tengslum við laxeldi víða um heim. Snæfugl hét áður Guðmundur Ólaf- ur II ÓF. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Laxinn fluttur lifandi                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *  +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                         !                         "# #! !$  % ! ! &  '       ()                                              !   "    GJÖGUR hf. bætti nýverið skipi í sinn flota, Gjafari VE sem áður var í eigu Sæhamars ehf. í Vestmannaeyjum. Gjafar VE mun leysa af hólmi eldra skip í eigu félagsins, Oddgeir ÞH. Í kjölfarið verður Oddgeiri lagt eða hann seldur. Gjafar VE er 34 metra langur og 7,2 metra breiður togbátur. Gjögur kaupir nýtt skip Það fellur til mikið af slógi úr 13 tonnum af kola. Mávurin nýtur góðs af því. F AXAFLÓINN er sem lygn heiðartjörn þegar Rúna RE læðist út úr Reykjavíkurhöfn þennan morgun og sólin er í þann mund að drattast á fætur bak við Esjuna. Sem sagt, aðstæður eins og best verður á kosið fyrir land- krabba á sjó og birtan eins og pöntuð til myndatöku. Snurvoðarbátar hófu að venju veið- ar í Faxaflóa hinn 1. september og mega stunda veiðarnar til 20. desem- ber. Flóinn er opinn alla virka daga frá kl. 7–19. Kolinn fær sem sagt frí um helgar. Það er jafnan gott fiskirí fyrstu dagana og vikurnar eftir að veiðarnar hefjast í Flóanum, fyrsta daginn var Rúnan með nítján tonn af kola og síð- an hefur afli dagsins varla verið undir tíu tonnum. Það lofar góðu fyrir fram- haldið og vertíðin fer álíka vel af stað og í fyrra sem var sú allra besta í manna minnum. Svavar Ágústsson situr við stjórn- völinn um borð í Rúnu RE og hefur gert í 26 ár eða frá því að hann í félagi við Hjört Jónsson keypti sér sinn fyrsta bát sem fékk nafnið Rúna. Svavar og Hjörtur hafa frá upphafi róið saman á Rúnunum sínum, Svavar annast skipstjórnina en Hjörtur gengið til allra almennra starfa um borð. Þeir félagar hafa síðan endur- nýjað skipakostinn reglulega og sigla nú um á sinni fjórðu Rúnu. Hún er ein af níu hinna svokölluðu Kínaskipa sem komu hingað til lands fyrir þrem- ur árum og eru eitt stærsta raðsmíða- verkefni sem íslenskir útgerðarmenn hafa ráðist í. Svavar segist mjög ánægður með skipið. „Ég hef ekki komið í jafn gott skip af þessari stærð, það er rólegt og stöðugt, kraftmikið og gengur vel. Stálvinnan í skipinu er framúrskar- andi, ég hef aldrei séð jafn vandaða suðuvinnu og hjá Kínverjunum, allar suður þráðbeinar. En þegar kemur að innréttingum hefði maður kannski viljað að sumsstaðar væri betur vand- að til verksins. Þó að margt hafi verið skrafað um Kínaskipin og flest nei- kvætt er samdóma álit allra þeirra sem fengu skipin að þau hafi reynst afburða vel. Auðvitað var eitt og ann- að sem þurfti að laga og snikka til en þannig er það sennilega alltaf með ný- smíðar. Og mér er til efs að við hefð- um getað fengið samskonar skip ann- ars staðar fyrir sama verð.“ Kvótinn færður yfir á trillurnar Rúnan er á snurvoð allt árið en Svav- ar var með eldri báta sína á netum hluta ársins hér áður fyrr. Hann seg- ist sakna netaveiðanna á köflum, það geti verið skemmtilegur veiðiskapur. „En kvótinn er orðinn það rýr að þorskkvótinn okkar myndi varla duga fyrir meðaflanum. Þannig er það al- mennt á þessum vertíðarbátum, það er að segja þessum fáu sem eftir eru í flotanum. Manni finnst það undarleg þróun að íslenski fiskiskipaflotinn skuli samanstanda að stærstum hluta af trillum annars vegar og togurum hins vegar. Vertíðarbátunum hefur hríðfækkað á sama tíma, bátum sem bera fyrsta flokks hráefni að landi og fara auk þess vel með mannskapinn. En við höfum mátt þola það að það er stöðugt verið að skera niður hjá okkur aflaheimildirnar á meðan trillurnar bæta jafnt og þétt við sig.“ Alltof lítill rauðsprettukvóti Svavar hefur verið á snurvoð í Faxaflóanum í hartnær fimmtán ár. „Ég var fyrst um sinn þó ekki með leyfi nema að hluta til og mátti aðeins vera inni í Flóanum seint á haustin. Það varð til þess að ég missti af við- miðunarárunum þegar úthlutað var kvóta í rauðsprettu. Þess vegna er rauðsprettukvóti okkar fremur lítill og það gerir okkur erfitt fyrir, hann er ekki nema um 25 tonn og hefur ver- ið skorinn mikið niður á undanförnum árum en hann var mestur um fimmtíu tonn. Þetta er vitaskuld alltof lítill kvóti og þessi staða veldur okkur miklum vandræðum. Jafnvel þó að við reynum að forðast rauðsprettuna eins og heitan eldinn hrekkur kvótinn ekki einu sinni fyrir meðaflanum. Í fyrra fengum við um áttatíu tonn af rauð- sprettu í Faxaflóanum og lögðum okkur þó aldrei eftir henni. Við verð- um því að leigja kvóta fyrir því sem við veiðum umfram. En af því að rauð- Fullur poki af kola hífður um borð. Svavar Ágústsson, útgerðarmaður og skip Þar se r ðs Þeir hafa mokfiskað, snurvoðarbátarnir í Faxa- flóa, frá því að þeir hófu þar veiðar í upphafi fisk- veiðiársins. Helgi Mar Árnason fylgdist með skip- verjum á Rúnu RE frá Reykjavík innbyrða ósköpin öll af kola og Jim Smart ljósmyndaði at- ganginn í hvítalogni í Flóanum. Það þarf að rimpa saman snurvoðinni ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.