Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU Allt til línu- og handfæraveiða Línur, krókar, ábót, beitningavélar, handfæravindur o.fl. Sími 898 7127 Skútuvogi 6 www.sjo.is aldrei verið meira af honum en ein- mitt nú. Svo skilar snurvoðin úrvals hráefni, fiskurinn kemur spriklandi upp á dekk og við leggjum mikið upp úr því að ganga vel um aflann,“ segir Svavar. 9.000 handtök á mann! Það er gert að hverjum kola sem kem- ur um borð. Óvönum gætu fallist hendur þegar hann horfir ofan í iðandi kösina í smekkfullum aðgerðarkass- anum. Verkið virðist við fyrstu sýn óvinnandi. En svo er þó alls ekki, þótt handtökin séu mörg. Hver koli vegur varla meira en 300 grömm að með- altali og því eru þeir býsna margir þegar tonnin eru orðin mörg. En strákarnir á Rúnu kalla nú ekki allt ömmu sína og einhenda sér í aðgerð og yfirborðið í aðgerðarkassanum lækkar lygilega hratt. Eftir daginn hefur hver skipverji sennilega gert að hátt í 9.000 kolablöðum! Sinaskeiða- bólga ku vera algengur kvilli um borð í snurvoðarbátum. Á meðan vel fiskast gefast fáar stundir milli stríða. Það stendur heima að þegar búið er að gera að og ganga frá aflanum úr síðasta hali er híft á ný og þá byrjar ballið aftur. Bjúgun hjá Stefáni kokki fylla á orku- geymana og þreyta er ekki til í orða- bók sjómanna í mokfiski. Og það er ekki hægt að kvarta yfir aflabrögð- unum, 2–3 pokar fullir af kola í hverju hali eða um og yfir tvö tonn. Smám saman fyllast körin í lestinni og eftir átta köst er afli dagsins orðinn þrett- án tonn. Það er erfiðisins virði. er kölluð á tyllidögum, líkist að sumu leyti litlu trolli en er einfaldari að gerð. Á henni eru hvorki toghlerar né togvírar en fremst á henni eru vængir er tengjast við belginn sem mjókkar eins og trekt aftur að pokanum. Þegar snurvoðinni er kastað er sett bauja við endann á snurvoðartóginu stjórnborðsmegin og henni kastað í sjóinn en skipinu síðan siglt á fullri ferð og þannig er tógið látið renna í hafið á eftir baujunni uns snurvoðin sjálf fer útbyrðis. Þá rennur bak- borðstógið út í sjó um leið og skipinu er siglt í hring að baujunni til að sækja endann sem fyrst fór í sjóinn. Þá er byrjað að hífa og er skipið keyrt áfram á meðan híft er. Við það ganga snurvoðartógin saman og reka fiskinn á undan sér og hann þjappast saman fyrir framan voðina. Síðar kemur að því að voðin háfar fiskinn og þar með eru örlög hans ráðin. Snurvoðin er sannarlega umdeilt veiðarfæri og þeir eru margir sem hafa horn í síðu hennar, segja hana skaðvald sem æði yfir hvað sem fyrir verður og eiri engu, hvorki fiski né botni. Svavar kannast við þessa gagn- rýni en segir hana ekki eiga við rök að styðjast. „Já, það er mörgum illa við snur- voðina. En þeir hinir sömu vita fæstir um hvað þeir eru að tala. Snurvoðin er alveg úrvals veiðarfæri og veldur sko engum skaða, enda svífur hún lauflétt yfir botninum og skemmir ekki neitt. Hér í Faxaflóanum hefur snurvoðin verið dregin á sömu bleyðunum ára- tugum saman en það virðist nú engu að síður alltaf skila sér fiskur á bleyð- urnar ár eftir ár og hefur sennilega sprettukvótinn er svo lítill er framboð af leigukvóta vitanlega mjög tak- markað og það litla sem fæst leigt er á mjög háu verði. Við verðum því að breyta öðrum kvóta í rauðsprettu- kvóta til að reyna að bjarga okkur. Rauðsprettustofninn er ekki í eins slæmu ástandi og fiskifræðingarnir vilja vera láta. Hér er leikandi hægt að sækja sér þrjú til fjögur tonn af rauðsprettu í einu hali. Stofninn hefur mjög verið að braggast á síðustu ár- um. Við fórum fram á það fyrir nokkr- um árum að svæðum hér í Flóanum yrði lokað, enda væru þar uppvaxt- arsvæði rauðsprettu. Það var gert og virðist vera að skila sér ríkulega núna. Við verðum varir við mun meira af rauðsprettu hér í Flóanum en áður og sömu sögu er að segja af öðrum mið- um, það segja mér kollegar mínir fyr- ir bæði austan og vestan land. En það virðist þurfa eitthvað meira til að sannfæra fiskifræðingana. Þó að þeir leggi ekki mikla rækt við rannsóknir á rauðsprettustofninum virðast þeir geta ákveðið hvað má veiða og hvað ekki. Mér virðast þetta vera geðþótta- ákvarðanir á stundum. En þeir virð- ast eiga þetta til blessaðir mennirnir, að vera tveimur til þremur árum á eft- ir sjómönnum að taka eftir því þegar fiskistofnar eru að rétta úr kútnum. Þannig verðum við af miklum verð- mætum, rétt eins og þjóðarbúið allt.“ „Rauðsprettumengun“ Fyrst er snurvoðin látin fara á sand- bleyðu við hið svokallaða Syðra hraun, skammt norðvestur af Akra- nesi eða þar sem í daglegu tali sjó- manna er kallað Smugan. Og fyrsta hal dagsins lofar góðu, upp undir tvö tonn af kola. Varla önnur kvikindi að sjá. Þegar betur er að gáð leynast einn eða tveir steinbítar í kassanum og gott ef þar grillir ekki líka í gap- andi skötuselsgin. En annars bara spriklandi koli, mest sandkoli „en að- eins of mikið af rauðsprettu“, segir Svavar skipstjóri. „Það er til marks um hve rauðsprettugengdin hefur aukist. Í fyrra sáum við varla rauð- sprettu á þessari slóð heldur var hér eingöngu sandkoli. Nú virðast hins vegar allar togslóðir í Flóanum „mengaðar“ af rauðsprettu.“ Svavar kastar snurvoðinni þrisvar í sama farið og aflinn verður smám saman minni, þriðja halið nær varla tonni. Hann færir sig því um set en segir að þótt búið sé að þurrka upp bleyðuna þennan daginn verði kominn nægur koli á hana næsta morgun. Umdeilt veiðarfæri Snurvoðin, eða dragnótin eins og hún pstjóri, íbygginn á útstíminu. Mávurinn nýtur góðs af slóginu sem til fellur. Þau eru mörg handtökin þegar gera þarf að miklum kolaafla. sprettan er til vandræða Morgunblaðið/Jim Smart hún rifnar. Það gerist sem betur fer ekki oft. hema@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.