Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 0 3 B L A Ð B MIKILVÆGUR hluti af heildarútlitinu er skófatnaðurinn. Í haust og vetur eru stíg- vélin ómissandi og þá er ekki átt við þægileg gúmmístígvél, heldur misháhæl- uð leður- og rúskinnsstígvél, oftast frekar támjó. Stígvélin eru mishá en þröngu stígvélin sem ná rétt upp undir hné með nokkuð háum pinnahæl eru orðin klassísk. Út- færslan getur svo verið ýmiss konar, t.d. með reimum, rennilás eða smellum. Svo eru það stígvélin sem ná upp á læri, svip- uð og Julia Roberts klæddist í Pretty Woman á sínum tíma, en eru varla farin að sjást í skóverslunum hér á landi. Og síðast en ekki síst eru stígvélin sem ná upp á miðjan kálfa og yfirleitt með lægri hæl, stundum nánast flatbotna. Það er sem sagt ekkert lát á vinsældum leðurstígvélanna, en nú bætast rúskinnsstígvélin við og útlitið er fjöl- breyttara. Það eru víð stígvél sem geta krumpast niður kálfann og er þar tenging við árin í kringum 1980. Og það eru þröng stígvél úr leðri eða rúskinni, sem virðast oft sniðin á spóaleggi. Það er kannski bót í máli að það er víst hægt að fara með þau til skósmiðsins og láta víkka. Stígvélin í haust og vetur eiga það yf- irleitt sameiginlegt að vera támjó en til eru undantekningar frá því. Þar má t.d. nefna ljós stígvél frá 38 þrepum sem gætu átt við þjóðlegan búning Eskimóa. Í þeim sameinast líka tvennt sem er sérstakt við stígvélatísku haustsins, annars vegar ljósi liturinn sem er óvenju áberandi miðað við árstíma og hins vegar hve há þau eru, eða upp fyrir hné, þótt reyndar sé ætlast til þess að þau séu allt eins brett niður. Morgunblaðið/Ásdís LEÐUR á leggi Frá vinstri: Svona há stígvél eru það sem koma skal í stígvélatískunni. Rauð stígvél frá Valmiki, marglit frá Skór.is, reimuð frá Karen Millen og loks lág stígvél frá Bossanova. Víð rúskinnsstígvél frá GS skóm. Ljós og lág frá GS skóm. Eskimóa- stígvélin frá 38 þrepum.  ATLAS-HEILKENNIÐ – MEÐ HEIMINN Á HERÐUM SÉR/2  TÖLVUKRYDD/4  HÖNNUN – ALLT SEM MENN SKAPA/6  AFHJÚPUN ÍMYNDA/7  AUÐLESIÐ/8 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.