Morgunblaðið - 14.09.2003, Side 1

Morgunblaðið - 14.09.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 248. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Týnda dóttirin Sandra Gregory segir sögu sína öðrum til viðvörunar 18 Stormur Sólveigar Vestmannaeyingur fremur en Íslend- ingur eða Frakki Sunnudagur 1 Umdeildur og ögrandi Reynir að fá fólk til að hugsa og spyrja sig spurninga Fólk 40 SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur ætlar til Mið-Evrópu í október að kynna sér al- menningssamgöngur á borgarsvæðum sem eru sambærileg að stærð og höfuðborgar- svæðið hér á landi. „Þessar evrópsku borgir hafa margar tekið í notkun svokallaðar léttlestir, light rail, sem eru ofanjarðar og því miklu ódýr- ari en neðanjarðarlestarkerfi sem borga sig ekki nema í milljónaborgum. Við höfum mikinn áhuga á að kynna okkur þessar al- menningssamgöngur,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, formaður samgöngunefndar. Árni Þór bendir á að land sé auðlind og ekki skynsamlegt að nýta sífellt meira rými undir umferðarmannvirki, hvort sem það eru mislæg gatnamót eða bílastæðahús. „Lestarkerfi er raunhæfur kostur og nán- ast óhjákvæmilegur. Ef þessi kerfi, sem við erum að fara að kynna okkur, teljast arð- bær og skynsamleg fjárfesting þykir mér einboðið að við könnum málið nánar og tengjum það stefnumótunarvinnu í sam- göngumálum.“ 10–12 milljarðar í mislæg gatnamót Árni Þór bendir á að áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót á mótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar með öllum teng- ingum nemi 10 til 12 milljörðum króna. Sú framkvæmd kalli líklega síðar á frekari framkvæmdir við nærliggjandi gatnamót. „Þarna eru milljarðar á milljarða ofan. Mér skilst hins vegar að hver kílómetri við lagningu lestarspors ofanjarðar kosti um milljarð. Fyrir öll þessi mislægu gatnamót væri hægt að fjárfesta í nokkuð góðu lest- arkerfi.“ Borgin kynnir sér létt- lestarkerfi  Óheftur vöxtur/12 ÍSLENDINGAR eru langmesta bíóþjóð Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu, Cinemagoing Europe, sem fyrirtækið Dodona Research hefur sent frá sér. Rannsóknin tekur til ársins 2002 og leiða niðurstöðurnar m.a. í ljós að Ís- lendingar fóru 5,55 sinnum í bíó í fyrra en Írar koma næstir með 4,42 heimsókn- ir. Íslendingar bera einnig höfuð og herðar yfir aðrar Evrópuþjóðir þegar kemur að neyslu popps og kóks og ann- arra veitinga í kvikmyndahúsum. Að meðaltali eyðir íslenskur bíógestur sem nemur 3,01 evru eða um 270 krónum í fasta og fljótandi fæðu við hverja heim- sókn í kvikmyndahús, en Bretar, sem koma næstir, eyða aðeins tæpum tveimur evrum eða um 180 krónum. Gráðugir gestir kvik- myndahúsa  Gaggalagó í bíó/B12 AÐ MINNSTA kosti fjörutíu og tveir biðu bana þeg- ar öflugur fellibylur skall yfir Suður-Kóreu í fyrri- nótt. Tuttugu og fjögurra er enn saknað. Suður- hluti landsins varð verst úti í veðurofsanum en á myndinni sést hvernig skip, sem nú er notað sem hótel, hefur lagst á hliðina í óveðrinu í höfn borg- arinnar Pusan. Fellibylurinn skall á suðurströnd Suður-Kóreu skömmu fyrir dögun og olli bæði flóð- um og aurskriðum. Lestir fuku af spori sínu og nokkur skip gjöreyðilögðust. Rafmagn fór af þús- undum heimila og margir þurftu raunar að flýja heimili sín. AP 42 dóu í óveðri í S-Kóreu DREGIÐ hefur saman með fylkingunum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Svíþjóð í dag um hvort Svíar eigi að gerast aðilar að myntbanda- lagi Evrópusambandsríkjanna (EMU) og taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil evruna. Þá hef- ur óákveðnum kjósendum fjölgað verulega í kjöl- far morðsins á Önnu Lindh utanríkisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnun Temo sem blaðið Dagens Nyheter birti í gær sögðust 46% kjós- enda ætla að greiða atkvæði gegn evrunni en 40% voru hlynnt upptöku hennar. 14% kjósenda sögð- ust hins vegar óákveðin. Í könnun sem Temo gerði á þriðjudag og miðvikudag voru hlutföllin 48% á móti og 42% með en 10% voru óákveðin. Könnun sem gerð var á vegum Gallup fyrir Expressen benti aftur á móti til að fylkingarnar væru jafnar og að stuðningsmenn evrunnar væru komnir í meirihluta. 43% sögðust hlynnt evrunni en 42% andvíg. Munurinn er ekki marktækur. 15% sögðust vera óákveðin í könnun Gallup. Alls hafa fjórar skoðanakannanir verið gerðar eftir morðið á Lindh. Samkvæmt tveimur þeirra eru andstæðingar enn í miklum meirihluta, fylk- ingarnar eru hnífjafnar í einni og loks eru stuðn- ingsmenn evrunnar með forystu í þeirri fjórðu. Óvissan er því mikil fyrir kosningar og sænskir stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá fyrir um úrslitin. Bent er á að mikil hreyfing hafi verið á kjósendum fyrir morðið á Lindh og jafn- framt sé ljóst að margir kjósendur muni láta til- finningar ráða atkvæði sínu. Það gæti aukið stuðning við evruna eftir morðið. „Það er vel hugsanlegt að fólki þyki óþægilegt að greiða at- kvæði gegn því er Anna Lindh barðist fyrir,“ sagði einn sérfræðingur við fréttastofuna Direkt. Fjöldi óákveðinna kjósenda gerir jafnframt erf- iðara að spá fyrir um úrslitin og því hefur verið spáð að margir muni skila auðu. Kannanir bendi til að margir kjósendur hafi ekki mikla sannfær- ingu með eða á móti evrunni. Bosse Ringholm, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði við fréttamenn eftir fund evrópskra fjár- málaráðherra á föstudag að ef evran yrði felld ættu Frakkar að hluta til sök á því. Vísaði hann til þess að franska stjórnin virðist ætla að sniðganga skilmála stöðugleikasáttmálans með aðgerðum sínum í ríkisfjármálum. „Fólk spyr sig hvers vegna við eigum að eiga samstarf við ríki er fara ekki eftir reglunum,“ sagði Ringholm. Tvö dagblöð birtu myndina Tvö sænsk dagblöð, Aftonbladet og Express- en, birtu í gær mynd úr eftirlitsmyndavél versl- unarmiðstöðvarinnar NK í Stokkhólmi, en talið er að myndin sé af manninum sem myrti Lindh. Myndin er tekin á þriðju hæð verslunarmiðstöðv- arinnar, þremur mínútum áður en maðurinn réðst á Lindh á 2. hæð hússins. Andlit mannsins var máð út á myndunum sem blöðin birtu, en hann er íklæddur ljósgrárri hettupeysu og með bláleita derhúfu á höfði. Þannig lýstu vitni klæðn- aði árásarmannsins og lögregla fann svipaðan fatnað utan við verslunarmiðstöðina eftir árásina. Aukin óvissa og minni munur milli fylkinga Reuters Morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur vakið sterk viðbrögð. Stokkhólmi. Morgunblaðið, AFP. FULLTRÚAR ríkjanna fimm, sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, reyndu í gær að ná sáttum um ályktun varðandi Íraks- málin á fundi sem fram fór í Genf í Sviss. Fyrr um daginn hafði Banda- ríkjaher viðurkennt að fyrir mistök hefðu „vinveittir“ Írakar verið felldir aðfaranótt föstudags í bænum Fall- ujah. Átta liðsmenn írösku lögregl- unnar biðu bana þegar bandarískir hermenn skutu á þá, auk eins jórd- ansk öryggisvarðar. Fyrir fundinn í Genf hafði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kallað nýjustu hugmyndir Frakka, sem gera ráð fyrir því að írösk bráðabirgðastjórn yrði tekin við stjórnartaumunum innan mánað- ar og að kosningar verði haldnar næsta vor, „algerlega óraunhæfar“. „Það væri frábært ef þetta væri hægt en svo er ekki,“ sagði Colin Powell á fundi með fréttamönnum sem fylgdu honum til Genf um hug- myndir Dominiques de Villepins, ut- anríkisráðherra Frakklands, en þær kynnti de Villepin í grein í blaðinu Le Monde á föstudag. „Það er auð- velt að kasta fram góðum kenning- um um fullveldi og hernám, lausn úr ánauð og svo framvegis, en hvað varðar raunhæf markmið þá getur þetta ekki gerst á svona skömmum tíma,“ sagði Powell einnig. Fundað um Íraks- málin í Genf í Sviss Harma atburð í Fallujah Genf. AFP, AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.