Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 9 fólkið LIÐIN eru 50 ár frá því fyrsta flug- vélin lenti í Grímsey. Tvær sjóflug- vélar höfðu áður lent við Sandvík og var um sjúkraflug að ræða í bæði skiptin. Fyrstu flugvélarnar lentu í eynni 14. september 1953. Í frétt Morgunblaðsins 16. sept- ember 1953 segir: Fyrsta flugvélin, tveggja vængja Tiger Moth, hefur nú lent í Grímsey, þótt flugvöllurinn þar sé langt í frá fullgerður. Þeir sem í flugferð þessa fóru voru flug- maðurinn Snorri Þorvaldsson og Stefán Ólafsson veðurstofumaður. Þeir komu til Grímseyjar frá Reykjavík eftir þrjá tíma, með stoppi á Melgerðisvelli í Eyjafirði til að taka bensín. Grímseyingar fögn- uðu þeim vel við komuna. Voru allir eyjarskeggjar viðstaddir til að taka á móti þeim. Snorri og Stefán gistu í Grímsey um nóttina.“ Snorri Þorvaldsson flugmaður, sem nú býr í Frakklandi, bað Bjarna Reykjalín Magnússon hreppstjóra að færa Eyjarbókasafninu í Gríms- ey gjöf, 2 ljósmyndir og lýsingu af fyrstu Grímseyjarfluglendingunni ásamt upplýsingum um flugvélina sjálfa. Bjarni man vel eftir komu þessarar fyrstu flugvélar enda vann hann á jarðýtu við flugvallargerðina. Þegar flugvöllurinn var fullgerður sagði Bjarni að breytingin hefði ver- ið nánast ólýsanleg, íbúar Grímseyj- ar flust svo nálægt „Íslandi“. „Sennilega eru fáir Íslendingar sem hafa fundið það betur en við Grímseyingar, hvað bættar sam- göngur eru mikils virði fyrir alla landsmenn. Eftir að reglubundið flug komst á hef ég alltaf skilið hvað góðar samgöngur eru dýrmætar fyrir búsetu manna á afskekktum stöðum,“ voru lokaorð hreppstjór- ans. Fimmtíu ár liðin frá því fyrsta flug- vélin lenti á flugvellinum í Grímsey Góðar samgöngur afar mikilvægar Morgunblaðið/Helga Mattína Bjarni Reykjalín Magnússon með myndirnar frá Snorra flugmanni. Grímsey. Morgunblaðið. MAÐUR sló annan mann með glasi í andlitið svo brotnuðu þrjár tennur á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hinn slasaði var fluttur á slysa- deild en ekki er vitað hvað árásar- manninum gekk til. Honum hefur verið sleppt og málið telst upplýst. Fámennt var í miðbæ Reykjavíkur vegna slæms veðurs en þó var nokk- uð um ölvun, að sögn lögreglu. Sló mann með glasi í andlitið alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.