Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 11
verðum að halda fyrirtækinu gang- andi fram að því með innlendu fjár- magni. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Og það skiptir miklu máli að koma vörunni á markað sem fyrst, á meðan við höfum forskot.“ Erlendir fjárfestar, sem sýnt hafa áhuga á Kine ehf., hafa haft á orði að fyrirtækið þurfi þá að skipta um rík- isfang. „Hingað komu breskir fjár- festar, sem kynntu meðal annars styrkjakerfið í Bretlandi og hversu auðvelt væri að koma upp hátækni- fyrirtæki þar. Þeir setja sem skilyrði fyrir fjárfestingu að fyrirtækið verði breskt. Við höfum heyrt þetta viðhorf víðar.“ Margar leiðir inn á markað Þeir segja að íslenskir fjárfestar hafi ekki nægilega reynslu af að starfa erlendis. „Þetta á bæði við um opinbera sjóði og einkafjárfesta. Op- inberir sjóðir hafa ekki úthald til áhættufjárfestinga. Nýsköpunarsjóð- ur var til skamms tíma eini opinberi aðilinn sem lagði fram áhættufjár- magn. Núna er hann tómur. Samt viðurkenna menn að það tekur minnst 5–10 ár að koma fyrirtæki á góðan rekspöl.“ Þrátt fyrir að útvegun fjármagns hafi reynst þrautin þyngri eru for- svarsmenn Kine bjartsýnir á framtíð- ina. „Við erum búnir að byggja upp tvo tæknigrunna, sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt. Annars vegar er það myndbandsgreiningin, sem hægt er að útfæra á sérhæfðari hátt, fyrir golfara, hlaupara og aðra íþróttamenn. Við höfum líka þegar fengið ágætt tilboð frá bandarískri bókaútgáfu sem gefur út bækur um hreyfigreiningu og vill dreifa búnað- inum okkar sem kennslugagni með bók. Hinn tæknigrunnurinn, sem þráðlausa tæknin byggist á, gæti líka nýst á mörgum sviðum, ekki bara í heilbrigðisgeiranum. Við gætum líka farið í samstarf við aðra, til dæmis fyrirtæki sem selja þrívíddarbúnað til hreyfigreiningar, en vantar vöðva- rita. Önnur fyrirtæki, sem annast til dæmis kraftmælingar, geta einnig nýtt sér tækni okkar. Við eigum því margar leiðir inn á markaðinn.“ kdóma rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 11 „BÚNAÐURINN frá Kine nýtist okk- ur mjög vel við rannsóknir og grein- ingu á hreyfitruflunum þeirra sjúk- linga sem til okkar leita. Við notum mest KineMyo-einingarnar og þar skiptir miklu að þær eru þráðlausar og einfaldar í notkun. Við höfum líka notað KineView-myndbandsgrein- inguna og líkar vel,“ segir Karl Guð- mundsson sjúkraþjálfari og fram- kvæmdastjóri Hreyfigreiningar. Fyrirtækið Hreyfigreining var stofnað haustið 2000 af Karli og Eyþóri Kristjánssyni sjúkraþjálfara. Fyrstu árin var aðaláherslan á greiningu stoðkerfisvandamála frá hálsi og baki, rannsóknir og þróun mælitækja. Frá ársbyrjun 2003 býður Hreyfigreining upp á heild- arlausn fyrir fólk með verki og önn- ur einkenni frá hryggjarsúlunni og aðlægum svæðum. Þar starfa nú tíu sjúkraþjálfarar, en fyrirtækið rekur einnig rannsóknarstofu. Þar er nú unnið að tveimur doktors- verkefnum og tveimur masters- verkefnum, auk þess sem nokkur B.Sc.-verkefni hafa verið unnin þar. Auk þessa rekur Hreyfigreining fag- lega heilsurækt í tengslum við sjúkraþjálfunina. Fyrirtækið hefur átt samstarf við Kine ehf. í tvö ár. „Við höfum þróað próf með Kine og háskólanum í Queensland í Ástr- alíu,“ segir Karl. „Í prófinu notum við KineMyo-einingarnar til að meta yfirborðsvöðva í hálsi hjá þeim sem orðið hafa fyrir hálshnykk. Við höf- um líka notað KineView-mynd- bandstæknina til að meta óeðlilegt hreyfimynstur hjá bak- og háls- sjúklingum. KineView gerir okkur kleift að greina vandann og meta árangur meðferðar.“ Í rannsóknum á sjúklingum sem þjást eftir hálshnykk eru sér- staklega skoðaðir þeir vöðvar í hálsi sem liggja næst hrygg. „Háls- sjúklingar ná oft ekki að virkja þessa vöðva að nýju eftir óhapp. Stærri vöðvar taka þá að sér hlut- verk þeirra. Við notum KineMyo- einingarnar til að skoða virknina í þessum stærri, ytri vöðvum og það er sérstaklega heppilegt að tækin eru þráðlaus, því þá eru hreyfingar sjúklingsins óheftar. Mælingar sýna okkur hvort stærri vöðvarnir hafa tekið við hlutverki minni vöðvanna og þá getum við ákveðið hvers kon- ar meðhöndlun sjúklingurinn þarf að fá. Minni vöðvarnir skipta miklu fyrir stöðugleika hryggsins og þeir stýra hreyfingum liðanna. Það er því nauðsynlegt að virkja þá að nýju. Viðvarandi sársauki, sem sjúk- lingar finna oft fyrir eftir hálshnykk, stafar oft af því að þeir ná ekki að stýra hreyfingum hálsins nógu vel og eru þá alltaf að erta undirliggj- andi vef.“ Hreyfigreining hefur einnig notað KineMyo og KineView saman, en einu nafni kallast sá búnaður Kine- Pro. „Við höfum aðallega notað þann búnað í rannsóknum, bæði á háls- og baksjúklingum. Það hefur gefið góða raun.“ Nýtist vel við sjúkraþjálfun Morgunblaðið/Árni Sæberg Karl Guðmundsson hjá Hreyfigreiningu vinnur með búnað frá Kine. HANN er afar lágvaxinn,svolítið þybbinn og stórgleraugun virðast oftbera andlitið ofurliði,stundum skelfur neðri vörin. Hann sést sjaldan á almanna- færi án köflótta höfuðklútarins sem fellur niður á axlir. En allir kannast við Yasser Arafat, hinn 74 ára gamla leiðtoga Palestínumanna. Hann hefur verið helsti forystumaður þeirra um nær fjörutíu ára skeið og oft lent í miklum hremmingum, margsinnis hafa stjórnmálaskýrendur fullyrt að hann væri búinn að vera. En alltaf virðist gamli stjórnmálarefurinn Ara- fat rísa á ný úr öskustónni. Ísraelsstjórn vill nú binda enda á stofufangelsið sem Arafat hefur orðið að sætta sig við undanfarinn 21 mán- uð og reka hann úr landi. Þeir segja að aldrei verði hægt að semja um frið meðan hann geti ræktað sambönd sín við hinar ýmsu fylkingar meðal Pal- estínumanna. Sjálfur friðarverð- launahafinn sé í reynd friðarspillir sem hugsi eingöngu um að tryggja eigin völd. Hann hiki ekki við að hafa hermdarverkamenn góða með því að styðja þá á laun. Vilja að Arafat verði drepinn Þorri Ísraela tortryggir mjög Ara- fat og grunar hann um græsku. Dag- blaðið Jerusalem Post birti í vikunni leiðara með yfirskriftinni „Nóg kom- ið!“ og sagði ekki nóg að reka Arafat úr landi. Stjórnvöld yrðu að láta drepa hann og taka afleiðingunum, engin önnur lausn væri til. Nýjar skoðanakannanir gefa til kynna að 37% Ísraela vilji að leiðtoginn verði drepinn. Ekki sé hægt að sætta sig við að Arafat fái áfram tækifæri til að grafa undan tilraunum hófsamari Palestínumanna til að stöðva fram- ferði hryðjuverkasamtaka. Þeir sem reyna að átta sig á þanka- gangi Arafats eru ekki á eitt sáttir enda fáum betur gefið að leyna hugs- unum sínum. Örvæntingarfullir samningamenn hafa reynt að fá hann til að tjá sig skýrt, fá hann til að skuldbinda sig en það hefur sjaldan tekist. Enn er deilt um ástæður þess að ekki tókst að semja í Camp David- viðræðunum árið 2000 en þar kynntu Bandaríkjamenn óljósar tillögur Ísr- aelsstjórnar um að Palestínumenn fengju nær allan Vesturbakkann og Gazaspilduna. Arafat reyndi ekki að grípa tækifærið og láta þá standa við tilboðið. Það segja Ísraelar nú að sanni að hann hafi aldrei viljað sætta sig við neina málamiðlun, hann vilji yfirráð allrar Palestínu eða ekkert. En sé gætt sanngirni verður eð minna á að Arafat bað Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir fundinn um að þvinga ekki of hratt fram endanlegt samkomulag. Rétti tíminn væri ekki runninn upp. Arafat taldi að sögn heimildarmanna að und- irbúa þyrfti palestínskan almenning betur til að hann sætti sig við sárs- aukafulla málamiðlun. Vill hann bíða betra færis? Aðrir segja að Arafat hugsi sem svo að ástæðulaust sé að hrapa að samningum, tíminn vinni með Palest- ínumönnum. Eftirmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta gæti reynst fúsari til að setja Ísraelum stólinn fyrir dyrnar. Og þótt Evrópa sé yf- irleitt á hliðarlínunni í þessum deilum hafa helstu forystumenn álfunnar lagt áherslu á að Arafat sé réttkjör- inn leiðtogi Palestínumanna. Þess vegna hljóti hann að leika mikilvægt hlutverk. Arafat telur því stöðu sína alls ekki vonlausa. Enn hefur kjarkurinn aukist þegar þúsundir aðdáenda hans flykktust að Muqtada, aðalstöðvum hans í Ram- allah, á fimmtudagskvöld til að verja leiðtogann. „Þetta er ættjörðin mín. Þetta er heilög jörð. Enginn getur sparkað mér burt,“ sagði Arafat. Undarlegt er að fáir virðast hafa velt því fyrir sér hvert hann eigi að fara og fréttaritari BBC bendir á að ekki sé búið að skilgreina hvað átt sé við með orðinu fjarlægja. Hugsanlegt er að farin verði sú leið að slíta öll tengsl Arafats við umheiminn, senda hann í eins konar útlegð og einangrun í eigin landi. Vitað er að skoðanir eru enn skiptar um málið í Ísraelsstjórn. Menn velta því mjög fyrir sér hvort Arafat gæti haldið áhrifum sínum meðal Palestínumanna ef hann væri í útlegð. Þótt hann sé enn brattur mið- að við aldur eru farin að sjást á hon- um augljós þreytumerki. Hann á sér líka öfluga keppinauta á hernumdu svæðunum og þeir gætu, þegar frá liði, notfært sér fjarveru hans og reynt að kippa stoðunum undan flóknu valdakerfi leiðtogans. Einn af þáttunum í því og ekki sá lítilvægasti er að hann hefur til skamms tíma haldið sjálfur um pyngjuna. Spilling- in í stjórnkerfi hans er svo mikil að varla reynir nokkur Palestínumaður að afneita henni. Arafat hefur deilt og drottnað, heimildarmenn segja hann gjarnan tryggja sér stuðning lykil- manna með því að stinga upp í þá peningadúsu og geri þá þannig með- seka. Illvíg deila harðnar enn Aðgerðir hryðjuverkasamtaka úr röðum Palestínumanna og hefndar- árásir Ísraela halda hatrinu milli þjóðanna við. Sagt er að hinir síðar- nefndu séu margir orðnir staðráðnir í að læra að lifa með hryðjuverkunum, öllu megi venjast. Ísraelar neita að standa við loforð um að fjarlægja ólöglegar byggðir gyðinga á svæðum Palestínumanna og hinir síðarnefndu treysta sér ekki til að stöðva hermd- arverkasveitirnar. Það segja jafnvel hófsamir frammámenn Palestínu- manna á borð við Hanan Ashrawi og Mahmud Abbas að myndi kosta blóð- bað og borgarastyrjöld. Allt situr því fast og nú eru Ísraelar sagðir íhuga að leggja aftur undir sig Gazaspild- una. Bandaríski fréttaskýrandinn Thomas Friedman er gagnkunnugur í Mið-Austurlöndum og hann segir eins og fleiri að lausnir séu til en vilj- ann skorti hjá báðum deiluaðilum. Hann vitnar í grein sinni í The Inter- national Herald Tribune í vikunni í Ísraelann Efraim Halevy, sem eitt sinn var yfirmaður leyniþjónustunn- ar Mossad og nýlega lét af störfum sem ráðgjafi Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels. „Ef gefa á [friðsamlegri] sambúð Ísraela og Palestínumanna tækifæri verða Palestínumenn að taka á sig rögg. Til þess að gera þeim það kleift verða Ísraelar að leggja sig fram um að fá þá til samstarfs – án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir að það takist,“ sagði Halevy. Hann bendir á að Ísraelar standi nú óvenju vel að vígi til að taka áhættu, Bandaríkja- menn séu búnir að velta Saddam Hussein, harðskeyttum óvini Ísraels, úr sessi og aldrei hafi tengslin milli Ísraels og Bandaríkjanna verið sterkari. En Sharon virðist hafa ákveðið að grípa ekki tækifærið, segir Halevy. Bjóða enga umbun Palestínski fræðimaðurinn Khalil Shikaki segir stefnu Ísraelsstjórnar ekki miða að neinni málamiðlun. „Sharon vill að Palestínumenn taki mestu áhættu sem hægt er að taka – að borgarastríð skelli á – án þess að fá loforð um mikilvægustu umbunina: Að landtökubyggðirnar verði fjar- lægðar og tekin verði ótvíræð skref í átt að sjálfstæðu Palestínuríki. Þetta mun ekki gerast.“ Bandaríkjamenn eru mikilvægustu stuðningsmenn Ísraela og Arafat og aðrir palestínskir leiðtogar hafa oft sagt að eina von þeirra sé að Banda- ríkjamenn þrýsti á Sharon um tilslak- anir. Faðir núverandi forseta, George Bush eldri, hótaði fyrir rúmum ára- tug að draga mjög úr fjárhagslegum stuðningi við Ísraela og skömmu síð- ar hófust þreifingarnar sem leiddu loks til Óslóarsamkomulagsins 1993. Íhuga menn svipaðar aðgerðir núna í Washington? Fátt bendir til þess. Talsmenn stjórnar George W. Bush, núverandi forseta, hafa síðustu daga ítrekað að óheppilegt væri að Arafat yrði rekinn á brott. En að sögn ísraelskra fjölmiðla hefur þunginn í þeirri stefnu minnkað og ekki víst að Bush myndi reyna í alvöru að stöðva Sharon. Þegar Bush kynnti í júní sl. hugmyndirnar um Vegvísi til friðar, friðaráætlun sem stjórn hans hafði forgöngu um, kom fram að eitt af skil- yrðum friðar væri að Palestínumenn gerðu umbætur á forystu sinni og stjórnháttum. Allir vissu að með þeim orðum var fyrst og fremst átt við að þeir ættu að skáka Arafat til hliðar og annaðhvort gera hann að valdalausri toppfígúru eða hreinlega víkja honum frá. Bandaríkjamenn eru sammála Ísr- aelum um að Arafat grafi á laun und- an friðarviðleitninni þótt hann gæti þess að mæla fagurt þegar hann tali við erlenda stjórnmálaleiðtoga eða fréttamenn. En atburðir síðustu vikna benda ekki til þess að þeim tak- ist í bráð að ýta honum frá með því að hunsa hann. Reuters Ákafir stuðningsmenn Yassers Arafats við aðalstöðvar hans í Ramallah á fimmtudag. Þeir hétu að verja hann ef Ísraelar reyndu að reka hann úr landi. Gamall stjórnmála- refur í þröngri stöðu Ísraelar hóta nú að reka Yasser Arafat úr landi. Kristján Jónsson kynnti sér feril Palestínuleiðtogans og pólitíska stöðu hans núna. ’ Ísraelar neita aðstanda við loforð um að fjarlægja ólöglegar byggðir gyðinga á svæð- um Palestínumanna og hinir síðarnefndu treysta sér ekki til að stöðva hermdarverka- sveitirnar. ‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.