Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 15 hvar er allt fólkið? Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 28. sept. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur farið til þessarar fegurstu borgar Evrópu á einstökum kjörum. Og þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 til Prag 28. september frá kr. 19.550 Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, út 28. sept., heim2. okt., 2 fyrir 1. Flug og skattar per mann miðað við að 2 ferðist saman. Almennt verð kr. 20.950. Glæsilegt 4 stjörnu hótel Verð kr. 3.900. Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Pyramida, per nótt með morgunmat. Quality Hotel *** Verð kr. 2.900. Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, per nótt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 39.950 25. september - helgarferð Flug og hótel í 3 nætur, helgarferð 25. sept. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu 28 sæti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Sigurþór og rennir fingrunum yfir frumlega leturgerðina á bókarkáp- unni áður en hann opnar bókina. „Hér minnir svo rautt á Ísland,“ heldur hann áfram og við blasir blóð- rauður flötur og útskorin flaska á vinstri síðunni. „Ég ákvað að skera út dæmi um þekkta sænska hönnun innan á kápuna. Hérna sérðu ekta sænska „Absalut-vodka“ flösku og aftast dæmi um þekkta sænska skúffuhönnun,“ segir Sigurþór og jánkar því að hann eigi hugmyndina að hvorutveggja – rétt eins og óvenjulegri lausn á samskeytunum innan á bókarkápunni. Sigurþór segist ekki kvarta yfir verkefnaleysi þótt bókbindurum hafi farið fækkandi í borginni síðustu ára- tugina. „Hér voru áður reknar fleiri bókbandsstofur. Viðskiptin minnk- uðu töluvert í góðærinu fyrir nokkr- um árum. Ég var sjálfur að velta því fyrir mér að hætta þegar mér bauðst að kaupa aðra bókbandsstofu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að láta slag standa, kaupa stofuna og sam- eina Bókbandsverki. Kaupin á stof- unni færðu mér ekki aðeins fleiri tæki heldur ákveðna viðskiptavild, þ.e. samninga um þjónustu við ákveðin fyrirtæki og stofnanir. Núna hef ég nóg að gera við að vinna fyrir lögfræðistofur og ýmsar stofnanir og svo eru viðskiptin við einstaklinga að glæðast aftur í niðursveiflunni.“ Áhuginn ekki bundinn aldri „Áhuginn á bókbandi er alls ekki aldursskiptur. Ungt fólk getur eins og fullorðið haft áhuga á fallegu handbragði,“ segir Sigurþór og er spurður hvaða hæfileikum góður bókbindari þurfi að búa yfir. „Hann þarf að vera handlaginn,“ svarar hann og er spurður að því hvort list- ræn hugsun sé bókbindurum ekki nauðsynleg til að ná langt í svoköll- uðu listbókbandi. „Að einhverju leyti býst ég við – og svo er menntun á þessu sérsviði auðvitað dýrmæt,“ segir Sigurþór og tekur fram að sjálfur hafi hann sérhæft sig í list- bókbandi í Englandi veturinn 1994 til 1995. „Maður verður auðvitað að leggja höfuðið í bleyti,“ segir hann þegar talið berst aftur að sænska verkefn- inu. „Ég vann að bókbandinu með öðrum verkefnum í þónokkuð langan tíma. Á meðan höfðu hugmyndirnar tíma til að gerjast í kollinum á manni. Ef ég hefði ekki unnið við annað hefði ég verið svona hálfan mánuð að ljúka verkinu fyrir utan tilrauna- gerðir en ég batt inn fjórar bækur áður en ég vissi hvað ég vildi.“ Hvatning til annarra safna Aftur til Svíþjóðar því að Anders segir að Sigurþór muni afhenda bókasafninu bókina með viðhöfn að kvöldi 18. september. „Eftir að Sig- urþór hefur afhent okkur bókina verður hún sýnd starfsmönnum safnsins. Bókin verður svo í öndvegi sýningargripa við opnun sérstakrar sýningar á nútímabókbandi í safninu í janúar á næsta ári. Með því að stíga eitt skref í einu og fela árlega einum norrænum bókbindara að binda sér- staklega inn fyrir okkur bók von- umst við svo til að eignast gott safn af samtímabókbandi áður en langt um líður,“ segir hann og tekur fram að eitt af markmiðunum sé að hvetja önnur bókasöfn til að feta í fótspor Konunglega sænska bókasafnsins og safna saman dæmum um bókband. „Löngu er orðið tímbært að bók- bandi sé sýnd tilhlýðileg virðing með slíkum söfnum við öll helstu bóka- söfnin á Norðurlöndum,“ segir And- ers. Hann efist ekki um að bókin góða frá Íslandi eigi eftir að standast væntingar Konunglega sænska bókasafnsins. „Ég veit að ég á eftir að fá fallega bók frá Íslandi.“ yndin var mótuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott „fíletta“- og stimplasafn er hverjum bókbindara nauðsynlegt. Sigurþór hefur ekki aðeins bundið bókina inn í listbókbandi heldur hannað tví- skipt geymsluhylki og þriðja hylkið í stíl við bókina til að hylja samskeytin. Gulu stafirnir framan á bókarkápunni eru felldir inn í bláa litinn. ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.