Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V AR leiðtogafund- urinn í Reykja- vík ómaksins verður? Já – tví- mælalaust,“ sagði Donald T. Regan, starfs- mannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Ronalds Reagans, í ræðu sem hann hélt á 10 ára afmælisráðstefnu leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Donald T. Regan, sem lést fyrir skömmu, 84 ára að aldri, var einn af nánustu ráðgjöfum Bandaríkjafor- seta á fundinum í Höfða í október 1986. Því hefur verið haldið fram að hann hafi verið traustasti ráðgjafi Reagans framan af en síðan fallið í ónáð hjá Nancy Reagan á seinna kjörtímabili forsetans og því neyðst til að segja af sér. Örlögin urðu þess valdandi að ég kynntist honum þegar hann kom til landsins vegna 10 ára afmælis leið- togafundarins þar sem ég annaðist framkvæmd afmælisfundarins, sem bar ensku yfirskriftina „The 1986 Reykjavik Summit – Ten Years Lat- er“. Á ráðstefnunni ræddu rússneskir og bandarískir fræði- og embættis- menn um gildi fundarins fyrir heims- málin. Höfðafundurinn átti óumdeil- anlegan þátt í gjörbreyttri heims- mynd. Við höfðum þó ekki hist á leiðtoga- fundinum sjálfum, enda var Regan á kafi í Höfðafundunum og ég sömu- leiðis í alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöð- inni í Hagaskóla. Stutt kynni mín af Regan á 10 ára afmælinu hafa orðið til þess að ég uppgötvaði hversu stór- an þátt hann átti í því að leiðtoga- fundurinn varð að raunveruleika. Kaldur vetur á Rjúpnahæð Þegar ég las um lát Donalds T. Regans ákvað ég að skrifa stutta grein um þennan mann sem lék svo mikilvægt hlutverk í leiðtogafundin- um. Ísland lék að sama skapi hlut- verk í lífshlaupi hans. Regan var son- ur lögregluþjóns og ólst upp á heimili sem hafði ekki úr miklu að moða. Dugnaður hans og elja gerðu það að verkum að hann hlaut námsstyrk til háskólanáms í Harvard-háskóla þar sem hann stundaði laganám. Hann slapp ekki við herskyldu í stríðinu, en lenti í landgönguliðinu og fyrstu af- skipti hans af heimsstyrjöldinni voru þau að dvelja á Rjúpnahæð á útjaðri Reykjavíkur haustið og veturinn 1941–42. Þar mátti Regan kúra í kulda og trekki í vélbyssubyrgi, sem enn stendur þótt það sé illa á sig kom- ið af vanhirðu. Hann bjó fyrst í her- mannatjaldi og síðan í illa einangr- uðum bragga á Vatnsenda. Héðan var Regan sendur til Kyrrahafsins þar sem hann tók þátt í mörgum blóð- ugustu bardögum stríðsins en slapp lifandi úr hildarleiknum. Breytti Merill Lynch í stórveldi Eftir stríðið hóf hann starfsþjálfun í fjármálaheimi New York og réðst árið 1946 til verðbréfafyrirtækisins Merill Lynch. Regan vakti strax at- hygli fyrir dugnað og hæfni sem leiddi til þess að hann varð forstjóri fyrirtækisins árið 1971. Hann átti mjög stóran þátt í að breyta Merill Lynch úr litlu fjármálafyrirtæki í bankastórveldi. Regan var orðinn auðugur maður og tilbúinn að taka sér fyrir hendur ný verkefni þegar vinur hans Ronald Reagan gaf kost á sér í forsetaframboð. Þegar Ronald Reagan hafði náð kjöri, var það eitt fyrsta verk hans að skipa Donald T. Regan fjármálaráðherra í fyrstu rík- isstjórn sinni. Það reyndist forsetan- um heilladrjúgt því Regan átti stærstan þátt í svonefndri framboðs- hagfræði, sem meðal annars gekk út á að skattalækkanir auki framleiðslu og eftirspurn eftir vinnuafli. Fjöl- miðlamenn nefndu þessi vísindi „Reaganomics“. Efnahagslíf Banda- ríkjanna tók miklum framförum í ráðherratíð Regan en það var ein helsta ástæða þess að forsetinn náði endurkjöri. Eins og að leika í kvikmynd Árið 1985 gerði Bandaríkjaforseti Donald Regan að starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem er eitt valdamesta embættið í Washington. Regan gerði sér strax ljóst að of margir snillingar væru að reyna að stjórna forsetanum í Hvíta húsinu. Hann tók því af skarið og varð sá sem forsetinn bar mest traust til í daglegri stjórnsýslu for- setaembættisins. Það er sagt að Reg- an hafi eitt sinn sagt að forsetinn, sem var fyrrverandi Hollywoodleik- ari, „liti á daglegt starf sitt eins og að leika í kvikmynd þar sem leikararnir koma og fara, senur eru æfðar og leiknar fyrir framan tökuvélina og söguþráðurinn þróast með hverjum deginum sem líður.“ Hann sagði eitt sinn að sitt hlutverk væri að sjá til þess að „stjarnan hefði allt sem til þyrfti til að ná sem bestum árangri“ og að á bak við ljóskastarana væri „ósýnilegt tökulið sem fylgdist með leiknum“ sem grundvallaðist á óeig- ingjörnu framlagi þess til að kvik- myndin heppnaðist sem best. Því er haldið fram að starfsmannastjórinn hafi mætt á hverjum morgni á skrif- stofu forsetans með ferskan brand- ara á vörum til þess að koma forset- anum í gang í „hlutverk“ dagsins. Þessi saga hefur gengið í Washington árum saman en enginn veit hvort hún er sönn eða login. Gildið er samt ekki vefengt. Vildi funda í NATO-ríki Meðan á afmælisráðstefnunni á Grandhóteli stóð ræddum við tveir um leiðtogafundinn eins oft og við gátum, til hvers hann var haldinn og hvers vegna Reykjavík varð fyrir val- inu. Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvor leiðtoganna valdi Reykja- vík, en báðir hafa eignað sér heiður- inn. Fullyrt er að Gorbatsjov hafi vilj- að þinga í NATO-ríki og þar sem Ísland væri mitt á milli Moskvu og Washington þá hafi hann stungið upp á Reykjavík. Þetta fullyrti Júrí heit- inn Retsjetov, sendiherra Rússa, sem var hér um árabil og varð að hálf- gerðum fóstursyni Íslands. Maureen E. Reagan, dóttir forsetans, sem var sérlegur fulltrúi föður síns í afmæl- inu, sagði mér hins vegar að pabbi sinn hefði fullyrt að hann hefði stung- ið upp á Reykjavík. Hún sagði mér líka að Ronald Reagan teldi að leið- togafundurinn í Höfða hefði verið einn af þremur stærstu sigrum hans í pólitíkinni og að fundurinn myndi lifa í mannkynssögunni. Hún endurtók þetta í ávarpi sem hún flutti í tilefni ráðstefnunnar. Maureen, sem var einstaklega ljúf manneskja, lést úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Bréfið frá Gorbatsjov til Reagans Regan sagði hugmyndina að leið- togafundi hafa orðið til hjá Gorb- atsjov í ágúst 1986 á sama tíma og Bandaríkjamenn stóðu í hörðum deil- um við sovésk stjórnvöld vegna hand- töku bandaríska blaðamannsins Nicholas Danilovs frá U.S. News and World Report. Handtakan átti sér stað eftir að FBI hafði handtekið sov- éskan njósnara, Gennadí Zahraov, í New York þar sem hann vann hjá Sameinuðu þjóðunum. Í september bað Sjevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, um að koma á fundi með sér og Reagan Bandaríkjaforseta þar sem hann ætl- aði að afhenda forsetanum bréf frá Gorbatsjov. Þetta gekk eftir en Reag- an hélt að bréfið væri um njósnadeil- una og notaði tækifærið til að hella sér yfir sovéska ráðherrann með óbótaskömmum. Forsetinn var svo æstur að hann neitaði að taka í hönd ráðherrans og opnaði ekki bréfið fyrr en hann var farinn. Þegar Reagan las loks bréfið var ekki minnst orði á njósnadeiluna heldur var Gorbatsjov að leggja til að þeir hittust á leiðtoga- fundi sem allra fyrst til að ræða lausnir á eldflauga- og kjarnavopna- vandanum. Þar kviknaði hugmyndin sem leiddi til Höfðafundarins. Regan sagði líka að hann og fleiri hefðu strax áttað sig á mikilvægi slíks fundar og að sovéska stjórnin myndi örugglega leysa Danilov úr haldi fyrir fundinn. „Við sáum strax að hér væri um söguleg kaflaskipti að ræða,“ sagði Donald. Danilov var látinn laus 29. september 1986. Reagan beið ekki boðanna og tilkynnti 30. september að hann og Gorbatsjov myndu hittast í Reykjavík 11. og 12. október. Gorb- atsjov sendi samtímis út sams konar tilkynningu í Moskvu og hjólin tóku að snúast. Ríkisstjórn Íslands sam- þykkti um leið að vera gestgjafi fund- arins. Leiðtogafundur sem var sigur fyrir mannkynið Donald Regan, starfs- mannastjóri Hvíta hússins í stjórnartíð Ronalds Reag- ans, lést fyrir skömmu, en hann átti stóran þátt í Reykjavíkurfundi Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjovs 1986. Jón Hákon Magnússon rifjar upp kynni sín af Regan. Donald Regan og Jón Hákon Magnússon er þeir hittust á ráðstefnunni 1996. Morgunblaðið/Ásdís Donald Regan heimsótti steypt vélbyssuhreiður á Vatnsendahæð í heimsókn sinni hingað til lands 1996 er 10 ára afmælis leiðtogafundarins í Höfða var minnst. En það var einmitt á þessum stað á Vatnsendahæð sem herdeild Regans hlóð slíkt hreiður þegar hann var hermaður á Íslandi í heimsstyrjöldinni síðari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.