Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 17
Forsetinn lagðist undir feld Starfsmannastjórinn fyrrverandi sagði að Reagan hefði lagt á sig mikla vinnu í 10 daga til undirbúnings fyrir Höfðafundinn. Hann ræddi við fjöldann allan af sérfræðingum og herfræðingum sem höfðu mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Á lokasprettinum lagðist forsetinn nán- ast undir feld til að hugsa um aðferð- ina sem hann ætlaði að nota í Höfða. Í fyrrnefndri ræðu Regans sagði hann m.a.: „Höfði reyndist vera góður staður fyrir fundinn og allur aðbún- aður [í Reykjavík] var góður.“ Regan hrósaði ekki bara eigin samstarfs- mönnum fyrir undirbúninginn, held- ur einnig ríkisstjórn Íslands og sov- éskum stjórnvöldum. Það tók sem sagt viðkomandi aðila aðeins 10 daga að undirbúa þennan sögulega leið- togafund sem nú er talinn hafa mark- að upphaf endaloka Sovétríkjanna og loka kalda stríðsins sem geisaði í ára- tugi á milli austur- og vesturveld- anna. Önnur heimsóknin til Íslands Það sem gerir hlut Donalds T. Regans einnig athyglisverðan er að koma hans í október 1986 reyndist vera önnur heimsókn hans til lands- ins. Sú fyrsta var um haustið 1941 þegar bandaríski herinn leysti þann breska af í upphafi stríðsins. „Það var helvíti kalt í byrginu okkar á Rjúpna- hæð. Þarna var ekkert nema auðn og drulla. Ekki var hlýrra í tjaldinu sem við sváfum fyrst í eða þá bröggunum sem voru byggðir í einum hvelli og einangraðir með texplötum. Við vor- um kaldir og einmana,“ sagði hann við mig er við ræddum hermennsku hans á Íslandi. Byrgið á Rjúpnahæð Á leiðtogafundinum gafst Regan tækifæri til að skoða þennan stað sem hafði leikið stórt hlutverk í her- mannslífi hans. Hann sagði að Geir Hallgrímsson, fyrrum forsætisráð- herra, hefði sýnt sér þá virðingu að fara með sér til að finna skotbyrgið. Þeir fundu byrgið en það er í Selja- hverfinu við veginn rétt ofan við Jakasel. „Ég fann aftur byrgið eftir 45 ára fjarveru.“ Þetta var stór stund í lífi hans. Regan spurði mig hvort tími væri til að fara þangað aftur í lok ráðstefnunnar og var það auðsótt mál. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur skipulagði skoðunina og þegar komið var á staðinn mátti sjá að byrgið hafði mikil hughrif á fót- gönguliðann fyrrverandi. Þetta reyndist síðasta heimsókn hans í byrgið á Rjúpnahæð. Nancy flæmdi Donald úr starfi Það er ljóst að mati blaðamanna og stjórnmálafræðinga að forsetafrúin, Nancy Reagan, taldi Regan hafa haft allt of mikil áhrif á daglegt starf for- setaembættisins. Hún taldi sig vita meira um hvernig forsetinn hámark- aði pólitískan árangur í embætti og notaði til þess stjörnuspákonu í San Francisco, sem síðan komst á forsíð- ur heimspressunnar. Nancy vann að því leynt og ljóst að losna við starfs- mannastjórann, sem réð of miklu að hennar mati. Hún greip tækifærið þegar vinsældir Bandaríkjaforseta dvínuðu á öðru ári seinna kjörtíma- bilsins. Donald T. Regan var kennt um hvernig komið var. Hann ákvað að hætta sjálfur eins og kemur fram í ævisögu hans. Hann bað forsetann um að leyfa sér að segja af sér og hætta með reisn. Reagan féllst á það, en Nancy lét leka frétt um hver eft- irmaðurinn yrði og eyðilagði þar með vandlega skipulögð starfslok starfs- mannastjórans í Hvíta húsinu. Síð- asta símtalið á milli vinanna tveggja er löngu heimsfrægt orðið. Það var stutt og kuldalegt. Regan sagði við forsetann: „Ég bjóst við að fá betri meðhöndlun en þetta.“ Bandaríkja- forseti svaraði um hæl: „Mér þykir þetta leitt.“ Þeir töluðust aldrei við aftur. Engu að síður vildi Regan taka þátt í 10 ára afmælinu í Reykjavík til að ræða um mikilvægi leiðtogafund- arins, hlutverk forsetans og söguleg áhrif fundarins á þróun heimsmál- anna. Sigur fyrir mannkynið Gorbatsjov segir í ævisögu sinni: „Reykjavík markaði kaflaskipti í mannkynssögunni.“ Reagan forseti hefur haldið því fram að þetta hafi verið ein af stærstu stundum lífs hans, eins og dóttir hans hafði eftir honum síðar. Hún sagði líka að Reag- an hefði skynjað að Reykjavíkurfund- urinn markaði þáttaskil í mannkyns- sögunni. Donald T. Reagan sagði í lok um- ræddrar ræðu á Grand Hóteli: „Það fylgdi því mikil áhætta fyrir leiðtog- ana að hittast, en mín skoðun er sú að þetta hafi verið augnablik ávinninga. Það má ekki líta á þetta sem ósigur, það verður að skrá [fundinn] sem sig- ur fyrir mannkynið.“ Þegar við kvöddumst í lok heim- sóknar hans til Íslands sagði hann við mig: „Jón, komdu í heimsókn á bú- garðinn minn þar sem við getum eytt meiri tíma í að ræða um leiðtogafund- inn – kosti hans og galla.“ Ég þáði boðið en kom því aldrei í verk að heimsækja þennan athyglisverða en hógværa mann sem var svo merki- legur þátttakandi í skipulagi og fram- kvæmd sögufrægs leiðtogafundar í Höfða. Nú er það of seint. Höfundur annaðist alþjóðlegu fjöl- miðlamiðstöðina á leiðtogafundinum 1986 og starfar hjá almannatengsla- fyrirtækinu KOM ehf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 17 Opið kl. 10.00-17.00 laugardag og kl. 12.00-17.00 sunnudag opel 460.000 kr . afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.