Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 21 A Ð VERA karlmað- ur?“ Að minnsta kosti ekki merkilegra en að vera kvenmaður enda sýna vísindalegar kannanir að kynin deila fólksfjölda jarð- arinnar nokkuð jafnt á milli sín. En völd og áhrif – það er svolítið annað. Og það eru kannski ekki nema u.þ.b. 100 ár síðan farið var að gera eitthvað markmiðsbundið til að skakka þenn- an ójafna leik sem við búim við frá degi til dags. Sú barátta hefur snert við nánast öllum sviðum mannslífsins og er dægurtónlistinn þar síst undan- skilin. Segir hér frá undirstefnu rokks er kallast „riot grrrl“, stefna sem engan veginn er hægt að skilja frá samtíma femínisma og á líf sitt og speki undir þeim fræðum. Riot grrrl“-stefnan felur í sérsterka pólitíska vísun ersnýr gagngert að fem-ínisma. „Riot“ vísar til upp- reisnar við gildandi viðmið í sam- félaginu og um leið gildandi viðmið í rokki sem er einkar karllægt fyrir- bæri. Þetta er enn frekar undir- strikað með umbreytingu á orðinu „girl“ þar sem það táknar nú ógnandi urr í einhverju villidýrinu og er ekki lengur orð yfir settlegan, ungan kvenmann. Stefnan sem slík varð til upp úr gruggbyltingunni í upphafi tíunda áratugarins. Í raun er um frekar þrönga tónlistarlega skilgreiningu að ræða og vísar til harðrokksbanda sem flagga gjarnan femínískum bar- áttutáknum ótt og títt. Sumar sveit- irnar myndu þó ekki vilja skrifa undir það að vera kallaðar „riot grrrl“, enda eðli rokks og róls að forðast fræði- legar skilgreiningar eins og heitan eldinn, eitthvað sem gerir starf mitt og kollega minna dálítið snúið á stundum! Bikini Kill, Babes in Toyland, 7 Year Itch og L7 eru þekktustu nöfnin sem spruttu beint upp úr þessari bylgju. Babes in Toyland er efalaust merkasta bandið tónlistarlega séð en plata þeirra, Fontanelle (’92) er ekki bara snilldarleg túlkun á þeirri reiði og þeirri þrá sem blundar niðri í lang- þreyttu kvenfrelsibaráttufólki heldur og pottþétt rokkplata, gneistandi af heift og harmi. Hins vegar er það Bikini Kill, sem leidd var af hinni sjarmerandi Kathleen Hanna, sem er hin algera „riot grrrl“-sveit og látum þá vera með tónlistarlega dýpt. Íslenskir listamenn sem hægt væri að tengja þessari stefnu, þó sveitirnar hafi að sjálfsögðu ekki sprottið beint frá henni væru Grýlurnar („Ekkert mál“), Dúkkulísur („Pamela“) og Kol- rassa krókríðandi („Kona“). Lögin sem ég nefni hér í svigunum eru glimrandi góð dæmi um kvenlæga baráttutexta, sérstaklega er línan „þessi krakki/hann er slys“ úr „Pamela“ sterk. Listamenn sem gætu ekki fallið undir „riot grrrl“ skilgreininguna væru t.d. The Donnas og Alanis Morrisette, vegna þess framleidda og tilgerðarlega brags sem yfir þeim er. Eitt- hvað sem seint væri hægt að saka sveit eins og Bikini Kill um. Það sem skilur hrein „riot grrrl“- bönd frá tengdum að- ilum, ef svo mætti segja, var að ekkert þeirra komst á stóra útgáfu, né gerði til- raun til þess. Enda öll- um stórfyrirtækjum í dag stjórnað af karlmönnum, sem var og er þyrnir í augum þeirrar grasrót- arstefnu sem „riot grrrl“ sannarlega er. Svo eru það listamenn eins og Polly Harvey, Kate Bush og Patti Smith sem loða óneitanleg við „riot grrrl“- skilgreininguna, bara vegna þess sterka og sjálfstæða, kvenlega sjarma sem umleikur þá. Svo má ekki gleyma Slits, hinni mjög svo merki- legu kvennapönksveit sem sann- arlega tók viljann fyrir verkið og rokkaði stíft og af krafti pönkárið mikla 1977 (Mick Jones úr Clash var vanur að stilla gítarana þeirra þegar þær túruðu með sveit hans). Eins og allar stefnur reis „riotgrrrl“ hátt í einhverja mán-uði en datt svo niður og féllút fyrir sjóndeildarhring fjöl- miðla. Hugsjónirnar og pólititíkin sem stefnan hjálpaði til við að glæða hafa þó lifað góðu lífi þótt ekki séu nema svo og svo margar sveitir virk- ar í dag. Á tímum net- og hnattvæð- ingar hafa litlir fjölmiðlar, tileinkaðir útbreiðslu boðskaparins einnig styrkst en fram að því höfðu virkar byltingarstelpur verið duglegar í að gefa út lítil og ódýr málgögn í formi ljósritaðra tímarita m.a. Kathleen Hanna, sem ávallt var hjarta og tákngervingur stefnunnar, skapaði sér aukasjálf stuttu eftir að Bikini Kill lagði upp laupana árið 1998. Hún nefndi sig Julie Ruin og gaf út eina plötu undir því nafni sama ár sem hún tók sjálf upp í herberginu sínu og fiktaði með hjóðgervla, takta og tölvur. Árið eftir flutti hún sig svo um set til New York, stofnaði tríóið Le Tigre þar sem hún blandar pönk- hugsjóninni við ómstríða raftakta og hljómbúta. Tvær feykigóðar skífur hafa komið út úr því verkefni, Le Tigre (’99) og Feminist Sweepstakes (’01). Þar heldur Hanna áfram að ráð- ast gegn viðteknum gildum hins karl- læga samfélags á beinskeytan hátt (lagatitlar frá Bikini Kill tímanum segja sína sögu; „Rebel Girl“, „Alien She“ og „Suck My Left One“) þar sem leikstjórinn John Cassavete fær m.a. á baukinn („What’s Yr Take on Cassavetes“). Það er óhjákvæmilega innbyggt í róttæka stefnu eins og „riot grrrl“ að hún mun aldrei ná almenningshylli. Hún einfaldlega getur það ekki í sínu hreinasta formi. Ekki frekar en að anarkismi væri viðtekið (ó)stjórn- arfar um heim allan. Hið hreina inn- tak stefnunnar þjónar þó sem mik- ilvæg áminning um hið þarfa baráttumál sem hún er sprottin úr. „Hvað er svona merkilegt við það…“ Le Tigre er sveitin sem Kathleen Hanna stofnaði þegar Bikini Kill-æv- intýrið var búið. Babes in Toyland voru framan af ferli ein af öflugri rokksveitum síns tíma. Slits spruttu upp úr pönksenunni í Bret- landi við endalok áttunda áratugarins. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... -www.girlpunk.net -www.grrrl.com -www.popcultures.com „ALLA mína ævi hef ég alið með mér djúpa tortryggni gagnvart því sem fólk sagði um sig sjálft. Ekki að ég héldi að það færi með lygi. En ég þóttist viss um að það undanskildi fullt af upplýsingum. Upplýsingum sem mundu, ef ég gæti bara raðað þeim saman í heildarmynd, tengja mig þessum persónum, fá mig til að treysta á þær.“ (42). Svona hugsar hinn einræni, sérvitri og léttgeggjaði Elling en eftir að móðir hans deyr kemur hann sér fyrir í herbergi henn- ar með stóran sjónauka á fæti til að geta „rannsakað“ líf fólksins í blokk- inni á móti. Hann er ekki gluggagæg- ir í kynferðislegri merkingu orðsins, hann horfir gagntekinn á líf annarra því hann á ekkert líf sjálfur. Hann getur í eyður, býr til samhengi og spinnur upp atriði úr lífi nágrannanna (aðallega beinir hann sjónum að dag- legu lífi sjötugrar konu, Rigemor Jøl- sen) og trúir því á meðan að hann hafi „stjórn á hlutunum“ (9). Þegar lengra líður á rannsóknina fara ágiskanir hans og ímyndun að rekast harkalega á veruleikann og hann kemst í mikið uppnám vegna þess að allt er öðruvísi en það virðist við fyrstu sýn (105). Elling er haldinn sjúklegri vana- festu og öryggisfíkn sem birtast skýrt í samskiptum hans við annað fólk. Meðan hann getur verið áhorfandi að lífi annarra, látið hugann reika og átt sínar ljúfu stundir með myndum af Gro Harlem Brundtland gengur allt að óskum. En þegar hann þarf að tala við afgreiðslukonu á pósthúsi, svara í síma eða fara til dyra missir hann tök- in. Lýsingar á hugarástandi hans eru oft grátbroslegar, t.d. þegar hann elt- ir Rigemor Jølsen á læknastofu: „Hinar hræðilegustu myndir komu upp í huga mér. Ég mundi eftir heilsubókinni sem stóð alltaf í neðstu hillu heima. Ég hafði ekki opnað hana árum saman, hún hafði verið hin mikla ógn bernsku minnar. Hræðileg brunasárin á upphandlegg konu. Sýfilissárið á kynfærum karlmanns. Allir húðsjúkdómarnir! Í litum. Þar að auki voru myndir og heilu opnurn- ar þar sem sýndur var alls konar bakteríugróður. Það var nóg til að verða örvilnaður“ (94). Þegar líður á söguna verður augljóst að undir kyrr- látu yfirborði Ellings er afar við- kvæmur og sjúkur hugur. Eftir inn- rás Félagsþjónustunnar í líf hans og harða baráttu við fiskbúðing og ís- skápshurð (151–2) er greinilegt að Elling verður að fara á stofnun. Text- inn sýnir vel spennuna milli daglegra, venjubundinna athafna þar sem allt er í föstum skorðum og undarlegrar hugarstarfsemi sem rífur niður varnir Ellings hvað eftir annað og kippir undan honum fótunum. Og í draumlíf- inu hefur hann heldur enga stjórn, þar upplifir hann niðurlægingu, sekt og spillingu. Í bókarlok hefur friðsæll og fastskorðaður heimur Ellings al- gerlega vikið fyrir óreiðunni, sveittur og skelfdur er hann ofurseldur eigin ímyndun og einangrun hans rofin. Kvikmyndin vinsæla um Elling hefst þar sem þessi bók endar. Bæk- urnar um Elling eru alls fjórar og er tilhlökkunarefni að lesa þær. Efa- semdir vakna þó um hvort karlgreyið hafi burði til að standa undir bók, bíó- mynd og leikriti sem er nú á fjölunum hér á landi. Þýðing Einars Ólafssonar er góð, án staðfærslu veitir hún skemmtilega innsýn í norskt sam- félag. Titill sögunnar, Paradís í sjón- máli, er undarlega hátíðlegur miðað við frummálið, Utsikt til paradiset. Á tveimur stöðum í sögunni talar Elling um „útsýni til paradísar“ (108, 137) sem er bein þýðing og vísar til útsýn- isins úr sjónaukanum. Að hafa para- dís í sjónmáli er allt annað og felur í sér fagra framtíð þar sem allt verður harla gott. Það ekki við um Elling, í einsemd sinni er hann áhorfandi að lífi annarra gegnum sjónauka og mun aldrei öðlast paradísarvist. Útsýni Ellings BÆKUR Skáldsaga eftir Ingvar Ambjörnsen (kvikmyndin Ell- ing var tilnefnd til óskarsverðlauna, segir á bókarkápu). Einar Ólafsson þýddi, bók- in kom fyrst út fyrir tíu árum. 188 bls. Al- menna bókafélagið 2003. ELLING. PARADÍS Í SJÓNMÁLI Steinunn Inga Óttarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.