Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 14. september 1993: „Gagn- kvæm viðurkenning Ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og sáttmálinn sem undirritaður var í Wash- ington í gær um heimastjórn Palestínumanna eru stærstu tíðindi á vettvangi alþjóða- mála frá því kommúnisminn leið undir lok. Vonir hafa vaknað um að takast muni að tryggja frið með Ísrael- um og aröbum eftir áratuga hatur með tilheyrandi blóðs- úthellingum og drög hafa verið lögð að myndun ríkis Palestínumanna. Enn fer því þó fjarri að stöðugleiki hafi verið tryggður í þessum eld- fima heimshluta.“ . . . . . . . . . . 14. september 1983: „Um- ræðuformið í sjónvarpssal er fyrir löngu búið að ganga sér til húðar. Einu gildir, hvort um er að tefla um- ræðuþætti milli stjórnmála- manna undir stjórn umsjón- armanns eða þætti, þar sem stjórnmálamenn svara spurningum blaðamanna. Í báðum tilvikum er mark- miðið að upplýsa almenning en í fjöldamörg ár hefur nið- urstaðan orðið einhvers kon- ar hanaslagur. Er það kannski það, sem þjóðin vill?“ . . . . . . . . . . 15. september 1973: „Fátt hefur vakið jafn mikla at- hygli síðustu daga og fundur rússneskra fjarskiptatækja á botni Kleifarvatns. Eins og fram hefur komið í fréttum, voru ungir menn að æfa köf- un í Kleifarvatni, er þeir af tilviljun rákust á torkennileg tæki á vatnsbotninum. Er tækin höfðu verið dregin á land, kom í ljós, að um var að ræða fjarskiptatæki af rússneskri tegund. Geysi- öflug móttökutæki að sögn sérfræðinga og tæknimanna. Tækin báru þess merki að reynt hafði verið að afmá hin rússnesku tegundarheiti af þeim.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ jóðaratkvæðagreiðslan í Sví- þjóð á morgun, sunnudag, um upptöku evrunnar fer fram við óvenjulegar aðstæð- ur. Morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra hefur gjörbreytt hinu pólitíska andrúmslofti í Svíþjóð. For- menn allra stjórnmálaflokka ákváðu að þjóðarat- kvæðagreiðslan skyldi engu að síður framkvæmd og að þeir myndu virða niðurstöður hennar óháð því hver úrslitin yrðu. Jafnframt var ákveðið að allri hefðbundinni kosningabaráttu skyldi hætt þar sem ekki væri við hæfi að halda pólitískum átökum áfram í ljósi hins hörmulega atburðar. Það er óhjákvæmilegt að morðið á Lindh hafi ein- hver áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á sunnudag. Hver þau áhrif verða og hversu mikil mun ekki koma í ljós fyrr en eftir að atkvæði hafa verið talin. Til þessa hefur allt bent til að Svíar myndu hafna evrunni. Skoðanakannanir hafa um langa hríð sýnt að evruandstæðingar eru mun fleiri meðal kjósenda heldur en stuðningsmenn þrátt fyrir að stærstu stjórnmálaflokkarnir, samtök at- vinnurekenda og verkalýðshreyfingin hafi lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að sannfæra kjós- endur um að það væri Svíum í hag að taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil Evrópusambands- ins líkt og þorri aðildarríkjanna hefur gert. Auk Svíþjóðar standa einungis Danmörk og Bretland utan EMU. Í þeim ríkjum horfa margir til Svíþjóðar enda ljóst að niðurstaðan þar mun hafa mikil áhrif á umræður jafnt í Danmörku sem Bretlandi óháð því hver úrslitin verða. Úrslit gætu orðið umdeild Fastlega má búast við því að niðurstaðan verði umdeild í fram- tíðinni vegna þess við hve óvenjulegar aðstæður atkvæðagreiðslan fer fram. Sænska þjóðin er í losti enda var Lindh einn vinsælasti og virtasti stjórnmálamaður landsins. Var talið nær öruggt að hún myndi inn- an skamms taka við af Göran Persson sem for- maður Jafnaðarmannaflokksins og þar með væntanlega einnig forsætisráðherraembættinu. Leiddar hafa verið líkur að því að voðaverkið verði til að styrkja stöðu stuðningsmanna evr- unnar. Annars vegar vegna þess að stuðnings- menn verði líklegri til að mæta á kjörstað og hins vegar vegna þess að andrúmsloftið í þjóðfélaginu gæti orðið til að þeir sem eru móti evrunni en ekki af miklum sannfæringarkrafti muni ekki kjósa eða hugsanlega skila auðu. Kannanir sem gerðar voru eftir morðið benda þó ekki til að það hafi orðið til að riðla fylkingunum. Staðan er nær óbreytt frá því í byrjun vikunnar. Kosningaþátt- taka mun hins vegar skipta miklu máli. Raunar hafa einnig verið færð rök fyrir því að morðið á Lindh kunni að auka andstöðuna. Þegar mikil óvissa og ótti ríki í samfélaginu séu meiri líkur á að fólk vilji halda í það sem það þekki, í þessu til- viki krónur og aura, í stað þess að taka stökkið út í óvissuna. Flestir ganga raunar út frá því sem vísu að Sví- ar muni fyrr eða síðar taka upp evruna þó svo að kjósendur muni hafna henni á sunnudag. Göran Persson hefur lýst því yfir að ef það verði nið- urstaðan verði ekki raunhæft að stefna aftur að aðild fyrr en árið 2013. Flestir búast hins vegar við því að það muni gerast fyrr. Sú mikla heift sem einkennt hefur kosninga- baráttuna mun jafnframt hafa töluverð eftirköst. Sem dæmi má nefna að andstæðingar evrunnar hafa haldið því fram að með því að taka upp evr- una væri verið að eyðileggja sænskt samfélag, rústa velferðarkerfinu og grafa undan stöðu kvenna. Stuðningsmenn evrunnar tala á móti op- inskátt um að einungis „einn og einn ellilífeyr- isþegi“ hafi fært fram efnahagsleg rök gegn evr- unni. Er þar vísað til tveggja fyrrum seðlabankastjóra, þeirra Bengt Dennis og Lars Wohlin, sem hafa verið áberandi í gagnrýni á evr- una og haft mikil áhrif. Þjóðaratkvæða- greiðsla rétta leiðin? Þótt ekkert bendi enn til að morðið á Lindh tengist þjóðarat- kvæðagreiðslunni með neinum hætti hefur það engu að síður orð- ið til að Svíar eru farnir að spyrja spurninga um það á hvaða nótum stjórnmálabaráttan fari fram og þær aðstæður sem sænskir stjórnmálamenn búi við. Hingað til hefur verið litið svo á að þátt- taka í stjórnmálum eigi ekki að leiða til þess að stjórnmálamenn verði að breyta sínu daglega lífi að neinu ráði. Eflaust verður morðið á Lindh til að öryggisráðstafanir verði hertar. Það var einn- ig gert eftir að Olof Palme var skotinn til bana ár- ið 1986. Smám saman færðust hlutirnir hins veg- ar aftur í fyrra horf. Því hefur jafnframt verið velt upp hvort þjóð- aratkvæðagreiðsla sé rétta fyrirkomulagið til að gera út um viðkvæm pólitísk deilumál. Olof Ruin, prófessor emeritus við Stokkhólmsháskóla og einn virtasti stjórnmálafræðingur Svíþjóðar, seg- ir að sú spenna sem einkennt hefur baráttuna hafi komið á óvart. Ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið sú að reyna átti að koma í veg fyrir að málið yrði flokkspólitískt. Í stað þess að draga úr þeim skoðanamun sem hafi verið hjá sænsku þjóðinni hafi kosningabaráttan hins vegar orðið til að skerpa andstæður. Ruin segist vera þeirrar skoðunar að kosningabaráttan hafi komið óorði á þjóðaratkvæðagreiðsluformið. Hann segist að- spurður telja ólíklegt að í framtíðinni verði haldin atkvæðagreiðsla um það hvort Svíar eigi að taka upp hina sameiginlegu stjórnarskrá ESB af þeim sökum. Það hefði þó að hans mati verið nærtæk- ara en að kjósa um evruna, sem snúist fyrst og fremst um tæknileg atriði. Rótgróin andstaða Það vekur óneitanlega athygli að andstaða við evruna skuli vera jafnmikil og raun ber vitni í Svíþjóð þrátt fyrir að Svíar hafi verið aðilar að Evrópusambandinu allt frá árinu 1995. Mats Johansson, stjórnmálaritstjóri Svenska Dagblad- et, telur líkt og margir aðrir að helsta skýringin á því sé að margir Svíar telji að í þjóðaratkvæða- greiðslunni á morgun, sunnudag, sé hægt að „ná fram hefndum“ vegna úrslitanna í þjóðarat- kvæðagreiðslunni árið 1994, þar sem aðildin að Evrópusambandinu var samþykkt með naumum meirihluta. Kenning Johanssons er að Svíar telji sig upp til hópa ekki vera „evrópska“ heldur „sænska“. Það megi meðal annars sjá í sam- ræmdum skoðanakönnunum sem framkvæmdar eru í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þar komi ítrekað í ljós að engin önnur þjóð sé jafnóvinveitt Evrópusambandinu og Atlantshafs- bandalaginu og Svíar. Johansson er stuðnings- maður Evrópusambandsins og evrunnar en seg- ist engu að síður hafa ákveðna samúð með þeim er gagnrýna evruna frá hægri með markaðsrök- um. Hins vegar séu þau rök ekki nægilega sann- færandi þegar þau séu skoðuð ofan í kjölinn. „Einu haldbæru rökin gegn evrunni eru þau að með upptöku hennar sé verið að flytja allt vald í peningamálum til Evrópska seðlabankans í Frankfurt. Á móti verður hins vegar jafnframt að velta upp þeirri spurningu hversu mikið svigrúm Svíar hafa um þessar mundir. Þegar þróunin er skoðuð má í grófum dráttum segja að sænski seðlabankinn hafi breytt vöxtum stundarfjórð- ungi á eftir seðlabankanum í Frankfurt. Það má því færa rök fyrir því að á meðan ekki séu kreppuaðstæður fyrir hendi sé svigrúmið ekk- ert.“ Svíar hafa samþykkt að gangast undir skilmála stöðugleikasáttmálans svokallaða, sem setur ríkj- um Evrópusambandsins þröngar skorður í rík- isfjármálum, og hefur það leitt til stóraukinnar ráðdeildar í rekstri hins opinbera í Svíþjóð. Jafn- framt hefur aðildin að stöðugleikasáttmálanum takmarkað sjálfstæði Svía í peningamálum veru- lega. Fyrsta skrefið úr ESB? Það sem Johansson og fleiri hafa mestar áhyggjur af er að í huga andstæðinga Evrópusambandsins sé atkvæðagreiðslan um evruna einungis fyrsta skrefið á þeirri leið að snúa við ákvörðuninni frá 1994 um aðild að ESB. Verði evran felld muni jafnramt koma upp kröfur um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Svíar eigi að taka upp hina sameiginlegu stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem nú er ver- ið að leggja lokahöndina á. „Ef það yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp stjórnar- skrána þá blasir við að Svíar yrðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Það er því mikið í húfi.“ Ekki síst er mikið í húfi fyrir Göran Persson, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna- flokksins. Eru margir sænskir sérfræðingar þeirrar skoðunar að atkvæðagreiðslan á sunnu- dag sé mikilvægasta augnablikið á stjórnmála- ferli Perssons. Jafnframt er ljóst að verulegur ytri þrýstingur er á sænsku ríkisstjórnina, jafnt frá Evrópusambandinu sem einstaka ríkisstjórn- um aðildarríkja. Er stjórn Tony Blairs í Bretlandi oft nefnd í því sambandi. Í Bretlandi hefur hugsanleg aðild að evrunni verið eitt mesta pólitíska deilumál síðustu ára. Þótt ríkisstjórn Verkamannaflokksins vilji stefna að því að taka upp evruna hafa pólitískar aðstæð- ur verið með þeim hætti að það hefur ekki verið STUÐNINGUR VIÐ FRUMKVÖÐLA Í íslensku hugviti býr gnótt tæki-færa eins og margsinnis hefursýnt sig. Hugvitið blómstrar hins vegar ekki eitt og sér og öflugan stuðn- ing getur þurft til þess að koma hug- mynd af teikniborðinu og á almennan markað. Morgunblaðið hefur reglulega fjallað um svokölluð sprotafyrirtæki í tækni og vísindum, sem eru að keppast við að hrifsa frumkvæðið í alþjóðlegu umhverfi þar sem ríkir hörð sam- keppni. Það virðist vera álit þeirra, sem að slíkum fyrirtækjum standa, að á Íslandi sé reynt að styðja fyrstu skref þróunarvinnu, en úthaldið skorti til að fylgja verkefnum eftir alla leið. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um íslenska fyrirtækið Kine ehf., sem hef- ur þróað þráðlausa vöðvarita og hug- búnað til hreyfigreiningar. Fyrirtækið er farið að selja vörur sínar víða um heim og hefur þar á meðal skipt við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þróunarvinnan hafi tekið langan tíma, en hefði áreiðanlega kostað meira væri Kine í öðru landi. Um þessar mundir standi fyrirtækið hins vegar á tíma- mótum, þróunarvinnan að baki og var- an tilbúin. Nú skorti fé til að stækka og eflast og áhættufé sé horfið af íslensk- um markaði. Bjarni Þór Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Kine, segir að fjárfestar virðist einblína á fyrirtæki, sem sýni hagnað, en það geri Kine vitaskuld ekki enn. Erlendir fjárfestar meti fyrirtæki hins vegar eftir hugmyndum og líklega muni koma erlent fé inn í fyrirtækið, en þangað til það fæst þurfi innlent fé. Hann segir að erlendir fjárfestar, sem sýnt hafi áhuga á Kine, hafi sagt að fyr- irtækið þyrfti þá að skipta um ríkis- fang: „Hingað komu breskir fjárfestar, sem kynntu meðal annars styrkjakerf- ið í Bretlandi og hversu auðvelt væri að koma upp hátæknifyrirtæki þar. Þeir setja sem skilyrði fyrir fjárfestingu að fyrirtækið verði breskt. Við höfum heyrt þetta viðhorf víðar.“ Í júlí sögðu Hjalti Harðarson og Torfi Þórhallsson, sem unnið hafa að hönnun og smíði dvergkafbátsins eða djúpfarsins Gavia, í samtali við Morg- unblaðið að þeir sæju ekki ástæðu til að flytja fyrirtæki sitt til útlanda, þótt sá möguleiki virtist fyrir hendi: „Við vilj- um halda þessari starfsemi hér á landi ef mögulegt er. Það er hins vegar ekk- ert launungarmál að erlendir fjárfestar hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. Ef við náum góðum samningum í haust verður minni þörf en ella á að fá fjármagn frá erlendum fjárfestum. En við ætlum að meta öll tilboð með opnum huga.“ Í mars birtist í Morgunblaðinu viðtal við Björn L. Örvar og Einar Mäntylä, sem reka ORF líftækni hf., og höfðu þeir svipaða sögu að segja. Þeir telja alla umgjörð um þekkingariðnað hér á landi í hróplegu ósamræmi við stöðuna í nágrannalöndunum, ráðamönnum verði tíðrætt um að hér þurfi að byggja upp þekkingarsamfélag, en Íslending- ar eigi langt í land: „Við höfum rekið okkur á þetta í samtölum við erlenda fjárfesta, sem segjast hafa fulla trú á aðferð okkar við próteinframleiðslu, en setja það fyrir sig að hér sé lítill stuðn- ingur við starfsemi af þessu tagi. Í Belgíu sögðust einkafjárfestar tilbúnir að leggja fé í fyrirtækið, en þeir vildu að við flyttum það til Belgíu, því þá ætt- um við jafnframt rétt á góðum rann- sóknarstyrkjum. Sama var uppi á ten- ingnum í Danmörku.“ ORF líftækni gerði samanburð á samkeppnisstöðu sprotafyrirtækja í líftækni í ýmsum löndum og komst að þeirri niðurstöðu að væri hlutfallslega sama fjármagni veitt í þennan geira hér á landi og gert er á Írlandi yrði ár- legt framlag ríkisins 3,1 milljarður króna. Eins og fram hefur komið er Ný- sköpunarsjóður í miklum vandræðum. Hlutverk hans er að stuðla að nýsköp- un í samfélaginu og taka þátt í fjár- mögnun. Fjárhagsstaða hans er hins vegar þannig að hann hefur ekki burði til að taka þátt í nýjum verkefnum og er í raun að breytast í vörslusjóð. Sjóð- urinn fékk á sínum tíma fjóra milljarða í eigið fé og er honum ætlað að standa undir rekstri með ávöxtun þess fjár. Nú er staðan þannig sjóðurinn þyrfti fjármuni til tveggja eða þriggja ára til að geta svarað eftirspurn. Vandinn er sá að hér á landi vantar úthald eða skilning til að fylgja sprota- fyrirtækjum eftir. Til lítils er að leggja aðeins fé í sprotafyrirtæki á frumstigi. Í grannríkjum okkar eru veittir styrkir til að hjálpa hátæknifyrirtækjum til að festa sér markaði og þeir laða að fjár- festa. Sprotafyrirtæki hér sitja ekki við sama borð og keppinautar þeirra er- lendis. Það er ljóst að eitthvað verður að grípa til bragðs til eigi ekki að flæma slík fyrirtæki úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.