Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. PÉTUR Pétursson sendir mér kveðju í Morgunblaðinu 9. septem- ber út af útvarpsdagskrá sem ég tók saman um Guðmund Frímann skáld. Hann sakar mig um að snið- ganga staðreyndir til að komast að rangri niðurstöðu, með öðrum orð- um um falsanir. Þetta er alvarleg ásökun en á sér enga stoð í veru- leikanum. Hefði Pétur hlustað á þáttinn af sæmilegri athygli hefði honum orðið það ljóst. Ég vitnaði ekki í nein ummæli Kristmanns Guðmundssonar um Guðmund varðandi samskipti þeirra og hafði engin orð um þau. Í broti úr gömlu viðtali sem ég felldi inn í þáttinn svaraði Guðmundur spurningu um eftirminnileg ung skáld sem honum voru samtíða í Reykjavík 1921–22. Þeirra á meðal nefnir hann Krist- mann og segir hann hafa sagt í fjöl- miðli þá nýlega að sér hefði þótt Guðmundur leiðinlegur, aftur á móti kvaðst Guðmundur ekki geta sagt það sama um Kristmann. Þetta var allt og sumt. Ég veit að þeir Guðmundur og Kristmann voru báðir meðal stuðn- ingsmanna Ólafs Friðrikssonar í Suðurgötuslagnum svonefnda í nóv- ember 1921. Frá því ætlaði ég aldr- ei að segja í útvarpsþætti mínum, sem fjallaði langmest um skáldskap Guðmundar, en æviatriða hans get- ið aðeins í helstu dráttum. Orð Pét- urs um að ég hafi sniðgengið stað- reyndir til að komast að rangri niðurstöðu eru því fráleit og raunar óskiljanleg í þessu samhengi. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, 107 Reykjavík. Um Guðmund og Kristmann Frá Gunnari Stefánssyni ÞAÐ hafa orðið all verulegar breyt- ingar á þjónustu við ferðamenn, sér- staklega síðustu 5–6 árin, sem sums staðar hafa leitt til betri þjónustu, annars staðar hefur hún versnað. Á mörgum stöðum er komin all rúm- góð aðstaða og fjölbreytt veitinga- þjónusta, en eyðilögð með óþarfa þjónustu við reykingamenn. Það er engin þörf á því að reykja þótt menn stoppi í 10–15 mínútur og fái sér hressingu. Það hefur sýnt sig að þar sem reykingar eru bannaðar, hefur aðsókn ekki minnkað, heldur aukist. Reykingamenn hætta ekki að borða þótt þeir fái ekki að reykja á meðan. Þeir hafa t.d. ekki hætt að sækja um vinnu á þeim vinnustöðum þar sem reykingar eru bannaðar. Starfsfólk á þjónustustöðum er flest mjög þægilegt fólk en innan um eru þessir endemis fýlupúkar sem vinna allt með hangandi hendi og einn slíkur kemur oftast óorði á ann- ars gott starfslið. Svo er það þessi hundleiðinlegi siður að starfsfólk sé malandi við einhvern á meðan verið er að afgreiða mann og svo mikið ut- an við sig að maður fær allt annað en það sem beðið var um. Þegar fer að dimma á nóttunni þurfa ökumenn stundum á vasaljósi að halda. Gleymi þeir að taka það með sér að heiman, getur verið all snúið að fá slíkan grip. Ég spurði þá á bensín- og veitingasölunni í Búð- ardal hvort þeir seldu vasaljós. Við- brögðin voru brosleg, starfsfólkið leit hvað á annað, eins og ég væri að tala um eitthvað sem það hefði ekki heyrt getið um áður, og sagði svo: „Nei, vasaljós eru ekki til.“ Vasa- ljósið fékk ég svo á Skriðulandi, þar sem orðinn er all þokkalegur án- ingastaður, en rafhlaða í ljósið var ekki til. Ég fór svo yfir í Djúp, þar sem engin þjónusta er af neinu tagi. Þegar mig fór að vanta bensín, átti ég um tvennt að velja, að fara í Reykjanes sem er 120 km akstur fram og til baka, eða fara á Hólma- vík sem er 100 km akstur. Ég valdi Hólmavík og þar fékk ég tvær raf- hlöður og vasaljósið loksins farið að virka. Ég held að rafhlöðurnar sem ég keypti hafi verið þær síðustu sem til voru af þeirri stærð. Svona er þjónustan oft götótt. Sá þáttur sem var all góður fyrir ferðamenn áður fyrr, er kominn út af þægindaþætti ferðaþjónustunnar og orðinn að ferðaþjónustumartröð, það er bensínafgreiðslan. Víða þarf maður að keyra um 100–150 km bara til að sækja bensín og finnst mér bensínlítrinn þá orðinn all dýr. Þar að auki þarf maður stundum að afgreiða sig sjálfur, án þess að fá lækkun á bensínverði. Kortafyrirkomulagið er eitt af þessum nýju fyrirbærum. Ef þú hef- ur ekki kort eða vilt ekki láta debet- kortið þitt í töfluna og eiga það á hættu að hún gleypi kortið og þú þurfir að bíða í hálfan sólahring eftir því að fá kortið aftur, getur þú feng- ið keypt kort á bensínstöðinni og þá þarftu að kaupa meira bensín en þú kemur á tankinn svo þú getir örugg- lega fyllt hann, því ekki veitir af að hann sé fullur svo menn verði ekki bensínlausir áður en þeir koma á næstu bensínstöð. Ég sé nú ekki að olíufélögin standi á þeim brauðfót- um fjárhagslega að þetta fyrirkomu- lag sé nauðsynlegt. Bensínaf- greiðslufólk hefur flest verið mjög þægilegt en innan um þó kynlegir kvistir og held ég að Hólmavík hafi átt kynlegasta kvistinn á tímabili í sumar. Þetta eru aðeins örfáar ábending- ar um það hvað mér finnst að betur mætti fara í þjónustunni. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Ferðaþjónustan Frá Guðvarði Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.