Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 39
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 39 TÍUNDA nafnið á listaMarkúsarguðspjalls(3:18) yfir postulana erTaddeus. Svo er einn-ig í Matteusarguð- spjalli (10:3), en sumir fornir textar eru þar reyndar með „Lebbeus, sem kallaður var (eða að eftirnafni hét) Taddeus“. Þeirra nafna er ekki getið í Lúkasarguð- spjalli (sjá 6:16) eða Postulasög- unni (sjá 1:13), en þar er hins veg- ar að finna Júdas Jakobsson, og er hann ellefti í röðinni. Ljóst þykir að hér sé um einn og sama mann að ræða í öllum tilvikum. Að þessu slepptu kemur hann einungis við sögu í Nýja testa- mentinu á einum stað, nánar til- tekið í Jóhannesarguðspjalli, 14:22-31, eftir síðustu kvöldmáltíð- ina, en þar er ritað: Júdas – ekki Ískaríot – sagði við hann: „Herra, hverju sætir það, að þú vilt birtast oss, en eigi heiminum?“ Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum. Sá sem elskar mig ekki, varð- veitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig. Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. En hjálparinn, andinn heilagi, sem fað- irinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yð- ur allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heim- urinn gefur …“ Suma fræðimenn grunar, að Júdas Taddeus hafi verið sílóti, þ.e.a.s. meðlimur í herskáum gyð- inglegum trúflokki, sem barðist gegn Rómverjum í Palestínu frá árinu 6 e. Kr. og þar til Jerúsalem féll árið 70. Á íslensku hafa þeir gjarnan kallast vandlætarar, og er Símon postuli eflaust kunnastur þeirra, en hann var einmitt par- aður við Júdas Taddeus, og það m.a. hefur orðið kveikjan að áð- urnefndum pælingum manna. Einnig hefur því verið kastað fram, að Jakob yngri (Alfeusson) og Júdas Ískaríot hafi einnig verið áhangendur þessa flokks. Um- ræddir sílótar væntu Messíasar, sem lengi hafði verið spáð í fornum ritum að myndi koma og frelsa þjóðina. Vera má, að það hafi orðið til þess að fjórmenningarnir – sem, vel að merkja, eru allir í þriðju og síðustu og fjarlægustu einingu postulahópsins, nokkurs konar út- verðir, og kannski ekki fyrir neina tilviljun – hafi gengið til liðs við Jesú á sínum tíma og orðið post- ular hans, en ekki áttað sig á því fyrr en eftir á hvers eðlis þessi konungur var og sigrar hans. Júd- as Ískaríot hefur e.t.v. skynjað þetta fyrstur, að blóð Rómverja myndi ekki renna undir forystu þessa leiðtoga, og stokkið frá borði, en meistaranum tekist að vinna hina þrjá til fylgis við hinn eina sanna og rétta málstað áður en yfir lauk. Spurning Júdasar Taddeusar í Jóhannesarguðspjalli og svar Jesú þykir m.a. benda í þessa átt. Heimild frá 2. öld segir Júdas Taddeus hafa verið kallaðan í sömu andrá og Andrés, Pétur og Sebedeussyni. Önnur segir hann af ættkvísl Júda. Og hin þriðja, að Júdas Taddeus hafi verið mjög svo líkur Jesú í útliti. Þá vilja ýmsir meina, að þetta sé höfundur 26. rits Nýja testamentisins, Hins al- menna bréfs Júdasar. Það er hald sumra fræðimanna að þeir Jakob Alfeusson og Júdas Taddeus hafi verið bræður, eða þá Jakob faðir hins síðarnefnda. Aðrir telja að Jakob Sebedeusson hafi verið faðir Júdasar. Einnig er Sím- on vandlætari nefndur sem bróðir og Leví Alfeusson, sem flestir telja jú vera sama postula og Matteus. En allt er þetta samt á hálum ís. Eins er með starfsvettvang Júd- asar Taddeusar. Hans er t.a.m. getið í Samaríu, Júdeu, Ídúmeu, Egyptalandi og Líbýu, og einnig í Sýrlandi og Mesópótamíu. Elstu heimildir (4. öld) tengja hann og Símon auk þess við Armeníu, sem þá var í norðurhluta Persíu, og eiga þeir félagar að hafa liðið písl- arvættisdauða þar, í borginni Suanis eða á Araratfjalli, nálægt Ardaze. Mannsnafnið Júdas finnst ekki í bókinni Nöfn Íslendinga og er ástæðan vitanlega sú, að engan langaði að tengjast postulanum svikula, Júdasi Ískaríot. Einkennistákn Júdasar Taddeusar eru mörg, s.s. bók (rolla), (segl)bátur með krosslaga mastri, fiskur, árar eða akkeri, eða þá barefli (lurkur), örvar, kast- spjót, öxi og atgeir (bryntröll), sem allt bendir til dauðdaga postulans samkvæmt helgisögnum; á mynd- inni, sem þessum pistli fylgir, og er eftir El Greco (1541-1614), sést hann t.d. með einhvers konar spjót. Dánarár er á reiki (skilj- anlega), en 50, 60, 66, 72 og 79 þó oftast nefnt. Mælt er að Júdas Taddeus hafi verið grafinn í Kara Kalisa, skammt frá Tabriz í Íran nú- tímans. Aðrar heimildir segja í Beirút í Líbanon eða einhvers staðar í Egyptalandi. Jarðneskar leifar hans eiga að hafa verið flutt- ar í Péturskirkjuna í Róm á 8. öld (og liggja þar enn ásamt beinum Símonar) og einhver hluti þaðan til kirkju heilags Saturninusar í Tol- osa á Spáni og til Rheims í Norður- Frakklandi og jafnvel víðar. Júdas Taddeus er dýrlingur hins glataða málstaðar, þrauta- lending að öllu reyndu. Vesturkirkjan heldur sameig- inlegan messudag þeirra Júdasar Taddeusar og Símonar vandlætara 28. október ár hvert (tveggjapost- ulamessa). Austurkirkjan greinir hins vegar á milli Júdasar og Tad- deusar, álítur hinn fyrrnefnda vera bróður Jesú og minnist hans 19. júní, en hins síðarnefnda 21. ágúst. Júdas Taddeus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Kom hann inn á röngum forsendum, í von um að Messías frelsaði þjóðina und- an yfirráðum Róm- verja, og ílentist síð- an þegar Jesús var búinn að leiðrétta misskilninginn? Sig- urður Ægisson fjallar í dag um postulann, sem bar þrjú nöfn. Lærisveinarnir 12 . NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2003 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska I Enska II Enska III Enska tal- og leshópur I Enska tal- og leshópur II DANSKA Danska I-II NORSKA Norska I-II Norska tal- og leshópur SÆNSKA Sænska fyrir tvítyngd börn 9-12 ára Sænska I-II FRANSKA Franska I Franska II ÍTALSKA Ítalska I Ítalska II SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska IV ÞÝSKA Þýska I Þýska II ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GIFSMÓTUN 2 vikna námskeið 8 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLER- og POSTULÍNSMÁLUN 6 vikna námskeið 24 kennslustundir HAUSTKRANSAGERÐ 1 viku námskeið 4 kennslustundir LEIRMÓTUN I Byrjunarnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA 3 vikna námskeið 9 kennslustundir PAPPÍR MARMORERAÐUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir SILFURSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir STAFRÆN MYNDATAKA Á VIDEÓVÉLAR OG KLIPPING Byrjunarhópur og framhaldshópur 1 viku námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir BÚTASAUMUR Grunnnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 3 miðvikudagar kl. 19:30 Einu sinni í mánuði CRAZY QUILT 4 vikna námskeið 16 kennslustundir FATASAUMUR/ BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir PAPPÍRSBÚTASAUMUR Paper piecing 1 viku námskeið 4 kennslustundir TÖSKUR/BUDDUR saumaðar úr bútasaum 3 vikna námskeið 12 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR 10 vikna námskeið 40 kennslustundir SKRAUTSAUMUR - BALDERING 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Kántrý-föndur: ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir KÁNTRÝ-STENSLAR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir KÁNTRÝ-LAMPASKERMAR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ENGILL MEÐ JÓLATRÉ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir JÓLAFÍGÚRUR 1 viku námskeið 4 kennslustundir JÓLASOKKUR - STÓR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SNJÓKARL - ÚTI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Tölvunámskeið: FINGRASETNING og RITVINNSLA 8 vikna námskeið 16 kennslustundir INTERNETIÐ og TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir INTERNETIÐ OG HEILSAN ÞÍN 2 vikna námskeið 8 kennslustundir WORD og WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir FRANSKIR SMÁRÉTTIR OG BÖKUR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR BAUNA-, PASTA- OG GRÆNMETISRÉTTIR 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPELT Bakað úr spelti 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir FRAMSÖGN FYRIR KONUR 1 viku námskeið 6 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag,VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 22. september Innritun og upplýsingar um námskeiðin 8.-18. september kl. 16-20 í símum 564 1507, 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma. Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is Opið kl. 10.00-17.00 laugardag og kl. 12.00-17.00 sunnudag musso 400.000 kr. afsláttu r. . AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.