Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren FRUMSÝNING í dag kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT, Su 21/9 kl 14 UPPSELT Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14 Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14, Sun 12/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 20/9 kl 20. Lau 4/10 kl 20 Nýja sviðið NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Í kvöld kl 20. Síðasta sýning Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 19/9 kl 20, Fi 25/9 kl 20, Fö 3/10 kl 20 Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði sun 14. sept kl. 21. AUKASÝNING Örfá sæti Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, Örfá sæti sun, 21. sept kl. 21, Örfá sæti fim, 25. sept kl. 21. Nokkur sæti föst, 26. sept kl. 21. UPPSELT eftir Kristínu Ómarsdóttur Frumsýning fimmtudaginn 18. sept. 2. sýn. lau. 20. sept 3. sýn. fim. 25. sept. 4. sýn. lau. 27. sept. 5. sýn. fim. 2. okt. Sýningar hefjast klukkan 20. Ath! Takmarkaður sýningafjöldi Mink leikhús og Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: David Charles Abell Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlist eftir Aaron Copland og Leonard Bernstein Taktu þátt í veislunni TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 18. SEPTEMBER FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER Græn #1 25. september 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Olari Elts Einleikari ::: Víkingur Heiðar Ólafsson Magnus Lindberg ::: Feria Jón Nordal ::: Píanókonsert Sergej Prokofíev ::: Píanókonsert nr. 1 Erkki-Sven Tüür ::: Sinfónía nr. 3 2. október 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Foster Einleikari ::: Erling Blöndal Bengtsson Georges Enesco ::: Rúmensk rapsódía nr. 2 Aram Khatsjatúrjan ::: Sellókonsert Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3 SUNNUDAGUR 14. SEPT. kl. 20 TÍBRÁ: Schubert-kvöld Schubert í tali og tónum. VOCES WIEN og Jónas Ingimundarson. ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPT. kl. 20 Aldarminning. Dr. Victor Urbancic 1903–1958. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson fjallar um ævi og störf Dr. Urbancic og flutt verða verk eftir tónskáldið. MIÐVIKUD. 17. SEPT. kl. 20 TÍBRÁ: Ljóðatónleikar Nokkur sæti laus Liederkreis og Kernerljóð Schumanns. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson flytja í minningu Halldórs Hansen. Endurfluttir vegna fjölda áskor- ana. FÖSTUDAGUR 26. SEPT. kl. 20 STÓRTÓNLEIKAR Nokkur sæti laus Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guð- björnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Íslensk sönglög og óperuaríur. MUNIÐ NETSÖLUNA www.salurinn.is Miðasala opin virka daga 9-16 SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI!                            Lau. 13. sept. kl. 14.00 uppselt Lau. 13. sept. kl. 16.30 Aukasýning: Sun. 14. sept. kl. 20.00 ÉG GET ekki sagt að ég veljimér viðfangsefni út frá þvíhversu umdeild ég tel þau geta orðið. Hugsa bara ekki þannig. Þegar ég vel mér viðfangsefni leitast ég fremur við að fást við það sem eng- inn annar er að gera hverju sinni, eða þá a.m.k. að gera hlutina á annan veg en aðrir. Með því reyni ég vísvitandi að hreyfa við fólki, vissulega, fá það til þess að hugsa og spyrja sig spurninga sem það hefur ekki áður haft rænu á að gera. En ég hugsa aldrei: Hvað á ég að gera næst? Hvernig get ég hneykslað alla uppúr skónum? Ég er enginn Lars Von Trier!“ Það er ekki að ósekju að blaðamað- ur vindi sér beint út í að spyrja Alan Parker hvort hann beinlínis þrífist á því að vera umdeildur og ögrandi. Þetta er eftir allt saman sá sami og vakti fyrst lýðhylli með því að klæða krakka í krimmalíki og lét þá stráfella krakka og annan með rjómabyssum í Bugsy Malone. Sá sami og hleypti öllu í háaloft í Tyrklandi með því að út- húða fangelsismálum þar í landi með Midnight Express, hneykslaði fyrir- myndarforeldra heimsins með því að hátta fyrirmyndardótturina Lisu Bonnet í Angel Heart og láta hana í þokkabót sænga með Mickey Rourke, þeim klúra kauða. Reitti svo Suður- ríkjabúa Bandaríkjanna til slíkrar reiði með Mississippi Burning að þeir roðnuðu á hálsi. Pólitík í dulargervi spennumyndar Og nú hefur þessi sami Parker svo gott sem fengið alla bandarísku þjóð- ina upp á móti sér, í það minnsta blaðamenn og gagnrýnendur með því að nálgast spurninguna um dauða- refsingu á verulega hæpinn en sann- arlega ögrandi máta. Myndin heitir Líf Davids Gales og skartar engum smástirnum heldur óskarsverðlauna- höfum í horni hverju. Kevin Spacey leikur Gale, háskólakennara og ein- arðan andstæðing dauðarefsingarinn- ar, sem sakaður er um að hafa limlest og myrt skoðanasystur sína, sem leik- in er af Lauru Linney, og er dæmdur til dauða. Nokkrum dögum fyrir af- tökuna kallar hann á sinn fund blaða- konuna Bitsey Bloom, leikin af Kate Winslet, segir henni sögu sína og reynir af veikum mætti að sanna sak- leysi sitt. Að forminu til er þannig um spennumynd að ræða, morðgátu. Uppúr standa þó þessar áleitnu spurningar sem myndin veltir upp um lífið og dauðann, varðandi dauðarefs- ingu, réttmæti hennar og hversu langt sé siðferðilega hægt að ganga fyrir málstaðinn. Parker segist hafa fundið handritið fyrir löngu, þar sem það safnaði ryki í hillum Warner-stúdíósins. „Þetta var þá fyrsta handritið með viti sem ég hafði lesið lengi og um eitthvað mik- ilvægt.“ Honum gekk greiðlega að ráða í hlutverkin, segir alla leikara hafa verið mjög spennta fyrir sögunni og hlutverkum sínum. Vandinn hafi falist í að sannfæra peningamennina, sem tókst á endanum með því að dul- búa hana, ef svo mætti segja, sem spennumynd. „Þetta er spennumynd með póli- tískt hjarta. Þegar unnið er fyrir stóru stúdíóin í Hollywood er sérlega erfitt að gera myndir sem eru alvar- legs eðlis, og vitavonlaust að gera pólitískar myndir. Ég notaði spennu- myndaformið til að blöffa mig inn hjá þeim. Það var það eina sem ég gat gert til að fá myndina gerða. Það verður bara að segjast í algjörri hreinskilni. Svo er það annað. Hefði ég gengið alla leið og gert blátt áfram harðpóli- tíska mynd um sama viðfangsefni, hefði ég á endanum verið að tala við tíu manns og reyndar kannski mína nánustu líka. Með því að gera hana að spennumynd vildi ég þannig ná til breiðari áhorfendahóps og þá kannski þeirra sem annars hefðu ekki velt þessum spurningum fyrir sér.“ – Stúdíóin höfðu þannig engan áhuga á pólitíska vinklinum? „Hreint ekki. Þau sáu æsilega spennumynd með stórstjörnum í að- alhlutverkum.“ – Fannstu fyrir einhverjum þrýst- ingi frá stórlöxunum um að breyta einhverju í handritinu og draga úr pólitísku áherslunum? „Nei. En hefði ég verið að gera myndina núna, hefði ég örugglega verið neyddur til þess. Málið er að Universal féllst á að taka þátt í fram- leiðslunni fyrir 11. september 2001. Eftir það breyttist allt í Bandaríkj- unum eins og þú kannski veist. Hug- arástandið varð allt annað, hvort sem var í Washington eða Hollywood. Menn eru á taugum yfir öllu í dag. Það má ekkert gera og segja, allra síst gagnrýna bandarískt samfélag, dómskerfi og stjórnsýslu. Myndin varð því allt í einu hálfgerður vand- ræðagripur í augum þeirra hjá Uni- versal. Og það verður að viðurkenn- ast að þetta er ekki alveg sú mynd sem Bandaríkjamenn eru í stuði til að sjá um þessar mundir.“ – Það hefur sem sagt verið of seint fyrir Universal að draga í land, hætta við allt saman? „Þegar lestin er lögð af stað, verður henni ekki snúið við.“ Gagnrýnendur hægrisinnaðir Eftir að myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum kom svo á daginn að stjórarnir hjá Universal höfðu haft fyllstu ástæðu til að vera áhyggjufull- ir yfir þessari mynd sem gerð hafði verið í þeirra nafni. Gagnrýnendur rifu hana og tættu í sig. Aldrei þessu vant var það þó sjaldnast vegna þess að þeim þætti hún vond í sjálfu sér heldur fór sjálf sagan, efnistökin og niðurlagið svona rosalega í þær fín- ustu hjá þeim flestum. „Ég hef alltaf verið gagnrýndur harkalega af ákveðnum hópi, allt síð- an ég hóf feril minn, þannig að ég er kominn með býsna þykkan skráp. Spurningar um líf og dauða Bugsy Malone, Fame, Mississippi Burning, The Commitments. Allar voru þessar merkilegu mynd- ir gerðar af Sir Alan Parker. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við þennan fjölhæfa lista- mann um nýjustu mynd hans, Líf Davids Gales.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.