Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 43
LEIKRITIÐ Lína Lang- sokkur eftir Astrid Lind- gren í þýðingu Þórarins Eldjárns verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu í dag. Eins og margir vita er Lína ákaflega sterk og sjálfstæð stúlka, sem er svo heppin að eiga góða vini. Fremstir í flokki eru apinn Níels og hesturinn hennar Línu og ekki má gleyma Önnu og Tomma. Með hlutverk herra Níelsar í þessari uppfærslu fara tvær léttar og liðugar stelpur, Vaka Dagsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Vaka D. er níu ára nemandi í Engidalsskóla í Hafn- arfirði og Vaka V. er sjö ára og í Landakotsskóla. Þær eru báðar sammála um að þetta sé ekki svo erfitt nema að þeim verður voða heitt í búningnum. Búningarnir eru loðnir með stórum eyrum og aparassi og taka þær sig vel út í þeim. Lína er uppáhaldspersónan þeirra í leikritinu enda er hún sannkölluð hetja sem gaman er að þekkja. „Lína er svo fyndin,“ segir Vaka V. og nafna hennar er sammála. Vaka D. lætur sig ekki muna um að fara í spíkat í sminkstólnum á meðan síðu hárinu er komið undir bún- inginn enda nauðsynlegt að vera léttur á sér til að leika apa. Þær hafa báðar líka náð vel að líkja eftir apa- skrækjum og eru mjög sannfærandi. Í vetur eiga þess- ar skemmtilegu stelpur svo eftir að skiptast á um að leika í sýningunni. Morgunblaðið/Ásdís Vaka Dagsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir eru glaðar og brosmildar stelpur. Vaka D. í búningsherberginu. Það þarf að muna eftir því að fara í réttu skóna. Vaka V. í sminkstólnum að fylgjast með og spjalla við samleikara sína. Vaka Vigfúsdóttir og Vaka Dagsdóttir fara með hlutverk herra Níelsar í Línu Langsokk Lína er svo fyndin MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 43 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2 og 4. Með ísl. tali Tilboð 400 kr. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS Skemmtilegast a spennumynd ársins er komin.. J I M C A R R E Y Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með ísl. tali.  ROGER EBERT  L.A. TIMES  BBCI Með íslensku tali MEÐ ÍSLEN SKU TALI Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNINGNýr og betri Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 4, 6 og 10. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 4, 6 og 8. Ísl. tal. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára. Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNING ZOMBIE- SKONROKK FM 90.9 SHARON Osbourne fór um tíma frá eiginmanni sínum, Ozzy Osbourne, í vor eftir að Ozzy hóf aftur að neyta áfengis og lyfja. Osbourne- hjónin hafa opnað heimili sitt fyrir sjónvarpi og eru aðalpersónur í geysivinsælum raunveru- leikasjónvarpsþætti. Þetta eru samt nýjar frétt- ir sem Sharon flutti sjónvarpskonunni Barbara Walters sem tók viðtal við hana fyrir þáttinn 20/ 20 en Sharon byrjar með nýjan spjallþátt í bandarísku sjónvarpi í næstu viku. „Ég sagði: Þú verður að hætta og hann gerði það ekki. Og ég sagði: Jæja, þá fer ég. Og ég setti niður í töskur og fór,“ sagði Sharon í viðtalinu. Fjórum dögum síðar sneri hún heim aftur eftir að hún sann- færðist um að Ozzy væri hættur að drekka. „Ég þurfti að ganga úr skugga um að hann meinti það sem hann sagði. Hann lagði hart að sér. Mjög hart og hann er enn hreinn og edrú,“ sagði hún. Sharon sagði, að eftir að hún greindist með krabbamein á síðasta ári hefði Ozzy fengið taugaáfall. Jack, sonur Osbourne-hjónanna, ræddi einnig við Walters í sjónvarpsþætt- inum. Jack viðurkenndi að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð með því að taka mikið af lyfjum og drekka áfengi að auki. Sharon fór frá Ozzy um tíma Drykkja Ozzy til vandræða Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.