Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK Kl. 6 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Synd kl. 2 og 4. Ísl tal Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT r r tr l ir T TI c r í t f r i T KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8, 9.05, 10.10 og 11.15. B.i. 16. ATH! Sýnd á klukkutíma fresti Á KVÖLDIN Frumsýnd samtímis í USA og á Íslandi. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. i r , l í fr l i f i i i i l r . Sjáið allt um breska bíódaga á www.haskolabio.is Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin.. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Yfir 40.000 gestir! kl. 10.30.kl. 6.kl. 4. kl. 6. Plots With a View KVIKMYNDIR.IS  ROGER EBERT  L.A. TIMES  BBCI NÓI ALBINÓI Ekki ísl. texti Ekki ísl. textiEkki ísl. texti Croupier Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, Kevin Spacey. FRUMSÝNING Sýnd. kl. 3.45. Enskur texti -With english subtitles Sýnd kl. 3.30 og 8. B.i. 10 ára.  MBL  DV  MBL  DV ELÍN Helena kemur frá Selfossi sem er pínu undarlegt, sé litið til tón- listarstílsins. Elín (sem er hljómsveit, höfum það á hreinu) spilar nefnilega hressilegt pönkrokk en Selfoss hefur aðallega, alltént síðastliðin ár, verið þekkt sem gróðurhús poppsveita á borð við Skítamóral, Land og syni og Á móti sól. Ætli þetta sé ekki svipað og að hafa reynt að reka tæknósveit í Seattle er gruggið stóð sem hæst? Og þó, Forgarður hel- vítis kemur reyndar af þessu svæði svo að fordæmin eru svo- sem til. Hér er um að ræða stuttskífu, fjögurra laga, og er hún barasta bráð vel heppnuð. Lögin eru fjörug, skemmtileg og stuðmikil og innihalda hinar ýmsustu tilvísanir í pönksöguna. Þannig minnir fyrsta lagið á hina merku sveit Vonbrigði – ef þeir hefðu haldið áfram aðeins lengur – en einnig á Purrk Pillnik, Gang of Four og slíkar (þessi yndislegi, hái og víraði gítar). Nú svo er auðvitað línan: „Ég hata fé- lagsráðgjafa“ á sínum stað. Það er bara eins og það sé komið 1982 aftur! Í næsta lagi, „Ekki séns“ er gefið enn meira í; Ramones með skemmti- legum „Oi!“ bakröddum. Lengdin í sönnum pönkanda – 1 mínúta og sex sekúndur. Þriðja lagið er nýbylgju- skotið með hörkukrók og nettum reggíáhrifum einnig. Fjórða lagið, sem er það sísta, er meira út í þungarokk og hæfir frekar miðlungs góðu Músík- tilraunabandi en Elínu. En allt í allt – að þessu síðasta slepptu – er þetta bráðskemmtilegt popppönk, líkt og Blink 182 með grófri bílskúrsáferð. Söngurinn er grallaralegur og vel hæf- andi og textarnir skemmtilega bjána- legir. Diskurinn er heimabruggaður, eins og stundum er sagt, og er til fyrir- myndar í þeim fræðunum. Með auknu framboði á brennanlegum diskum og betri tækni er hægt að ganga snyrti- lega frá svona útgáfum, jafnvel svo að þær fara fram úr stöðluðum, oft hug- myndasnauðum opinberum útgáfum. Hér má sjá að ýmislegt er hægt að gera með þykkum pappír, tússi og hugmyndaauðgi. Hljómsveitamyndin sem diskinn prýðir er flott í einfaldleik sínum og sjálfur hljómdiskurinn er skemmtilega merktur. Tónlist Það er gaman að pönka! Elín Helena (skoðanir á útsölu) Eigin útgáfa Hljómsveitin Elín Helena er skipuð þeim Daða, Eyva, Sibba, Skúla, Svenna og Vigni. Lög eru eftir meðlimi. Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Skúla Arason- ar. Arnar Eggert Thoroddsen BLÚSSVEITIN Kentár var í far- arbroddi íslensku blúsbylgjunnar uppúr miðjum níunda áratugnum. Sveitin, sem var reyndar upphaflega þungarokkband, var óhemjudugleg í blússpiliríi frá 1986 til 89 og minnis- stæður grúi skemmtilegra tón- leika frá þeim tíma. Sveitin tók sér síð- an gott frí frá störf- um um 1990 en hefur leikið öðru hverju síðan. Snemma á árinu kom Kentár svo saman aftur og hélt tvenna tónleika á Grand Rokk og upptökur af þeim eru á plötunni Blús á Grandrokk sem hér er gerð að um- talsefni. Blúsinn hjá Kentár hefur alltaf verið rokkkenndur og stuðið og spilagleði ómenguð. Ágætt dæmi um það er mögnuð útgáfa þeirra félaga af Rockin’ Daddy þar sem þeir fara allir á kostum, Matthías og Tómas á gítar, Pálmi á píanóið og Sigurður á munnhörpuna, hörkukeyrsla og hug- myndarík sóló með skemmtilega húmorískum lokakafla. Lagaval er mjög í þessum anda, mikið af keyrslublús, en minna um innhverf- an trega. Mikið ber á rafgíturum á skífunni og samspil þeirra Matthíasar og Tómasar er til fyrirmyndar, þeir storka hvor öðrum skemmtilega í sólóum og spila síðan þétt saman þegar við á – ólíkir gítarleikarar með ólíkan hljóm en ná þó einkar vel sam- an. Sigurður á líka stjörnuleik á skíf- unni, syngur af krafti og hefur bætt sig enn í munnhörpuleik, gott dæmi um það er leikur hans í Hideaway og eins í Baby Left Town. Pálmi er hug- myndaríkur píanóleikari með ótelj- andi trillur og innskot; vel heima í blúspíanósögunni. Minna ber á Hlöð- veri, enda er hann ekki í sólóhlut- verki, en hann er afbragðs bassaleik- ari. Guðmundur er traustur á trommunum að vanda, leggur grunninn að keyrslunni og rekur fé- laga sína áfram. Með eins mikla fjörtónlist og þeir Kentármenn leika er alltaf hætt við að stemmningin skili sér ekki heim í stofu; tónlistina þurfi að upplifa á staðnum. Það er þó óþarfi að óttast það, platan er vel samsett og hæfi- lega fjölbreytt og endar á stuðlaginu mikla Caledonia, einkennislagi Kentárs frá því forðum daga. Platan ber þess vissulega merki að vera tónleikaskífa og sumt gengur ekki alveg upp, til að mynda finnst mér brokktakturinn í You Don’t Love Me ekki koma vel út, meiri snerpa hefði mátt vera í Messin’ With the Kid og gaman hefði verið að hafa með eitt eða tvo rólegri lög til að sýna þá hlið á sveitinni. Það er mikill kostur að þeir fara ekki alveg troðn- ar slóðir í lagavali, reyna að tína til lög sem almennir áheyrendur hafa ekki heyrt milljón sinnum. Þessi skífa Kentárs sannar að sveitin hefur engu gleymt og mikið lært. Hvet þá sem færi hafa á að sjá sveitina að sleppa því ekki, en þang- að til það tekst er þessi skífa ágæt upphitun. Ómenguð spilagleði Árni Matthíasson Morgunblaðið/Sverrir Kentár (Blús á Grandrokk) Hljómsveitina Kentár skipa Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari, Hlöðver Ellertsson bassaleikari, Matthías Stef- ánsson gítarleikari, Pálmi Sigurhjart- arson píanóleikari og Sigurður Sigurðs- son söngvari og munnhörpu- og gítar- leikari. Jón „Skuggi" Steinþórsson stýrði upptökum. Tekið upp á Grandrokk 5. og 6. mars sl. MIX gefur út í samvinnu við Sonet og Grandrokk. MIX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.