Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 45 ÁLFABAKKI Kl. 2, 4, 6, 8 og 10.20. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN Kl. 1, 2, 3, 4, 5 og 7. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.10.  Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Kl. 2, 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters  KVIKMYNDIR.IS KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 16. KEFLAVÍK Kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI Kl. 2 og 3.45. Sjáið sannleikann! Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, Kevin Spacey. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT r r tr l ir T TI c r í t f r i T Frumsýnd samtímis í USA og á Íslandi. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. FRUMSÝNING EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP ÁLFABAKKA KL. 3, 5.45, 8 OG 10.20. B.I. 16 . Með íslensku tali AKUREYRI Kl. 2 og 4. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4. BÓKMENNTAHÁTÍÐ í Reykjavík lauk í gær. Einn þeirra fjölmörgu íslensku höfunda sem þar tróðu upp var Guðmundur Andri Thors- son. Af Guðmundi er það helst að frétta að hann verður með nýja skáldsögu fyrir jólin og svo hefur hann verið merkilega upptekinn með hljómsveit sinni Spöðunum undanfarið en plata þeirra, Skipt um peru, sló í gegn öllum að óvör- um, ekki síst kom það Spöðunum sjálfum í opna skjöldu. En sjáum hvaða svör Guðmundur hefur við spurningum sem taka á sam- mannlegum reynsluþáttum. Hvað ertu með í vösunum? Blokk með gulum minn- ismiðum, þrjá miða með einhverjum minnisatriðum, greiðslukvittun, teikningu eftir yngri dóttur mína, tvo tóma tyggjópakka og einn hálffullan, tvö afrif af tyggjópökkum – ég er tyggjó-óhólisti. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Hvort tveggja er gott jóga. Hefurðu tárast í bíói? Já, ég skæli mikið í bíó og yfirleitt er ég mjög grát- gjarn maður. Hverjir voru fyrstu tónleikarn- ir sem þú fórst á? Pabbi var duglegur að taka mig með á Sinfóníuhljómleika þegar ég var lítill en fyrstu bítlarnir sem ég sá var á 17. júní á Akureyri þegar ég var smápeð, það voru Bravó-bítlarnir frá Akureyri, svar norðanmanna við Tempó. Þeir voru í sérstökum Bravó-peys- um. Ef þú værir ekki rit- höfundur, hvað vild- irðu þá vera Píanóleikari. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Þessi litli sem var giftur Nicole Kidman og leikur í öllum hetju- myndunum, eitthvað við hann irriterar mig svo mikið að ég man ekki einu sinni hvað hann heitir. Hver er þinn helsti veikleiki? Hirðulaus, latur, ábyrgðarlaus, blaðurskjóða, vingull. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Blíður, vænn, nærgætinn, grát- gjarn, yndislegur. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Ég grauta alltaf í mörgum bókum í einu, og til eru bækur sem ég hef lesið eitthvað í svona 300 sinn- um, en ég geri lítið af því að lesa bækur tvisvar frá upphafi til enda, nema starfs míns vegna. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laug- ardagskvöldi? Það gæti til dæmis orðið „We used to know“ með Jethro Tull, það er dálítið góð stígandi í því lagi. Hvaða plötu keypt- irðu síðast? Síðasti diskur sem mér áskotnaðist var Rímur með Steindóri And- ersen – þar er margt geysifallegt. Ég bíð eftir disk þar sem þessi snjalli kvæðamaður leiðir hesta sína saman við ýmsa ólíka listamenn. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Er Bolli heima? Ég var aldrei mikill prakkari. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ég held að ekkert slái út kæsta skötu eða signa ýsu í því að vera fáránleg mat- reiðsla á góðu hrá- efni. „Ég er tyggjó-óhólisti“ SOS SPURT & SVARAÐ Guðmundur Andri Thorsson hvert vill fólkið fara? JK Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, hlaut í vikunni verðlaun á Spáni fyrir framlag sitt til þess að koma á jafnvægi í heiminum með bókum sínum. Fimmta bókin um Potter kom út fyrr á þessu ári. Verðlaunin heita eftir prinsinum af Asturias og er upphæð þeirra rúmlega 35 þúsund sterlingspund eða rúmar fjórar milljónir króna. 37 manns voru tilnefndir til verð- launanna. Verðlaunin eru veitt ein- staklingi, sem hefur lagt sitt af mörkum í „baráttunni gegn órétt- læti, fátækt, sjúkdómum eða fá- fræði og hefur opnað nýjar víddir þekkingar“ að því er segir í lýs- ingu. Að mati dómnefndar hefur Rowling í bókum sínum haldið fram „hugmyndum og hæfileikum sem stuðla að skilningi meðal mannkyns“. Verðlaunin voru veitt hljóm- sveitarstjórnandanum Daniel Bar- enboim og rithöfundinum Edward Said árið 2002 fyrir framlag þeirra í þágu friðar í Mið-Austur- löndum. Eðlisfræðingurinn Steph- en Hawking og fiðluleikarinn Yehudi Menuhin eru einnig meðal þeirra, sem hafa hlotið þessa við- urkenningu. Reuters JK Rowling hefur fengið viðurkenningu á Spáni fyrir skrif sín. Hér heils- ar hún lesendum.Rowling fær viðurkenningu M or gu nb la ði ð/ E in ar F al ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.