Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 B 5 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari er staddur í Seoul í Kóreu um þessar mundir þar sem hann syngur í óperunni Aidu eftir Verdi. Kristján hefur mikið sungið í Aust- urlöndum að undanförnu og líkar vel. „Ég kom fyrst til Tókýó 1992, hef sungið þar meira á minna á hverju ári síðan, og er orðinn nokkuð þekkt- ur í þessum heimshluta. Asía hefur á síðustu árum verið að koma mjög mikið inn í óperuheiminn og áhuginn á óperu hér er gífurlegur, sér- staklega í Japan en líka í Kína og hér í Kóreu. Þetta er þriðja eða fjórða heimsókn mín hingað, en héðan fer ég beint til Peking í Kína þar sem ég syng einnig Aidu á stórri sýningu á risastórum íþróttaleikvangi.“ Í Peking er verið að byggja nýtt óperuhús sem sagt er að verði það glæsilegasta sem um getur, og rætt hefur verið við Kristján um að hann syngi í Otello eftir Verdi við vígslu hússins árið 2005. Kristján segir að af Asíuþjóðum eigi Kóreumenn bestu óperusöngvarana. „Þeir eiga heimsþekkta hljóm- sveitarstjóra, en söngvararnir hér eru þeir bestu á þessu svæði. Hér er ofboðslega mikill áhugi á óperum og óperusöng og hljómsveitirnar hér í Kóreu eru mjög góðar – alveg á besta standard miðað við Evrópu. Þetta hefur ekki gerst á einni nóttu. Ég man eftir því að þegar ég var í söngnámi á Ítalíu fyrir 25 árum, þá var stór hluti nemenda í skólanum Asíufólk. Svo hafa stóru óperuhúsin á Ítalíu haft það fyrir fasta reglu um 30 ára skeið að fara í ferðir til Asíu- landa, allra nema Kína, en þangað var fyrst farið að fara fyrir nokkrum árum. Stóra bomban þar var fyrir þremur árum þegar ég og fleiri sungum Tourandot í Forboðnu borginni undir stjórn Zubins Metha. Það vakti ótrúlega mikla athygli um alla Asíu.“ Vandamál með túlkun og tungu Kristján segist mikið eiga að þakka Ólafi Egilssyni sem var áður sendiherra í Kína og sinnti jafnframt öðrum löndum Austur-Asíu. „Hann er einn minn mesti „fan“ og hefur unnið mikið og gott starf, ég þakka honum það hvað ég hef náð mikilli og góðri fótfestu í Peking. Ég fer þang- að aftur á næsta ári með Tourandot. En það er merkilegt að það virðist vera jafnmikill áhugi fyrir mér í óp- erunni og meðal hljómsveita. Ég er búinn að fara með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Peking í tónleikaferðir með blandað prógramm og áhuginn hefur verið gígantískur og uppselt á alla tónleika langt fram í tímann. Þetta er mjög gaman. Fólk hér er mjög agað og næstum eins og í bestu húsum í Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Æfingar og allt skipulag er eins og best verður á kosið. Þeir eiga þó við sín vandamál að glíma – eins og reyndar Íslendingar líka; þeir eru svolítið hamdir í túlkun, og eiga erf- itt með að leyfa sér að gjósa. Tungu- málaerfiðleikarnir eru líka tals- verðir, sérstaklega í Japan, þar sem þeir eiga ekkert err – og geta ekki skrollað á því eins og við. Þeir syngja l-hljóð í staðinn. Ég var að syngja Ótelló í Þjóðaróperunni í Tókýó í vor, og þar söng ég með jap- anskri söngkonu á síðustu sýning- unni. Hún söng: „Povela Balbala“, þegar hún átti að syngja Povera Barbara og við sem kunnum ítölsku tókum alveg um magann þarna á sviðinu. En þeir láta þetta bara vaða. Þeir vita að þetta er ekki alveg rétt – en reyna sitt besta.“ Kristján segir að vegna þess hve óperan er ung í Austur-Asíu og hefð- in stutt, séu óperuhaldarar áfjáðir í að fá til sín vestræn „nöfn“ til að syngja með innfæddum. „Þeir vilja hafa þekkta söngvara með, það hjálpar þeim líka að selja miðana. Við erum fáir evrópsku söngvararnir hér núna, en það fjölgar óðum í þess- um hópi. Þetta er mikið öðruvísi, en mjög gaman. Það sem fer mest í taugarnar á mér eru ferðalögin sem þetta kostar. Ef maður er á megin- landi Evrópu er ekkert mál að stökkva upp í flugvél og maður er kominn heim eftir örfáa klukkutíma. Ameríkusöngurinn fer líka meir og meir í taugarnar á mér af sömu ástæðum. Það er nú bara þannig að með aldrinum verður maður æ heimakærari. En þetta fylgir söngn- um, þetta er starfið mitt og maður bítur bara á jaxlinn. Þegar ég er í Metropolitan er ég kannski að syngja tvö hlutverk, en svo þarf ég að vera tilbúinn til að leysa af fyrir tvö önnur hlutverk. Þetta getur lengt úthaldið ansi mikið, þótt mað- ur geti orðið talsvert ríkur af því, þeir borga manni hálfa sýningu með- an maður situr og gerir ekki neitt nema að vera viðbúinn því að ein- hver forfallist. Það getur þó farið þannig að það gerist og þá er maður kannski að syngja í fjórum óperum og úthaldið getur orðið tveir mán- uðir. Það er ansi langt fyrir fjöl- skyldumann. Þetta gerði maður áður fyrr og tók konuna bara með, en nú eru krakkarnir komnir í skóla og erfiðara að hlaupa í burtu. Annars er lífið bara rosalega skemmtilegt.“ Kristján kemur til Íslands fyrir jól og syngur víða. „Ég ætla að syngja í Hallgrímskirkju; hjá Pálma frænda mínum í Bústaðakirkju; í Kópavogs- kirkju og á tónleikum trygginga- félaganna í herferð gegn slysum. Þið heima fáið yfirdrifið nóg af mér um jólin.“ Kristján Jóhannsson syngur í Kóreu og Kína Þeir eiga erfitt með að gjósa Kristján Jóhannsson: „Hér í Kóreu er ofboðslega mikill áhugi á óperum og óperusöng.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.