Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Sjávarkjallarinn í kjallaraGeysishússins við Austur-stræti er kærkomin nýjungí reykvískri veitingahúsa-flóru. Ferskur andblær þar sem farnar eru ótroðnar slóðir jafnt hvað varðar staðinn sjálfan sem mat- argerðina. Sjávarkjallarinn er nútímastaður þar sem innblásturinn er greinilega sóttur til vinsælla staða í stórborgum í kringum okkur þar sem blandað er saman klúbbstemmningu og mat. Þótt ekki sé hátt til lofts í kjall- aranum verður staðurinn aldrei þröngur og aðþrengdur. Lýsingin er nýtt á skemmtilegan hátt til að byggja upp stemmningu og margt gamalt og upprunalegt, t.d. steingólf sem talið er vera hið elsta í borginni, fær að halda sér og falla inn í nú- tímann. Þegar gengið er inn er bar- inn á bak við risastórt fiskabúr það fyrsta sem blasir við. Í búrinu synda hitabeltisfiskar í upplýstu umhverfi. Að öðru leyti er staðurinn rökkvaður að miklu leyti að sjálfum borðunum undanskildum. Í meginmatsalnum varpar eldhúsið, sem er á bak við steinblásið gler þar sem greina má hreyfingar kokkanna, einnig birtu inn í salinn. Tónlist er yfirleitt spiluð á flestum veitingastöðum. Í Sjávarkjallaranum sá ég hins vegar í fyrsta skipti plötu- snúð inni í sjálfum matsalnum og eftir því sem leið á kvöldið var hækkað í tónlistinni en þó ekki það mikið að það færi að trufla gesti um of. Matargerð Sjávarkjallarans er hrein fusion-matargerð þar sem evr- ópskum og asískum áhrifum er steypt saman. Mörg veitingahús hafa gælt við fusion-eldamennskuna á síð- ustu árum en hér birtist hún í hrein- ræktaðri mynd en ég hef séð til þessa á Íslandi. Og dæmið gengur vel upp hjá Lárusi Gunnari Jónassyni mat- reiðslumanni, sem greinilega hefur leitað fanga víða í leit sinni að nýjum hugmyndum. Jafnt matseðill sem vínseðill er byggður með nokkuð öðrum hætti en fólk á að venjast. Réttir eru skil- greindir eftir kryddi og bragði en ekki nafni og vín eftir þrúgum en ekki svæðum. Hvalkjötið er greinilega í tísku á veitingastöðum þessa dagana og byrjað var á því að færa gestum bita af hrefnu maríneraðri í kóríander sem gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi, matarævintýri þar sem Ísland og Asía mætast. Brauð var einnig borið fram með öðrum hætti en venja er, ekkert smjör eða ólívuolía heldur hnetuolía og mulningur úr hnetum, kúmmen, kóríander og fleiri krydd- jurtum. Hörpufiskur kom í tveimur út- gáfum. Annars vegar vafinn inn í nori-þang með bleikjuhrognum ofan á og hins vegar vafinn í japanskt núðludeig með sætri tómata-chili- sósu. Ólíkir munnbitar. Chilisósan harmóneraði vel við fiskinn og mjúka núðluumgjörðina en bleikjuhrognin höfðu vinninginn hinum megin, hörpufisknum nánast ofaukið. Humar „pick me up“ ber nafn með rentu því það verður bókstaflega að veiða humarinn upp úr sultukrukk- unni sem hann er borinn fram í. Þetta er skemmtileg framsetning en einnig svolítið umdeilanleg. Vissulega er rétturinn öðruvísi og sjónrænt áhrifa- meiri en ef hann væri t.d. borinn fram í skál. Þessi framsetning hefur verið nokkuð í tísku og fékk ég til dæmis rétt fyrir nokkru á Spicy í París í samskonar krukku. Þar eins og í Sjávarkjallaranum er ókosturinn sá að það getur verið erfitt að ná matn- um upp úr krukkunni. Sem er synd því humarinn var mjög góður með svörtu trufflukurli ofan á ásamt ferskum kóríander, syndandi í foie gras-sósu með blómkáli. Ef maður ætlaði hins vegar að njóta sósunnar til fulls gat það reynst erfitt því verk- færin sem stóðu til boða voru gaffall eða prjónar. Lax í miso var ágætur og góð hreðka og banani lyftu honum upp. Satay-sósan sem kynnt var með bragðaðist hins vegar frekar sem rjómabætt humarsoð en jarð- hnetusósa en var engu að síður góð. Saltfiskur var tvískiptur, annars vegar djúpsteiktur með kryddjurtum og chili og hins vegar bakaður með kartöflumús og wok-steiktu græn- meti. Frumleg asísk-evrópsk út- færsla af saltfiski sem féll í góðan jarðveg, sósan með mild og sæt. Eini kjötrétturinn sem við fengum okkur var „chino latino“-and- arbringa. Hún var niðursneidd í ræmur og með heitu spínati og hnetum. Raunar leyndust einnig spareribs á diskinum og með þessu voru baunir og eldrauður og sjóðandi heitur chilipipar, fyrir þá sem vildu að hiti færðist í leikinn. Mildari var kart- öflu- og möndlubaka eða króketta. Eftirréttirnir voru ekki síður góðir. Ferskir ávextir og ber, blandaður ís og eldaður banani. Léttur, ferskur og bragðgóður endir. Það er ekki auðvelt að velja vín með svona mat og fyrir minn smekk eiga hvítvín betur við þegar mikið er um asískt krydd. Slíkur matur og rauðvín fara yfirleitt ekki vel saman. Við reyndum Riesling frá Brundl- mayer sem hafði allt það sem til þurfti til að ráða við matinn. Viognier frá Guigal var sömuleiðis góður kost- ur. Sjávarkjallarinn fer frábærlega af stað. Vonandi verður framhaldið eftir því. Seiðandi Sjávarkjallari Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarkjallarinn. Aðalstræti 2. Pönt- unarsími: 511-1212. Heimasíða: www.sjavarkjallari.is Andrúmsloft: Það ríkir klúbb- stemmning í rökkvuðum kjall- aranum og nútíma „lounge“-tónlist slær tóninn. Þjónusta: Ungt starfsfólkið sinnir starfi sínu með bros á vör á röskan og skilvirkan hátt. Flóknir réttirnir útskýrðir af kostgæfni og svör á reiðum höndum við öllum fyr- irspurnum. Forréttir: 1.200–2.200 Aðalréttir: 2.400–4.500 krónur. Eftirréttir: 800–1.300 krónur. Mælt með: „Exotic“-matseðillinn á 5.900 krónur gefur góða yfirsýn yf- ir matreiðslu staðarins. Líklega er best að velja ilmríkt hvítvín með matnum. Vínlisti: Vínum er raðað eftir þrúg- um: Sauvignon Blanc, Chardonnay, Riesling, Cabernet Sauvignon og svo framvegis. Í hverjum flokki frambærilegir fulltrúar jafnt nýja heimsins sem gömlu góðu Evrópu. Verð þolanlegt. Sjávarkjallarinn Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.    Miðvikudaginn 17. september kemur Vín- klúbbur Sommelier saman í fyrsta sinn á veitingastaðnum Sommelier við Hverfisgötu 46. Undibúningur að stofnun klúbbsins hefur staðið um nokkurt skeið en meginmarkmiðið með stofnun hans er að vera varnarþing vín- áhugamanna sem vilja kynna sér það besta sem gerist í vínheiminum í góðum fé- lagsskap, segir í fréttatilkynningu. Stefnt er að því að félagsmenn hittist mánaðarlega og smakki á góðum vínum og afbragðs mat með, en lykilatriði í Vínklúbb Sommelier verður samsetning víns og mat- ar. Fyrirkomulagið í starfsemi klúbbsins verður rætt á fyrsta kvöldinu og verður mik- ið lagt upp úr að félagsmenn taki virkan þátt í mótun starfseminnar. Dagskrá hefst kl. 19.30 með fordrykk en kl. 20.00 stundvíslega hefst dagskrá. Fyrsta kvöldið verður franskt þema. Boðið verður upp á tvíréttaðan matseðil og úrvals vín með á aðeins 4.500 krónur. Einnig verður boðið upp á fjölmörg gæðavín á innkaupsverði til smökkunar eða geymslu í víngeymslum staðarins en félagsmenn Vín- klúbbsins munu eiga kost á að nálgast sjald- gæf vín fyrir milligöngu Sommelier. Stofnun Vínklúbbs Sommelier Vín vikunnar eru flest ítölsk að þessu sinni en einnig fulltrúar frá jafnt Norður-Ameríku sem Suður-Afríku. Þetta er vín sem eru tiltölulega nýkomin í sölu eða koma í sölu og fást í Heiðrúnu og Kringlunni. Rapitala 2002 Nero d’Avola er rauður Sikileyingur. Þurr ilmur, sætar plómur og þurrkaðir ávextir. Í munni þétt og skarpt en þó milt. Milliþungt með nokkurri sýru í lokin. 1.280 krónur. 15/20 Snoqualmie Merlot 1998 er rauðvín frá Washington-ríki við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Nefið er mjúkt og eikin sæt og áberandi með mikilli vanillu og kaffi. Mýktin heldur áfram í munni, örlítið sýrubit en fyrst og fremst þykkt og mjúkt með mildum ávexti. Aldurinn farinn að segja til sín, ávöxturinn tekinn að dofna en eikin lifir eftir. 1.690 krónur. 16/20 Melini Chianti 2001 er ungt Sangiovese-vín, ferskt og óeik- að. Léttur og þægilegur ávöxtur með dökkum rifsberjum og kirsuberjum í nefi. Létt og ljóst í munni. Ágætlega þægilegt en fremur einkennalítið. 1.270 krónur. 14/20 Goiya Chardonnay-Sauvignon Blanc 2002 er hvítvín frá Suður-Afríku sem nýkomið er í sölu. Sætur ilmur af perum, nið- ursoðnum ávöxtum og kóríander. Hefur fremur sæta uppbygg- ingu, feitt en Sauvignon-ávöxturinn gefur jafnframt ferskleika og smábit. Þarf að vera nokkuð kalt. 1.090 krónur. 14/20 Goiya Shiraz- Pinotage er rauðvín frá sama framleiðanda. Dæmigert ávaxtavín, ávöxturinn dökkur og sólríkur, jafnvel smá leð- ur í bland. Í munni þykkt og suðrænt, greina má krydd og hita. Einfalt og aðgengilegt. 15/20 Vín vikunnar Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæð- um, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.