Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 B 11 ferðalög Tóku fleiri Íslendingar þátt í göngunni? „Dóttir mín, Dóra Sif Óskarsdóttir, sem býr í Noregi.“ Hvers vegna ákvaðst þú að taka þátt í kvenna- göngu í Rjukan? „Fyrir tveimur árum komu sjö norskar konur hingað til lands í þeim tilgangi að fá upplýsingar um kvenna- hlaupið hér á landi. Ég hef komið að skipulagningu hlaupsins frá upphafi eða árinu 1990 og var beðin um að hitta þær til að fræða þær um hlaupið. Konurnar höfðu þá fengið ferðina hingað til lands í verðlaun fyrir sjálfboðavinnu sem þær inna árlega af hendi við kvennahlaupið í Rjukan. Í framhaldi af spjalli okkar buðu þær mér að koma til Rjukan og ganga með þeim. Upphaflega hafði forsvarsmaður hópsins í Noregi, Siri Strandrud, fengið hugmynd að Íslandsferðinni vegna hlaupahóps íslenskra kvenna sem hún rakst á í Kaup- mannahöfn 17. júní. Þær voru að hlaupa í skemmti- garði, allar klæddar rauðum bolum. Hún for að spyrjast fyrir um konurnar og komst að því að þær voru að feta í fótspor kvenna á Íslandi. Hvernig er kvennahlaupinu háttað í Rjukan? „Konurnar ganga í kringum tindinn á fjallinu Gausta við Rjukan, sem er þekkt gönguleið um níu kílómetra löng. Þetta er tignarlegt fjall og við gengum í 1.262 metra hæð yfir sjávarmáli. Konurnar tóku sér rúman tíma í ferðina, borðuðu nesti á leiðinni og berin töfðu líka aðeins en þarna er krökkt af bláberjum. Við enduðum svo gönguna í Selstali set- er sem er gamall bóndabær, opinn ferðamönnum. Þar eru seldar gamaldags veitingar og til dæmis hægt að kaupa heimagerða osta, smjör og handverk.“ Hefur gangan verið haldin í mörg ár? „Þetta var í fimmta skipti en gangan er alltaf haldin fyrstu helgina í september. Í Rjukan búa um 6.000 manns og þátttakendur voru um 2.200 talsins. Kon- urnar sem að göngunni standa segja að mikið sé um að vera daginn sem kvennagangan er. Þá er settur upp stór handverksmarkaður í Rjukan og oft eru gestir jafnmargir og íbúar bæjarins þennan dag.“ Fannst þér skemmtilegt að taka þátt í þessum viðburði? „Já þetta var mjög gaman og móttökurnar sem við mæðgur fengum voru engu líkar, slík var gestrisnin. Í upphafi hlaupsins byrjaði ég á því að kynna mig fyrir þátttakendum og kvennahlaupið okkar og hvetja fólk til að koma í kvennahlaupið á Íslandi. Kannski gefst mér svo færi á að endurgjalda gestrisnina því ég bauð norsku skipuleggjendunum einnig að taka þátt í kvennahlaupinu okkar sem verður næst haldið 19. júní árið 2004.“ Í síðustu viku hélt Lovísa Einarsdóttir til Rjukan í Noregi til að ganga með 2.200 konum hringinn í kringum tindinn á Gaustafjallinu. Björg W. Johansen, Lovísa Einarsdóttir, Dóra Sif Ósk- arsdóttir og Anne Helen Moe. Norskar stúlkur í þjóðbúningi gáfu öllum þátttak- endum súkkulaði í upphafi göngunnar. Gönguleiðin í kringum Gaustafjallstoppinn er níu kíló- metra löng og konurnar gáfu sér nægan tíma. Tók þátt í kvennagöngu í Noregi  Nánari upplýsingar um kvennagönguna í Rjukan í Noregi er að finna á slóðinni: www.kjerringsveiven.no/ Aðgengilegar upplýsingar um Rjukan í Noregi eru á www.visitrjukan.no Bóndabærinn Selstali seter 3660 RJUKAN Vefslóð: www.selstali.com Hvaðan ertu að koma? BÆTTAR merkingar í Snæfellsbæ hafa auðveldað ferðamönnum að- gengi og veitt nánari upplýsingar um ýmsa vinsæla áfangastaði. Umhverf- isstofa hefur til dæmis sett upp merkingar við friðlöndin á Arnar- stapa, Hellnum og Búðum og á öllum þessum stöðum er jafnframt að finna skilti sem veita upplýsingar um dýralíf og helsta gróður á svæðun- um. Jafnframt hafa merkingar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli verið bættar og munar þar mestu um miklar og góðar merkingar á Djúpa- lónssandi en hann er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna innan Þjóðgarðsins. Þar hefur jafnframt verið komið upp langþráðri salern- isaðstöðu fyrir ferðmenn en í fyrra fóru um sex hundruð manns um göngustíginn niður á sandinn yfir háannatímann. Ferðamannatímabilið að lengjast Enn má sjá erlenda ferðamenn á ferð um Snæfellsbæ, þótt liðið sé langt á haustið og haustlægðirnar farnar að láta á sér kræla. Ferða- mátinn flug og bíll virðist hafa aukist og þeir ferðamenn sem velja jaðar- tímann láta veðurfarið ekkert á sig fá, enda sumir hverjir að leita eftir hressilegum vindum og rigningu eft- ir hitana á meginlandi Evrópu. Menn innan ferðaþjónustunnar í Snæ- fellsbæ eru almennt sammála um að mikil aukning ferðamanna hafi verið yfir háannatímann í sumar og að sá tími hafi lengst. Bæði hafi hann haf- ist fyrr og staðið lengur. Merkingar við friðlöndin í Snæfellsbæ Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Ferðamenn virða fyrir sér upplýs- ingaskiltið við Djúpalón. Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.