Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 B 15 börn Erfitt val Jón var svo heppinn að fá fullan poka af peningum í happdrættisvinning. Til að fá vinninginn þarf Jón bara að velja á milli poka A, B, C og D. Það er þó svolítið flókið því það er mismikið af peningum í pokunum.  Í poka A eru 2.000 fimmkallar.  Í poka B eru 1.300 tíkallar.  Í poka C eru 500 fimmtíukallar.  Í poka D eru 110 hundraðkallar. Hvaða poka á Jón að velja til að fá sem mest af peningum? Svar: Poka C Björn Ólafur Björnsson, sex ára, teiknaði þessa flottu mynd af blómvendi úti í náttúrunni en í vendinum hans eru geld- ingahnappur, fíflar og gull- maðra. Blómvöndur Björn Jóhannsson, tíu ára, sendi þessa litríku mynd í blómamynda- samkeppnina. Blómamynd Í dag klukkan tvö verður danska fjölskyldumyndin Úlfastelpan Tinke frumsýnd íNorræna húsinu. Myndin er gerð eftir sögu Cecil Bødker, og gerist árið 1850. Hún fjallar um níu ára stelpu sem er búin að missa báða for- eldra sína og býr ein og yfir- gefin fjarri mannabyggðum. Smaladrengurinn Larus finnur hana síðan svanga og villta og fer með hana heim á bæinn þar sem hann vinnur. Bóndinn vill senda hana á fá- tækraheimilið en kona hans vill ala hana upp sem eigin dóttur. Stelpan ákveður hins vegar að gera það sem henni sjálfri sýnist og fer að leita að afa sínum og ömmu sem hún hefur aldrei hitt. Úlfastelpan Tinke Skilafrestur er til föstudagsins 19. sept. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 28. sept. Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Andrea Ómarsdóttir, 6 ára, Dalseli 6, 109 Reykjvík. Arnheiður Björg, 5 ára, Rjúpufelli 35, 111 Reykjavík. Grímur Gunnarsson, 12 ára, Álfheimum 60, 104 Reykjavík. Guðný Rún Ellertsdóttir, 3 ára, Steinahlíð 5 B, 601 Akureyri. Hjördís L. Sandholt, 11 ára, Skeiðarvogi 149, 104 Reykjavík. Jónína Sif, 6 ára, Lautarsmára 16, 201 Kópavogi. Magnús Andrésson, 8 ára, Ártúni 5, 580 Siglufirði. Snorri Gunnarsson, 8 ára, Álfaheiði 30, 200 Kópavogi. Sveinn Andri, 7 ára, Njörvasundi 11, 104 Reykjavík. Þorsteinn Ari B. Þorsteinsson, 11 ára, Eskiholti 6, 210 Garðabæ. Pabbi passar - Vinningshafar Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið miða fyrir tvo á myndina Pabbi passar: Verðlaunaleikur vikunnar Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Þraut Hvor er kötturinn og hvor er músin? Tommi er _________________ Jenni er __________________ Sendið okkur svarið, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Tommi og Jenni - Kringlan 1 103 Reykjavík Halló krakkar! Nú fer allt í mús og kött þegar æringjarnir Tommi og Jenni mæta til leiks! Í tilefni þess að tvær nýjar myndbandsspól- ur eru komnar út með þeim félögum efna Barnasíður Moggans og SAMmyndbönd til verðlaunaleiks. Allt sem þú þarft að gera er að leysa létta þraut, senda okkur svarið og þá er nafnið þitt í pottinum. 10 heppnir krakkar frá báðar Tomma og Jenna spólurnar sem eru með íslensku tali. Endalaust fjör í endalausum ævintýrum með Tomma og Jenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.