Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 C 3 Nýr leikskóli í Staðarhverfi Óskað er eftir: Deildarstjórum Leikskólakennurum eða starfsmönnum með aðra menntun og/eða reynslu Leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa Leitað er eftir starfsfólki sem er tilbúið til að taka þátt í uppbyggingu nýs leikskóla þar sem frumkvæði og sköpunargleði fá að njóta sín. Lögð er áhersla á færni í samskiptum, jákvæðni og áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, og á vefsvæði www.leikskolar.is. Nokkrar lausar stöður í nýjum leikskóla. Leikskólinn verður þriggja deilda og tekur til starfa í október nk. Í starfi leikskólans verður lögð áhersla á markvisst samstarf milli leik- og grunnskóla. Upplýsingar um störfin og hæfniskröfur veita Ingibjörg E. Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 567 5914/661 5105, jonhuni@simnet.is og Auður Jónsdóttir, starfsmannafulltrúi í síma 563 5800. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Leikskóla Reykjavíkur. Verslun í Kringlunni með kven- og barnafatnað vantar jákvæðan, snyrtilegan og heiðarlegan starfskraft í hluta- starf. Æskilegt að viðkomandi sé lipur í mann- legum samskiptum og hafi jafnframt góða sölu- hæfileika. Vinnutími frá kl. 14:30-18:30 mánu- daga til fimmtudaga. Umsókn, ásamt mynd, skilist til augldeildar Mbl., merkt: „Verslun — 14197“, eða á box@mbl.is Hjúkrunardeildarstjóri Laust er til umsóknar starf hjúkrunardeildar- stjóra á gjörgæsludeild við Hringbraut, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði. Starfið veitist frá 1. nóv. 2003. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber ábyrgð á daglegum rekstri, uppbyggingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahaldi, rekstrar- þáttum og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun, m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniður- stöður. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun á gjörgæsludeild og reynslu af starfsmannastjórnun. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið framhaldsnámi í gjörgæsluhjúkrun. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. Mat á umsóknum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsóknarfrestur er til 29. sept. nk.og skulu umsóknir lagðar inn á skrifstofu hjúkrunar við Hringbraut. Upplýsingar veitir Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, í síma 543 7344, netfang helgakei@landspitali.is Hjúkrunarfræðingur Ákveðið hefur verið að hefja blóðstofnfrumu- ígræðslu við Landspítala - háskólasjúkrahús í samræmi við samning Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss, dags. 01.09.2003. Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á lyflækningasviði II við blóðstofnfrumu- ígræðslu. Starfshlutfall er 50% og veitist starfið til tveggja ára. Starfið felur m.a. í sér að vinna með ígræðslu- teyminu að því að skipuleggja og samþætta þjónustuna, að veita hjúkrun þeim sjúklingum sem fá blóðstofnfrumumeðferð og að vera í samskiptum við erlend samtök og stofnanir. Starfið er samkvæmt starfslýsingu og megin- hlutverk er hjúkrun, kennsla, fræðsla til skjólstæðinga og samstarfsfólks, ráðgjöf og rannsóknir. Ábyrgð á starfi er gagnvart sviðsstjóra hjúkrunar. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu á sérsviði hjúkrunar sjúklinga með illkynja blóðsjúkdóma/ krabbamein og æskilegt er að umsækjendur hafi framhaldsnám á meistarastigi í hjúkrunarfræði. Góð tölvu- og tungumálakunnátta er mikilvæg. Með umsókn skal leggja fram skrá um námsferil og starfsreynslu. Mat á umsækjendum byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknir skulu berast til skrifstofu hjúkrunar við Hringbraut, fyrir 1. okt. n.k. Upplýsingar veitir Kristín A. Sophusdóttir, sviðsstjóri, í síma 543 6472, netfang kristsop@landspitali.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.