Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Talmeinafræðingur Laus er til umsóknar 50—80% staða talmeina- fræðings á Skólaskrifstofu Suðurlands. Helstu verkefni: Greining á stöðu einstaklinga og hópa. Ráðgjöf til starfsfólks leikskóla og grunnskóla. Ráðgjöf til foreldra. Fræðsla af ýmsu tagi. Samstarf við aðrar stofnanir. Ýmis sérverkefni. Menntunarkröfur: Prófgráða í talmeinafræðum og starfsréttindi talmeinafræðings. Aðrar kröfur: Starfið er þjónustustarf og krefst samstarfs- hæfni við bæði börn og fullorðna. Ágæt laun eru í boði og mjög vel að starfs- mönnum búið til að sinna endur- og símennt- un, erlendis sem og hérlendis. Á Skólaskrifstofu Suðurlands starfa, auk for- stöðumanns, sjö sérfræðingar á sviði leikskóla-, sálfræði-, kennslu- og talmeinaráðgjafar. Þetta er samhentur hópur sem hefur mikið samstarf sín á milli. Umsókn um starfið, ásamt yfirliti um náms- og starfsferil, sendist Skólaskrifstofu Suður- lands, Austurvegi 56, 800 Selfoss, fyrir 25. sept- ember 2003. Á vefslóðinni www.sudurland.is/skolasud/ er að finna upplýsingar um skrifstofuna. Nánari upplýsingar veitir Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður, í síma 482 1905 og 862 9905. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar Ráðgjafar til starfa við skipulags- verkefni Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir umsóknum arkitekta/skipulags- fræðinga er réttindi hafa til skipulagsgerðar sbr. gr. 2.7. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 til að vinna að fjölbreyttum skipulagsverkefn- um á komandi mánuðum. Þeir aðilar, sem fullnægja tilsettum skilyrðum, verða settir á lista sem uppfærður er reglulega, en einstaklingar/fyrirtæki geta óskað eftir því að verða settir á listann hvenær sem er. Þegar um fyrirspurn er að ræða verða að jafnaði valdir 3—5 aðilar, sem gefinn er kostur á að vinna að tillögu eða bjóða í verkefni. List- inn verður einnig notaður til að velja ráðgjafa samkvæmt beinu vali þegar það á við sbr. inn- kaupareglur Reykjavíkur. Við val á fyrirtækjum hverju sinni verður leitast við að velja þá aðila, sem unnið hafa vandaða vinnu og sinnt hliðstæðum verkefnum. Jafn- framt verður leitast við að velja fyrirtæki, sem ekki hefur unnið áður fyrir Reykjavíkurborg, og/eða nýtt fyrirtæki, sem réttindi hefur til skipulagsgerðar. Niðurstaða fyrirspurnar er síðan byggð á mati sem nánar er greint frá í verklýsingu eða fyrir- spurn hverju sinni, þar sem hæfni, menntun og reynsla verður lögð til grundvallar auk hönnunarkostnaðar bjóðenda. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsing- um, má nálgast á heimasíðu Innkaupastofnun- ar Reykjavíkur, www.reykjavik.is/innkaupa- stofnun. Einnig má nálgast umsóknareyðublöð á sama stað á Fríkirkjuvegi 3. Umsóknum skal skilað til Innkaupastofnunar eigi síðar en 30. september 2003. SBK 108/3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.