Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Guðjónsson skoraði sitt fyrsta mark í þýsku knatt- spyrnunni á laugardaginn þegar hann innsiglaði góðan úti- sigur Bochum á Hansa Rostock, 2:0. Bochum vann þar sinn annan leiki í röð eftir slæma byrjun og er komið upp í miðja deild. Þórður Guðjónsson var í byrjunarliði Bochum en þegar hálftími var eftir af leiknum kom Bjarni í hans stað. Bochum komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en undir lokin sóttu heima- menn af krafti og freistuðu þess að jafna metin. Markvörður Rostock, Mathias Schober, brá sér í sóknina þegar lið hans fékk aukaspyrnu á hættulegum stað þegar tvær mínútur voru komnar framyfir leiktímann. Þegar hún rann út í sandinn var hann of seinn til baka og leikmenn Bochum óðu upp völlinn. Bjarni fékk boltann, og sendi hann í tómt mark heimamanna af 20 metra færi. Meistarar Bayern München máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu, 3:2 í Wolfsburg. Sigurinn var ævintýralegur fyrir heimamenn því þeir tryggðu sér hann með mörkum frá Fern- ando Baiano og Diego Klimowicz á síðustu sex mínútunum. Hinn brasilíski Baiano lék sinn fyrsta leik með Wolfsburg og skoraði tvö marka liðsins. Átján ára piltur, Bastian Schwein- steiger, skoraði fyrra mark Bayern og hinn hollenski Roy Makaay gerði sitt fyrsta deildamark fyrir félagið. Leverkusen vann Hamburger SV, 1:0, með marki frá bras- ilíska varnarmanninum Juan og er efst í deildinni með 12 stig eftir fimm leiki. Fredi Bobic skoraði loksins fyrir Herthu Berlín, fyrstu mörk liðsins eftir að það hafði leikið í 374 mínútur án þess að skora. Útlitið var gott því með mörkunum frá Bobic var Hertha komin í 2:0 gegn Hannover snemma leiks, en það voru hinsvegar gestirnir sem fögnuðu 3:2 sigri þegar upp var stað- ið. Hertha er því enn án sigurs og er í þriðja neðsta sætinu.  Stuttgart hefur ekki fengið á sig mark í fimm fyrstu leikjunum og er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli í Schalke.  Í herbúðum Bayern og Herthu var álaginu á landsliðs- menn félaganna kennt um hvernig fór um helgina en þessi tvö lið eiga flesta leikmenn þýska landsliðsins sem lék gegn Ís- lendingum og Skotum.  Nýtt aðsóknarmet í þýsku 1. deildinni var sett í Dort- mund þar sem 80.500 manns sáu heimamenn sigra Werder Bremen, 2:1. Bjarni innsiglaði góðan útisigur Bochum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir. Bjarni kom inn á sem varamaður fyrir bróður sinn hjá Bochum um helgina og tryggði liðinu sigur, 2:1. „ÉG er auðvitað mjög ánægður með sigur okkar í dag,“ sagði Pét- ur Ólafsson, aðstoðarþjálfari KA, í leikslok. „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur og með stór- kostlegri baráttu og samheldni leikmanna náðum við að sigra. Strákarnir lögðu sig allir fram og mér fannst sigurinn sanngjarn. Við duttum töluvert aftar á völlinn eftir að við komust í 2:0 en það var ekki planið, það bara gerðist. Eftir að þeir minnkuðu muninn var ég sannfærður um að strák- arnir myndu bara bæta í, enda var stemningin þannig í liðinu og það gekk eftir. Við hefðum átt að bæta við mörkum. Svo verðum við að berjast til síðasta blóðdropa í Grindavík en bikarleikurinn gegn Skaganum kemur reyndar inn á milli. Það er mikið álag á leik- mönnum okkar. Við spilum þrjá leiki á sjö dögum og það er hálf- gerð hneisa að bikarleiknum sé troðið á milli þessara mikilvægu leikja í síðustu tveimur umferð- unum. Það er allavega ekki verið að gera okkur baráttuna fyrir sæti okkar í deildinni auðveldari,“ sagði aðstoðarþjálfarinn. Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, hafði þetta að segja: „Þetta var mikil barátta eins og við bjuggumst við enda er KA að berj- ast fyrir lífi sínu í deildinni. Mér fannst leikurinn jafn og það sem skildi liðin að var að þeir nýttu sín færi betur en við. Nú eru komnir fjórir tapleikir í röð og við verðum að sigra Val í síðustu umferðinni á Fylkisvellinum til að endurheimta stoltið. Hvað mig varðar, er ég ekki bú- inn að ákveða neitt hvort ég haldi áfram í boltanum eða ekki. Ég sé bara til eftir að þessu tímabili lýk- ur,“ sagði Finnur. Samheldni skilaði sigrinum Leikurinn fór ágætlega af staðen datt svo niður og var fyrri hálfleikur í daufari kantinum. Fylkismenn fengu tvö ágæt færi en Sören Byskov varði örugglega í báðum tilvikum. KA fékk einnig tvö færi og náði að nýta annað þeirra rétt fyrir lok hálfleiksins. Það var sjálfur þjálf- ari liðsins, Þorvaldur Örlygsson, sem laumaðist óáreittur inn á teig og skallaði boltann örugglega í markið eftir aukaspyrnu frá Dean Martin. Markið kom á besta tíma fyrir KA og þeir gulklæddu komu fullir sjálfstrausts til síðari hálf- leiks. Það leið ekki á löngu þar til annað mark komst í hús en það skoraði Pálmi Rafn Pálmason eft- ir að Þorvaldur þjálfari og Hreinn Hringsson höfðu splundrað vörn Fylkis. Eftir markið bakkaði lið KA nokkuð og Fylkismenn fóru að sækja í sig veðrið. Hrafnkell Helgason átti skalla yfir KA- markið og skömmu síðar fengu Árbæingar vítaspyrnu þegar Ronni Hartvig braut á Sævari Þór Gíslasyni. Úr henni skoraði Helgi Valur Daníelsson af öryggi og staðan því orðin 2-1. Það sem eftir lifði leiks voru KA-menn sterkari, greinilega staðráðnir í að missa ekki enn einn sigurinn úr höndum sér. Þeir fengu nokk- ur upplögð færi til að bæta við mörkum en áttu erfitt með að hitta á rammann. Fylkismenn fengu tvö færi en Sören Byskov varði örugglega í bæði skiptin. Eftir leik fögnuðu KA-menn vel og innilega en eins og fyrr sagði var sigur í leiknum þeim lífs- nauðsynlegur. Fylkismenn voru ekki alveg jafnkátir sem skiljan- legt er. Baráttan var aðalsmerki KA í leiknum en almennt áttu leik- menn ágætis leik. Þorvaldur þjálfari átti þátt í báðum mörk- unum og vann fjölmarga bolta á miðjunni, Dean Martin og Hreinn Hringsson voru síógnandi og Slobodan Milisic sýndi allar sínar bestu hliðar í vörninni enda veitti ekki af því félagi hans Ronni Hartvig var ólíkur sjálfum sér. Sören Byskov var mjög öruggur og virðist búinn að jafna sig eftir slæm mistök í síðustu leikjum. Í Fylkisliðinu voru Hrafnkell Helgason og Helgi Valur Dan- íelsson sterkir á miðjunni, Þór- hallur Dan Jóhannsson firna- sterkur í öftustu línu og Kjartan Sturluson öruggur í markinu. Sóknarlínan var fremur slök og gerði fáar rósir. Morgunblaðið/Kristján Helgi Valur Daníelsson, Fylkismaður, og Pálmi Rafn Pálmason, KA-maður, í baráttu um boltann í leiknum á Akureyrarvelli í gær. Pálmi skoraði markið sem færði KA-mönnum dýrmætan sigur. Baráttu- sigur hjá KA KA vann mikilvægan sigur á Fylki, 2:1 á Akureyri í gær. Þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm leikjum og með honum smokruðu norð- anpiltar sér úr fallsæti. Stigin þrjú verða þó bara talin skammgóður vermir því liðið er enn í bullandi fallhættu og þarf helst að sækja stig til Grindavíkur í lokaumferðinni til að forðast fall. Fylkismenn virðast algerlega heillum horfnir, hafa tapað fjórum leikjum í röð og eru dottnir niður í fjóra sæti. Sigur KA var sanngjarn, þeir börðust betur og fengu fleiri færi í leiknum. Einar Sigtryggsson skrifar KA 2:1 Fylkir Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 17. umferð Akureyrarvöllur Sunnudaginn 14. sept 2003 Aðstæður: 9° hiti, norðan kaldi og þurrt. Smá raki í vellinum. Áhorfendur: 500 Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 4 Aðstoðardómarar: Marinó Þorsteinsson, Guðmundur H. Jónsson Skot á mark: 12(6) - 7(4) Hornspyrnur: 7 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Leikskipulag: 4-3-3 Sören Byskov M Örlygur Þór Helgason Slobodan Milisic M Ronnie Hartvig Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson Dean Martin M Pálmi Rafn Pálmason M (Örn Kató Hauksson 89.) Steinn V. Gunnarsson Þorvaldur Örlygsson M Jóhann Helgason (Steinar Tenden 71.) Hreinn Hringsson M Kjartan Sturluson M Björgvin Freyr Vilhjálmsson Þórhallur Dan Jóhannsson M Kjartan Antonsson Arnar Þór Úlfarsson (Magnús Már Þorvarðarson 66.) Helgi Valur Daníelsson M Hrafnkell Helgason M Finnur Kolbeinsson Theódór Óskarsson Haukur Ingi Guðnason (Kristján Valdimarsson 76.) Eyjólfur Héðinsson (Sævar Þór Gíslason 58.) 1:0 (45.) 1:0 (45.) Dean Martin tók aukaspyrnu af hægri kanti, gaf fyrir á nær- stöng þar sem Þorvaldur Örlygsson kom aðvífandi og stangaði bolt- ann í netið. 2:0 (50.) 2:0 (50.) Þorvaldur Örlygsson sendi boltann innfyrir Fylkisvörnina á Hrein Hringsson. Hann renndi honum svo fyrir markið á Pálma Rafn Pálmason sem hreinlega gat varla annað en skorað. 2:1 (62.) 2:1 (62.) Helgi Valur Daníelsson skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir viðskipti Ronni Hartvig og Sævars Þórs Gíslasonar í vítateig KA. Gul spjöld: Björgvin Freyr Vilhjálmsson, Fylkir (32.) fyrir brot.  Arnar Þór Úlfarsson, Fylkir (46.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.